Tíminn - 24.10.1992, Side 19

Tíminn - 24.10.1992, Side 19
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 19 Bergur Sigurðsson Borgarnesi Fæddur 21. maí 1919 Dáinn 13. október 1992 Hversu lengi hef ég ekki ætlað að heimsækja Berg og þakka fyrir þær ótalmörgu kvartstundir, sem ungur ég átti með mjólkurbflstjóranum í amstri löngu liðinna daga. Ólíkt væri fátæklegri sjóður minna bernskuminninga, ef ekki skipaði þar Bergur Sigurðsson tryggan sess. Snemma varð gnýr mjólkurbflsins eitt af náttúruhljóðum sveitarinnar og mín fyrsta ábyrgðarstaða í sveita- verkunum var að opna hliðið fyrir mjólkurbflnum. Oftlega stóðst á endum að hliðgrindurnar slyppu við mjólkurbflsstuðara og svo var móð- um drengnum fengið far heim að fjósi. Ungir drengir báru lotningu fýrir manni sem gegndi þessu draumastarfi, að keyra mjólkurbfl daglega árið um kring, Iengra yrði vart komist í starfsframa og virð- ingu. Seinna komu erfiðleikar starfsins í Ijós, snjómokstur í rysj- óttum vetrarveðrum eða festur í moldarkenndum heimreiðum Síðu- bæja. Oft bar það því við að það væri brúnaþungur Bergur, sem birtist al- keðjaður gegnum skafla að fjósdyr- um. Afhenti mér skyr og nauðsynjar úr kaupfélaginu, en afa mínum Tím- ann með stuttum pólitískum skeyt- um. Skopið var oft háðugt, en upp úr stóð góðvild og einstök greið- vikni í garð sveitunga sinna. Og á meðan mjólkin sogaðist úr tankn- um tæpti Bergur á tíðindum af trak- torakaupum, heyfeng og heimasæt- um og réði unglingspiltum heilt í Iúmsku gamni. Og nú er hann farinn í sína sein- ustu ferð, í þetta skipti réði Drott- inn. Þótt víst ætti Bergur skilið lengra ævikvöld að loknum starfs- degi. Til margra ára sendi ég Bergi jóla- kveðju þar sem mjólkurbfllinn var miðdepill í myndskreyttum annál atburða, er hent höfðu í heimreið eða á hlaði. Þessi lokakveðja mín til mjólkur- bflstjórans er ekki myndskreytt, en minningarnar kalla fram ótal mynd- ir, sem geymast mér um aldur. Guð blessi minningu Bergs Sig- urðssonar. Ástvinum votta ég dýpstu samúð. Guðmundur Guðlaugsson Hann Bergur bflstjóri er dáinn. Enn einn af gömlu, góðu kunningjunum er horfinn yfir hina miklu móðu, sem aðskilur heimana tvo, okkar heim og hinn heiminn, sem við eig- um öll fyrr eða síðar fyrir höndum að kynnast. Bergur Sigurðsson frá Kolsstöðum í Hvítársíðu var einn af þeim góðu og trúu þjónum, sem við samferða- mennirnir og samstarfsmennirnir eigum svo margt að minnast og þakka. Hann var líka einn af þeim sem ekki hafa hátt um sín eigin verk, heldur leggja alla stund á að vinna sem flestum gagn og hafa hlutina ávallt í lagi. Áratugum saman var hann mjólk- urbflstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga og vann það verk af sinni eðlis- lægu trúmennsku alla tíð. Hann innti einnig af höndum margháttuð þjónustustörf fyrir íbúa sveitanna, þar sem hann var upp vaxinn og átti svo margt gott upp að unna. Mjólkurbflstjórinn var, og er reynd- ar enn, ómissandi maður fyrir fólkið í sveitunum. Oft þurfti að fela hon- um ólíklegustu erindi, og það var gott að biðja hann Berg, það vissu íbúar Þverárhlíðar