Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 13
12 Tíminn Tíminn 13 HUCMYNDA- STEFNA Framkvæmdamenn og hugmyndasmiðir hittast lönaöarráöuneytið hefur ákveðið aö gangast fyrir hugmyndastefnu ef næg þátttaka fæst. Fyrirhugað er að sýna á hugmyndastefnunni upp- finningar og framleiðsluhæfar hugmyndir, sem til- búnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda. Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að miðla fram- leiðsluhugmyndum til þeirra sem hafa hug á að fram- leiða, fjármagna eða setja á markað nýjungar í iðn- aði en einnig er henni ætlað að veita upplýsingar um þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við ný- sköpun í atvinnulífinu. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hugmynda- stefnunni er bent á að snúa sértil Iðnaðarráðuneytis- ins er veitir allar nánari upplýsingar. Þátttökutilkynn- ingum ber að skila til Iðnaðarráðuneytisins fyrir 10. febrúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu. Þátttökugjald verður auglýst síðar. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ ER SJÁLFSKIPTINGIN í BÍLNUM ÞÍNUM FARIN AÐ SNUÐA? Ef svo er, ættirðu að kynna þér tilboð okkar, og þú munt komast að raun um að það borgar sig að taka því - frekar en að láta sjálfskiptinguna skemmast. Tilboðið nær til allra bílaog í því felst skoðun á eftirfarandi 10 atriðum (varahlutir ekki innifaldir í verði): * olía tekin af skiptingu % skipt um pakkningu á pönnu * ventlahús þrifiö * panna þrifin.skipt um síu * skiptikambur athugaður og stilltur * bremsuband stillt * nýr vökvi settur ó skiptingu * stjórnbarkar og tengi stillt * vakúmskipting athuguð * bifreiðinni reynsluekið Allt þetta færðu fyrir kr. 2488 Þetta er tilboð okkar! BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA-9 SÍMI 687300 p r GM ÞJONUSTA Laugardagur 25. janúar 1986 Laugardagur 25. janúar 1986 ÍÞRÓTTiR llllllllllll Verður Bryan Robson með? Hvað gerist ef hann verður méð? Robson er fæddur í Sunderland. Hann er ágætur. Mót í frjálsum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram dag- ana 8. og 9. febrúar næstkomandi. Keppni hefst kl. 10 laugardaginn 8. og verður síðan framhaldið í Bald- urshaga kl. 14. Þátttökutilkynningar þufa að hafa borist skrifstofu FRÍ, á þar til gerðum skráningarspjöldum, í síðasta lagi miðvikudaginn 5. febrúar. Þátttöku- gjald er kr. 200.- á grein. Keppni í stangarstökki fer fram sunnudaginn 16. febrúar í KR- heimilinu við Frostaskjól. Heimsbikarkeppnin á skíðum: - Það er álit upphafsmanns keppninnar - Verður einungis keppt í svigi og bruni næstu árin ? Serge Lang, sá sem fann upp og skipuleggur heimsbikarkeppnina á skíðum, hefur mælst til þess að veru- legar breytingar verði gerðar á keppninni. Lang vill færri mót, færri keppendur og að verðlaunafé verði í fyrsta sinn úthlutað sigurvegurun- um. Lang sem er forseti heimsbikar- nefndarinnar, leggur til að verð- launaféð verði greitt út í lok tíma- bilsins til þeirra sem stigahæstir eru, en ekki í lok hvers móts. íþróttir helgarinnar Frekar rólegt er á vígstöðv- um íþróttanna um helgina. Tveir úrvalsdeildarleikir í körfu eru þó á dagskrá. Fyrri leikurinn er í Keflavík í dag þar sem heimamenn taka á móti ÍR-ingum kl. 14.00. Á morgun keppa svo Reykja- víkurliðin KR og Valur í Ilagaskóla og hefst viður- eignin kl. 20.00. Þórsarar frá Akurcyri heimsækja höfuðstaðinn og leika tvisvar í 1. deildar- kcppninni í körfu. I dag leika þeir gegn ÍS í Hagaskóla kl. 14.00 og á morgun mæta þeir nýkrýndum íslandsmeistur- um Fram í Hagaskóla kl. 14.00. í 1. deild kvenna keppa Keflavík og ÍR í Keflavík kl. 15.30 í dag. Fimleikar: Bikarmeistaramót FSÍ hefst í dag kl. 14.30 í Laugar- dalshöllinni og verður frani- haldið á morgun kl. 13.30. Skíði: Stórsvigsmót Ármanns fer fram um hclgina í Bláfjöllum. Þar er keppt i karla- og kvennaflokki. Stefán efstur Stefán Konráðsson úr Stjörnunni er