Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is S amkvæmt nýrri skoðanakönnun norsku dagblaðanna Nationen, Dagen og Klassekampen, sem birt var á fimmtudag, heldur Framfara- flokkurinn þeirri stöðu sinni að mælast vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins með 30,8 prósenta fylgi. Að sögn norskra og danskra viðmælenda Morgunblaðsins er þó ekki hægt að bera hann saman við danska Þjóðarflokkinn, annan flokk sem hefur gert sér mat úr ólgu vegna innflytjendamála og hef- ur mikil ítök í stjórn Anders Fogh Rasmussen. Til samanburðar mælist norski Verka- mannaflokkurinn, undir forystu Jens Stolten- bergs, með 29,2 prósenta fylgi, en hann leiðir nú ríkisstjórnina í félagi við Sósíalíska vinstri- flokkinn og Miðflokkinn. Norðmenn ganga næst að kjörborðinu árið 2009 og hefur Siv Jensen, hinn umdeildi for- maður Framfaraflokksins, einsett sér að fella stjórn Stoltenbergs forsætisráðherra. Hún hefur lag á að vera í sviðsljósinu og í uppgjöri vefsíðu E24 Næringsliv fyrir árið 2006 er hún talin þriðja valdamesta kona Noregs. Margt bendir til að henni muni takast ætl- unarverk sitt, þótt enn sé vitaskuld langt til kosninga, en í umfjöllun Nationen um könn- unina segir að Framfaraflokkurinn hafi síð- ustu tíu mánuði mælst með yfir 30 prósenta fylgi, eftir að hafa farið í 34,7 prósent í könnun AC Nielsen fyrir blaðið Dagsavisen í apríl. Þurfa aðeins þrjá þingmenn Eins og blaðið Aftenposten bendir á þurfa Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn, sem nú mælast með 82 þingmenn, miðað við 75 þingmenn stjórnarflokkanna, aðeins þrjá til viðbótar til að ná þingmeirihluta. Jensen varð leiðtogi Framfaraflokksins í maí, þegar Carl I. Hagen lét af formennsku. Hún boðar skýra stefnu í málefnum innflytj- enda og virðist það falla stuðningsmönnum flokksins vel í geð: Þeir mælast þeir tryggustu sé miðað við þingkosningarnar 2005. Aftenposten gerði velgengni Framfara- flokksins í könnunum að umtalsefni í vikunni, þar sem haft var eftir kosningasérfræðingnum Hanne Marthe Narud við Óslóarháskóla að niðurstöður þeirra bentu til þess að flokkurinn hefði byggt upp öflug stjórnmálasamtök og breiðan kjósendahóp. Að sögn Haralds Stanghelle, stjórnmálarit- stjóra Aftenposten, er ekki eingöngu hægt að rekja vinsældir Framfaraflokksins, sem hann segir mælast með allt frá 25 til 30 prósenta fylgi, til umdeildra áherslna forsvarsmanna hans í málefnum innflytjenda. „Í jafn auðugu landi og Noregi er auðvelt að trúa því að hægt sé laga allt það sem fer aflaga í samfélaginu með fjármunum,“ sagði Stang- helle. „Framfaraflokkurinn boðar ráðstöfun fjár úr norska olíusjóðnum nú þegar, en að það verði ekki lagt til hliðar eins og formenn hinna flokkanna vilja. Talsmenn hans vilja veita fé til að byggja vegi og sjúkrahús. Stjórnin telur hins vegar að slíkt myndi leiða til þenslu í hag- kerfinu. Það má því segja að með því að styðja flokk Jensens séu Norðmenn að mótmæla stjórninni.“ Einfaldur og skýr boðskapur Stanghelle þakkar einnig forystu Framfara- flokksins góða útkomu hans í könnunum. „Forveri Jensens, Hagen, var mjög fær stjórnmálamaður, líkt og hún sjálf. Jensen kemur áherslum sínum til skila til kjósenda á beinskeyttan hátt, með því að tala einfalt og auðskilið mál. Henni hefur einnig tekist að við- halda þeirri aðgreiningu í huga fólksins að Framfaraflokkurinn sé ólíkur hinum flokkum elítunnar í stjórnsýslunni, þrátt fyrir að vera orðinn einn stærsti flokkurinn.