og Hvítársíðu, en í þær sveitir sótti hann mjólkina alla tíð. Það voru hans leiðir. Svo passasamur var hann, að ef hann saknaði pakka, sem hann vissi að áttu að vera meðferðis úr mjólk- ursamlaginu á ákyeðna bæi á ákveðnum dögum, þá kom hann í mjólkurbúðina eftir þeim — og þá var nú eins gott að vita nákvæmlega hvernig málum væri háttað. Bergur sætti sig ekki við annað en skýr svör. Hann bjó lengst af í Laugarási í Hvítársíðu, en á seinni árum fluttust þau í Borgames, hann og Nína kon- an hans. Mér er minnisstætt, meðan þau áttu heima í blokk inni á Kveldúlfs- götu, þar sem ungur sonur minn var í gæslu, og stigagangurinn var full- ur af börnum á öllum aldri. Reyndar fannst mér heimafólkið þarna allt vera eins og ein stór fjölsló'lda. Þá þótti litlu öngunum gott að prfla upp á efstu hæð til Bergs og Nínu ömmu, eins og þau kölluðu hana öll, þótt hún ætti aðeins eitt ömmubarn í þessum hópi. Börnin finna nefnilega vel hvað að þeim snýr. Þau laðast ævinlega að góðu og hjartahlýju fólki og það voru þau hjónin svo sannarlega. Fyrir örfáum árum fluttu þau svo í Ánahlíðina, en íbúar þeirrar götu eiga það m.a. sameiginlegt að vera Afmæiis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR BÍLALEIGA AKUREYRAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent I • . eldri borgarar. Það var skemmtileg tilviljun að húsnúmerið þeirra var 16. Það minnti á að mjólkurbfllinn hans Bergs var með númerinu M- 16. Leiðirnar hans eru meira að segja ennþá auðkenndar með þessu númeri, þótt mjólkurbfllinn beri nú nýtt númer, sem enginn man stund- inni Iengur. Síðustu starfsár sín var Bergur að- stoðarmaður á Akranesbflnum, sem flytur mjólkurvörur frá samlaginu þangað. Hann var þá orðinn mjög slæmur í fótum og átti erfitt um gang. Okkur samlagsfólkið furðaði oft á þrautseigju hans og úthaldi, sem sumt fólk yngra og hraustara mætti gjarnan hafa sér til fyrir- myndar. Því miður fengu Bergur og Nína allt of skamman tíma til að una sam- an ævikvöldinu í Ánahlíðinni. S.l. sumar kenndi hann þess sjúkleika, sem nú hefur borið hærri hlut í við- ureigninni. Með Bergi Sigurðssyni er genginn trúr og dyggur starfsmaður, góður drengur og gegn. Guði séu þakkir fyrir líf hans og starf. Eiginkonu hans, Jónínu Eggerts- dóttur, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Góður Guð gefi ykkur styrk í sorginni og blessi minningar ykkar um allt hið góða, sem fólst í samver- unni með honum á langri ævi. „Gráti því hér enginn göfugan fáður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn, dýrðardagur hans hjá drottni lifanda." (Jónas Hallgrímsson) Kristín Halldórsdóttir VÉLSLEÐAMENN Grípið gæsina! Tilboösverð á vélsleðahlutum fyrir Yamaha og fleiri sleða, meðan birgöir endast. Nokkur dæmi, öll verð meö VSK. Yfirbreiðsla Yamaha SS440 Kr. 1.200,- Yfirbretðsla Yamaha SR540 Kr. 1.200,- Yfirbretðsla Yamaha ET340 Kr. 1.200,- Yfirbreiðsla Yamaha BR250 Kr. 1.500,- Yfirbretðsla Yamaha Phazer Kr. 1.500,- Yfirbreiðsla Yamaha Ovation Kr. 1.500,- Rúða Yamaha SM340 Kr. 2.500,- Rúða Yamaha EC540 Kr. 2.700,- Rúða Yamaha SW440 Kr. 2.800,- Rúða