Tíminn - 24.10.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 24.10.1992, Qupperneq 7
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 7 full alvara. Að vísu hafa aðilar verið að gefa út ýmsar yfirlýsing- ar, sem gefa manni ekki of mikl- ar vonir, og ég er dálítið hissa á þeim sumum, eins og fram- komnum yfirlýsingum einstakra stjórnmálamanna. En mér finnst að það eigi að láta reyna á það hvort þeir séu tilbúnir og þá bæði stjórn og stjórnarandstaða. Við skulum ekki gleyma stjórn- arandstöðunni, hún er ekki stikkfrí í þessu." En hvaða hafa menn fyrst og fremst í huga? „Menn hafa verið að skoða ýms- ar stærðir, meðal annars í sam- bandi við atvinnureksturinn og sjávarútveginn og hvort ekki sé hægt að lækka kostnaðinn þar. Sú vinna er mjög stutt á veg komin og margir endar lausir. En áður en verður farið að skoða þessi mál enn frekar, finnst mér að það eigi að láta reyna á það hvort þessir aðilar, sem ég nefndi hér að framan, séu til- búnir að koma að þessu máli. Ef ekki, þá þarf ekki að eyða tíma í þetta og þá gerast hlutirnir eins og verkast vill." Hvað gerist þá? „Þá gæti það gerst að farin verði þessi leið, sem gengisfell- ingarkórinn er að æfa sig að syngja. Þá sögu þekkja menn og okkur. En ef menn komast ekki upp úr farinu, þá mundi maður sópa út af borðinu og þeir, sem sætu í stólunum við það borð, fengju ef til vill að fjúka með.“ Tvístrað lið En hvernig meturðu pólitíska litrófið f dag? Telurðu að það sé vilji til að koma til móts við ósk- ir verkalýðshreyfingarinnar, eða telurðu að ríkisstjórnin muni neyta aflsmunar á þingi til að keyra í gegn enn frekari niður- skurð á velferðarkerfinu? „Mér hefur sýnst af umræðunni síðustu daga að það sé allt að því ekki meirihluti fyrir því innan stjórnarflokkanna að koma þess- um málum í gegn. Það rísa upp þingmenn, jafnvel innan fjár- laganefndar, sem mótmæla framsetningu ákveðinna mála, vegna þess að þau hafa ekkert verið rædd. Menn virðast vera dálítið tvístraðir og það gerir okkur einnig erfitt fýrir. Þetta á ekki einungis við stjórnarliða heldur líka stjórnarandstöðuna, sem mér virðist að hluta til vera dálítið út og suður.“ Skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar hafa verið í umræð- unni að undánförnu og svo virð- ist sem smákóngasjónarmið tor- Björn Grétar Sveinsson, formaöur Verkamannasambands íslands. Timamynd: Áml Bjama við í verkalýðshreyfingunni get- um ekki látið ganga yfir okkur gengisfellingu uppá tugi pró- senta og því munum við svara." Nú hafa menn verið að horfa mikið til svonefndrar atvinnu- málanefndar ríkis og aðila vinnumarkaðarins, sem hefur verið að störfum í nokkra mán- uði án nokkurs árangurs? Hvað er þar að gerast? „Fyrir það fyrsta á ég nú ekki sæti í nefndinni. En nefndin hef- ur verið að vinna að ákveðnum hugmyndum í atvinnumálum, sem ríkisstjórnin tók að hluta til út úr þeim umræðupakka, s.s. það sem snýr að framkvæmdum í vegamálum. Síðan hefur far- vegurinn eitthvað breyst og nefndarmenn hafa farið að ræða ýmsar hliðarráðstafanir, eins og fram hefur komið í umræðunni. En ég vil taka það skýrt fram að mér finnst eins og það sé uppi ákveðinn misskilningur í þessu öllu saman. Það er ekki verið að gera kjarasamning og málið snýst ekki um það. Það er kjara- samningur í gildi fram til 1. mars. Það, sem einfaldlega er að gerast, er að það er verið að skoða þessi mál í atvinnulegu tilliti og hvort hægt sé að forð- ast meira atvinnuleysi. Það er okkar