Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 2
2Tíminn Lau'gai'dagúr 25. januar 1 ð'Ó6 LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Bókasafnsfræðingar - Bókaverðir viö Borg- arbókasafn Reykjavíkur (m.a. stööur í hinu nýja útibúi í Gerðubergi.) Upplýsingar veittar á skrifstofu Borgarbóka- safns í síma 27155. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæöásér- stökum umsóknareyðublöðum sem þarfástfyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar 1986. M LAUSAR STÖÐUR HJÁ WJ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráö starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Deildarmeinatæknir í 100% starf við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva í síma 22400, kl. 9-10 alla virka daga. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahaids Reykjavíkurborgar,Pósthússtræti9, 6. hæö á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar 1986. LAJUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.. • Mælaálesara fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Verksvið þeirra yrði álestur af mælum Hitaveit- unnar vegna eftirlits með ástandi mælanna, og vegna athugana á innheimtukerfi Hitaveitu Reykjavíkur. Starfsmenn þurfa að leggja til bif- reið. Upplýsingar gefur Eysteinn Jónsson í síma 82400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð ásér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar 1986. TIL SÖLU notaðar dráttarvélar MF. 135 .....................árg. 1970 Ford 4610....................árg. 1983 Ursus 362 C..................árg. 1981 IH.574 ......................árg. 1978 MF. 165 .....................árg. 1972 MF. 165 M.P..................árg. 1977 Allt vélar með húsi og í góðu lagi Gott verð og greiðslukjör. Járnhálsi 2 110 Reykjavík Sími 83266. OÍQ Borgarbúar sjá stundum þykkan, svartan reykjarmökk bera við himin sunnan við Öskjuhlíðina. Hér sjáum við menn- ina að baki mökksins, slökkviliðsmenn að æfingu. Tímamynd Árni Bjarna „Auglýsingin mistök“ Er sparifjárstríð banka og pen- ingastofnana að fara úr böndunum? Svo mætti ætla út frá þeirri áminn- ingu sem Siðanefnd um auglýsingar sendi þessum stofnunum og greint var frá í Tímanum í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem peningastofn- anir fá áminningu af þessu tagi, því þann 30. októbers.l. sendi Verðlags- stofnun þeim áminningu í svipuðum dúr. Gísli G. ísleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnunar sagði þegar Tím- inn innti hann eftir tildrögum þeirrar áminningar, að hún hefði komiö í kjölfar kvörtunar frá Ríkissjóði út af auglýsingu eins viðskiptabankanna. Gísli sagði Verðlagsstofnun fylgj- ast með auglýsingum þessum, en vegna mannfæðar og vegna þess hve lögin um þctta væru ný og enginn dómur fallinn sem nota mætti til við- Lánasjóðsmálið: Forsætis- ráðherra sammála Sverri „Ég hef rætt málefni Lánasjóðs ís- lcnskra námsmanna við Svcrri Her- mannsson menntamálaráðhcrra. Við ræddum saman m.a. um stöðu fulltrúa stúdenta í stjórn sjóðsins,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðhcrra í samtali við Tím- ann í gær. Ráðherrarnir tveir fund- uðu í gær um deilu Sverris við meiri- hluta Stúdentaráðs Háskóla íslands vegna áframhaldandi setu Ólafs Arnarsonar í stjórn LÍN, en stúdent- ar hafa nú tilnefnt Guðmund Auð- unsson. Steingrímur sagði það alrangt sem hefði komið fram í blöðunt að um einhverja „hirtingu" hefði verið að ræða. Menntamálaráðherra hefði skýrt sér frá því að Ólafur hefði falliö frá fyrri afsögn sinni og á það hefði verið fallist af hálfu ráðherra. Þegar svo væri komið gæti Ólafur setið út það tímabil sem hann var tilnefndur til. „Þetta á t.d. við um Ragnar Árna- son sem var tilnefndur af Ragnari Arnalds á sínum tíma. Hann situr ennþá og núverandi fjármálaráð- herra getur að sjálfsögðu ekki seít hann frá af tilefnislausu.