Tíminn - 24.10.1992, Page 5

Tíminn - 24.10.1992, Page 5
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 5 Einsetinn skóli eða tvöfaldur bílskúr Svavar Gestsson skrifar Þegar rætt er um þróunarstig þjóðfélaga er margt haft til viðmiðunar. Sumir telja ís- skápa, bflskúra og bflafjöld á hverja fjöl- skyídu. Aðrir mæna á hagvöxt líðandi stund- ar. Aðrir vilja reikna út grænar þjóðartekjur — það er vilja leggja mat á þjóðartekjur og hagvöxt með hliðsjón af því hversu mikið er gengið á höfuðstól auðlindanna, sem dregst þá frá venjulegum hagvaxtarútreikningi. Allar eru þessar aðferðir umdeildar. En eitt er minna og minna umdeilt og það er að miða við framlög til menntunar, rannsókna og vísinda. Það hefur skapast almenn sam- staða um það að eftir því sem þjóðir eru rausnarlegri á þeim sviðum, þeim mun lík- legra sé að þær búi við góð lífskjör í framtíð- inni. Hefnir sín — síðar Núverandi ríkisstjórn fslands hefur ekki skilið þessi grundvallaratriði. Þess vegna er menntakerfið og framlög til rannsókna skor- in niður með sama hnífnum og allt annað. Það mun að vísu ekki koma niður á heildar- lífskjörum í dag og á morgun, kannski ekki fyrir næstu kosningar. En niðurskurður í menntamálum á íslandi kemur niður á okk- ar lífskjörum síðar — kannski um aldamót, kannski fyrst eftir 10 ár. En um það eru allir sammála að þessi skammsýni mun hefna sín síðar. Það er af þessum ástæðum sem það er nauðsynlegt að hafa menntamálaráðherra sem þorir að ganga á móti straumnum; hef- ur kjark til þess að gera kröfur fyrir hönd skólanna, nemendanna, og þar með framtíð- arinnar og menningarinnar. Menntamála- ráðherrann á að vera á framtíðarvaktinni í hverri ríkisstjórn. Ef hann tekur undir hin skammsýnu niðurskurðarsjónarmið og verður viljalaust verkfæri í höndum fjár- málasjónarmiðanna einna, er hann verri en enginn. Eins og Grikkland og TVrkland Því miður eru þessi sjónarmið sett fram að gefnu tilefni. Það er skorið niður um allt skólakerfið og einnig á vettvangi menning- armála: Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyr- ir næsta ár sýnist mér að framlög til menntamála í heild séu um 15 milljarðar króna, fyrir utan framlög til safna og menn- ingarmála af ýmsu tagi. Útgjöld fjárlaga- frumvarpsins eru 111 milljarðar króna. Framlögin eru því 13,5% til menntamála og þar með lægra hlutfall en öll árin aftur til ársins 1986, sem hlutfall af ríkisútgjöldun- um í heild. Ef framlögin til skólamála eru borin saman við þjóðarframleiðsluna í heild, sem fjár- lagafrumvarpið áætlar um 390 milljarða króna á næsta ári, nema fjárlögin til menntamála aðeins um 3,8% af þjóðarfram- leiðslunni á næsta ári. Þar með eru framlög íslendinga til þessa málaflokks komin niður að því sem gerist í Tyrklandi og Grikklandi — langt fyrir neðan aðrar þjóðir Norðvestur- Evrópu. Og þegar málin eru skoðuð í heild, er ekki að undra þó að heildartölurnar séu ljótar: 1. Leikskólalögin hafa ekki verið fram- kvæmd; reglugerð samkvæmt þeim hefur ekki verið gefin út og ekki heldur unnin að fullu. Og ákveðið er að endurskoða grunn- skólalög, sem engin reynsla er komin á, af því að þeim hefur aldrei verið beitt! 