Tíminn - 24.10.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.10.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 9 var vinsæl í slömmunum kringum Lima. Banamenn hennar sprengdu líkið í tætlur með dýnamiti fyrir aug- um fjölskyldu hennar. Jafnvei í Perú gekk það fram af mörgum. Síðan senderistar hófu skæruhemað hefur foringi þeirra farið huldu höfði, aldrei verið séður nema af fáum og frægð hans sem dularfulls og ógn- þrungins leiðtoga aukist að því skapi. Hann var dýrkaður af fylgjurum sín- um, ekki síður en sumir aðrir leiðtog- ar kommúnista fyrr og nú. Mönnum hans var skylt að læra fræði hans, sem senderofræðingar segja fremur þurra og ófmmlega lesningu, utanbókar. Hann leyfði þeim að deila um ýmis- legt, en tók sjálfur allar ákvarðanir. Eitt af því sem einkennir Sendero Luminoso er að margt kvenna er þar í liði. Kona Guzmáns, tíu árum yngri en hann, var Augusta La Torre, sem fylgdi honum upp í fjöll og varð næstráðandi hans. Þau skildu fyrir fjórum ámm og skömmu síðar mun Augusta hafa framið sjálfsvíg. Þau hjón greindi á um kenninguna og einhverjir sendero- fræðingar telja að Guzmán hafi fengið Augustu til að svipta sig lífi, þar eð það væri flokknum fyrir bestu. Síðan tók Guzmán saman við Elenu Iparaguirre, sem einnig varð næstráð- andi hans og var handtekin ásamt honum. Með kveðju til „hund- kviidndis“ Senderistar hafa lítil eða engin sam- bönd við aðra kommúnistaflokka og vinstribyltingarhreyfingar, sem þeir líta á sem villumenn. Þegar fylgis- menn „fjórmenningaklíkunnar" í Kína urðu þar undir, hengdu senderistar hunda í götuljósastaumm í Lima. Var sú kveðja ætluð „hundkvikindinu" Deng Xiaoping. Hreyfingin hefur eink- um fjármagnað sig með því að skatt- leggja eiturlyfjahringana, sem fá mikið af hráefni sínu í kókaín frá Perú. Greiða hringamir senderistum skatt gegn því að fá að vera í friði fyrir þeim. A þessu ári hafa senderistar gerst æ athafnasamari í fátækrahverfunum kringum Lima, þar sem saman hafa safnast milljónir manna á flótta undan ógnum borgarastríðsins og neyð af völdum þurrka og landþrengsla. í slömmunum er líf fólks þessa lítt eða ekki betra en áður, og meðal þess hef- ur senderistum orðið nokkuð gott til liðs. Svo er að sjá að Presidente Gonz- alo hafi verið búinn að ákveða að ein- beita liðsstyrk sínum að því að vinna höfuðborgina. Fremur minnkandi vígsgengi flokks- ins í hálendinu kann að hafa stuðlað að þessari stefnubreytingu í hemaðin- um, en sumir fréttamenn og sendero- fræðingar telja að einhverju kunni hér um að hafa valdið heilsufar foringjans. Hann þjáist af psoriasis og of fáum rauðum blóðkomum og kvað þola illa loftslagið í Andeshálendinu, þar sem loftið er svo þunnt að stjómarherinn á í örðugleikum við að beita þyrlum gegn skæruliðum. Haukar í horni meðal betriborgara Stjórnarlögreglan hafði fyrir löngu grun um að Guzmán dveldist lang- dvölum í Lima og hafði mánuðum saman leitað hans í hverju skúmaskoti í fátækrahverfunum. Skínandi stíg er oft líkt við Rauða kmera og haft fyrir satt að stjómarfarið hjá hreyfingunni yrði eftir því, næði hún völdum. Þótti ótrúlegt að aðrir en fátæklingar styddu slíkan flokk, þar eð yfir- og millistéttir ættu ekki af honum annars von en út- rýmingar. En þegar lögreglan um síðir hafði upp á heimspekiprófessomum og ógn- valdinum var það f Surquillo, einu góðborgarahverfinu í Lima. Og nú sýndi sig að því fór fjarri að senderistar væru fylgislausir meðal fólks af því tagi sem í slíkum hverfúm býr. Eink- anlega er það fólk í listum sem gengið hefur Skínandi stíg á hönd, þ.á m. þekkt ballettdansmær sem rekur skóla í þeirri grein og eitt virtasta tónskáld landsins. Þegar lögreglan ruddist inn á Guzmán sat hann vana sínum trúr við lestur. Yfirvöld sýndu myndir af honum hálfnöktum, í nærklæðum og í röndóttum fötum inni í búri. Allt var það meðvitað í þeim tilgangi að gera Senderistar á heræfingum — sjá má þó nokkrar konur í flokknum. foringja þennan hlægilegan og útrýma þar með mjög svo óttablandinni virð- ingunni fyrir honum og flokki hans. Umdeilt er hvort það takist. Sumra mál er að þar eð senderistar séu vanir því að lúta (að þeirra mati) óskeikulum leiðtoga, muni þeir margklofna er hann er ekki lengur til að taka ákvarð- animar. Aðrir telja að flokkur þessi sé of sanntrúaður á að samkvæmt lög- málum sögunnar sé óhjákvæmilegt að hann vinni (í samræmi við marxíska kenningu) til þess að hann leggi nú upp laupana. Dómaramir sem dæmdu Guzmán voru allir grímubúnir. „Við munum frysta hlátur ykkar," stóð á dreifimið- um sem áhangendur senderista út- býttu meðal fólks er fagnaði handtöku Fjórða sverðs. ,Af er að vísu höfuðið en líkaminn er enn heill,“ sagði lögreglu- foringi nokkur spaklega. AKTU EKKI ÚT I ÓVISSUNA AKTUÁSUBARULEGACY Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 síma 91-674000 HÁTT OG LÁGT DRIF. SUBARU LEGACY 2.0 ER MEÐ HÁU OG LÁGU DRIFI LÍKT OG JEPPI. Háfeti. Subaru Legacy 2.0 4WD ER FÁANLEGUR í ÚTFÆRSLUNNI "ARCTIC Edition". "ARCTIC EDITION" ER SÉRSTAKLEGA ÆTLAÐUR TIL AKSTURS ÞAR SEM AÐSTÆÐUR ERU ERFIÐAR OG ILLFÆRAR. Bjóðum verðlækkun á nokkrum Subaru Legacy árgerð '92 OPIÐ laugardag og sunnudag FRÁ KL. 14-17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.