skylda, í þessari lægð sem efnahagslífið er í, að skoða hvort við getum ekki haft áhrif til góðs í þeim efnum. Að vísu virðast menn vera misjafnlega ábyrgir hvað það snertir, og nægir í því sambandi að benda á boðaðar hækkanir á flutningsgjöldum Eimskips og Samskipa. Raun- verulega eru þessar hækkanir ekkert annað en gengisfelling í þeirra atvinnugrein. Ég vek at- hygli á því að forstjóri Eimskips segir að með þessum hækkunum séu þeir að forðast að lenda nið- ur á eitthvað núll. En það verður að athuga það að við innan VMSÍ erum að reyna að koma okkar fólki uppað núllinu, úr mínus- unum. Málið snýst um það.“ Mótmælir hækkun farmgjalda Er einhverra viðbragða að vænta frá verkalýðshreyfingunni vegna þessara hækkana hjá skipafélögunum? „Eg vil bara nota tækifærið hér og nú og mótmæla þessum hækkunum, sem okkur finnst vægast sagt vera mjög einkenni- leg ráðstöfun. Það er andskoti ódýrt að sitja á einhverjum skrif- stofum úti í bæ þar sem menn virðast geta ímyndað sér að þeir séu að nálgast eitthvert núll eftir tuga og hundraða milljóna króna gróða, og þá bara hækka þeir sjálfvirkt hjá sér. Ég vildi að það væri svona andskoti auðvelt að gæta hagsmuna og núllsins okkar.“ Óttastu að þetta muni leiða til keðjuverkunar og aðrir muni ganga á lagið og hækka hjá sér, í Ijósi þess að þarna eiga í hlut stórir aðilar, sem hafa hækkað einhliða flutnings- og þjónustu- gjöld? „Það kæmi mér mjög á óvart ef aðrir mundu ekki ganga á lagið, miðað við reynslu undanfarinna ára.“ Hvað þá með stöðugleikann? „Hann er þá náttúrlega farinn. Þetta er ákveðin gengisfelling. Það er ekki nóg að segja að þetta virki eitthvað núll komma eitt- hvað inn í framfærsluvísitöluna. Ef það kemur fullt af þessu núll komma eitthvað, þá verður það samanlagt mikið, mikið meira og það er málið." En eru ekki forsendur kjara- samninganna brostnar þar með? „Það var samið um stöðugleika og samningarnir eru í gildi til 1. mars, og með þessum hækkun- um eru ákveðnar forsendur kjarasamninganna brostnar." Eru þessar hækkanir kannski vísbending um það að innan at- vinnurekendageirans sé ekki mikill vilji til að halda áfram á sömu braut og verið hefur, og þess í stað sé hver og einn að reyna að bjarga sjálfum sér? „Atvinnurekendahópurinn er jú samansettur af hinum ólíkleg- ustu aðilurn." En Eimskipsmenn eru nú mikl- ir þungavigtarmenn í þeim hópi? „Já, ég held að það sé óhætt að telja þá mjög þunga, bæði á fjár- magnsmarkaði og víðar, þó svo að maður fari ekki að skilgreina kolkrabbann. En ég bendi bara t.d. á að mér hefur aldrei fundist Vinnuveitendasambandið í sjálfu sér vera heilt í raunvaxtamálun- um og hvernig eigi að ganga fram í því að ná þeim niður. Raunvextir hafa farið hækkandi að undanförnu og eru hærri en rætt var um að þeir yrðu, við gerð síðustu kjarasamninga. Ég skil ekki atvinnurekendur í þessu máli, einfaldlega vegna þess að vaxtakostnaður fyrir- tækjanna er gífurlegur og mörg sjávarútvegsfýrirtæki eru rekin, frá degi til dags, á yfirdráttarlán- um með 18%-20% vöxtum. Síð- an hlaðast upp skuldir hjá bönk- unum, fýrirtækin fara á hausinn, bankarnir afskrifa og hækka vexti og vaxtamun til að halda áfram að búa til þessa dauða- gildru. Ef fram heldur sem horf- ir, þá verður þetta hliðstætt því sem gerðist í Noregi: þeir drápu sig innanfrá með of háum vöxt- um. Viðræður án skilyrða Þú hefur sagt að verkalýðshreyf- ingin sé ekki tilbúin til viðræðna við einn eða neinn undir skilyrð- um ráðherra, s.s. að