Tíminn - 24.10.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.10.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. október 1992 Tíminn 17 í þessu húsi bjó Betty Cantlin. Brösótt ævi Zgaljic hafði flutt til Bandaríkjanna frá Júgóslavíu ásamt foreldrum sín- um, þegar hann var bam. Hann var skráður til heimilis við Main Street. Þegar þangað kom var lögreglunni skýrt frá því að hann hefði ekki sést þar um langa hríð. í ljós kom að John Zgaljic hafði flutt til Brooklyn og bjó þar hjá kær- ustu sinni. Hann hafði verið í hern- um um tíma, en komist þar í vand- ræði og verið dreginn fyrir herrétt, með þeim afleiðingum að hann var lækkaður í tign. Eftir að hann hætti í hernum hafði hann sokkið æ dýpra í kókaínneyslu, en hann hafði drukkið mikið allt frá 13 ára aldri. Þegar Zgaljic hafði verið handtek- inn, átti hann ekki annarra kosta völ en að viðurkenna að hafa notað greiðslukortið, því bæði var hægt að þekkja rithönd hans á nótunum og einnig þekkti starfsfólk hann aftur. Saga hans tók stöðugum breyting- um. Fyrst sagðist hann hafa keypt kortið af fíkli, sem hann þekkti; síð- an sagði hann að sambýliskona sín, Sherry Burns, hefði stoíið því, en að lokum viðurkenndi hann að hafa sjálfur stolið kortinu. Zgaljic viðurkenndi að hafa þekkt Betty Cantlin, þau hefðu verið sam- an um tíma fyrir þremur árum. Síð- an harðneitaði hann að segja orð til viðbótar. Kærastan leysir frá skjóöunni Lögreglan sneri sér nú að því að reyna að finna Sherry Bums, sem reyndist hægara sagt en gert, en tókst þó að lokum. Hún skýrði frá því að í maí síðast- liðnum hefði Zgaljic farið að heiman í þeim tilgangi að reyna að útvega fé. Hún heyrði ekki frá honum í nokkra daga, en þegar hann kom aftur var hann með talsvert af þýfi, þ.á m. myndbandstæki, skartgripi, ávís- anahefti, greiðslukort o.fl. Aðspurð- ur kvaðst hann hafa rænt konu sem hann þekkti. Hún skýrði einnig frá því að Zgalj- RÁÐNING Á KROSSGÁTU n □ n D “1 °o * - ~r\ 3 3 QQQ as □ □ s 3 3 2 1 c 1 ■ o öT 9*\ lþ| ■ > 1 0 jL. -n 37 F X m" — c XJ Ö" c- [cT[ 3 s E3 E 3» 23 5q| 03 Z c * Z- 3" 0 w=\ 7} 0 = □ BE2 B H a □ “*1 m 77 □ OT fcT I y>i B í, (y> — RB a fi- ■n T -=3 ST z. P~ LP □ a E * prl r 1"" v 2 B T 1 S LP i sa □ c CO □ H □ E3 H — BE2 r o) e 3 B r ~ jx" B c-» 3 □ ES B m c. i c- 5Í LP í- ■ 0 t-3 r m eT ■n F O O. X Joseph Zgaijic var vís til alls til að fjármagna fikn sína. ic hefði látið sig fá 500 dollara ávís- un úr hefti Betty, en þegar hún reyndi að skipta henni reyndist hún innstæðulaus. Hún sagði að þau hefðu síðan selt þýfið fyrir fíkniefni, en greiðslukort- in hefðu þau rifið og síðan hent þeim. Lögreglan leitaði nú á náðir dóm- stóla og fékk þau Zgaljic og Sherry Burns bæði dæmd í gæsluvarðhald. Hann sem grunaðan morðingja, en hana sem mikilvægt vitni. Eftir því sem Sherry var lengur í gæsluvarð- haldinu og þar með laus við fíkni- efnin, skýrðist hugsun hennar og hún varð samvinnuþýðari. Hún skýrði nú frá því að hún vissi að hann hefði drepið fleiri en Betty Cantlin. í mars 1987 hefði hann haldið heim til mannsins sem sá honum fyrir eiturlyfjum, en aðeins hitt fyrir sambýliskonu hans. Hann krafði hana um lyf, en hún kvaðst engin hafa og hann yrði að bíða eftir manninum. Zgaljic trylltist þá og kyrkti hina 28 ára gömlu Cindy Cir- illo. Þegar Sherry var spurð hvers vegna hún hefði ekki skýrt lögreglunni frá þessu fyrr, sagði hún ástæðuna vera að hún elskaði Zgaljic og hefði jafn- framt óttast um líf bamsins síns. „Svo var ég svo dópuð og rugluð á þeim tíma að mér fannst þetta í raun ekkert athugavert," sagði hún. „En þegar ég hugsa um þetta núna, finnst mér það alveg hræðilegt." Þegar Zgaljic var skýrt frá því hvað Sherry hafði sagt, féll honum allur ketill í eld. Hann sá að leikurinn var tapaður og hann átti ekki annarra kosta völ en að játa. Hann játaði að hafa myrt Cindy Cirillo í bræði yfir að fá ekki skammtinn sinn. Betty Cantlin hefði hann alls ekki ætlað að myrða. Þau hefðu rifist heiftarlega og hann barið hana. „Hún lá á gólfinu og var hvort sem er alveg að drepast, svo ég tók bara hundaólina og kyrkti hana með henni,“ sagði hann. Helst var að heyra sem hann hefði sýnt slösuðu dýri þá náð og miskunn að ganga frá því. Laus eftir 20 ár Þegar nær dró réttarhöldunum voru helstu áhyggjur Zgaljics þær hvaða álit ættingjar hans myndu fá á honum, þegar þeir fréttu af því hvaða sökum hann var borinn. Zgaljic var dæmdur fyrir bæði morðin og samkvæmt dómnum á hann möguleika á reynslulausn eftir tuttugu ár. Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. Utboð Suðurlandsvegur um Kúðafljót. Vatnaveitingar 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð 700 m langs vamargarðs við Kúða- fljót. Helstu magntölur: Fyllingar 11.200 m3 og rofvöm 8.800 m3. Verki skal að fullu lokið 1. janúar 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og i Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 26. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 9. nóvember 1992. Vegamálastjóri ^SIS % óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnis þriðjudag- inn 27. okt. 1992 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora aö Borg- artúni 7, Reykjavík, og viðar. 3 stk. Toyota Land Cruiser STW 4x4 diesel 1982-86 2 stk. Toyota Land Cruiser II 4x4 diesel 1988 1 stk. Nissan Patrol pick up m/húsi 4x4 diesel 1986 5 stk. Nissan Patrol pick up m/húsi 4x4 diesel 1986 2 stk. Chevrolet pick up m/húsi 4x4 diesel 1984 1 stk. Nissan Double cab 4x4 diesel 1985 2 stk. Toyota Hi Lux Double cab 4x4 diesel 1986-89 1 stk. Toyota Hi Lux Double cab (skemmdur) 4x4 bensin 1987 1 stk. Mitsubishi Pajero (skemmdur) 4x4 bensín 1990 1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 bensín 1988 1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 diesel 1987 2 stk. Mitsubishi L-200 pick up 4x4 diesel 1990 1 stk. Mitsubishi L-200 pick up 4x4 bensin 1985 2 stk. Chevrolet Suburban 4x4 bensín 1983-85 1 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1980 1 stk. UAZ 452 4x4 bensín 1989 1 stk. Lada Sport 4x4 bensfn 1990 1 stk. Nissan Sunny station 4x4 bensin 1989 5 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensln 1983-88 1 stk. Toyota Corolla station (skemmdur) 4x4 bensin 1992 3 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensin 1986-88 1 stk. Saab 900 fólksbifreið bensín 1987 1 stk. Volvo 240 fólksbifreið (skemmdur) bensín 1989 1 stk. Toyota Corolla bensln 1987 3 stk. Mazda 323 1500 station bensin 1989 1 stk. Nissan Micra fólksbifreiö bensín 1988 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgarnesi: 1 stk. festivagn Hyster 22 tonna til vélaflutninga 1963 1 stk. festivagn m/vatnstank 19000 I (skemmdur) Til sýnis hjá Pósti og síma, birgöastöó Jörfa: 1 stk. Subam E-10 Columbus van (skemmdur) 4x4 bensín 1990 1 stk. Mitsubishi Pajero (skemmdur) 4x4 bensin 1987 Til sýnis hjá Rarik, Egilsstööum: 1 stk. Ski-Doo Skandic 377 vélsleöi 1987 Til sýnis hjá Bútæknideild, Hvanneyri í Borgarfiröi: 1 stk. GMC pick up (ógangfær) 4x4 bensín 1977 Tilboöin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30, að við- stöddum bjóöendum. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK Námsstyrkur Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar er nýr sjóður, sem hefur það hlutverk að styrkja til framhaldsnáms efnilega nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi eða öðru lokaprófi frá Flensborg- arskólanum í Hafnarfiröi. Styrkur úr sjóðnum verður veittur í fyrsta skipti 16. desember 1992 og veröur þá úthlutað 250 þúsund krónum úr sjóðnum. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast til Flensborgarskólans í síðasta lagi 20. nóvember n.k. Umsóknum þurfa að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólan- um lauk. Stjórn Fræöslusjóös Jóns Þórarinssonar. Útboð Þingvallavegur, Búrfellsvegur-Heiðará Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum I lagningu 4,92 km kafla á Þingvallavegi frá Búrfellsvegi að Heiöará. Helstu magntölur: Fyllingar 18.000 m3, fláafleygar 6.000 m3, neðra burðarlag 22.000 m3 og skeringar 22.000 m3. Verki skal aö fullu lokið 15. júní 1993. Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerö rikisins á Selfossi og i Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 26. þ.m. Skila skal tilþoöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 9. nóvember 1992. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.