2. Grunnskólinn hefur verið skorinn niður. Kennslustundum hefur verið fækkað veru- lega. Mest er fækkunin á kennslustundum í íslensku, gjörsamlega andstætt því sem flestir héldu fram, meðal annars mennta- málaráðherra. Börnum í bekkjardeild hefur verið fjölgað. Ráðist er að Námsgagnastofn- un, sem verður að sæta meiri niðurskurði en aðrar stofnanir ríkisins. Gert er ráð fyrir því að selja Skólavörubúðina og að flytja Kennslugagnamiðstöð til Kennaraháskóla. Ákvarðanir einkennast af niðurskurði og samdrætti og einræðisstíl. Grunnskólalög eru sett í endurskoðun í 18 manna nefnd. Samt eru lögin ný. Um þau náðist full samstaða á Alþingi. Tillögur Sjálf- stæðisflokksins voru samþykktar við með- ferð málsins á Alþingi. Samt eru lögin end- urskoðuð. Reynslan sýnir þegar að Sjálf- stæðisflokkurinn meinti ekkert með því sem hann heimtaði í menntamálum, þegar hann var í stjórnarandstöðu. Hann er alvörulaus hentistefnuflokkur og hefur nú í mennta- málum náð saman við afturhaldssamasta flokkinn í menntamálum í síðustu ríkis- stjórn — Alþýðuflokkinn. En enginn maður hefur gengið Iengra í fjandsamlegum árás- um á menntakerfið en sá eftirmaður Gylfa Þ. Gíslasonar sem heitir Jón Baldvin Hanni- balsson. 3. Þróun fram- haldsskólakerf- isins er stöðvuð. Framhalds- skólalögin eru sett í nefnd líka. í sömu 18 manna nefnd- ina. Þar er eng- inn fulltrúi kennarasamtaka frekar en annars staðar, því kennarasamtök- in eru alltaf hundsuð. Þar eru sjónarmið landsbyggðarinnar sniðgengin. Þar er þess vandlega gætt að engir fræðslustjórar fái að vera, nema þeir hafi flokksskírteini Sjálf- stæðisflokksins upp á vasann. Nefndin starf- ar svo lokað að enginn veit hvað þar er að gerast. Alls konar blaður sleppur þó frá ráðu- neytinu um málið af og til, eins og að loka eigi framhaldsskólunum; stefnuræða for- sætisráðherra var notuð til þess að heimta lokun skólakeríisins. Það var eina framlag hans til menntamála í þeirri ræðu, sem oft- ast er kölluð stefnuleysisræðan. En hún var ekki stefnulaus í menntamálum. Lokunar- stefnan var á dagskrá og hann gleymdi auö- vitað að geta þess hver var menntamálaráð- herra þegar framhaldsskólalögin voru sett: það var Birgir ísleifur Gunnarsson, sem er líka fyrrverandi borgarstjóri. Það er að vísu ekki undrunarefni að fátt komi jákvætt um skólamál frá Davíð Oddssyni; eftir hans borgarstjóratíð er skólakerfi Reykvíkinga verr á vegi statt en skólastarf nokkurs staðar annars staðar á landinu, þegar á heildina er litið. 4. Háskólarnir hafa fengið sinn skerf. Virkar aðgerðir til að laða saman stofnanir háskóla- stigsins eru strandaðar. Framlögin til Há- skóla íslands á næsta ári verða aðeins 89% af því sem þau voru í fyrra — að raunvirði. Beitt er sömu einræðisvinnubrögðunum gagnvart háskólastiginu og víðar þekkist af hálfu íhaldsins. Gleggsta dæmið er Kennara- háskólinn, sem fékk tilskipun um að hefja ekki fjögurra ára kennaranám, sem hann hafði þó undirbúið samkvæmt lögum. Til- skipunin kom með nokkurra vikna fyrirvara. Lokunarstefnan er einnig ríkjandi á háskóla- stiginu: Nú er rætt um það í fullri alvöru að breyta háskólalögunum og loka háskólan- um, vegna þess að hann getur ekki tekið við fólki á sama hátt og verið hefur. Og hvert fer það fólk, sem ekki kemst í háskóla eða fram- haldsskóla eða í sérskólana? Það fer á at- vinnuleysisskrá. 5. Rannsóknir. Síðasta ríkisstjóm sam- þykkti tíu ára áætlun um tvöföldun á fram- lögum til rannsókna og þróunarstarfsemi. Sú áætlun var framkvæmd undanbragða- laust í síðustu stjórn. Þannig voru framlög til þróunar og rannsókna aukin um 25% strax á árinu 1991. Nú- verandi ríkis- stjórn skar strax niður framlög til þróunarstarfs, vísinda og rann- sókna. Það, sem hún gerir síðan, er að lofa rann- sóknarsamfélaginu peningum ef það tekst að selja ríkisfyrirtæki! Og þeir peningar eru ekki settir á menntamálaráðuneytið heldur fjármálaráðuneytið, til þess að það sé öruggt að ekki eyrir hrökkvi til rannsókna nema fjármálaráðuneytið telji að öllu hafi verið til haga haldið. Aldrei hefur niðurlæging menntamálaráðuneytisins verið eins algjör og sl. sumar, er sett var nefnd til að skoða þessi rannsóknamál, án þess að mennta- málaráðuneytið hefði með hana að gera, sem þó er ráðuneyti rannsókna og vísinda. 