Tíminn - 24.10.1992, Side 13

Tíminn - 24.10.1992, Side 13
12 Tíminn Laugardagur 24. október 1992 t Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 13 íslenskir blaðamenn fóru fyrir skömmu um Lúxemborg og Trier í boði ferðamálaráða borganna og Flugleiða. Boðsferðin tengdist að nokkru leyti því, að ferðaþjón- ustuaðilar á Móselsvæðinu eru nú að freista þess að fá fleiri ferða- menn til sín á tímum, sem hingað til hafa verið ansi daufir. Þar er um að ræða tímabilið september og fram í desember og svo aftur í janúar-apríl, að því er Marion Sangnier, fulltrúi hjá ferðamála- ráði Trierborgar, sagði við Tím- ann. Þetta verður gert með því að bjóða mjög hagstæð kjör á t.d. gistingu, skoðunarferðum og bfla- leigubflum. Fjöldamargar stórverslanir eru í Trier, sem versla með ódýran en góðan fatnað og annan varning, svo sem raftæki ýmiss konar. Fatn- aður er þar ódýrari en í Lúxem- borg, af þeirri ástæðu að í Lúxem- borg eru fataverslanir minni og sérhæfðari í dýrum og vönduðum fatnaði. Það er afar þægilegt að versla í Trier. Næg bílastæði eru í bíla- stæðahúsum utan við sjálfan mið- bæjarkjarnann, sem lokaður er að mestu fýrir bílaumferð, en einmitt það er ástæða þess hve notalegt er að ganga um milli verslananna. Og alls staöar hægt að tylla sér niður, hvíla sig og fá sér ölkrús áður en lengra er haldið. Trier er elsta borg Þýskalands. Hún er formlega stofnuð árið 16 f.Kr. af Ágústusi keisara, þeim sem sendi út boð um fyrsta manntal sögunnar, sem sagt er frá í Lúkas- arguðspjallinu 2. kafla — jólaguð- spjallinu. Ágústus nefndi auðvitað borgina í höfuðið á sjálfum sér og kallaöi Augusta treverorum eða Ágústsborg hjá Tréverjum. Þéttbýli í Trier er þó talið enn eldra, eða allt frá dögum Vinda. Sem gefur að skilja, þá eru miklar minjar í borginni tengdar veru Rómverja þar, svo sem rústir mik- ils baðhúss og hringleikahúss. Þá eru í miðbænum mikið um fagrar byggingar frá ýmsum bygginga- sögulegum tímum — gotneskar, renaissance, barok, rókokó og klassískar — eins og gefur að skilja í tvö þúsund ára gamalli borg. Ein- Elsta borg Evrópu: Trier, borg sö Markaðstorgið í Trier á föstudegi. kennismerki borgarinnar er gamla rómverska borgarhliðið Porta Nigra, eða Svarta hliðið. Þá hafa Trierbúar lengi haldið minningu eins frægasta sonar borgarinnar í heiðri, en sá er Karl gamli Marx. Á tímum sovétskipu- S lags í A-Evrópu voru kommissarar oft sendir með útvalið lið til Trier til að sýna þeim „ræturnar". Blaða- maður minnist þess, þegar hann fyrir um áratug síðan var að skoða safnið, að þar var fyrir hópur Rússa, sem undruðust stórum hví illir kapítalistar vestrænir skyldu hafa svo mikið fyrir því að varð- veita bernskuheimili spámanns síns. í Karl Marx-safninu að Bruckenstrasse 10 er sægur hand- rita Karls gamla, fýrsta útgáfa af höfuðverki hans, Das Kapital, og stærsta safn heims af útgáfum Kommúnistaávarpsins alls staðar að úr heiminum, þar á meðal afar sjaldgæfar útgáfur frá því fyrir árið 1900. Fyrir alla þá, sem áhuga hafa á samtímasögu, hlýtur að vera sjálfsagt mál að líta inn í Karl Marx-safnið. —sá Einkenni Trierborgar er hið róm- verska borgarhlið, Porta Nigra. Ferðabændur gera tilraun með að lengja