Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. janúar 1986 Tímihn á Sigurfari II: Grundfirðingar enn vongóðir Grundfirðingar eru ekki búnir að gefa upp alla von um að geta keypt aftur togarann Sigurfara II, þrátt fyrir að af þeim 8 tilboðum sem bár- ust Fiskveiðasjóði hafi tilboð Grund- firðinga verið þau 5. og 6. í röðinni. Hjálmar Gunnarsson útgerðarmað- ur stóð á sínum tíma fyrir myndun hlutafélagsins Sigluness hf., sém átti að freista þess að kaupa skipið aftur. Siglunes bauð í skipið 168,3 milljónir en hitt tilboðið frá Grundarfirði kom frá Hraðfrystihúsinu og var upp á 165 milljónir. Hæsta tilboðið kom hins vegar frá fjórum einstaklingum á Höfn í Hornafirði og hljóðaði upp á 190 milljónir. Hjálmar Gunnarsson sagði í sam- tali við Tímann í gær að unt hundrað manns hefðu tekið þátt í stofnun Sigluness, mest fólk scm hefði mikilla hagsmuna að gæta varðandi áframhaldandi útgerð skipsins frá Grundarfirði. Hann sagði ennfrem- ur að tilboð þeirra hefði verið byggt á mjög raunsæjum grundvelli, þar hefði ckki verið um neitt „sprengitil- boð“ að ræða, og að í þessu tilboði Sigluness hafi ekki verið lögð til grundvallar hugsanleg aðstoð úr Byggðasjóði. Hjálmar taldi að Siglu- nes og Grundfirðingar ættu rétt á tækifæri til samningaumleitana við Fiskveiðasjóð og þá hugsanlega að hagræða tilboðinu eitthvað. „Hins vegar erum við bjartsýn og bíðum átekta. f>ó enn hafi ekki farið fram neinar viðræður við Fiskveiðasjóð hlýtur að koma að því,“ sagði Hjálmar. Komið hefur fram að þingmenn Vesturlandskjördæmis eru sér þess mjög meðvitandi að skipsiris sé þörf á Grundarfirði. Þegar Tíminn bar þetta undir Hjálmar sagði hann að hvorki þingmenn né aðrir ráðamenn hefðu beinlínis verið beðnir um að beita áhrifum sínum í þessu máli, þó sjálfsagt vissu þingmennirnir hver staðan væri. Eins og áður sagði kom hæsta til- boðið í Sigurfara frá Höfn í Horna- firði. Að því stóðu einstaklingar, en að baki þeim er Hafnarhreppur. Tryggvi Árnason sveitarstjóri sagði Leiðrétting í frétt Tímans, þar sem greint var frá tékkamálum, sem rannsóknar- lögregla ríkisins hafði til rannsóknar á síðastliðnu ári. var rangt farið með staðreyndir í fyrirsögn. Fyrirsögnin sagði að um ávísanafals hefði verið að ræða. Þaðerrangt. Hið réttaerað megnið af ávísunum voru innistæðu- lausar. Þetta leiðréttist hér með og eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. við Tímann í gær að tilboð Hornfirð- inga væri lagt fram í fullri alvöru og að tilgangurinn með þessum skipa- kaupum væri að hressa upp á at- vinnulífið á staðnum, en þar het'ur bátum fækkað nokkuð að undan- förnu. Tryggvi sagði að ef samningar næðust við Fiskveiðásjóð yrði senni- lega stofnað hlutafélag um rekstur skipsins þó ekki væri enn búið að ganga frá því máli í smáatriðum. Hann taldi mjög ólíklegt að Horn- firðingar drægju tilboðið til baka og kannaðist ekkert við þrýsting í þá áttina. Viðræður milli Hornfirðinga og Fiskveiðasjóð eru enn ekki hafnar, þar sem veður hcfur hamlað sam- göngunt milli Hornafjarðar og Reykjavíkur í vikunni. Már Elísson framkvæmdastjóri Fiskvciðasjóðs sagði í gær að búið væri að untreikna öll tilboðin á sam- bærilegan grundvöll, en röð tilboð- anna hefði ekkert brcyst við það. Til- boð Hornfirðinganna er því enn hæst, en næsthæst er tilboð frá Har- aldi Böðvarssyni & Co á Akranesi, síðan tilboð Útgerðarfélags Akur- eyrar, þá tilboð Skagstrendings og finrmtu og sjöttu í röðinni eru svo til- boðin frá Grundarfirði. Már Elfsson