6. Endurmenntun og fullorðinsfræðsla. Hvergi verður þess vart að menntamála- ráðuneytið sinni endurmenntun og fullorð- insfræðslu. Þar er ekki um að ræða frum- kvæði að neinu leyti. Það tókst að knýja fram lagasetningu um málefnið á sl. vori. Það var stjórnarandstaðan sem barði það fram. En ekkert gerðist samt. Það dugir ekki með öðr- um orðum að rétta þeim félögum hjálpar- hönd. Þeir kunna ekki að taka í hana. Þeir kunna ekkert annað en að Iáta undan stöð- ugum niðurskurðarkröfum forsætisráðherr- ans og formanns Alþýðuflokksins, sem eru eins og kunnugt er yfirfjármálaráðherrar í núverandi ríkisstjórn. (Samanber það að sama daginn og Friðrik mælti fyrir sínu draumafrumvarpi á AJþingi, þá mælti Jón Baldvin fyrir sínu draumafrumvarpi á fundi úti í bæ og allir vissu, að minnsta kosti fjöl- miðlarnir, hvor það var og er sem valdið hef- ur.) 7. Nemendur í grunnskólum sæta því að kennslan er skorin niður, námsgögnin sem þeir fá eru lakari en áður. Verkmenntir fram- haldsskóla og sérskóla eru í hættu, meðal annars vegna breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Fækkun f undirbúningsdeild Myndlista- og handíðaskólans er talandi dæmi: Fækkun frá fyrri árum úr 130 til 160 nemendur í 60 nemendur. Og auðvitað er niðurskurður Lánasjóðsins skuggalegustu tíðindin: - Stórfelld lækkun framlaga. - Stórfelld aukning lántöku. - Fækkun nemenda, sérstaklega kvenna. Enginn hópur í þjóðfélaginu hefur orðið að sæta annarri eins kjaraskerðingu og náms- menn í framhaldsskólanámi; skerðingin á kjörum þeirra er yfir 30 af hundraði. Yfirlýsing Stcingríms Þetta er ófagur ferill. Sem betur fer er ekki allt ljótt; en það er eins og tilviljunin ein ráði. Dæmi um jákvæða ákvörðun er fjar- nám kennara, sem tekin er vegna þess að ráðherrann átti engra annarra kosta völ og gat ekki stöðvað tímans þunga nið. En já- kvætt er það samt. En í heildina tekið er stefnan því miður metnaðarlítil og kraftlaus og einkennist af miðstýringu (dæmi: KHÍ, MH), lokun (dæmi: 18 manna nefnd, fram- haldsskólalög, Háskólinn) og niðurskurði (dæmi: grunnskóli, háskóli). Og niðurstaðan er þessi: Lægri framlög til menntamála á ís- landi en nokkurs staðar annars staðar á okk- ar menningarsvæði. Það verður að vísu að viðurkenna að menntamál og menningarmál hafa ekki ver- ið gildur hluti af þjóðmálaumræðunni í þessu landi á undanförnum áratugum. Þó hefur oft tekist, meðal annars í tfð síðustu ríkisstjórnar, að lyfta skólanum ofar á for- gangslista þjóðfélagsins. Nú þarf enn átak í þessu skyni og það er lífsnauðsyn einmitt um þessar mundir svartsýni og atvinnuleys- is. Eg tók eftir því að í viðtalsþætti fyrir nokkrum dögum sagði formaður Framsókn- arflokksins að menntamálunum ætti að hlífa við niðurskurði. Þetta er mikilvæg stefnuyf- irlýsing. Ég er og hef reyndar lengi verið þessarar skoðunar. Ég skora á fleiri forystu- menn stjórnmálaflokkanna að tjá sig um þetta mál. Því fleiri sem lýsa því yfir að nið- urskurðarhnífurinn megi ekki lenda í skóla- málunum, því betra. í þessu sambandi má benda á að íslendingar verja lægra hlutfalli til skólamála en aðrar þjóðir, sem við berum okkur saman við. Þess vegna þarf skólinn aukningu en ekki niðurskurð. í upphafi var á það minnst að þjóðir og stjórnmálamenn nota mismunandi forsend- ur til að meta lífskjör sín. Sumir telja tvö- falda bflskúra til marks um hina æðstu lífs- hamingju. Aðrir einsetna skóla. Ég tek ein- setinn skóla fram yfir tvöfalda bflskúra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.