Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuðmundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: N íels Árni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson _ Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.-J<r. um helgar. Áskrift 450.- Áhrif dagblaða Dagblaðaútgáfa hérlendis hefur verið í sviðsljós- inu að undanförnu, vegna erfiðleika sem útgáfa Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags á við að stríða. Þó erfiðleikar NT hafi einkum verið í sviðsljósinu er það staðreynd, að út- gáfa málgagna þessara þriggja flokka stendur á mjög veikum grunni fjárhagslega. Hægri pressan, Mogginn og DV, hefur haldið því fram að hér valdi mestu um að vinstri menn geti ekki skrifað almennileg blöð sem fólk langar til að lesa. Petta er náttúrlega hin mest firra. Hægri menn skrifa ekkert betur, en þeir sem eru vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn nema síður sé. Hins vegar er það staðreynd að til þess að halda úti nægilega fjöl- breyttum og vel skrifuðum blöðum, þarf fjármagn og það er þetta fjármagn sem vantar til þess að efla útgáfuna á Tímanum, Þjóðviljanum og Alþýðu- blaðinu. Aðstandendur Moggans og bakhjarl er gamla kaupmanna- og verslunarvaldið í Reykjavík, og með þennan bakhjarl hefur tekist að gera hann að stóru blaði með mikið starfslið og möguleika í út- gáfu sem hin blöðin hafa ekki um þessar mundir. Með sameiningu Vísis og Dagblaðsins tókst síðan að sameina hina nýríku braskara að baki því blaði, en það tókst jafnframt að telja þjóðinni trú um að þetta blað sé óháð í stjórnmálum. Það er ekki úr vegi að skoða þá fullyrðingu nokkru nánar. DV er að sjálfsögðu málgagn Sjálfstæðisflokks- ins. Hins vegar er þessu samhengi haganlega komið fyrir. Blaðið tekur ekki sérstaklega upp hanskann fyrir flokkinn eða ráðherra hans, en það fylgir í öll- um sínum skrifum um þjóðmál, ómengaðri frjáls- hyggju og hægri stefnu. Þetta er að sjálfsögðu í þágu Sjálfstæðisflokksins og til þess fallið að koma því inn hjá þeim sem mark taka á blaðinu að stefnur annarra flokka séu kolrangar. Umfjöllun DV um þjóðmál er furðulegur sam- setningur og „anarkismi“. Þar er gert allt til þess að rífa niður samtök fólks og samhjálp hvers konar hverju nafni sem þau nefnast. Þar er spjótunum beint að hvers konar opinberum rekstri og samhjálp, samvinnuhreyfingunni, samtökum bænda, byggðastefnunni og það sem hættulegast er, að ekkert blað vegur að sjálfri löggjafarsamkom- unni og lýðræðinu með ósvífnari hætti, undir því yfirskini að hér sé um óháða umfjöllun að ræða. Ekkert blað á meiri þátt í hinni yfirgengilegu um- ræðu um Alþingi og stjórnmálamenn heldur en DV. Sókn hvers konar frjálshyggju í hugmyndum fólksins í landinu, má ekki síst rekja til þess að DV, málgagn sjálfstæðismanna, hefur tekist að styrkja sig verulega í sessi á fölskum forsendum um óháða afstöðu í þjóðmálum. Þar eru engar meginástæður hafðar í heiðri, aðrar en þær að samtök almennings í landinu eru af hinu vonda, en peningahyggja og frjálshyggja er það sem koma skal í staðinn. Laugardagur 25. janúar 1986 ORÐ í TÍMATÖLUÐ Hugmyndafræði og friðarhjal Marokkó til Pakistan. Ríki, ætt- flokkar, kynþættir og trúflokkar eigast þar við og sýnist að hug- myndafræði eða afskipti Norður- álfumanna komi þar málum ekki við. ísrael er kapiuli út af fyrir sig. Þar styðja Vestulönd Gyðinga gegn arabaríkjum, en Sovétríkin veita Aröbum það lið sem þau meiga. Einföld veröld Það er mikill sigur róttæklinga að kenna Vesturlöndum allt það sem miður fer í heiminum. í þeirra aug- um er veröldin einföld. Vegur sós- íalismans er leið friðar, bræðralags og þjóðfrelsis. F’riöji heimurinn er kúgaður og arðrændur af feitu, ríku og vondu mönnunum. Kommúnistaríkin eiga í vök að verjast og neyðast til að verja marxismann með vondum með- Marxistinn Ismail fyrrum forseti. Marxistaríkið Suður-Jemen syðst á Arabíuskaganum er mikið í fréttum þessa dagana þótt það hljóti ekki mikla fjölmiðlaumfjöll- un að öllu jöfnu. Þar geysar nú hatrömm borgarstyrjöld þar