“ Því má skjóta inn, að þessi áhersla á að meginflokkar hafi svikið tiltekinn hóp kjós- enda á margt sameiginlegt með áróðri Breska þjóðarflokksins, BNP, í innflytjendamálum. Stanghelle segir að samstaða hafi verið á meðal Norðmanna um áherslur í málefnum innflytjenda. Framfaraflokkurinn hafi hins vegar ávallt lýst sig henni andvígan og beitt sér fyrir takmörkunum á flæði innflytjenda til Noregs, með því meðal annars að gera það erf- iðara að sækja um hæli í landinu. Kjærsgaard valdamikil Breska tímaritið Economist fjallar um upp- gang þjóðernisflokka á Norðurlöndum í þar- síðasta hefti sínu, þar sem segir að Jensen hafi notið góðs af brotthvarfi Kjell Magne Bonde- vik úr stóli forsætisráðherra, sem hafi beitt sér fyrir því að halda flokki hennar utan stjórnar. Í Economist er einnig fjallað um Piu Kjærsgaard, leiðtoga danska Þjóðarflokksins, og vaxandi áhrif hennar í ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Líkt og Jensen hin norska er Kjærsgaard afar umdeild og mælist hún valdamesta kona Danmerkur í nýlegri könnun, næst á eftir Rasmussen og Thor Pedersen fjármálaráð- herra. Þjóðarflokkurinn fékk góða kosningu árið 2001 þegar hann varð þriðji stærsti flokk- ur landsins og þykir stjórnin hafa látið undan kröfum hans í innflytjendamálum. Inntur eftir því í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Matias Seidelin, blaðamaður á danska dagblaðinu Politiken, að staða Þjóðar- flokksins væri nokkuð sterk. Nýleg brottvikn- ing ráðherrans Lars Barfoed sýndi að hann fylgdi ekki stjórninni eftir í öllum málum. „Flokkurinn er mjög áhrifamikill, þrátt fyrir að stjórnin hafi í sumum tilfellum sagt nei við kröfum hans. Almennt séð hefur ýmsum bar- áttumálum Þjóðarflokksins á síðasta áratug verið hrint í framkvæmd eftir að hann varð aðili að stjórninni árið 2001. Þá má einnig segja að þessar áherslur hafi öðlast viðurkenningu á hinni pólitísku miðju, með dæmi af jafnaðarmönnum, sem hafa breytt áherslum sínum í innflytjendamálum á síðustu árum. Við getum tekið sem dæmi hert- ar kröfur þegar kemur að veitingu ríkisborg- araréttar fyrir að giftast dönskum aðila, kröf- ur sem jafnaðarmenn taka nú undir.“ Leggja áherslu á velferðina Seidelin sagði Þjóðarflokkinn hafa líkar áherslur og jafnaðarmenn í velferðarmálum. Því gætu jafnaðarmenn sótt fylgi til flokksins ef þeir halda áfram siglingu sinni í könnunum. Þá hafi Þjóðarflokkurinn sótt mjög í sig veðrið vegna skopmyndamálsins svokallaða í byrjun þessa árs, þegar hörð afstaða til múslíma hafi fallið í kramið hjá hluta kjósenda. Síðan hafi fylgið farið niður á við í um 13 prósent. Ole Birk Olesen, pólitískur ritstjóri blaðsins Berlingske Tidende, tók undir þá skoðun Sei- delins að staða Þjóðarflokksins væri sterk, hann væri með um og yfir 12 prósenta fylgi. Hann tekur einnig undir þá skoðun Seidel- ins og Stanghelle að ekki sé hægt að bera Þjóðarflokkinn og Framfaraflokkinn saman, sá fyrrnefndi hampi velferðaráherslum jafn- aðarmanna en sá síðarnefndi eigi meira skylt við frjálshyggju. Reiða sig á Þjóðarflokkinn „Stjórnin reiðir sig á stuðning Þjóðarflokks- ins,“ sagði Olesen. „Þessi þörf jafngildir póli- tískum áhrifum. Þetta kemur best í ljós þegar fjárlög eru til umræðu. Flokkmenn Kjærs- gaard krefjast ávallt meira fjármagns fyrir aldraða og eru að auki hlynntir því að styðja við fólk sem fer snemma á eftirlaun. Þetta er því ekki hægri flokkur í efnahagslegu og félagslegu tilliti.