Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. janúar 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR ÍIIIIIIIÍIÍiIIIhIIIIIIIIiIIIIííIIÍIISIII IIIHIlllHllllllill IIIIIUIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga: Þriðja stjórnsýslustigið áhrifa ríkasta valddreif ingin Hugmyndir manna um tvö stjórnsýslustig, þ.e. ríki ogsveitar- félög, fá ekki staðist. Sveitarfélög eru flest öll vanhæf til að fást við aukin verkefni. Hin pólitísku öfl eru ekki tilbúin að afhenda forræði sitt til sveitarstjórna og samtaka þeirra. Stækkun sveitarfélaga er dautt mál um sinn. Séu þau mál skoðuð af raunsæi er ljóst að sú stækkun sem er nauðsynleg, til að sveitarfélög geti tekið að sér aukin verkefni sveitarfélaga, er það djarftæk að hæpið er að ráðast í hana. Verkefnasamstarf sveitarfé- laganna er víðast hvar bundið við þuu verkefni ein, sem löggjafinn krefst að sveitarfélögin annist í eins konar samstarfi. Ekki ber á vax- andi tilhneigingu meðal sveitarfé- laganna á auknum samrekstri, t.d. á vegum samtaka sveitarfélaga. Sveitarstjórnir eru heimavald af- markaðs svæðis og gætir hagsmuna íbúa þess. Þetta skapar vissa nær- sýni um meðferð mála. Þetta kem- ur greinilega fram í því að sveitarfé- lög vilja ógjarnan framselja valds- meðferð til samtaka sinna. Þetta kernur fram í starfi landshlutasam- takanna. Þeim er ætlað varðstöðu- hlutverk gagnvart ríkisvaldinu, en máttur þeirra ekki virkjaður til að fást við verkefni sveitarfélaga. Sveitarstjórnarkerfið er ekki reiðubúið til að efla samstarfsein- ingar, sem komi í stað stækkunar sveitarfélaga eða að það veiti sam- tökum si'num aukið forræði t.d. um verkefni sem koma frá rikinu. Meðan sveitarfélögin sýna ekki lit á því að aðhæfa sig þessum hug- myndum er ekki að vænta pólitísks frumkvæðis stjórnmálaflokka um það efni. Ermillistjórnstig nauðynlegt? Sú skoðun á vafalaust fylgi, að íslendingar séu fámenn þjóð, enda ekki fjölmennari en lítil fylki í Nor- egi og því sé óeölilegt að skipta landinu upp í landshlutaumdæmi. Á móti vegur að hin þjóðhagslega nauðsyn á að efla búsetuna í sam- ræmi við framleiðsluhagsmuni þjóðarbúsins, sem eru dreifðir um landið. Þetta verður ekki gert nema með stjórnarfarslegum að- gerðum í stjórnsýslukerfinu. Samhliða heimastjórn á íslandi 1904, var stigið örlagaríkt sport til að auka miðstýringu, með því að leggja niður ömtin. Það hafa ekki verið til hér á landi nógu stórar stjórnsýslueiningar, til raunhæfðr- ar valdatilfærslu. Skipting landsins í sýslur og kaupstaði og sem kjör- dæmi til alþingiskosninga, átti þátt í þessari þróun. Kosningalaga- breytingin 1969, sleit endanlega á þessi tengsl. Flestar sýslurnar hafa ætíð verið of smáar einingar til að taka við veigameiri verkcfnum frá ríkisvaldinu og hafa aðeins fengist við umfangsminni verkefni heima fyrir. Æ fleiri sveitarfélög kusu sér kaupstaðarréttindi. í stað þess að leita eftir verkefnum, var sóst eftir að koma verkefnum ásamt fjár- hagslegum skuldbindingum yfir á ríkið. Nú eru uppi hugmyndir um vald- dreifingu í þjóðfélaginu. Við af- greiðslu síðustu kosningalaga- breytingu, var þessu heitið af for- mönnum stjórnmálaflokkanna. Nú er komið að skuldadögum. Menn spyrja hvort það sé eðli- legt að ríkisvaldið fáist við málefni, sem eru í eðli sínu verkefni heima- manna og hagkvæmara er að ann- ast úti í byggðunum. Sú spurning vaknar hvort fela eigi nýju stjórn- valdi umsjón þessara verkefna frekar en að koma upp útibúum þeirra vegna um