Tíminn - 24.10.1992, Qupperneq 11

Tíminn - 24.10.1992, Qupperneq 11
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 11 Járnbrautarbrú þessi blasir við ofan af hásléttunni þar sem mið- bær höfuðborgarinnar stendur. Myndin er tekin af virkisveggn- um yfir Pfaffenthal. Brúin var byggð um aldamótin síðustu. Niðri í dalnum liðast áin Alzette. * Ragnar Bjarnoson Omar Ragnarsson Haukur Heiðar Ingólfsson Eva Ásrún Albertsdóttir * Hljómsveitin Smellir Jukföídverður Á Söngvaspé er tekið sérstaklega vel og óvœnt á móti þeim sem halda upp á sér- stök tímamót í lífi sínu. Tilefnin geta verið mörgt.d. afmœli, trúlofun eða brúðkaup. sfr!Xff^a:z:ta aðeins FYRIRTÆKI - HOPAR Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Vinsamlegast staðfestið pantanir sem fyrst. Miðapantanir í síma 686220 alla virka daga kl. 10.00 -17.00. SHIISIB I G L Æ S I B /E SIMI 686220 í dúr os moll í í Glceswœ Fjörugur söngur og nóg afgríni með nokkrum afokkar þekktustu skemmtikróftum. Gífurleg gleði fram á rauða nótt. sigruðu. Þar hvfla þýskir hermenn undir svörtum krossum og það er mjög eftirtektarvert og sláandi að sjá hversu hinir föllnu urðu stöðugt yngri eftir því sem vorið 1945 nálg- aðist Þama hvflir ótrúlegur fjöldi barna, sem voru allt niður í 14 ára þegar þau féllu. Hliðbyggingin inn í grafreitinn er lágreist og þar inni er gestabók. Ég gekk eitt sinn þar inn á eftir gömlum hjónum og sá að maðurinn hafði skrifað á latfnu að það væri bæði ljúft og fagurt að deyja fyrir föður- landið. Ekki gat ég verið sammála því, þegar ég stóð við gröf 15 ára drengs sem féil við Bastogne í apríl 1945. Lúxemborg er vel „í sveit sett“, eins og sagði áður. Landið er í þjóðbraut í flestum skilningi og hefur verið það allt frá því á dögum yfirráða Róm- verja. Móseláin rennur meðfram landinu og markar austurlandamæri þess að hluta og hinum megin við ána er Þýskaland. Við sunnanvert landið eru landamæri að Frakklandi og að vestanverðu Belgíu. Móseláin er skipgeng og miklir flutningar fara um hana. Aðal flutningahöfn lands- ins er í grennd við Grevenmacher, sem fyrr er nefnd. Saga Lúxemborgar er löng, en upp- haf hennar sem ríkis er rakin til árs- ins 963, þegar Sigfried greifi frá Ar- dennafjöllum stofnaði ríki og endur- reisti virkið mikla á og í klettinum í miðborg Lúxemborgarborgar. Til- vera ríkisins byggðist í raun á hinu mikla og óvinnandi virki, og ef virk- ið var veikt var ríkið á brauðfótum. Sigfried greifi og þeir, sem ríktu eft- ir hann fram á 15. öld, bjuggu í Lúx- emborg, en eftir það og fram á þá 16. bjuggu höfðingjamir annars staðar, og var þá Lúxemborg aðeins hjá- lenda. Á 16. öld eignast Búrgundar það. Búrgundar héldu því ekki lengi og nokkmm áratugum síðar eignast Spánverjar það, þá Frakkar og síðan Austurríkismenn, en með komu þeirra gekk í garð 80 ára tímabil frið- ar og velmegunar, sem rofnaði í Na- póleonsstyrjöldunum. Eftir Vínarráðstefnuna 1815 varð landið stórhertogadæmi undir hol- lensku krúnunni og mátti að nafn- inu til halda eigin her sem fyrir var í landinu. Sá var þó ekki neinn heima- mannaher, heldur prússneskur. Landsmenn vom síðan þvingaðir til að hafa herinn á framfæri sínu á þann átt að sérhvert heimili í land- inu neyddist til að hafa minnst einn hermann búandi sem ómaga á heim- ilinu. Eins og nærri má geta var Lúx- emborgurum þessi skylda ekki ljúf, og enn í dag þykir þeim það einna verst skammaryrða að vera kallaðir Prússar. Samlynt fjölþjóðasamfélag í Lúxemborg ríkir nú velmegun og landið nýtur bæði staðsetningar sinnar og þátttöku í samstarfi Evr- ópuríkjanna. íbúar em um 400 þús- und og hvorki meira né minna en 28% íbúanna em aðfluttir, aðallega frá öðmm ríkjum EB, en um 3% hinna aðfluttu íbúa landsins koma frá löndum utan EB, þar á meðal frá íslandi. íslendingar búsettir í Lúx- emborg em á fjórða hundrað. Flestir