“ sagði Steingrímur. Hann bætti því við að stúdentar hefðu óvefengjanlega rétt til að tilnefna fulltrúa í stjórnina þegar sæti þeirra losnaði, en ekki að öðrumkosti. _gs miðunar, hefði stofnunin aðeins gripið inn í ef óskað hafi verið eftir því. Þó væri Ijóst að oft væri vafi hvort um heiðarlega viðskiptahætti væri að ræða. Auglýsingasamkeppnin fór síðan yfir mörkin í fyrradag, en þá kom auglýsing frá Útvegsbankanum í dagblaði, sem gerði samanburð á vaxtaútreikningi bankansog Búnað- arbankans. Afleiðingin var skyndi- fundur í samstarfsncfnd viðskipta- bankanna, haldinn að ósk Búnaðar- bankans. Þar samþykkti Halldór Guðbjarnarson bankastjóri Útvegs- bankans að biðjast afsökunar á þess- ari auglýsingu, enda hafði hún birst án samþykkis bankastjórnarinnar. Halldór Guðbjarnarson sagði um- rædda auglýsingu ckki vera í anda þess sem bankinn óskaði og þarna hefðu verið gcrð mistök. Halldór taldi hins vegar nauðsynlegt að koma föstum reglum um auglýsingar á inn- lánsreikningum, til að auðveldafólki að gera sér grein fyrir því hvcnær um sambærilega reikninga væri að ræða. -BG Yfirlýsing forstjóra Sambands ísl. samvinnu- félaga vegna opinberrar ákæru ríkissaksóknara Ég hefi ávallt verið þeirrar skoðunar að þeir sem ákærðir eru eigi að reka mál sitt fyrir dómstól- um, en ekki í fjölmiölum. Ég Itefi ekki skipt um skoðun, þótt mál hafi verið höfðað á hendur mér og öðrum, en þar sem ég er í forsvari fyrir fjöldahreyfingu, snýst málið um meira en mig persónulega og því þykir mér rétt að koma eftirfar- andi atriðum á framfæri: 1. Dómsmál þaðsem hérertil um- fjöllunar er vegna meintra brota Sambandsins frá árunum 1979- 1981, en ekki þaðan í frá. Ákæra er frá ríkissaksóknara- embættinu sjálfu, en engir aðrir - hvorki einstaklingar né fyrir- tæki - gera neina bóta- eða áfelliskröfu í málinu. 2. Athygli er vakin á því að ckki er ákært fyrir tolla- eða verðlags- brot, né brot á skattalögum, en verðlagsyfirvöld hafa staðfest rétt neytendaverð á kaffi á um- ræddu tímabili. 3. Öll bókhaldsskil Sambandsins hafa reynst í fyllsta lagi og hvergi er hægt að benda á auðg- unarbrot þeirra sem nú sæta opinberri ákæru, né að fé hafi verið haft af samfélaginu, Iteld- ur snýst málið um það hvernig staðið var að tckjufærslu milli Sambandsins og samstarfsfyrir- tækis þess. 4. Umboðslaun Sambandsins hafa frá árinu 1982 numið 4% af inn- flutningsandvirði kaffikaup- anna, en voru 8% árið áður. 5. Sambandið varð að lúta reglum stjórnvalda Brasilíu um hin svokölluðu tvíþættu reikn- ingsskil á kaffiútflutningsvið- skiptum. en þar sem þau fólu m.a. í sér útgáfu afsláttarstað- festinga „Avisos“, sem giltu ein- ungis gagnvart sfðari vöru- afskipunum eða sendingum, mun Sambandið í nokkrum til- vikum hafa orðið að lcita að- stoðar erlendra aðila til að nýta þessa „Avisos“ vegna kaffi- kaupa þeirra, ella hefðu af- slættirnir tapast. Allt var þetta ítarlega bókfært og gjaldeyris- skil gerð, enda mun enginn ágreiningur um þau uppgjör. 6. Árið 1981 ákvað Sambandið að lækka umboðslaun sín af kaffi- kaupum og var það mörgum mánuðum fyrir bókhaldsrann- sókn skattrannsóknarstjóra. En vorið 1984 var uppgjör af eldri viðskiptum tekjufært Kaffi- brennslu Akureyrar með sam- þykki stjórnar fyrirtækisins, en Kaffibrennslan er í eigu sam- vinnuhreyfingarinnar. 7. Kaffibrennsla Akureyrar var ekki viðmiðunaraðili þegar hántarksverð á kaffi var ákveðið af verðlagsyfirvöldum og seldi því á verði sem þau ákváðu; stundum neðan við hámarks- verð. Þar sem verið er að birta mér hina opinberu ákæru í dag, hefi ég ekki haft tfma til að leita lögfra:ði- legs álits á ákæruatriðum, en ég fæ ekki betur séð en meðal þeirra sé ávirðingaratriði um að hlíta við- skiptakjörum Brasílíumanna á al- þjóðlegum kaffimarkaði, eins og rakið er í lið 5 hér að framan. Að lokum vil ég taka fram að ég álit að það sé fyrir bestu, bæði okk- ur sem nú sætum opinberri ákæru, svo og samvinnuhreyfingunni, að þetta mál verði rekið fyrir dómstól- um, svo endanlega verði skorið úr sök eða sýknu manna í málinu. E. Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.