sem andstæðar fylkingar berjast um völdin. f>ar eigast við liðsveitir for- seta landsins og fyrrverandi for- seta. Syðst í landinu er borgin Aden sem er hernaðarlega mjög mikil- væg i þessum heimshluta. Paðan er hægt að stjórna hvaða skip sigla um Súesskurð. Parna var áður mik- il flotastöð breska heimsveldisins, en nú ráða þar aðrir herrar. Báðar fylkingarnar sem berjast kenna sig við marxisma og eru hall- ,ar undir Sovétríkin. Bæði forsetinn og forveri hans hafa mikil vináttu- tengsl við stjórnina í Moskvu og fulltrúar kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu eru fjölmennir í landinu. Flotastöðin sem Bretar byggðu kemur að góðum notum og eflir mjög vináttutengslin milli ríkj- anna. Moskvustjórnin hefur gefið út yfirlýsingu um að hún styðji hvor- ugan stríðsaðilann. Enda má henni á sama standa um hvor verður ofan á Rússarnir hafa beðið önnur ríki um að senda ekki vopn til landsins. Bregður öðruvísi við en þegar þeir eru að birgja stríðsaðila sem þeim eru velviljaðir af vopnum og skot- færum. En þá eru líka háð þjóð- frelsisstríð. En sátta- og friðarhjalið hefur ekki önnur áhrif en þau, að nú er farið að skjóta á sjálft sovéska sendiráðið. í þágu þjóðfrelsis ogfriðar Marxistar, kommúnistar,' sós- íalistar, eða hvað þeir nú vilj a kalla sig eru hinar sönnu bardagahetjur friðarins. Pað er sama hvar þeir fara með báli og brandi um ríki og álfur. Allt er það í þágu þjóðfrelsis og friðar. Heimsfriðarráð, friðarhreyfing- ar, friðargöngur og friðarmótmæli eru þeirra ær og kýr. Hvergi er meiri þörf á friðarærslum en á Vesturlöndum, en að mati marx- ista á allur ófriður heimsbyggðar- innar upptök sín þar. Stríðsógnin er aðeins í vestri. Þar eru vondu bomburnar fram- leiddar og áróðri linnir aldrei gegn varnarbandalagi vestrænna ríkja. Hins vegarersósíalisminn leið til friðar og þjóðfrelsis. Gífurlegum áróðursmætti er varið til að við- halda þessari bábilju og einfeldn- ingar sem ánetjast hugmyndafræð- inni virðast trúa sjálfir að þeir vinni í þágu friðar og bræðralags með vígorðum og gönguferðum. Bræðralag marxistanna Friður og bræðralag sósíalist- anna birtist oft í einkennilegum myndum. Þegar vinslit urðu með stærstu og öflugustu kommúnistar- íkjunum, Sovétríkjunum og Kína skyldi maður ætla að kenningin um bróðurþel allra marxista væri úr sögunni. Það er öðru nær. í Kambódíu börðust kommar við komma og þjóðfrelsissveitirnar sem börðust göfugri baráttu í Viet- nam létu sig ekki muna um að leggja undir sig ríki nágranna sinna og skoðanabræðra undir sig með vopnavaldi. Þar er enn barist. Marxisminn er svo ginnheilagur að honum má aldrei kenna neitt sem miður fer. Einhver best falda styrjöld sent geysar er borgarstyr- jöldin í Eþíópíu. í Addis Ababa fara marxistar með völd. í mörg ár hafa staðið yfir átök milli þeirra og annarra íbúa landsins, svo og við nágrannaríkið Sómalíu. Á þetta er aldrei minnst þegar fjallað er unt hungursneyðina í landinu. Hún er einvörðungu af völdum þurrka. Stjórnvöld eru svo önnum kafin við að framkvæma marxisma að hjálparstofnunum á Vesturlöndum er látið eftir að halda lífi í landsfólkinu, sem er hrakið og hrjáð af margvíslegum orsökum. Til Addis Ababa fór forseti Suð- ur-Jemen fyrir nokkrum dögum til að leita liðsinnis í vopnaskakinu heima fyrir. Bræðraböndin bresta Það eru fleiri bræðrabönd sent bresta en hjá marxistunum. Mús- limar berjast hvorir við aðra allt frá ölum, svo sem í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Afganistan. En þegar marxistar fara að verja marxismann fyrir öðrum marxist- um vandast málið. Hvað á að segja þegar slær í blóðuga brýnu milli Kínverja og Vietnama eða þegar þjóðfrelsisfylkingar Vietnama frelsa Kambódíu úr höndum þjóð- frelsisfylkingar Kambódíumanna. Eða þegar sósíalistar í Suður-Jem- en fara að skjótast á yfir sovéska sendiráðið. Þá fer best á því að snúa sér að skepnuskapnum í Suður-Afríku, og baráttu fyrir friði í lýðræðis- ríkjunum. O.Ó. Marxistinn Múhamed forseti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.