gleyma einu stykki EES-samningi og skera niður í velferðarkerfinu um nokkra milljarða króna. Undir hvaða formerkjum vilja menn ræða málin? „Við viljum hreinlega ganga að viðræðuborðinu án skilyrða. Menn vita okkar hugmyndir í aðalatriðum hvað varðar skatta- málin, þó það eigi eftir að útfæra það nákvæmlega. En að ráðherr- ar skuli segja við okkur að verkalýðshreyfingin eigi að sam- þykkja EES-samninginn og við eigum að ganga í það að ákveða hvar og hvernig skera skuli nið- ur í velferðarkerfinu. Við sem höfum verið á haus í því að reyna að koma í veg fýrir verstu þættina í niðurskurðinum. Ég bendi bara á að f síðustu kjara- samningum vorum við að berj- ast gegn lokunum á hinum ýmsu deildum innan heilbrigðis- kerfisins og fleira og fleira í þeim dúr. Þá eru ekki síður gagnrýnisverð þau ummæli, sem utanríkisráðherra hefur látið frá sér fara um orlofssjóði, sjúkra- sjóði stéttarfélaga og „andskot- ans sumarbústaðina". Það er einfaldlega þannig að þetta eru hlutar af launakökunni. Þetta er ekki eitthvað sem atvinnurek- endur eru að greiða okkur í verkalýðsfélögunum, eins og það sé eitthvað annað en fólkið sem er í félögunum. Orlofssjóðirnar hafa verið notaðir til að byggja upp orlofshús og til að auðvelda fólki að komast í sumarfrí. Við önnum t.d. ekki nema hluta af eftirspurninni og ég fullyrði að margt af okkar fólki kæmist ekk- ert, ef þessir bústaðir væru ekki fýrir hendi. Það er nefnilega þannig að öll íslenska þjóðin getur ekki verið á einhverju dag- peningaflippi út um allan heim.“ Þú hefur jafnframt talað um heilindi. En er um nokkur heil- indi að ræða, í Ijósi þessara um- mæla og skilyrða sem skellt hef- ur verið fram? „Ég er alveg tilbúinn til að fyr- irgefa mönnum ákveðið þekk- ingarleysi. Jafnframt veit ég að þótt margt sé sagt í fljótheitum, þá látum við það ekkert stöðva veldi það að félögin sameinist innan fjórðunga, og það vill hver halda í sitt. Hvert er þitt mat á þessu? „Skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar hafa nú verið í um- ræðunni í einhverja áratugi og ættu því að fara að verða út- rædd. Mín skoðun er sú að þetta gerist ekki með skipunum ofan frá. Hins vegar finnst mér að umræðan um þessi mál fari vax- andi inni í félögunum um það að leita leiða til að veita sem mesta þjónustu. Um það snýst málið fyrst og fremst, en ekki ein- hverja helvítis smákónga sem alltaf er hægt að fella. Jafnframt bendi ég á að það eru alltaf ein- hverjar hreyfingar í þessum mál- um. Sem dæmi vil ég nefna að félögin á Höfn í Hornafirði í A- Skaftafellssýslu voru að samein- ast um síðustu áramót, Verslun- armannafélag A- Skaftafellsýslu og Jökull. ÖIl A- Skaftafellssýsla er eitt atvinnusvæði með ótal hreppum og þetta gengur alveg ljómandi vel. Þar er vinnumiðl- unin og atvinnuleysiskráningin á einum og sama staðnum, hjá verkalýðsfélaginu. Þetta gerðist hægt og hljótt og ég veit að það er verið að ræða þessi mál mjög víða. Nú, ef sveitarfélög samein- ast, þá kemur þetta af sjálfu sér hjá verkalýðsfélögunum, at- vinnusvæðin stækka og verka- lýðsfélögin sameinast." Þing ASÍ er framundan. Ætl- arðu að gefa kost á þér til for- seta? „Ég er búinn að svara þessari spurningu tuttugu og sjö sinn- um neitandi." Háir formannsslagurinn, sem er á bak við tjöldin, ykkar starfi um þessar mundir? „Nei, á engan hátt.“ Er farið að gæta flokkspólitískra lína í þeim slag? „Nei, það er ekki byrjað." -grh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.