Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 18
18Tíminn íbúðir í verka- mannabústöðum Nýjar íbúðir. Stjórn verkamannabústaða á Akranesi auglýsir hér með 6 nýjar og nýlegar íbúðir í verka- mannabústöðum á Akranesi (í fjölbýlishúsum) til sölu. Allar þriggja herbergja. Réttur til kaupa. Rétturtil kaupa á íbúð í verkamanna- bústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skil- yrði. a) Eiga lögheimili á Akranesi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin eigi hærri fjárhæð en sem samsvarar kr. 416.000.- fyrir einhleyp- ing eða hjón og kr. 38.000,- fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Áætlað verð. Verð þriggja herbergja íbúðar er áætlað kr. 2.000.000.- miðað við byggingarvísitölu 1. janúar 1986. Við þá upphæð bætist lántökukostnaður á bygg- ingartíma og eftirlitskostnaður. Greiðslukjör. Kaupandi greiðir 20% kaupverðs (byggingarkostnaðar) fyrir afhendingu. Skal fyrsta greiðsla kaupanda innt af hendi innan mánaðarfrá því úthlutun ferfram. Eftirstöðvar, 80% kaupverðs, eru lán- aðar úr Byggingarsjóði verkamanna til 43 ára. Er lánið afborgunarlaust fyrsta árið, en endurgreiðist síðan að fullu með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana að við- bættum verðbótum skv. lánskjaravísitölu Seðlabanka íslands á eftirstöðvum lánstímans. Afhending. Áætlaður afhendingartími íbúðanna er seinni hluti sumars 1986. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur um framangreind- ar íbúðir er til 24. febrúar 1986. Sérstök umsóknareyð- ublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Akraness að Kirkjubraut 28, 2. hæð, Akranesi. Eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Endursöluíbuðir. Á vegum stjórnar verkamanna- bústaða koma einnig til úthlutunar árlega notaðar íbúðir í verkamannabústöðum. Umsóknarfrestur um slíkar íbúðir er til 24. febrúar 1986. Eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Sömu umsóknareyðublöð gilda um þessar íbúðir og nýjar. Akranesi, 10. janúar 1986. Stjórn verkamannabústaða á Akranesi. Núverandi og fyrr- verandi íbúar í Skaftártunguhreppi athugið! Ákveðið hefur verið að efna til hugmynda- samkeppni um nafn á félgsheimilið meðal núver- andi og fyrrverandi íbúa Skaftártunguhrepps. Þriggja manna dómnefnd mun velja um tillögu og tilkynna um niðurstöðu þegar húsið verður form- lega opnað. Tillögum skal skilað fyrir 20. febrúar 1986 nafn sendanda skal fylgja með í lokuðu um- slagi. Hver þátttakandi má skila tveim tillögum og utanáskrift félagsheimilisins er: Skaftár- tunguhreppur 880 Kirkjubæjarklaustri. (Merkt hug- myndasamkeppni). Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðarráðs verkamannfélagsins Hlífar um stjórn og aðra trún- aðarmenn félagsins fyrir árið 1986 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 27. janúar. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl. 17 fimmtudaginn 30. janúar 1986 og er þá framboðsfrestur útrunn- inn. Kjörstjórn verkamannafélagsins Hlífar. Laugardagur 25. janúar 1986 lllll BRIDGE . GuðmundurSv. Hermannsson: Jón og Símon voru menn Bridgehátíðar Jón Ásbjörnsson og Símon Sím- onarsson voru að öðrum ólöstuðum menn Bridgehátíðar, því þeir unnu ekki aðeins tvímenninginn með yfir- burðum heldur náðu þeir einnig öðru sæti í keppninni um Flugleiða- bikarinn ásamt sveitarfélögum sínum. Jón og Símon tóku snemma for- ustuna í tvímenningsmótinu og juku hana sífellt til loka. Reyndar er þetta í fyrsta skipti í 5 ára sögu Bridge- hátíða sem tvímenningurinn