Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986-19. TBL. 70. ÁRG. DELTA flugfélagiö ameríska hefur sent öllum ferðaskrifstofum á íslandi og hinum Norðurlöndunum tilboð um að selja sérstök fargjöld til og frá Bandaríkj- unum og til fjögurra staða innan Bandaríkjanna á 23.370 krónur. Farþegar frá íslandi geta farið út með Flugleiðum. Þetta tilboð kemur í kjölfar samninga sem Samvinnuferðir náðu við Deltaflugfélagið um afslátt á flugfari í Bandaríkjunum. STÚDENTARÁÐ H.í. hefur krafist þess að lagalegur réttur stúdenta til að tilnefna eigin full- trúa í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sé virtur. Stúdentaráð hefur látið lögfræðinga meta hvort Sverri Flermannssyni sé stætt á að neita að skipta um fulltrúa stúdenta í stjórn LÍN, og var álit lögfræðings- ins Sverri í óhag. Ólafur Arnarson, fulltrúi fráfarandi stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur nú dregið afsögn sína úr stjórninni til baka. LEON BRITTAN, viðskipta- og iðnaðarráð- herra Bretlands, sagði af sér í gær eftir að margir samflokksmenn hans höfðu hótað að hætta að styðja ríkisstjórnina að öðrum kosti. Aðalástæð- an fyrir afsögninni var sú að hann bar ábyrgðina á að koma skjölum, sem voru óhagstæð Heseltine fyrrum varnarmálaráð- herra Breta, í fjölmiðla. Af- sögn Brittans er talin mik- ið áfall fyrir Thatcher for- sætisráðherra en Brittan var helsti stuðningsmaður hennar innan ríkisstjórn- arinnar. SNJÓFLÓÐ féll á Óshlíðarveg í grennd við (safjörð í gærdag. Lögreglu var tilkynnt um að vegur- inn væri lokaður laust fyrir kvöldmatarleytið. Haft var samband við vegagerðina á ísafirði og hugðust þeir ryðja veginn um leið og tími gæfist. Snjóflóðið féll í grennd við krossinn á Öshlíðarveg, og féll það á 10 metra kafla. Ekki skapaðist hætta þegar þao féll. ÁTTUNDA UMFERÐ á Skákþingi Reykja- víkur var tefld sl. miðvikudagskvöld. Staðan eftir þá umferð í opna flokknum er sú, að í efsta sæti er Hannes Hlífar Stefánsson með 7 vinninga. I 2.-4. sæti eru Bjarni Hjartarson, Þráinn Vigfússon og Þröstur Árnason með 6 Vz vinning. í unglingaflokki er 6 umferðum lokið og er Þröstur Árnason efstur með 6 vinninga. DEILUR flugmálastjórnar og flugumferðar- stjóra veröa ekki leystar í bráð. í gær slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í deilunni, og herma heimildirTímans að langt sé þar til menn geti hugsað sér að setjast aftur við samningaborðið. KRUMMI „Það var að losna stóll í þróunarfélagsstjórn- inni. Ætli Geir viti af þessu..." „Kaffibaunamálið“ afgreitt frá ríkissaksóknara: FIMM ÁKÆRDIR „Rökrétt framhald" segir Valur Arnþórsson Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm af framámönnum í Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Þeir eru: Erlendur Einarsson for- stjóri, Gísli Theodórsson fyrr- verandi forstöðumaður skrif- stofu Sambandsins í London, Hjalti Pálsson framkvæmda- stjóri verslunardeildar, Sigurð- ur Árni Sigurðsson forstöðu- maður skrifstofunnar í London og fyrrverandi deildarstjóri innan innflutningsdeildar og loks Arnór Valgeirsson deild- arstjórf verslunardeildar. „Ég held að þessi ákæra sé nánast rökrétt framhald af þcirri rannsókn sem hefurfarið fram og þeirri umfjöllun sem þetta mál hefur fengið. Ég held það hafi nánast verið óhjá- kvæmlegt að málið færi fyrir dómstólana, þannig að þar kæmi úrskurður um sekt eða sýknu. Hinsvegar er það Ijóst að lögfræðinga greinir á um það, hvort þarna sé um laga- brot að ræða. Lögfræðingur sem hefur skoðað þetta fyrir Sambandið telur að í þcssu sé ekkert