ferðamannatímann: Helmingsafsláttur af bændagistingu í vetur Ferðabændur hvetja landann tfl vetrar- ferðalaga og bjóða helmingsafslátt af gistingu. Þetta reyna þeir í fyrsta sinn í vetur og er tilgangurinn að lengja fetða- man natímann. J vetur bjóðum við upp á helmingsaf- slátt af gistingu á mjög mörgum stöð- um,“ segir Þórdís Eiríksdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Þetta þýðir að herbergi með uppbúnu rúmi kostar um 900 kr. nóttin á mann, og helgargisting fyrir sex í sum- arhúsi um 5.000 kr. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem bændur bjóði þessa þjónustu, sem gildir frá 15. september og til 15. maí næsta vor. Um páska og hvítasunnu gildir þó hefðbundið verð. Þórdís álítur að bændur séu almennt ánægðir með viðtökur almennings. Þórdís á von á að það verði helst land- inn, sem nýti sér þjónustuna, og býst við fáum útlendingum. Hún segir að skot- veiðimenn hafi eitthvað tekið við sér, en að fjölskyldur hafi verið mest áberandi meðal viðskiptavina. „Við vonum einnig að tilboðið höfði til smárra hópa," bætir hún við. Þórdís segir að það sé talsvert erfitt að fa íslendinga í ferðalög að vetri til, og býst við að róðurinn verði þungur. „Við teljum að þetta góða tilboð skipti máli og að það hvetji fólk til að drífa sig af stað,“ sagði Þórdís að lokum. -HÞ C/3 *fi % QVdw .ó* ...alltafþegar það er betra Búast má við að hátt í 7.500 manns taki þátt í árshátíðum í erlendum borgum: Eru árshátíðir að færast úr landi? Það má búast við að hátt í 3.000 manns fari til Dublin með ferða- skrifstofunni Samvinnuferðir-Landsýn þetta haust, þar sem fyrir- tæki þeirra halda árshátíð. Þetta er um helmingur þeirra íslendinga, sem halda í stuttar ferðir til borgarinnar á þessum árstíma. Gera má ráð fyrir að hópurinn sé jafnvel helmingi stærri, þar sem áætlað er að allt að 15.000 íslendingar haldi í stuttar ferðir til borga í Evrópu á þessu hausti. S: 91-677955 S: 91-677955 íHópferðaSíCar ‘Keyfýavíí^itr Skoðunarferdir Hópferðaakstur íþróttafélög Hljómsveitir Skemmtiferðir Skólaferðalög 1 Föst verötilboð Reynið viðskiptin Vönduð vinna Fax: 677938 Hcimasímar: 91-74130 91-814098 91-42256 Bílasímar: 985-23011 985-25429 985-21985 Fax: 677938 'ÉjLAs, FRI GISTING JHHH. fyrír annan í tveggja manna herbergi MHHH Núna er hægt að gista á ferðaþjónustubæ fyrir hálfvirði — Uppbúin rúm — sumarhús — Allar upplýsingar um tilboð þetta gefur Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, sími 623640/623643. Þetta kemur fram í viðtali við Helga Pétursson hjá Samvinnu- ferðum- Landsýn, sem telur að svokölluðum starfsmannaferðum fari ört fjölgandi. Hann segir að mikið sé um að stórir starfshópar taki sig saman og fari í borgarferð til Dublin og haldi þar árshátíð. „Það gæti verið allt að helmingur þeirra sem fara utan,“ segir Helgi. Hann segist merkja það af því að þessi hópur fólks bóki farmiða með góðum fyrirvara, jafnvel á miðju sumri. Helgi álítur að starfsmannafélög fyrirtækjanna greiði oft niður ferðirnar og segir að óverulegur afsláttur sé veittur af fargjaldi, þó um hópa sé að ræða. Helgi telur ekki rétt að kalla borgarferðir íslendinga á haustin verslunarferðir, eins og oft sé gert. „Við sjáum