Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. janúar 1986 Tíminn 19 Kristinn Snæland: Villandi fyrirsögn Blaðamenn á Tímanum virðast jafn fávísir um þá bílstjóradeilu sem uppi er í Reykjavík og blaðamenn á DV og Morgunblaðinu. Að minnsta kosti veður sama vill- an uppi á öllum blöðunum, eða sú að fjalla um deiluna sem deilu milli leigubílstjóra og/eða deilu milli leigubílstjóra í Reykjavík og leigu- bílstjóra hjá Steindóri. Fyrst skal upplýst að frá Bifreiða- stöð Steindórs er aðeins ein leigu- bifreið starfrækt nú. Leigubílstjórar borgarinnar eiga ekkert sérstakt sök- ótt við þann mann sem þeim bíl ekur, annað en að hann stendur að sínu leyti fyrir ólöglegum fólksflutn- ingum sendibíla frá Sendibílum h.f.. f öðru lagi skal upplýst að sú deila sem í gangi er, er deila milli löglegra leigubílstjóra í borginni og hinsvegar sendibílstjóra frá aðeins einni sendi- bílastöð borgarinnar, Sendibílum h.f. sem gera út frá Steindórsplani við Hafnarstræti. Bílstjórar frá þeirri stöð stunda fólksflutninga á sendibíl- um sínum í blóra við hinn eina lög- lega leigubíl sem gerður er út frá Bifreiðastöð Steindórs. Fólksflutn- ingar með sendibílum frá Sendibíl- um h.f. á Steindórsplani eru ólögleg- ir og gegn þeim ólöglegu fólksflutn- ingum hafa leigubílstjórar borgar- innar beitt sér. Fyrirsögn Tímans, við frétt blaðs- ins þann 14. janúar sl., „Leigubfla- stríð blossar upp á ný“ er þannig bæði fávísleg og heimskuleg, en auk þess til þess fallin að villa um fyrir lesendum, telja þeim trú um að um- rædd deiia sé milli löglegra leigubíl- stjóra í borginni. Deilan er milli lög- legra leigubílstjóra í borginni og sendibílstjóra hjá Sendibílum h.f. sem kjósa að standa í ólöglegum fólksflutningum. Þetta þurfa Reyk- víkingar, almennt,að gera sér grein fyrir, en ekki síst þeir blaðamenn sem um málið fjalla. Athugasemd Frá Lyfjaeftirliti ríkisins, vegna skrifa íTímanum, sunnudaginn 19. janúar 1986, um lyf gegn offitu. í greininni segir frá megrunar- lyfi, sem kallað er „Minus kalor- ier“. Er þess getið, að lyfið fáist í ýmsum löndum Evrópu og selt í apótekum, matvöruverslunum og stórmörkuðum t.d. í Danmörku. Er síðan látið að því liggja, að fólk geti pantað og fengið sent þetta lyf. Lyfjaeftirlitið vekur athygli á, að slíkur innflutningur er óheimill. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 76/ 1982 um lyfjadreifingu, er einungis þeim, sem fengið hafa til þess leyfi heilbrigðismálaráðherra, heimill innflutningur Iyfja. Slík leyfi er aðeins hægt að veita fyrirtækjum að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Sendingar lyfja til áðila án slíks leyfis verða stöðvaðar og lyfjunum eytt eða þau endursend. Sömu ákvæði gilda um hin svo- kölluðu náttúrulyf, með eða án vítamína og steinefna, sbr. reglu- gerð nr. 579/1980. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS - Helgartónleikar 1. febrúar Laugardaginn 1. febrúar kl. 14.30 í Háskólabíói Stj. Jean-Pierre Jacquillat Einl. James Barbagallo, píanó Liszt: Ungversk rapsódía nr. 2 Smetana: Moldá, tónaflóð Copland: „El salon Mexico“ Gershwin: Rhapsody in blue Stravinsky: Sirkus polki Fjölbreytt og skemmtileg tónlist sem flestir þekkja Miðasala í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni Mjólk fyrir alla eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Fáar ef nokkrar algengar fæðutegundir eru eins góðar uppsprettur fýrir bætiefni og mjólk. Hún er í flokki örfárra alhliða næringarefnagjafa, og yfirburðafæða t.d. fyrir bein, tennur, húð, hár og taugakerfi. Börn og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat eftir því sem smekkur þeirra býður. Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni mjólkurmat, raunar við magra fæðu yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammtur á dag ævilangt. Mundu að hugtakið mjólk nær yfir léttrnjólk, undanrennu og nýmjólk. MJÓLKURDAGSNEFND Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna. Látum mjólkina vinnameðokkur i erii dagsins Valgeir Cuðjónsson er vinnuhestur. Hann er menntaður félagsráðgýafi, hefurfengistvið bókaútgáfu, kvikmyndgerð.gerð útvarps- og sjónvarpsþátta, kennslu, unnið vð leikhús og á tónlistarsviðinu hefur hann samið, leikið og sungið, einkum með Spilvertci þjóðanna og Stuðmönnum, mörg skemmtilegustu og vinsælustu dægurlög síðustu ára, tekið þátt í gerð ótal hljómplatna og komið fram á tónleikum og dansleikium í hundruða og þúsunda tali. Og er þá ekki allt talið. Starfsorka, bjartsýni og úthald kemur ekki af sjálfu sér. Til þess að geta stundað skapandi og erfiða vinnu undir álagi þarftu að borða holla og góða fæðu. Þetta veit Valgeir Guðjónsson. Enda drekkur hann mjólk. Mjólk er full af bætiefnum. Hún er ómissandi liður í daglegri fæðu okkar allra!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.