Tíminn - 24.10.1992, Side 14

Tíminn - 24.10.1992, Side 14
14 Tíminn Laugardagur 24. október 1992 Brot úr Grænlandsferð sumarið 1992: Það eru minnisstæðir dagar sú eina vika, þegar ég átti þess kost á liðnu sumri að flakka um byggðir Suður-Grænlands. Ég fór með kát- um 10 manna hópi frá Ferðafélagi íslands, síðustu viku júlímánaðar í sólarhita og blíðviðri á þessu landi sem flestir tengja við fimbulkulda, frost og funa. Suður-Grænland er að hluta til hin svokallaða Eystri- byggð, þar sem íslendingar bjuggu til foma, á stöðum eins og í Bröttuhlíð, Görðum, Undir höföa og víðar. Um þessar slóðir fórum við og kynntumst jafnt fortíð þessa heillandi lands sem nútíð. Stærsta eyja í heimi Þegar ég var í barnaskóla, lærði ég þau fræði að Grænland væri stærsta eyja í heimi. Þau sannindi standa ennþá. Eyja þessi, sem er að mestu norðan heimskautsbaugs, er 2,2 milljón ferkílómetrar að flatarmáli og þekja jöklar 84% landsins. Land- ið byggðist fyrst árið 2100 f.Kr. þeg- ar þangað komu Inúítar, það er að segja Eskimóar, frá Kanada. Þeir hafa byggt landið æ síðan og eru í dag 83% íbúa þess, en Danir 17%. Heildaríbúatalan er um 70 þúsund. Grænland er hluti af danska ríkinu og á tvo fulltrúa á þjóðþingi þess. Frá árinu 1955 hefur sérstakt Grænlandsmálaráðuneyti farið með æðstu stjórn málefna landsins, en heimastjórn fengu Grænlendingar þó árið 1979 og fer hún með flest eigin mál landsins, að undanskild- um utanríkis- og varnarmálum. Þannig annast Danir gerð milli- ríkjasamninga og ráða einnig yfir rétti til námuvinnslu, en einmitt síðastnefnda atriðið hefur verið heitt deilumál í landinu. Jökullinn er kaldur og hvítur íslendingar, sem héldu til Græn- lands fyrir árið 1000, sigldu á knörrum sínum og sættu lagi til að hreppa hagstæða vinda, svo ferðin mætti verða þeim sem auðveldust. Ég fór þangað með öðrum hætti, eða á Fokker 50 flugvél frá Flugleið- um, og hafði aðra landsýn en Eirík- ur rauði. Við komum hátt inn yfir Grænlandsjökul í góðu skyggni og það sást langt inn yfir jökulinn, hvítan og kaldan. Síðan var lent í Narssarsuaq og dvalist á hóteli þar fyrstu tvær næturnar af sjö. En víkjum aftur til fortíðarinnar. Frá því segir í traustum heimildum að Eiríkur rauði, sem gerður hafði Eftir Sigurð Boga Sævarsson blaðamann Þessar brosmildu konur fengu sér sæti aftan á dráttarvél, þegar þær ferðuðust milli húsa f Bröttuhlfð. Stikað í fótsporum Eiríks hins rauða verið sekur á Þórsnesþingi á Snæ- fellsnesi, hafi búið skip sitt út frá Ei- ríksvogi og ætlað að leita þess lands, sem Gunnbjörn sonur Ulfs kráku hafði fundiö. Þetta var í kringum ár- ið 982, en það ár hefur löngum ver- ið talið upphafsár íslendingabyggð- ar á Grænlandi. Eiríkur lét í haf undan Snæfells- jökli og kom til austurstrandar Hvalseyjarkirkja. Þar voru Kristjana Guðmundsdóttir og Jonathan Motzfeldt gefin saman í ágústmánuði sl. sum- ar. Grænlands. Ekki virtist honum byggilegt þar, svo að hann hélt suð- ur með landinu til að leita björgu- legri staða. Fór Eiríkur víða um Suður-Grænland á útlegðarárum sínum þremur. Að þeim liðnum hélt hann svo aftur til íslands og þegar þangað var komið, lét hann vel yfir landkostum og kallaði landið Græn- land, „því að hann kvað það mjög mundu fysa menn þangað, ef landið héti vel“, eins og segir í Eiríks sögu rauða. Eiríkur sneri síðan aftur og fjöldi manns fór á eftir honum til Grænlands. Eiríkur settist að í Bröttuhlíð fyrir botni Eiríksfjarðar, sem við hann er kenndur. „Þá vitum við að á skömmum tíma rísa upp all fjölmennar byggðir. í fornum heimildum eru býli talin vera 90 í Vestribyggð og fjórar kirkj- ur og 190 í Eystribyggð og 12 kirkj- ur. Síðari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að hér er síður en svo oftalið, en af þessu er dregin sú ályktun að íbúarnir hafa verið 3-4 þúsund þeg- ar best lét,“ segir Ási í Bæ í Græn- landsbók sinni Granninn í vestri. Komið í Hvalseyjarkirkju íslendingarnir í Grænlandi undu þarna hag sínum vel og byggðu upp sitt eigið ríki. Hins vegar fór svo að vígaferli og bardagar urðu á milli ís- lendinga og Grænlendinga og í fyll- ingu tímans fór svo, að þeir fyrr- nefndu urðu að láta í minni pokann fyrir ágangi Eskimóa. Einnig er kólnandi veðurfar talið eiga sinn þátt í eyðingu byggðanna. Síðustu heimildir um íslendingabyggðir á Grænlandi eru frá 1410. Þannig hefur brúðkaup Þorsteins Ólafsson- ar í Hvalseyjarkirkju 1408 verið ein síðasta samkoma íslendinga á Grænlandi, en þessi merka kirkja var einn þeirra sögustaða sem Ferðafélagshópurinn skoðaði. Þor- steinn þessi Ólafsson var skipverji á skipi, sem kom frá Noregi og ætlaði til íslands, en lenti í hafvillum og náði ekki landi fyrr en á Grænlandi og í Hvalseyjarkirkju fór því brúð- kaupið fram. Hvalseyjarkirkja er talsvert stórt mannvirki, hlaðin úr grjóti á tím- um íslendingabyggðar í Grænlandi og standa veggir hennar enn óhagg- aðir. Brúðkaup Þorsteins var að lík- indum síðasta kirkjulega athöfnin í kirkjunni allt þar til í ágústmánuði sl., 584 árum síðar, en þá var haldið í kirkjunni annað brúðkaup: brúð- kaup Kristjönu Guðmundsdóttur og Jonathans Motzfeldt, sem til skamms tíma var formaður græn- lensku landstjórnarinnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.