sagði að sjóðurinn myndi ganga á röðina og reyna að ná samningum við hæstbjóðendur. - BG Mutthías Á. Matthiesen utanríkisráðherra tók sæti í ríkisstjórninni í gær. Mynd: Róbert. Geir fór út og Matthías kom inn Ráðherraskipti áttu sér stað í gærmorgun. Geir Hallgrímsson lét af starfi utanríkisráðherra og Matt- hías Á. Matthiesen settist í ráðherra- stólinn í hans stað. Eins og lög gera Sjónvarpið: 25 milljónir í inn- lenda dagskrárgerð „Ég vil móta ákveðna stefnu þann tíma sem ég verð hér,“ segir Hrafn Gunnlaugsson, nýskipaður dagskrárgerðarstjóri Sjónvarpsins og það hefur ekki farið fram hjá sjónvarpsáhorfendum að miklar breytingar hafa oröið, og eru að verða, á innlendu efni í dag- skránni. En vinnubrögðin hafa breyst víðar en þar sem blasir við sjón- varpsáhorfendum. Nú er búið að gera drög að kostnaðaráætlun fyrir innlcnda dagskrárgcrð 1986 og hljóðar hún upp á rúmar 25 ntill- jónir króna. Kostnaðaráætlun fyrir 1987 er svo áætlað að leggja fram í maímánuði fyrir Ríkisútvarpið í heild. í áætluninni er stærsta upphæöin ætluð til leikritagerðar 6.398.000 kr. og er hún frantreiknuð frá út- lögðum kostnaði síðasta árs. Næst- efst á listanum er þátturinn Á líð- andi stund, en áætlað er að senda alls út 27 þætti til aprílloka og kostnaður alls 4.590.000 kr. Geta má þess að áætlun stóðst við gerð þeirra tveggja sem þegar hafa verið gerðir. Aðrir þættir eru til ntuna lægri. Annað atriði breyttra vinnu- bragða er sá háttur að „bjóða verk út“, fá fólk utan stofnunarinnar til að vinna að einstökum verkefnum. Það eykur vissulega fjölbreytnina og hleypir nýju blóði í starfið. Þá er þegar farið að liuga að Jóla- stund og Aramótaskaupi og ráðnir umsjónarmenn sem þegar hafa tek- ið til starfa, Andrés Indriðason aö Jólastundinni og Karl Ágúst Úlfs- son að Áramótaskaupinu. Leikrita- - áætlun liggur fyrir í mars. Nánar verður sagt frá nýjum þáttum í blaðinu síðar. ráð fyrir fór athöfnin fram á ríkis- ráðsfundi sem haldinn var að Bessa- stöðum. „Ég hef ekkert ákveðið um það hvað ég mun taka mér fyrir hendur næstu mánuði. Ætli ég reyni ekki að sinna ýmsu því sem ég hef vanrækt lUndanfarið og fari t.d. í eitthvert frí,“ sagði Geir í samtali við Tímann að loknum ríkisráðsfundinum í gær. Hann kvaðst áskilja sér áframhald- andi rétt til óbeinnar stjórnmálaþátt- töku, en þó þannig að gætt yrði til hins ýtrasta þeirrar óhlutdrægni sem starf seðlabankastjóra krefst, en hann tekur við því þann 1. septem- ber n.k. Aðspurður utn hvort rétt væri að eldri stjórnmálamenn settust í stöð- ur seölabankastjóra sagði Geir að það væri æskilegt að fá til slíkra starfa menn sem hafa hvort tveggja góða yfirsýn yfir og reynslu af efna- hagsmálum þjóðarinnar. Ef stjórn- málamaður fullnægði þeim kröfum sem starfið gerir til þeirra, þá væri ckkert athugavert við slíka stöðu- skipun. „Ég ntun halda áfram því starfi sem fyrirrcnnari minn hóf varðandi öryggis- og varnarmálin, en þar að auki mun ég leggja áherslu á að efla starf utanríkisþjónustunnar þarsem útflutningsverslunin er annars vcgar. Sú viðleitni mun m.a. felast í sam- ráði við viðskiptaráðuneyti og vænt- anlegt útflutningsráð," sagði Matt- hías Á. Matthiesen utanríkisráð- herra í samtali við Tímann að Bessa- stöðum. Er ríkisráðsfundi og ráðherra- skiptum var lokið, þágu ráðherrar veitingar hjá forsetanum. -SS Geir Hallgrímsson kom til ríkisráðs- fundar að Bessastöðum í gær til að láta af ráðherraembætti sínu. IVIynd-Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.