landið. Munur þessara leiða er sá, að heimastjórn- vald sem sækir umboð sitt til kjós- enda viðkomandi svæðis, ber beina pólitíska ábyrgð gagnvart heima- mönnum, en stjórnendur útibúa eingöngu háðir boði og banni mið- stýringarkerfisins. Kjarninn er sá, að millistigið er valddreifing, en útibúaleiðin er nánast tilfærsla inn- an óbreytts Valdakerfis. Auknirtekjustofnar Eg tel að sveitarfélögum, sem ég þekki til, sé vel stjórnað og þar liggi ekki vandinn. Sveitarstjórnarkostn- aður er í lágmarki. En hreppana vantar aukna tekjustofna eða af þeim sé létt einhverjum gjöldum. Má t.d. geta þess, að Jöfnunar- sjóðsféð dugði áður fyrr fyrir fram- lögum til sýslusamlaga ogoftast var ' einhver afgangur, en nú dugar það ekki lengur. Þá má geta þess til dæmis, hversu skilningur sumra alþingismanna er lítill á skyldum og málefnum sveit- arfélaga, að þeir hafa látið sérdetta í hug að fella niður fasteignaskatt af sumarbústöðum þrátt fyrir ýms- ar veigamiklar skyldur sveitarfé- laganna við þá. Og enn er í lögunt undanþága orlofsheimila „verka- lýðsfélaganna14 á greiðslu fast- eignaskatts, enda heilagar kýr á Al- þingi. Fallegur en f jarlægur draumur Það, að koma á fylkjaskipan og færa þannig valdið heint, held ég að ekki myndi leysa vandann. Ég sé ekki hvernig afla ætti fylkjunum ör- ugga tekjustofna, sem Alþingi væri ekki að hringla í. Eins og er eru % tekna ríkissjóðs óbeinir skattar, söluskattur og tollar. Beinir skattar eru hverfandi og stcfnt að því að lækka þá. Á þeim verður því ekki byggt. Bent skal á, að mest allur innflutnignur landsbyggðarinnar fer í gegn um Reykjavik og þar koma tollarnir. Þá sækja lands- byggðarmenn verslun að hluta til Reykjavíkur, svo sem bíla-og véla- kaup - og ýmiskonar þjónustu - og þar kemur söluskatturinn. Hætt er við að hlutur landsbyggðarinnar yrði því rýr, en tilvera fylkja hlýtur að byggjst á því, að þau hafi örugga tekjustofna, sem þau ráða yfir. Fer það þó eftir því einnig, hversu mik- ið af verkefnum ríkisins þau taka. Nýrpólitískurslagur Þá má benda á, að allar líkur benda til þess, að val fulltrúa á fylk- isþing yrði eftir hefðbundum pólit- ískum leiðum með átökum og flokkadráttum, sem við þekkjum svo vel. Þéttbýlisstaðirnir, þar sem fjölmennið er, myndu verða hið ráðandi afl en sveitirnar afskiptar. Væri þá komin upp sama staða inn- an héraðs og landsbyggðarinnar gagnvart Reykjavík. Þjónustan hefurverið færð heim Enn má benda á, og þakka, að komið hefur verið á móti óskum landsbyggðarinnar í þessum efnum. Vegagerð ríksins og Rarik hafa orðið útibú í öllum landsfjórðung- um. Þar eru skattstofur, fræðslu- skrifstofur og umboð tryggingarfé- laga - að ógleymdum öllum bönkunum. Að þessu leyti hefur þjónustan verið færð nær fólkinu - og þessu þarf að halda áfram. Bætt staða framleiðslu- atvinnuveganna Nei. vandi landsbyggðarinnar liggur ekki ; „kerfinu" heldur stjórn efnahagsmálanna í heild. Skapa þarf undirstöðuatvinnuveg- unum, sjávarútvegi og landbúnaði og því fólki, sem við úrvinnslu afurðanna vinnur, góð lífskjör — já betri en við Faxaflóa - svo einfalt er það. Höldum í forna arfleifð - en bætum um Sýsluskipanin er forn óg á rík ítök í hugum landsbyggðarfólks- ins. Sýslunefndirnar eru yfirvald sveitarstjórnanna og fara með sam- eiginleg mál þeirra í vissum efnum. Hin síðari ár hafa sýslunefndirn- ar dagað uppi og þær látið af hendi málaflokka. Önnur ástæða þess er, að þær hafa ekki aðra tekjustofna Grein þessi birtist í ritinu Skipulagsmál