Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. janúar. 1986 ÚTLÖND Eþíópía: Leiðir gjafaþreyta til hungurdauða? Addis Ababa-Rcutcr Háttsettur eþíópískur ent- bættismaður segir liættu á því að mörg hundruð þúsund manns svelti til bana vegna þess að er- lendar hjálparstofnanir séu orðn- ar þreyttar á að senda stöðugt meiri matvæli. Kínverjar stefna að því að tvö- falda bjórframleiðslu á næstu fimm árum en þeir hafa nú þegar sjöfaldað hana frá því árið 1978. Kínverska fréttastofan, Nýja Kfna, hefur eftir embættismanni hjá léttiðnaðarráðuneyti Kína að stefnt sé að því að framleiða að minnsta kosti sex milljarða lítra af bjór í Kína árið 1991 sem gerir 5,5 lítra á hvert mannsbarn í Kfna. Þrátt fyrir gífurlega aukningu á bjórframleiðslunni undanfarin ár hefur mikil bjórþurrð orðið á hverju sumri þar sem stöðugt fleiri Kínverj- ar nota bjór til að slökkva þorsta Taye Gurmu, sem er aðstoðar- ráðherra í hjálpar- og endurreisn- arráðuneyti Eþíópíu, sagði á fundi fulltrúa hjálparstofnana, sem haldinn var í Addis Ababa fyrr í þessari viku. að á undan- förnum mánuðum hefði ekki bor- sinn. Bjórinnerþannig að takaviðaf hinu hefðbundna hrísgrjónabrenni- víni sem vinsælasta áfengistegundin í Kína. Hrísgrjónabrennivín er mjög sterkt og er það oft um sextíu prósent vínandi og hafa kínversk stjórnvöld frekar viljað beina áfeng- isneyslu ungmenna til brjórdrykkju en þambs á hrísgrjónabrennivíni. Kínverjar hafa gripið til þess ráðs að flytja bjórverksmiðjur í heilu lagi frá ýmsum löndum, þ.á.m. frá Vest- ur-Þýskalandi, Austur-Þýskalandi, Japan, Póllandi og Rúmeníu til að reyna að anna eftirspurninni. ist nema brot af þeint matvælum sem Eþíópíumenn þörfnuðust. Fyrir fjórum mánuðum fór Eþíópíustjórn fram á 1.2 milljón tonn af matvælum í aðstoð handa á að giska 5,8 milljónum fórnar- lamba hungursneyðarinnar. Síð- an hafa ekki borist nema 51.000 tonn. Gurmu segir augljóst að margir ntuni deyja tljótlega úr hungri nema meira af matvælum berist lil að leysa úr þeirri neyð sem nú væri fyrir hendi. Michael Priestly, yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðuþjóð- anna í Eþíópíu, segir nauðsynlegt að hjálparstofnanir og ríki, sem hefðu lofað aðstoð, stæðu sem fyrst við loforð sín unt matvæla- sendingar sem yrðu að berast til Eþíópíu áður en rigningar hæfust í maí. Hann sagði að annars myndi aftur skapast neyðar- ástand þar sem ekki yrði hægt að koma matvælum til þeirra svæða þar sem hungrið er mest. Priestly benti á að um 400.000 flóttamenn sem þegar væru komnir aftur til Eþíópíu frá Súd- an eða væru væntanlegir, myndu auka enn þörfina fyrir matargjaf- ir. Hann sagði að á þessu ári mætti búast við því að sex til sjö milljón- ir manna þyrftu á matvælaaðstoð að halda í Eþíópíu. Kínverjar falla fyrir bjórnum Peking-Reuter Tíminn 5 Zimbabwemenn iðnir í iðnaði Hararc-Kcutcr Iðnaðarframleiðslan í Zimbabwe jókst um 14% fyrstu níu mánuði seinasta árs samanborið við sama tíma árið áður samkvæmt opinber- um upplýsingum og hefur iðnaðar- framleiðslan aldrei áður aukist jafn- ört í Zimbabwe. Þessi mikli uppgangur í iðnaði batt enda á þriggja ára iðnaðarkreppu og samdrátt. Hagfræðingar segja að þótt aukningin hafi ekki verið eins mikil síðustu þrjá mánuðina megi bú- ast við að iðnaðarframleiðslan hafi aukist um tíu prósent allt árið í fyrra. Aðalaukningin var í vefnaðar- framleiðslu en einnig var umtalsverð aukning í málmiðnaði og áfengis- og tóbaksframleiðslan jókst um 13,9%. Mugabe forsætisráðherra Zimb- abwe hefur ástæðu til að vera ánægð- ur með seinasta ár. Hann styrkti mjög stjórnmálastöðu sína í þing- kosningum þar sem flokkur hans fékk yfirgnæfandi meirihluta allra þingsæta og efnahagur ríkisins var með miklum blóma. Alfonsin Argentínuforseti lætur sér fátt um finnast þótt verkalýðsfé- lag fari í allsherjarverkfall gegn stefnu hans. Allsherjar- verkfall í Argentínu Buenos Aires-Reuter Allt atvinnulíf í Argentínu lamað- ist í gær í fjórða allsherjarverkfalli argentískrar verkalýðshreyfingar frá því að lýðræði var endurreist í rík- inu. Verkfallið, sem stóð í einn sól- arhring var boðað til að mótmæla að- haldsaðgerðum stjórnvalda sem hafa gripið til mjög strangra efnahagsað- gerða til að reyna að standa við skuldbindingar um afborganir af þeim fimmtíu milljörðum dollara sem Argentínumenn skulda erlend- is. Raul Alfonsin segist ekki munu slaka á aðhaldsstefnu sinni þrátt fyrir verkfallið. Aðhaldsaðgerðir stjórn- arinnar hafa þegar leitt til mikillar minnkunar verðbólgunnar sem fór upp í 1.100% á ársgrundvelli í júní á seinasta ári. Nú er verðbölgan sögð komin niður fyrir fimmtíú prósent. Gleymum þeim ekki Munið eftir Kópavogsheimilinu. Tékkareikningur 979 í Landsbanka Islands Breiðholtsútibúi. Móttaka í öllum bönkum og spari- sjóðum landsins. Takmarkið er: Fullkomið bruna- varnakerfi í Kópavogshæli. Kiwanishreyfingin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.