Yamaha ET340 Kr. 2.400,- Drifbelti Yamaha SM340 Kr. 11.800,- Drifbelti Yamaha SW440 Kr. 14.900,- Drifbelti Yamaha Phazer Kf. 14.500,- Drifbelti Skiroule Kr. 14.500,- Drifbelti Arti-Cat Pantera Kr. 18.700,- Drifhjól Yamaha 300/340/440 Kr. 890,- Búkkahjól Yamaha 300/340/440Kr. 520,- Drifreim ET340/SW440/SM340 Kr. 1.995,- SnúningshraðamælissettViking Kr. 3.700,- Startsett Yamaha ET340 Kr. 6.300,- Húdd Yamaha SL300 Kr. 5.600,- Húdd Yamaha GP440 Kr. 5.600,- Húdd Yamaha EC540 Kr. 7.900,- Húdd Yamaha Phazer Kr. 14.900,- Húdd Yamaha SRV540 Kr. 9.000,- Húdd Yam^ia ET340 Kr. 16.000,- Ýmsir aörir vara- og aukahlutir á góöu verði. Leitiö upplýsinga. Vekjum athygli á ýmiss konar vetrar- og sportfatnaði, kulda- skóm og fleiru. Tilboðsverð meðan birgðir endast Ulléstidfu] HOFÐABAKKA9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-634000 FUNDIR 0G FÉLAGSSTÖRF Aðalfundur Fram- sóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn miðvikudaginn 27. október ki. 21.00 að Brákar- braut 1, Borgamesi. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Ingibjörg Pálmadóttir alþm. kemur á fundinn. Stjómin Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra Kjördæmisþing verður haldið á lllugastöðum I Fnjóskadal dagana 13. og 14. nóvember. Formenn flokksfélaga I kjördæminu eru hvattir til að halda aðalfundi sem fyrst og kjósa þingfulltrúa. Skrifstofa KFNE er opin alla virka daga. Slmi 21180. Stjóm KFNE Aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu verður haldinn I Dalabúð, Búðardal, laugardaginn 24. október kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður mætir á fundinn , Stjómin Ingibjorg 33. þing Kjördæmissam- bands framsóknarmanna á Suöurlandi verður haldið i Leikskálum, Vik i Mýrdal, laugardaginn 31. október 1992. Dagskrá: Kl. 10:00 Þingsetning. Kjömir starfsmenn þingsins. Skýrsla formanns KSFS. Skýrsla gjaldkera KSFS. Skýrsla Þjóöólfs, Skýrsla húsnefndar. Umræður og afgreiðsla. Álit kjörbréfanefndar. Lögð fram drög að stjórnmálaályktun. Lögð fram drög aö umhverfismálaályktun. Tillögur lagðar fram. Kosning I miðstjóm samkvæmt 12. grein laga KSFS. Ávörp gesta frá SUF og LFK. Kl. 12:00 Hádegisverður. Kl. 13:00 Efnahagsástandið — EES. Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Almennar umræður. Kl. 15:30 Kaffihlé. Ki. 16:00 Umhverfismál. Kynnt drög fyrir flokksþing: Jón Helgason alþm. Umræöur. Kl. 17:00 Afgreiösla mála. Kl. 17:30 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18:00 Þingslit. Kl. 20:00 Kvöldverður. Kvöldvaka i umsjá Framsóknarfélaganna IV - Skaftafellssýslu. Meö fyrirvara um breytingar. Sljórn KSFS Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi halda almennan stjómmálafund um EES-samningana að Digranesvegi 12, mið- vikudaginn 28. október kl. 20.30. Framsögumaður Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Stjómin Kjördæmisþing - Keflavík Kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi verður haldiö i Keflavik 1. nóvember og hefst kl. 10.00. Dagskrá auglýst siðar. Stjóm KFR UMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.