lagabrot," sagði Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins í samtali við Tím- ann í gær, vegna ákærunnar í „Kaffibaunamálinu" svokall- aða. í ákærunni er fimmmenning- unum gefið að sök að hafa á árunum 1980 og 1981 náð undir Sambandið með refsiverðum hætti samtals um 200 milljón- um króna af innflutningsverði kaffibauna, sem Kaffibrennsla Akureyrar hf. flutti inn á fyrr- greindum árum með milli- göngu Sambandsins. Þá er þeim ennfremur gefið að sök skjalafals og brot á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. - ES Sjá yfirlýsingu frá Erlendi Einarssyni bls. 2. Geir skiptir við Matthías Það var kalt í veðri á Bessa- stöðum í gær þegar ráðherrar komu til ríkisráðsfundar vegna ráðherraskipta. Geir Hail- grimsson lét af embætti utan- ríkisráðherra en Matthías Á. Mathiesen tók við. Geir tekur við embætti Seðlabankastjóra í september. i Sjá nánar bls. 3 Tímamynd: Kóbert Þróunarfélagið úr sögunni? Davíð sagði af sér Taldi forsætisráöherra hafa beitt pólitískum þrýstingi „Ég ætla mér ekki að bregð- ast sjálfum mér á gamals aldri,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson í samtali við Tímann í gær , eftir að hann hafði sagt af sér stjórnarformennsku og stjórnarsetu í Þróunarfélagi ís- lands hf. Ástæðan fyrir afsögn Davíðs er ágreiningur um ráðningu á Gunnlaugi M. Sig- mundssyni forstjóra Fram- kvæmdastofnunar í starf fram- kvæmdastjóra félagsins. Þegar ráðning Gunnlaugs hafði verið samþykkt lagði Davíð Schev- ing fram bókun þar sem segir að vegna afskipta stjórnmála- manna af málefnum félagsins sé hugsjónalegur grundvöllur þess brostinn. Tilgangurinn með stofnun hlutafélagsins hafi verið að losna undan pólitísk- um áhrifum. í bókuninni segir orðrétt: „Nú hefur það hins vegar gerst að forsætisráðherra hefur beitt áhrifum sínum inn- an stjórnar félagsins til að hafa áhrif á val framkvæmdastjóra.“ í framhaldi af bókun Davíðs lýsti Hörður Sigurgestsson stjómarmaður sig sammála henni og sagði sig einnig úr stjórn félagsins. Davíð Scheving sagði í gær að hann hefði ekkert á móti Gunnlaugi sem slíkum, en það væri „prinsipp“-mál að stjórn- málamenn kæmu ekki nærri málefnum félagsins. Aðspurð- ur um það hvort þetta merkti að einkageirinn væri að draga sig út úr Þróunarfélaginu, sagð- ist Davíð ekki geta talað nema fyrir sjálfan sig og að hann hefði persónulega ekki lagt fé í félagið. Hins vegar gæti hann ekki séð hvernig menn ættu að draga til baka skuldbindingar sínar við félagið. Eina leiðin væri þá ef forsendur fyrir hluta- fjárloforðunum hefðu brostið, eða eitthvað í þá áttina. Um framtíð félagsins vildi hann ann- ars ekkert segja og vísaði á þá sem enn væru þar við störf. Meiri hluti stjórnar Þróunar- félagsins hafnaði því alfarið að um pólitískan þrýsting frá for- sætisráðherra væri að ræða. f sérstakri bókun sem þeir gerðu, undirstrikuðu þeir að ráðning Gunnlaugs í starfið hafi að öllu leyti verið byggð á hlutlægu mati á hæfni hans í starfið. í bókun meirihlutans segir ennfremur: „Stjórn fé- lagsins mun hér eftir sem hing- að til fyrst og fremst vinna störf sín með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Viðundirritaðirlýs- um yfir miklum vonbrigðum með viðbrögð þessara tveggja stjórnarmanna í máli þessu.“ Undir bókunina rita Guð- mundur G. Þórarinsson, Jón Ingvarsson og Þorsteinn Ólafs- son. Ekki náðist í forsætisráð- herra í gærkvöld. Inn í stjórn Þróunarfélagsins munu koma varamennirnir Björn Þórhallsson jvaraforseti ASÍ og Gunnar Ragnars for- stjóri Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.