Þrátt fyrir það að 28% íbúanna séu innflytjendur, þá segir Jean-Claude Conter að jafnan hafi verið leitast við að halda í ýmis þjóðareinkenni og að áhersla hafi verið lögð alla tíð á að innflytjendurnir samlöguðust íbú- unum. Opinbert mál í landinu er franska, en í grunnskólum er mikil áhersla lögð á tungumálakennslu. Kennsla þar fer nú orðið að mestu fram á lúxemborgísku, sem er flæmsk mállýska. Ekkert var lengi ritað á lúxemborgísku, en fyrir nokkmm ámm var skapað ritmál, og dagblöð sem út koma í landinu em gjaman á bæði frönsku og lúxem- borgísku. Málið var gert að þjóðmáli árið 1986. í landinu em skólar á gmnn- og framhaldsskólastigi, en háskólanám sækja landsbúar mest til grannland- anna, einkum Frakklands og Þýska- lands þar sem Lúxemborg rekur ekki eigin háskóla. Byrjað er að kenna skólabömum frönsku við sjö ára aldur, þá þýsku og síðan ensku við 11-12 ára aldurinn. Allt þetta gerir síðan að íbúamir tala fullkomlega frönsku og þýsku og ágæta ensku og skera sig þannig talsvert úr nágrönnum sínum, Frökkum, Belgum og Þjóðverjum. Hin góða almenna málakunnátta landsmanna á stóran þátt í því hversu þægilegt er að versla, ferðast um og yfirhöfuð að bjarga sér í Lúx- emborg. 187 bankar í Lúxemborg fer fram öflug banka- starfsemi, en 187 bankar hafa starfs- leyfi í landinu og um 17 þúsund manns vinna við bankastarfsemi. Þá eru í landinu alls um sjö þúsund starfsmenn EB, en ýmsar stofnanir Evrópubandalagsins em í landinu, þeirra á meðal Evrópudómstóllinn. Um 9 þúsund manns vinna við stál- iðnaðinn í suðvesturhluta landsins, en gríðarlegur samdráttur hefur orðið í þeirri grein síðan á sjöunda áratugnum. Þá störfuðu 30 þúsund manns í stáliðnaðinum. Atvinnuleysi er um 1,2% og hinir atvinnulausu em flestir ungt fólk án starfsmennt- unar, eða um 2500 manns. —sá Stytta af Charlottu móður Jeans stórhertoga stendur á Clairef- ontaine-torgi. Lúxemborgarar dá mjög Charlottu, einkum fyrir framgöngu hennar í síðari heimsstyrjöld meðan á hernámi Þjóðverja stóð. Stórhertogaynj- an varð að flýja land með fjöl- skyldu sína, fyrst til Bretlands og síðar Bandaríkjanna. Hún lagði sig mjög fram um að veita þjóð sinni siðferðilegan stuðn- ing. Leiðsögumaöur Islenskra blaðamanna á ferð í Lúxem- borg fyrir skömmu, Jean- Claude Conter, talaði með mik- illi lotningu um Charlottu, líkt og hún væri dýrlingur. Höll stórhertogans í Lúxem- borg stendur fyrir enda Vatnsstígs — Rue de l'Eau. Verið er að endurbyggja höll- ina og fara iðnaöarmenn að dæmi þeirra, sem gerðu við Bessastaðastofu, og hafa reist byggingu utanum höllina og vinna því innandyra. Til að ekki fari á milli mála hvað er inni í skýlinu, voru málarar fengnir til að mála mynd af framhlið hallarinnar utan á skýlið. þeirra hafa framfærslu af störfum í tengslum við flutningaflugfélagið Cargolux, en auk þess vinnur all- nokkur fjöldi íslendinga við starf- semi Flugleiða í landinu, við ferða- þjónustu, í bönkum og peninga- stofnunum og við verslun og við- skipti. Að sögn Jean-CIaude Conter, blaða- fulltrúa ferðaskrifstofu Lúxemborg- arríkis, varð mikil efnahagsleg upp- sveifla í landinu upp úr 1965, og í kjölfar hennar mikill skortur á vinnuafli til ýmissa starfa, eins og víðar í N-Evrópu. En í stað þess að leita eftir fólki frá ólíkum menning- arsvæðum, sóttust stjómvöld eftir fólki frá öðmm V- Evrópulöndum, svo sem Portúgal og ftalíu. Portúgal- ir em þannig fjölmennastir innflytj- enda eða um 48% þeirra, en ítalir næst fjölmennastir. Þessi stefnavirð- ist hafa skilað sér í því að engir árekstrar hafa orðið milli fólks af mismunandi þjóðemum né að myndast hafi sérstök hverfi eða svæði fólks af ákveðnum þjóðemum. Undanfarna áratugi hafi verið stöð- ugur hagvöxtur og hiklaust megi setja hann í beint samhengi við hina nýju landsmenn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.