Tíminn - 24.10.1992, Síða 15

Tíminn - 24.10.1992, Síða 15
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 15 Á slóðum Eiríks rauða Meðal þess sem hópurinn, er ég ferðaðist með, gerði, var að sigla frá Narssarsuaq þvert yfir Eiríksfjörð til Bröttuhlíðar, þar sem Eiríkur rauði bjó. Þetta er lítið sveitarþorp, eins og þau gerast á Grænlandi. fbúarnir eru eitthvað um 100 talsins, þeir búa í litlum húsum og byggja flest- ir afkomu sína á sauðfjárrækt og skyldum greinum. Farartæki þorps- búa eru Land Rover bifreiðar og dráttarvélar, en annars eru vega- lengdir í þorpinu það stuttar að menn ferðast fótgangandi um. Yfir þorpinu hvílir einhver stóísk ró og fólkið virðist una hag sínum vel. Meðal þess, sem skoðað var í Bröttuhlíð, voru rústir Þjóðhildar- kirkju. Þá kirkju lét Þjóðhildur, kona Eiríks rauða, reisa. Þjóðhildur tók fyrst manna trú í íslendinga- byggðum eftir að sonur hennar Leifur hafði kristnast, og tók þegar að boða kristna trú meðal íslend- inganna. „Hafði hún þar fram bæn- ir sínar og þeir menn sem við kristni tóku. Þjóðhildur vildi ekkert samræði við Eirík síðan hún tók trú, en honum var það mjög á móti skapi,“ segir ennfremur í Eiríks sögu. Minnti mig á Siglufjörð Síðan fórum við til Julianeháb, en þangað var tæpra sex stunda sigling frá Narssarsuaq. Oft var siglt milli ógnarstórra borgarísjaka og það var svali í loftinu. Síðan blasti Julianeháb við okkur. Fyrir utan hafnarkjaftinn voru stór- ir ísjakar, en þegar inn í höfnina var komið var þetta öllu skárra. Juli- aneháb er um 3.500 manna byggð- arlag. Um margt minnti staðurinn mig á norðlenskt sjávarþorp á ís- landi, eins og til dæmis Siglufjörð eða Ólafsfjörð. Fiskimannabær í firði og byggðin teygir sig frá höfn- inni upp í fjallshlíðarnar. Julianeháb er næst stærsta byggð- arlag á Grænlandi á eftir Nuuk, og er komið nokkuð langt á þróunar- brautinni. Þarna eru flest þau þæg- indi, sem nútíma samfélag á vest- ræna vísu krefst: myndarlegir skól- ar, verslanir, útvarps- og sjónvarps- stöð, fiskvinnslustöðvar, þyrluflugvöllur og flest þau þægindi vestrænnar menningar, sem Græn- lendingar hafa tekið í sína þjónustu. Þess má svo geta að Danir hafa að miklu leyti kostað þá uppbyggingu, Viö rústir Þjóöhildarkirkju í Bröttuhlíö. Skálholt Grænlands Tvo síðustu daga ferðarinnar var dvalist í Görðum, hinu forna bisk- upssetri íslendingabyggðanna, nokkurs konar Skálholti Græn- lands, ef við getum tekið svo til orða. í Görðum — sem á græn- lensku nefnast Igaliku — sjást rúst- ir dómkirkju Eystribyggðar, en kirkjan var vígð af heilögum Niku- lási árið 1126. Garðabiskupsdæmi náði til 16 kirkna og vitað er um nöfn allra biskupa, sem biskupsstól- inn sátu. Sá fyrsti þeirra var Arnald- ur, sá er reið til Alþingis með Sæ- mundi fróða áður en hann tók við biskupsdómi á Grænlandi. Enginn biskup sat í Görðum eftir árið 1378, þó svo að nokkrir menn hefðu verið vígðir þangað. Öðru hvoru allt fram til ársins 1520 voru menn, sem báru titil biskups í Görðum, en það var aðeins að nafninu til. Eins og áður sagði var dvalist í Görðum í tvo daga. Reikað var um þetta sveitaþorp, sem ég tel reyndar fallegasta staðinn sem ég kom til í þessari Grænlandsferð. íbúar eru eitthvað um 100, flest hús í þorpinu eru lágreist, verslunarhús Konung- legu dönsku Grænlandsverslunar- innar ber þar hæst. í reynd, ekki ólíkt og Julianeháb minnti mig á Ólafsfjörð eða Siglufjörð, var þetta byggðarlag ekki ólíkt Flatey á Breiðafirði og þeim fallegu húsum sem þar eru. En brátt tók þessi ferð enda. Við flugum, þegar vika var liðin, aftur heim til íslands, en vorum margs vísari um þetta fallega land. Og eitt er víst að ég á eftir að fara að heim- sækja þetta land aftur. Þá væri skemmtilegast að fara norðarlega á austurströndina, þar sem lifnaðar- hættir fólksins eru hvað frumstæð- astir. Þar er grænlenskt samfélag á svipuðu stigi og það hefur verið um aldir. Það er hins vegar sem óðast að breytast mjög til vestrænna hátta. Grænlenskt samfélag er að stærst- um hluta orðið vestrænt í háttum, en samt sem áður hlýtur mannlíf í landinu alla tíð að bera nokkurn svip af náttúrunni, sem er bæði svipmikil og sterk. Hennar vegna hljóta Grænlendingar ætíð að verða sér á báti. Ungir Græniendingar á báti, sem flutti íslenska feröahópinn frá Narssarsuaq til Julianeháb. Sá, sem stendur lengst til hægri, hefur stundaö nám viö Bændaskólann á Hólum og veriö í starfsþjálfun aö Gunn- arsstööum í Þistilfiröi. sem átt hefur sér stað á Grænlandi á undanförnum áratugum. Hún hófst í kringum 1950 og síðan þá hafa Danir veitt miklum fjármunum til verkefnisins. Það hefur hins vegar verið mikið deilt um ágæti þessa og hvort umskiptin fyrir þjóðina hafi ekki verið of snögg — að fara í einni svipan úr hreysum í hallir, frá frum- stæðu veiðimannaþjóðfélagi til vestrænna hátta. Spurningum. þar um verður ekki svarað hér. TUUÍsOiífúj HÖFÐABAKKA9 SÍMI634000 ICJL TRAUST NAFN í HEIMI VÉLSLEÐAMANNA Fjölbreytt úrval af vara- og aukahlutum. Leggjum áherslu á góöa og trausta varahlutaþjónustu í allar gerðir vélsleöa. Veröum meö á lager helstu varahluti Sérpantanir - Hagstætt verö. Áralöng reynsla og þjónusta TOYOTA • Amerísk Snugtop trefjaplasthús, meö tvö- földum einangruðum toppi og vel þétt. Opnanlegir hliöargluggar og litaö gler. Hægt er að fá húsin klædd aö innan og lituð frá framleiðanda. Frábært verö! Sérpöntum einnig hús á aörar tegundir pallbifreiða. • Toyota toppgrindur, sterkar og notadrjúgar. Passa á flestar jeppategundir. Urvalsvara - aöaleinkenni Toyota aukahluta. Nýttu þér ráögjöf okkar og sendingarþjónustu ® TOYOTA Aukahlutir NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI44144

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.