Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18, lau. frá kl. 10-16 og sun. frá kl. 13-17 • Pelskápur • Rúskinnskápur • Ullarkápur • Leðurkápur • Úlpur • Ullarsjöl • Hanskar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518. Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Starfsfólk Feminin Fashion www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 l i i i Opið laugardag 10-22, sunnudag 10-12 KARLMAÐUR um tvítugt hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi, en hann var kærður fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku. Fyrir skömmu var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára gamalli stúlku, en því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Annar karlmaður, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, og kærður var fyrir hrottalega nauðgun í byrjun desember, hefur hins vegar hafið þriggja mánaða afplánun fyrir um- ferðarlagabrot, segir Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Að- spurður segir Hörður að ekki hafi lengur verið skilyrði til að halda fyrri manninum í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar málsins. Í lögum um meðferð opinberra mála eru nefnd ákveðin skilyrði sem verða að vera fyrir hendi til að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarð- hald, t.d. ef ætla má að sakborningurinn muni tor- velda rannsókn. Einnig er þar ákvæði þar sem segir að úr- skurða megi mann í gæsluvarðhald ef fyrir hendi er sterkur grunur um að hann hafi framið afbrot sem geti varðað við 10 ára fangelsi, sé brotið þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Sakborningar sem ákærðir eru fyrir manndráp, mjög alvarlegar líkamsmeiðingar eða stórfelld fíkniefnabrot eru yfirleitt úrskurðaðir í gæslu- varðhald þar til endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir á grundvelli síðastnefnda ákvæðisins. Í nauðgunarmálum er refsiramminn 16 ár, en það hefur ekki tíðkast að krefjast gæsluvarðhalds á meðan málið er til meðferðar. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir það helgast af orðalagi ákvæðisins, þar sem segir að fyrir hendi þurfi að vera „sterkur grun- ur“ um alvarlegt afbrot. Erfitt að sýna fram á „sterkan grun“ Sigríður segir sönnunarstöðuna í kynferðis- brotamálum yfirleitt erfiða, eins og sjá megi af því hversu lágt hlutfall rannsókna leiði til ákæru og sakfellingar. Því sé erfiðara að sýna fram á „sterkan grun“ fyrir dómi en í t.d. manndráps- máli. Það hafi oft verið reynt, en með misgóðum árangri. Atli Gíslason hrl. segir réttarvörslukerfið sýna eðli kynferðisbrota og afleiðingum þeirra alvar- legt skilningsleysi. Full ástæða sé til þess að láta reyna á lagaákvæði um gæsluvarðhald á grund- velli almennahagsmuna. „Andlegar afleiðingar svona glæpa eru svaka- legar. Flestir þolendur nauðgana ná sér ekki ævi- langt. Sem betur fer geta mjög margir náð bata eftir líkamsárás, en andlegu sárin gróa seint eða alls ekki,“ segir Atli. Dæmdur nauðgari látinn laus úr gæsluvarðhaldi Í HNOTSKURN »Tveir menn sem báðir höfðu hlotið dómí héraðsdómi fyrir nauðgun voru nýlega ákærðir á nýjan leik fyrir nauðgun, vegna tveggja aðskildra tilvika, áður en endanleg niðurstaða Hæstaréttar var fengin. »Annar mannanna hefur nú verið látinnlaus úr gæsluvarðhaldi. Hinn hóf af- plánun vegna umferðarlagabrots sem hann átti ólokið í beinu framhaldi af gæslu- varðhaldi sem hann var dæmdur í vegna rannsóknar á nauðgunarmálinu. TEKJUR sveitarfélaga og ríkisins á mann hækkuðu um 42–45% á árunum 1998–2005, að því er fram kemur í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Þannig hafa tekjur sveitarfé- laga á mann hækkað úr 299 þús- und krónum árið 1998 í 425 þús- und krónur 2005 og nemur hækkunin 42,5%. Miðað er við fast verðlag landsframleiðslu. Tekjur ríkisins á mann hafa á sama tímabili hækkað úr 873 þús- undum í 1.262 þúsund krónur eða um 44,6%. Byggt er á tölum frá Hagstofu Íslands. Gjöld á mann á föstu verðlagi landsframleiðslu hafa aukist hjá sveitarfélögunum úr 319 þúsund krónum í 439 þúsund, eða um 37,7% á þessu tímabili en sam- svarandi hækkun hjá ríkinu er 26,8%. Gjöld á mann hjá ríkinu voru 844 þúsund krónur árið 1998 en 1.070 þúsund krónur á mann árið 2005. Tekjurnar jukust um 42–44% GEIR H. Haarde forsætisráðherra verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður í alþingiskosning- unum í maí á næsta ári. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Dregið var um hvor þeirra leiddi hvorn lista og hreppti Geir listann í suðurkjör- dæminu eins og í kosningunum 2003. Framboðslistarnir voru sam- þykktir á fundi í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Reykjavíkurkjördæmi suður 1. Geir H. Haarde forsætisráð- herra. 2. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. 3. Illugi Gunnarsson hagfræð- ingur. 4. Ásta Möller alþingismaður. 5. Birgir Ármannsson alþingis- maður. 6. Dögg Pálsdóttir hæstaréttar- lögmaður. 7. Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórn- málafræðingur. 8. Ragnhildur Guðjónsdóttir kennari. 9. Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur. 10. Þóra Björk Smith stjórn- málafræðingur. 11. Theodór Bender bakari. 12. Anna María Sigurðardóttir viðskiptafræðingur. 13. Ingibjörg Bernhöft, for- stöðumaður Droplaugarstaða. 14. Heimir Örn Árnason hand- boltamaður. 15. Stefanía Sigurðardóttir nemi. 16. Stefán Máni rithöfundur. 17. Björn Ágústsson úrsmiður. 18. Kjartan Ólafsson fram- reiðslumaður. 19. Hafdís Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri. 20. Þórarinn E. Sveinsson yf- irlæknir. 21. Kjartan Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri. 22. Sólveig Pétursdóttir alþing- ismaður. Reykjavíkurkjördæmi norður 1. Guðlaugur Þór Þórðarson al- þingismaður. 2. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor HR. 3. Pétur Blöndal alþingismaður. 4. Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður. 5. Sigríður Ásthildur Andersen lögfræðingur. 6. Grazyna María Okuniewska hjúkrunarfræðingur. 7. Auður Guðmundsdóttir, mark- aðsstjóri og MBA. 8. Katrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur. 9. Arnar Þórisson framleiðandi. 10. Sigríður Hallgrímsdóttir að- stoðarframkvæmdastjóri. 11. Hólmar Þór Stefánsson smiður. 12. Jóhann Páll Símonarson sjó- maður. 13. Sædís Guðmundsdóttir al- þjóðamarkaðsfræðingur. 14. Júlíus Rafnsson fram- kvæmdastjóri. 15. Örn Steinsen rekstrarstjóri. 16. Kristín Zoëga húsmóðir. 17. Hrafnhildur B. Baldursdóttir nemi. 18. Sveinn Gíslason sjómaður. 19. Sigurjón Gísli Helgason hár- greiðslumaður. 20. Sigurveig Lúðvíksdóttir kaupkona. 21. Margrét Kr. Sigurðardóttir viðskiptafræðingur. 22. Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaður. Framboðslistar Sjálfstæðis- flokks í Reykjavík samþykktir Geir H. Haarde Guðlaugur Þór Þórðarson FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri (FSA) hefur verið sýknað af kröfum stúlku, sem fæddist á sjúkra- húsinu snemma sumars árið 2000 og er alvarlega fötluð, þess efnis að fötl- un hennar megi rekja til læknamis- taka. Dómurinn var kveðinn upp af fjölskipuðum dómi í Héraðsdómi Norðurlands. Stúlkan var tekin með bráðakeis- araskurði á sjúkrahúsinu að kvöldi 2. júní og flutt með sjúkraflugi á Land- spítala – háskólasjúkrahús daginn eftir. Hún er mjög fötluð líkamlega og andlega og er 100% öryrki. Var því haldið fram í málinu að örorku henn- ar mætti aðallega rekja til mistaka við meðferð og greiningu móður hennar á fæðingar- og kvensjúk- dómadeild FSA vikurnar fyrir fæð- inguna, en einnig eftir fæðinguna, ásamt ófullnægjandi upplýsingum til móður um alvarlegt heilsufarsástand. Landlæknir lét fara fram rannsókn á málinu Í dómnum er rakið ítarlega hvern- ig meðgangan gekk fyrir sig og þær skoðanir og aðgerðir sem gripið var til af hálfu sjúkrahússins. Er meðal annars rakið að Landlæknir hafi látið fara fram rannsókn að kröfu stefn- anda og í niðurstöðu hans komi fram að við skoðun sjúkragagna vegna meðgöngu og fæðingar barnsins hafi ekkert óeðlilegt komið fram. „Að öllu ofangreindu virtu verður ekki fallist á það með stefnanda að við mæðraeftirlit, fæðingu hennar eða eftirmeðferð hafi verið um saknæma vanrækslu eða gáleysi af hálfu starfs- manna stefnda að ræða. Það er því niðurstaða dómsins að ekki sé unnt að fallast á með stefnanda að fella beri bótaskyldu á stefnda í máli þessu. Ber því að sýkna hann af öllum dóm- kröfum stefnanda,“ segir í niðurstöðu dómsins. Málið dæmdu Ólafur Ólafsson hér- aðsdómari, ásamt meðdómurunum Karli Ólafssyni sérfræðingi í kven- og fæðingarlækningum og Steini A. Jónssyni barnalækni og sérfræðingi í nýburalækningum. Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri sýknað af bótakröfu Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.