höfuð- borgarsvæðisins. Hún á erindi til fleiri en það rit lesa og gaf höfundur Tímanum leyfi til birt- ingar. en álögur á sveitarfélögin og hin, að sveitarfélag, sem fær kaupstað- arréttindi er þar með stjórnsýslu- lega farið úr sýslunni. Ég tel t.d að það hafi verið mikill skaði fyrir Árnesþing í heild, þegar Selfoss- kaupstaður og Árnessýsla skildu að skiptum. Breyta þarf sveitarstjórnar- lögunum þannig, að öll sveitarfélög hafi sömu réttarstöðu og vinni sam- an að málefnum héraðsins í heild á héraðsþingi. Fulltrúar á héraðs- þingi séu sveitarstjórnarmenn og sýslumenn ekki sjálfkrafa formenn héraðsnefnda. Þá þurfa héruðin að fá fasta tekjustofna og mætti hugsa sér að þau fengju hluta af söluskatti, sem fellur til í héraði. Með slíkri breyt- ingu mundu héraðsnefndir fá þau völd og virðingu, sem sýslunefndir höfðu áður. Landshlutasamtökin standi áfram Landshlutasamtökin eru ung að árum en hafa sannað tilverurétt sinn sem samstarfsvcttvangur og málskrafsþing til umræðna og stefnumótunar um hagsmunamál byggðanna. Hlutverk millistjórn- stigsins Á þriðja stjórnsýslustigið aðal- lega að fást við verkeíni sveitarfé- laga, þar sem þörf er á sameigin- legu átaki og varðstöðu gagnvart ríkisvaldi? Þannig má standa sam- eiginlega að verkefnum, þótt til- færsla nýrra verkefna eigi sér ckki stað frá ríkinu. í þesum hópi eru þeir sem vilja byggja umdæmi millistjórnstigs á úreltri sýsluskip- an og á þeirri þjónustusvæðaskip- an, scm hefur þróast á Suðvestur- landi. Þjónustusvæðin á Suðvestur- landi eru hvort um sig nægilega öfl- ug umdæmi, en öðru máli gcgnir um sýslurnar. Þær eru ekki nægilega. öflugar heildir. Það er því Ijóst, að lögsagnarumdæmin mynda ekki umdæmi millstjórnstigs á úreltri sýsluskipan og á þeirri þjónustu- svæðaskipan, sem hefur þróast á Suðvesturlandi. Þjónustusvæðin á Suðvestur- landi eru hvort um sig nægilega öfl- ug umdæmi, en öðru máli gegnir um sýslurnar. Þær eru ekki nægi- lega öflugar heildir. Það er því Ijóst, að lögsagnarumdæmin mynda ekki umdæmi millistjórn- stigs, frekar en þjónustusvæðin, umhverfis þéttbýliskjarnana. Hugsanlegt er að þjónustusvæðin verði byggðabandalög um sam- rekstur og samstarf sveitarfélaga, sem leysi sýslukerfið af hólmi. Millist jórnstigið verður að byggjast á umdæmaskipulagi, sent getur m.a. stuðst við svæðaskiptingu landshlutasamtakanna. Meginmál- ið er að þessi umdæmi mega ekki vera of fámenn og alls ekki mcð færri en 10.000 íbúa, til að standa undir verkefnum sínum. Umdæmin þurfa að mynda heild. í hverju umdærni sé for- ystustaður um stjórnsýsluþjón- ustu, bæði er varðar íbúafjölda og sökum legu staðarins í umdæminu. Skipting landsins í umdæmi milli- stigs verða að vera varanlcg. Hlut- verk millistjórnstigs er að yfirtaka llest þau verkefni sem á undanförn- um árum hafa færst frá sveitaríé- lögum yfir til ríkisins. Ennfrentur að standa að framkvæntd verkefna í stað ríkisins, sem leyst hafa vcrið að hluta til af sveitarfélögum eða í samvinnu við þau. Millistigið annist framkvæmd verkefna, sem eðlilegt er að starf- rækja á heimavettvangi, þótt þau nái til allrar þjóðarinnar, til að tryggja jafnræði í landinu. Eðlileg- ast er að millistiginu verði falin um- sjón og framkvæmd verkefna á vegum sveitarfélaga, sem ekki eru tök á að leysa á heimavettvangi eða eru þeim ofviða. Meginmarkmiðið er að færa valdsmeðferðina og verkefnin heirn í umdæmin frá rík- inu og til að fást við stærri verkefni, sem sveitarfélögin hafa ekki leyst á viðunandi