vinnst með afgerandi mun. Hingað til hafa úrslitin ekki ráðist fyrr en í loka- umferðinni. Það var ekki það að erlendu þátt- takandurnir væru neitt slakari en hingað til. Þvert á móti voru þar valdir menn í hverju rúmi en ein- hverra hluta vegna virtist enginn þeirra ná sér á strik í tvímenningn- um, nema ef vera skyldi Zia Mah- mood og Barry Meyers sem enduðu í öðru sæti. En þeir komust ekki til landsins fyrr enn á laugardagsnótt og þá var tæplega helming mótsins lokið. Þeir fengu að byrja með meðalskor svo það er ómögulegt að segja hvernig farið hefði ef þeir hefðu spilað allt mótið. Það er að vísu ekkert nýtt að út- lendingunum gangi ekki sem best í tvímenningskeppninni. Síðustu þrjú ár hafa íslendingar unniö það mót, og í hitteðfyrra var raunar tvölfaldur íslenskur sigur. í sveitakeppninni höfum við fs- lendingar hinsvegar þurft að lúta í lægra haldi fyrir gestunum, síðan sveit Karls Sigurhjartarsonar vann Flugleiðabikarinn í fyrsta skipti sem um hann var keppt árið 1982. Og í rauninni hcfur Flugleiðamótið þró- ast eins síðan núverandi form var tekið upp, þ.e. 7 umferða Monrad- keppni. Ein erlend sveit tekur snemma forustu ogeykur hana sífellt meðan hinar erlendu sveitirnar og nokkrar íslenskar berjast um í suðu- potti 2.-10. sæti. Og í rauninni erþað happdrætti hvernig þau sæti skiptast í lokin. í þetta sinn voru það Danirnir Lars og Knud Blakset, Steen Schou og fslendingurinn Sævar Þorbjörns- son sem unnu Flugleiðamótið með öryggi, enda spiluðu þeir geysivel. Lars Blakset er, þrátt fyrir að hann sé aðeins 26 ára gamall, einn albesti spilari Dana og á þegar að baki tvö Evrópumót og tvö Norðurlandamót auk nokkurra Danmerkurtitla. Bróðir hans, Knud er einu ári eldri en er líka landsliðsmaður og Dan- merkurmeistari. Og þó bræðurnir rífist stundum ná þeir vel saman við spilaborðið. Steen Schou, og Sævar Þorbjörnsson höfðu aldrci spilað saman fyrir þetta mót en það virtist ekki há þeim enda spiluðu þeir ein- falt kerfi og pössuðu sig á að flækja ekki málin. Bridgehátíö er orðin fastur punkt- ur í tilveru íslenskra bridgespilara og bridgeáhugamanna, og raunar nokk- urra erlendra líka. Margir erlendu gestanna nú hafa komið hingað áður og ef mig misminnir ekki er þetta t.d. í þriðja skipti sem Lars Blakset kem- ur á Bridgehátíð. Erlendu gestirnir voru sammála um að framkvæmd mótanna væri til fyrirmyndar og sérstaklega fannst þeim vandað til tvímenningsins. Þar voru úrslit hverrar umferðar kom- in til spilaranna tölvureiknuð og skrifuð á sérstakan skormiða. Og á skormiðunum stendur líka hvað við- komandi par cr með mörg stig og í hvaða sæti það er eftir umferðina. Útreikningurinn var verk Vigfúsar Pálssonar. En það sem erlendum gestunum fannst ef til vill mest til koma var keppnisstjórinn, Agnar Jörgenson. Undir hans stjórn gekk allt snuðru- laust og hratt fyrir sig og öll vanda- Símon Símonarson sést hér spila við bandaríska spilarann Polowan. Símon vann tvímenning Bridge- hátíðar ásamt Jóni Asbjörnssyni og þeir urðu einnig í öðru sæti í sveita- keppninni ásamt Jóni Hjaltasyni Herði Arnþórssyni og Stefáni Guð- Johnsen. Tímamynd Árni Bjarna. mál voru leyst með hraði. Við ís- lendingarnir sáum auðvitað ekkert óvenjulegt við þetta, við erum orðnir þessu svo vanir. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni: Þegar 10 umferðum er lokið af 23 í undankcppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni er staðan þessi: Samvinnuferöir 201 Delta 200 Úrval 192 Jón Hjaltason 186 Stefán Pálsson 182 Páll Valdemarsson 171 Næst verður spilaö i i Hreyfilshús- inu í dag og síðan á ntorgun á sama stað. Bridgedeild Rangæinga F.ftir þrjár umferðir í aðalsveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Gunnar Helgason 75 Sigurleifur Guðjónsson 66 Gunnar Guðmundsson 52 Bridgedeild Breiðfirðinga Eftir 18 umferðir í aðaltvímenn- ingi félagsins er þetta röð efstu par- anna: Guðjón Sigurðsson - Birgir ísleifsson 310 Albert Þorsteinsson - Sigurður Emilsson 302 Sveinn Þorvaldsson - Hjálmar Pálsson 288 Halldór Jóhannsson - Ingvi Guðjónsson 269 Sveinn Sigurgeirsson - Baldur Árnason 267 Jón Stefánsson - Magnús Oddsson 260 Guðmundur Aronsson - Sigurður Ámundason 240 Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 216 Jens Karlsson - Björn Karlsson 197 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 196 Bridgefélag Breiðholts Að loknum 4 umferðum í aðal- sveitakeppni cr röð efstu sveita þessi: Rafn Kristjánsson 84 Anton R. Gunnarsson 79 Þorsteinn Kristjánsson 71 Helgi Skúlason 71 Bergur Ingimundarson 68 Bridgefélag Reykjavíkur Fyrsta keppni félagsins á þessu ári hefst 5. febrúar. Það er aðaltví- menningur félagsins og tekur 6 kvöld. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 2. febrúar til Agnars S. Jörgensonar keppnisstjóra eða stjórnarmanna. Afmælisfundur Kvenréttinda- félags íslands um náms- og starfsval Fræðslu- og umræöufundur Kvenrétt- indafélags fslands verður að Hótel Esju mánud. 27. janáarn.k. kl. 19.30. Fundur- inn er haldinn til að minnast 79 ára afmælis félagsins þennan dag. Dagskrá fundarins hefst meö því, að Esther Guömundsdóttir formaður KRFf flytur ávarp en síðan verða flutt fimm stutt framsöguerindi: 1. Staðreyndir um skiptingu í námsgreinar eftir kynjum Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag. 2. Starfsfræðsla og námsráðgjöf í grunn- skólum. Guðrún Þórsdóttir kennari. 3. Námsráðgjöf í framhaldsskólum. Guðrán Hannesdóttir kennari og náms- ráðgjafi. 4. Starfsráðgjöf utan skólakerfis. Sölvína Konráðs sálfræðingur. 3. Frá sjónarhóli atvinnurekandans. Þór- arinn V. Þórarinsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ. Að framsöguerindum loknum verða fyrirspurnir og umræður. Þátttakendur í umræðunum verða Ásta K. Ragnarsdóttir námsráðgjafi við H.Í., Bjarni Kristjáns- son. rektor Tækniskóla fslands, Gunnar Hansson forstjóri IBM, Kristín Halldórs- dóttir alþingismaður, Sigþráður Ingi- mundardóttir, formaður Hjákrunarfélags Islands auk tveggja ncma ár grunnskóla og framhaldsskóla. Umræðunum stýrir ÁsdísJ. Rafnar. Fundarstjóri verður Áslaug Brynjólfs- dóttir fræðslustjóri en ritari Helga Sigur- jónsdóttir kerfisfræðingur. Fundurinn er öllum opinn. Hugmyndaþing Málfundafélags félagshyggjufólks Málfundafélag fclagshyggjufólks gengst fyrir hugmyndaþingi laugardaginn 25. janúar, kl. 10-18 í Odda, húsi Háskóla íslands. Þingið er hluti af undirbúningi fyrir ritgerðarsafn uin félagshyggju scm ætlunin er að gefa út haustið 1986. Til- gangur þingsins er að gcfa ritgerðar- höfundum tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og jafnframt að gefa áhugasömu fél- agshyggjufólki færi á að leggja orð í belg. A þinginu verða flutt um 15 stutt fram- söguerindi. Meginefni þingsins eru sið- ferðilegur grundvöllur og hagfræðilegar forscndur félagshyggju, félagshyggju- samtök og framkvæmd félagshyggju á ýmsum sviðum samfélagsins. Umræður verða á milli einstakra efnisflokka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.