enn efstur að stigum í punkta- keppni Borðtennissambands íslands en heldur hefur munurinn minnkað milli hans ogTómasar Guðjónssonar KR-ings. Þessir tveir hafa yfirburð- arforskot enda lang snjöllustu borð- tennismenn landsins. Stefán hefur hlotið 99 punkta það sem af er og Tómas er með 84 punkta. Næstir eru Kristján Jónas- son úr Víkingi og Kristinn Emilsson KR-ingur. Báðir hafa hlotið 23 punkta. Albrecht Ehmann, Stjörn- unni, er svo fimmti með 15 punkta. Hann er einnig á því að, í stað þess að halda 71 mót á tímabilinu eins og nú er, ætti heimsbikarkeppnin að einskorðast við 24 mót sem haldin yrðu um helgar. Á þessu tímabili hefur nú þegar þurft að fresta eða færa til hátt í tuttugu mót, eða rúmlega helming- inn af keppnunum. Ástæðan? Jú. annað hvort er snjórinn of lítill elleg- ar veðrið of slæmt - hlutir sem ís- lendingar kannast vel við. „Heimshikarkeppnin er ofhlaðin og eitthvað verður að gera til að auka áhugann fyrir henni,“ segir Lang og bendir á að færri mót og takmörkun keppenda við töluna 60 muni auka áhugann hjá sjónvarpsstöðvum og þar af leiðandi hjá styrktaraðilum keppninnar. „Skíðasambönd allra landa eru samþykk þessum breytingum og þetta má gera á fimm mínútum. Vandinn er hins vegar sá að ekkert skíðasamband vill minnka við sína eigin dagskrá," segir Lang. Þar stendur hnífurinn í kúnni að áliti Langs. Aðrar leiðir hafa verið ræddar sem gætu reynst auðveldari í framkvæmd. Má nefna tillögu um að liafa hvorki stórsvig né risasvig á dagskrá hcimsbikarkeppninnar, en keppt er í risasvigi í fyrsta sinn á þessu tímabili og gefur það stig í keppninni. Lang er sammála þessum leiðum því þá er, að hans sögn, hægt að ein- beita sér betur að þeim greinum sem koma betur út í sjónvarpi og njóta meiri hylli þ.e. bruni og svigi. Heimsbikarkeppninni var hleypt af stokkunum árið 1966 og er því tímabilið nú það tuttugusta í röð- inni. Á þessum tíma hefur keppnin þróast upp í nokkurs konar „skrímsli" sem allir eru sammála um að þurfi að minnka eigi kcppnin að halda vinsældum sínum meðal al- mennings, og ekki síður, eigi hún að laða að sér sjónvarpið og styrktar- áðila. McEnroe f er í f rí Tenniskappinn John McEnroe, sem sleginn var út úr Masters-keppn- inni í tennis í fyrstu umferð um dag- inn hefur ákveðið að taka sér frí frá tennisleik um nokkurn tíma. Ástæð- una segir hann vera til að komast í gott líkamlegt og ekki síst andlegt ástand. Hann mun þó taka þátt í nokkrum sýningarleikjum sem hann hefur þegar skrifað undir samninga um í janúar og febrúar. Erika Hess og annað skíðafólk gæti þurft að láta sér nægja að keppa í eins og 24 mótum á keppnistímabilinu ef tillögur Lang ná fram að ganga Enska knattspyrnan: Sigrar Sunderland? Fyrir tíu árum stjórnaði Lawrie McMenemy liði Southampton til sigurs gegn Man.Utd í úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar og voru það mjög svo óvænt úrslit þar sem Southampton var á þessum tíma frekar óþekkt 2. deildarlið. McMenemy er nú snúinn aftur upp til norð- austur Englands þar sem hann ólst upp. Þar stjórnar hann liði Sunderland en einmitt í dag tekur þetta fornfræga félag á móti stórliðinu Man.Utd á sjálfum Roker Park leikvellinum í Sunderland. Hinir tryggu og fjölnrennu stuðningsmenn Sunderland vonast nú eftir að McMenemy leiði lið þeirra til sigurs gegn Manchesterliðinu líkt oghann gerði með Southampton fyrir tíu árum. Það gæti hins vegar orðið erfitt. Sunderland er nefnilega fyrir neðan miðju 2. deildar um þessar mundir og leikur ekki sannfærandi knatt- spyrnu. Ekki bætir úr skák að fimm aðalleik- menn liðsins eru meiddir. Þessir eru David Hodgson, sem áður lék með Liverpool, Gary Bennet, Eric Gates, sem fór upp eftir til Sund- erland frá Ipswich, Howard Gayleogfyrirliðinn Shauri Elliot. Aðalvandamál Ron Atkinson fram- kvæmdastjóra Man. Utd snýst einnig um meiðsli. Hann verður að ákveða hvort Bryan Robson fyrirliði