liátt. Stjórnun millistjórnstigs Millistjórnstigið verður að sækja umboð sitt beint til kjósenda. Með þessum hætti hefur það nægilega sterkan bakgruntt til að taka endanlegar ákvarðanir á því vald- sviði, sem því er falið. Ekki verður hjá komist að í stjórnarskrá verði stjórnstigin skilgreind. Greina þarf valdsvið stjórnstiganna og um tekjuöflun þeirra í stærstu dráttum. Um önnur atriði þarf að kveða nánar á um í lögum. Hugmyndir eru um, að aðeins sveitarstjórnarmenn séu kjörgeng- ir til umdæmisþinga millistjórn- stigsins. Þessarhugmyndirstangast á við hefð um almennan framboðs- rétt og því hæpið að taka upp þessa reglu. Komið hafa fram þau sjón- armið að kjósa eigi til umdæmis- þinga í einu lagi, af framboðslistum. Þessi leið hefur tvo megingalla. Áhrif hinna pólitísku flokka gegn- um listakjörið verða mjög sterk. Kosningar þessar yrðu skoðaðar sem einskonar prófsteinn á fylgi flokkanna. Einnig er hætt við, að við uppstillingu íramboðslistanna gleymist hlutur hinna fámennari byggða. Hérer lagt til að umdæmin skiptist í kjörsvæði cftir sveitarfé- lögum eða þjónustusvæðum. Full- trúatalan veröi hreyfanleg og mið- ist við skiptingu á milli þéttbýlis og strjálbýlis, eftir líkum rcglum og gildi milli kjördæma Faxaflóa- svæðisins og landsbyggöarkjör- dæma um skiptingu þingsæta á Al- þingi. Til umdæmisþinga verði kos- ið samhljóða sveitarstjórnarkosn- ingum. Umdæmisþingin verði það fjölmenn, að á þingunum gcti kom- ið fram þau viðhorf, sem náð hafa rótum í umdæminu. Ætlað er að umdæmisþingin korni saman a.m.k. árlega. Á fyrsta fundi ný- kjörins umdæmisþings skal kjörin stjórn, sem fari mcð æðsta vald á milli þinga. Formaður verði kosinn sérstaklega. Álitamál er hvort kjósa á stjörnina fyrir allt kjörtíma- bilið, eða til tveggja ára í scnn. Sé formanni ætlað að verða mál- efnalegur oddviti umdæmisins, er eðlilegt að hann sé kosinn til fjög- urra ára. Telja verður þá skipan heppilegri, en að framkvæmda- stjóri sé pólitíkus, til að koma í veg fyrir festuleysi um stöðu fram- kvæmdastjóra. Ljóst er að auk stjórnarkjörs verða umdæmisþing- in að kjósa stjórnir verkefna- flokka. Vandinn er hvort yfirstjórn þessara málaflokka skuli heyra undir stjórn umdæmisins cingöngu eða undir umdæmisþinginu. Þetta er í raun og veru spurning um stcrka miðstjórn eða sjálfstæðar starfsstjórnir. Sú spurning hlýtur að vakna hvort reka eigi starfsemi á vegum umdæmisins undir einum hatti eða að rekstur málaflokka verði sjálfstæður eftir umfangi og aðstæðum. Hér verður að fara bil beggja og láta hagkvæntnissjón- armið ráða meiru, en cinfaldar meginlínur um stjórnun. Leiðintil valddreifingar Þriðja stjórnsýslustigið, verður að hafa sjálfstæða og óháða tekju- stofna til að fjármagna starfsemi sína. Aðstæður eru það ólíkar á ís- landi á milli umdæma, að þau standa ekki jafnfætis við að leysa fjárhagslegan vanda við rekstur • ýmissa verkefna, sem flutt yrðu til þriðja stjórnsýslustigsins. Það er því óhjákvæmilegt að áfram verði sum verkefni rekin fjárhagslega, með opinberum tilfærslum, m.a. til að tryggja sama þjónustustaðal í landinu. Þróun stjórnsýslu- umdæmanna verður mcð mismun- andi hætti eftir aðstæðum. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður, er hlutverk milli stjórnstigsins það sama, að færa valdameðferðina nær fólkinu. Valddreifing er pólistískt mál, sem ekki kemur að sjálfu sér, þrátt fyrir loforð formanna stjórnmálaflokk- anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.