það á beiðnum hér um alls konar útvegun á leikhúsmið- um, tónleikamiðum og ýmsu öðru, að fólk er að gera ýmislegt fleira en að versla," segir Helgi. Þá telur hann það vera algengt að fólk nýti jafnvel einn dag af fjórum til skoðunarferða út fyrir Dublin- borg. Helgi telur að ekki sé einn þjóð- félagshópur umfram aðra, sem tekur þátt í feróunum. Hann álítur að tala megi um þverskurð þjóðfé- lagsins. Helgi álítur að brátt verði uppselt í allar ferðir fram til jóla og í örfá- um ferðum í lok nóvember séu enn laus sæti. Hann segir að fólki líki mjög vel við þessar ferðir og að landinn sé samdóma í því áliti sínu, að írar séu góðir gestgjafar heim að sækja. -HÞ Stjömuborgir á stórkostlegu verði! + Eitt sinn var það Glasgow fyrirjólin, en nú er farið víðar: Enn er flogið, þótt tollarar herði sig Skemmti- og innkaupaferðir til er- lendra borga fyrir jólin hafa færst í vöxt á síðustu árum. Á þessu hausti hefur verið umtalsverð aðsókn í þær og er enn, þrátt fyrir að fjármála- ráðuneytið hafí í vikunni gefíð út fyrirmæli til tollstjóra um að herða eftirlit með því að reglum um toll- skyldan vaming, sem ferðamenn hafa með sér til landsins, verði hert og reglum framfylgt. Ekki eru mörg ár síðan slíkar ferðir voru farnar aðallega til Glasgow í Skotlandi, Dublin á írlandi og fleiri borga á Bretlandseyjum. í fyrra var þannig Newcastle aðal innkaupa- borgin. Það var ferðaskrifstofan Alís í Hafnarfirði, sem kynnti þá borg, og svo vel tókst til, að Englendingar heiðruðu Alís sérstaklega fyrir fram- takið. AIís sérhæfir sig enn í haustferðum til Newcastle og hefur náð mjög góð- um samningum, þannig að fjögurra daga ferð með öllu inniföldu — það er að segja flugfari, gistingu á góðu hóteli með morgunverði, ferðum frá og aftur til flugvallarins, flugvallar- sköttum og leiðsögn — kostar innan við 25 þús. kr. Brottfarir í þessar ferð- ir hjá Alís eru á miðvikudögum og sunnudögum. En á þessu hausti sýnist sem meiri dreifmg hafi orðið, fólk fari víðar og einskorði sig ekki við Bretlandseyjar, heldur sækist líka eftir því að komast til meginlands Evrópu og jafnvel til Bandaríkjanna, en fargjald þangað verður stöðugt ódýrara. —sá ! { -’:'':Glasgow Faravstjóri Gréta Strange 3 nætur Verð frá aðeins 26.100 kr: 31« Stjömuborgir Flugleiða gefa þér fleiri möguleika. Þar geturðu sameinað lágt verðlag og ógleymanlega upplifun í sannkölluðum heimsborgum. * Verð miðast við tvo í herbergi og staðgreiðslu. Gildir aðeins í beinu flugi Flugleiða. Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í verði. ísland 1.250 kr.,Holland210kr. ** íslenskur fararstjóri í október og nóvember. fslenskir fararstjórar í London, Glasgow og Amsterdam hafa viðtalstíma á hótelum og aðstoða þig við að skipuleggja dvölina. **Amsterdam Faiarstjóri (iuðriín Tóniasd. 3 næfur Verð frá aðeins 31.000 kr. Fáðu meira út úr ferðinni. Skelltu þér í helgarferð til stjömuborgar. Hagstætt verð, beint flug, úrvalsþjónusta og gisting við allra hæfl. Hafðu samband við þína ferða- skrifstofú, söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land og í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 08-18). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.