Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 8
Meira rokk í ■ r sjonvarpinu Poppkornið vikulega 8 Tíminn Laugardagur 25. janúar 1986 Fergal Sharkey Margir urðu hissa þegar Fergal Sharkey sagði skilið við hljómsveitina Undertones, eftir að hafa staðið í framlínu hljómsveitar- innar í fimm ár. En sólóferillinn heillaði og nú hefur hann uppskorið árangur mikillar vinnu. Allir þekkja „A Good Heart“ og nú er það „You Little Thief“ sem ætlar að verða fullt eins vinsælt og hið fyrrnefnda. Vídeóið sem gert var við „A Good Heart“ þótti hið ágætasta og ekki er það síðra sem fylgir „You Little Thief“. Sharkey hefur sjálfur lært töluvert í gerð vídeómynda og segist hafa hönd í bagga við gerð myndanna. Sviðsetningin og lýsingin er í stórum dráttum hans hugmyndir og þar er ekkert til sparað, eins og sést á myndinni hér við hliðina. Hægri hönd Sharkeys við gerð plötunnar „A Good Heart“ var Davc Stewart, annar helmingur Eurythmics. Fergal var búinn að leita víða að pródúser fyrir plötuna og margir höföu áhuga, en áhuginn beindist fyrst og fremst að þeim peningum sem þeir gátu grætt á honum, segir Sharkey. Hann sagði að Dave hefði viljað vinna með hon- um og gera sanna Sharkey plötu, án Euryt- hmics áhrifa. Dave er það þckktur að hann gat gert plötuna án þess að harnpa sjálfum sér og Sharkey sló til. Reyndar segir hann að plötuna hefði hann aldrei getað gert án hjálpar Daves. Þeir félagarnir hittust fyrst við eilítið undarlegar kringumstæður. Fergal var staddur á hóteli í Liverpool árið 1978. Þarsá hann tígulega konu ganga út úr lyftu og reyndist sú vera Annie Lennox. A hæla henni kom geðveikislegur náungi með gítar í fanginu. Hann gekk til Sharkeys og sagði: „Hey, þú ert Fergal Sharkey, hvernig lýst þér á þetta?“ og með það sama lék hann lag- stúf sem þau skötuhjúin höfðu nýlokið við að semja. Fergal óskaði þess að mennirnir í hvítu sloppunum kæmu með spennitreyj- una og leiddu þennan mann í burtu. Þannig hófust kynni sem leiddu af sér ein- hverja athyglisveröustu hljómplötu ársins 1985. Skonrokk kemur til með að hcita Poppkornið og nýr umsjónarmað- ur birtist væntanlcga á skjánum um næstu helgi. Þetta kom fram í samtali Popp- síðunnar viö Hrafn Gunnlaugsson fyrir skömmu. Hann sagði að ætl- unin væri að sýna Poppkorn viku- lega og leggja meiri áherslu á inn- lent efni en gert var í Skonrokki, þó uppistaðan væri samt sem áður er- lendar vídeómyndir. Ætlunin er að ieggja meiri áherslu á kynningar myndbandanna og auka fjölbreytni til muna. En það verður meira rokk. Nú þegar hefur verið sýndur einn þátt- ur í nýrri röð sem heitir „Rokkarnir geta ekki þagnað" og verður sá þáttur hálfsmánaðarlega og áhersla lögð á að hljómsveitirnar sem þar koma fram syngi á íslensku. Á móti þeim þætti verður sýndur nýr unglingamyndaflokkur um áhuga- mál unglinga, sem mun heita „Unglingurinn í frumskóginum." Og enn er það ineira rokk. Hrafn Gunnlaugsson sagði það sinn draum að fá endursýningatíma ein- hvern eftirmiðdaginn til að sýna það unglingaefni gamalt sem sjón- varpið ætti. í því sambandi nefndi hann þættina „Rokkveita Ríkisins" sem Egill Eðvarðsson gerði á árun- um 1977-79. Þeir þættir eru núna athyglisverð heimild um íslenska poppsögu. Þá höfum við það, allavega 3 unglingaþættir í viku. Ársel — Aid Afríkutónleikar 22. febrúar Félagsmiðstöðin Ársel og Hjálp- arstofnun Kirkjunnar standa fyrir styrktartónleikum þann 22. febrú- ar næstkomandi. Allur ágóði tón- leikanna rennur í Afríkusöfnunina og bætist við þann digra sjóð sem liggur eftir hljómplötuna „Hjálp- um þeim“. Enn hefur ekkert verið ákveðið hvaða hljómsveitir muni troða upp á tónleikunum, cn gefa á sem flest- um hljómsveitum tækifæri til að spila og öðlast um leið tónleika- reynslu. Þær hljómsveitir sem áhuga hafa á þátttöku cru beðnar að hafa samband við Ársel, í síma 78944, á þriðjudögum og fimmtu- dögum milli klukkan 5 og 7. Poppsíða Tímans hvetur allar hljómsveitir, ungar sent gamlar til að leggja málstaðnum lið og svo er þetta kjörið tækifæri til að koma sér og sínum lögum á framfæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.