enska landsliðsins, verði í byrj- unarliði ellegar ei í dag. Robson hefur verið meiddur nær allt keppnistímabilið en kom heill út úr leik með varaliði Man. Utd. gegn Barnsley á miðvikudagskvöldið. Líklegt þykir að Atkin- son hafi hann á varamannabekknum í dag. Chelsea mætir Liverpool á morgun og er þetta stórleikurinn í fjórðu umferð bikarsins. Leiknum verður sjónvarpað um allt Bretland. Altrincham, eina utandeildarliðið sem eftir er í slagnum, leikur gegn liði Jórvíkurborgar og á möguleika á að koma enn einu sinni á óvart. Hins vegar er eins gott fyrir Peter Shreeve framkvæmdastjóra Tottenham að ekkert komi á óvart þegar lið hans leikurgegn 3. deildarliðinu Notts County. Verði tap uppá teningnum fær Shreeve sjálfsagt að fjúka. Mæðir á Stefáni - Hann er leikreyndastur landsliðsfólksins í borðtennis íslenska landsliðið í borðtennis heldur utan nú um helgina til þátt- töku í Evrópukeppni landsliða í C- riðli. Steen Kyst Hansen landsliðs- þjálfari hefur valið eftirtalda kepp- endur tjl fararinnar: Stefán Konráðs., Stjornunni 57 landsl. Kristján Jónasson, Víkingi 9 landsl. Hilmar Konráðsson, Víkingt 27 landsl. Sigrún Bjarnadóttir, UMSB 7 landsl. Gunnar Valsson fslandsmeistari í unglingaflokki fer einnig með liðinu en Gunnar leikur með Stjörnunni. í riðli með fslendingum eru Malta, Jersey, Guernsey, San Marino, Portúgal ogeyjan Mön. íslenska lið- ið stóð sig mjög vel í heimsmeistara- keppninni í borðtennis s.l. vor, þar sem það lyfti sér upp um 12 sæti, en vara verður við of mikilli bjartsýni á þessu móti því fyrirkomulagið er allt annað. Mikið mun sjálfsagt mæða á okkar leikreyndasta manni Stefáni Kon- ráðssyni sem leika mun alla einliða- leikina og einnig tvíliða- og tvenndarleik. Hann ætti þó að geta staðið sig vel enda átt bestu gengi ís- lenska borðtennismanna að fagna á mótum erlendis í gegnum tíðina. Það veikir óneitanlega nokkuð lið- ið að Tómas Guðjónsson kemst ekki með í ferðina en hann fékk sig ekki lausan úr vinnu. Er allt á útopnu? - Framhaldsskólanemar áhugasamir í íþróttunum í dag halda Iþróttasamtök mennta- og fjölbrautaskóla á íslandi (í.m.f.f.) borðtennismót í Fossvogs- skóla og stendur það yfir frá kl. 10- 17. Mótið er einungis opið aðildar- skólum í.m.f.í. sem eru samtals 17. Búast má við spennandi ogskemmti- legri keppni því þarna verða saman- komnir flestir efnilegustu borð- tennisspilarar landsins. Keppt verð- ur í karla og kvenna flokki og er um riðlakeppni að ræða. íþróttanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti mun hafa umsjón með mótinu. í.m.f.í. voru stofnuð á síðasta ári og er markmið þeirra að auka og efla íþróttaiðkun í framhaldsskólum og einnig auka samstarf þeirra á milli. Aðildarskólar samtakanna skipta mcð sér verkefnum, scm eru hin ýmsu íþróttamót ásamt blaðaútgáfu o.fl. Borðtcnnismótið á laugardaginn er fyrsta mótið af fjölmörgum sem (yrirhuguðeru í vetur. Fyrirhugaðer að halda handboltamót, fótbólta- mót, körfuboltamót, skíöamót, badmintonmót, bridgemót og blakmót. Það er því augljóst að sam- tök þessi eru gífurleg lyftistöng fyrir íþróttalíf í framhaldsskólum og er vonandi aö þau veröi sem langlífust. Kópavogshlaup Hið árlega Kópavogshlaup verdur hád í 13. sinn í dag kl. 14.00. Hlaupið verdur frá Vallar- gerðisvelli og eru kílómetarnir sex alls i karlaflokki en 3,5 í kvenna- flokki og drengjaflokki. Verðlaun verda veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum og auk þess fá sigurvegarnir farandgrip til varögveislu i eitt ár. Gripina gefur Sparisjóður Kópavogs. öllum er heimil þátttaka og fer skráning fram á stadnum frá kl. 13.00. Bandaríska karfan Á fimmtudagskvöld fóru fram nokkrir leikir í NBA-körfuboltanum bandariska. Bullets sigruðu Suns 114-112 Rockets unnu Kings 124- 107, Jazz töpudu fyrir Nets 105-106 og Supersonics lágu fyrir TraU Blaz- ers 107:117.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.