“ Spurður um áherslur Þjóðarflokksins í inn- flytjendamálum segir Olesen að Þjóðar- flokkurinn hafi komið mörgum hugmyndum sínum í framkvæmd. Þess vegna sé hann sam- mála því að Kjærsgaard sé valdamesta kona Danmerkur. Framfaraflokkurinn í forystu Áhersla á málefni innflytjenda tryggir stöðu norska Framfaraflokksins og danska Þjóðarflokksins Vinsæl Siv Jensen leiðtogi Framfaraflokksins.Umdeild Kjærsgaard leiðir Þjóðarflokkinn. ÞESSIR kátu krakkar í jólasveinabúningum eru í skóla í indversku borginni Bangalore en það er að verða al- siða á Indlandi að halda jól þótt lítið fari þar fyrir krist- inni trú. Svo er reyndar víðar í Asíu, til dæmis í Kína, en þar hefur tíu manna hópur doktorsnema hvatt landa sína til að snúast gegn þessu og leita heldur andlegrar upplyftingar í konfúsíisma. Leggja doktorsnemarnir mikla áherslu á, að þeir að- hyllist fullkomið trúfrelsi en það sé aftur á móti meira en lítið skrýtið þegar fólk, sem ekki er kristið og veit yfirleitt ekkert um þau trúarbrögð, er farið að halda jól með kortasendingum og gjöfum. Kínverjar eigi að standa vörð um sinn eiginn menningararf en ekki að leggjast hundflatir fyrir því, sem útlent er. Reuters Indverjar farnir að halda jól New York. AFP. | Komið hefur í ljós, að allnokkuð er um það, að fyrir- tæki, að minnsta kosti í Bandaríkj- unum, misnoti bloggsíður í auglýs- ingaskyni. Venjan er þá sú, að þar lætur einhver „bloggarinn“ móðan mása en laumar um leið inn lofi um einhverja tiltekna vöru eða þjón- ustu. Bloggurum hefur fjölgað mikið að undanförnu og líka þeim, sem sigla undir fölsku flaggi og eru í raun á mála hjá fyrirtækjum eða samtök- um. Í Bandaríkjunum er slík auglýs- ingamennska ólögleg og brot á sam- keppnisreglum. Mörg fyrirtæki hafa orðið uppvís að þessu, til dæmis Sony, en í síð- ustu viku viðurkenndi talsmaður eins dótturfyrirtækis þess, að það bæri ábyrgð á bloggaranum, sem átti sér þá einu ósk að fá PlayStation Portable í jólagjöf. Á bloggsíðunni þóttist hann bara vera áhugamaður um hip hop-tónlist. Hið yndislega Wal-Mart Í október varð Wal-Mart, stærsta smásöluverslanakeðja í heimi, upp- víst að þessu sama en þá birtist á blogginu dagbók hjóna, Lauru og Tims, sem voru á ferðalagi um Bandaríkin í húsvagninum sínum. Áttu þau hjón varla orð til að lýsa gæsku þeirra hjá Wal-Mart, sem leyfðu þeim að vera með húsbílinn náttlangt á bílastæðum verslananna, og starfsfólkið, sem þau hittu, var allt svo skelfilega ánægt í vinnunni og með fyrirtækið. Tímaritið Bus- iness Week komst hins vegar að því, að það var Wal-Mart, sem kostaði ferð þeirra hjóna. Sérstök fyrirtæki í blekkingunum Þessi þróun er áhyggjuefni og ekki síst vegna þess, að nú eru kom- in til sögunnar sérstök fyrirtæki, til dæmis PayPerPost og ReviewMe, sem taka að sér að dulbúa auglýs- ingar sem blogg. Hjá því síðar- nefnda kostar slík „auglýsing“ á hvaða tungumáli sem er 500 dollara eða um 35.000 ísl. kr. Er henni síðan jafnvel laumað inn á þúsundir bloggsíðna. Talsmaður bandaríska samkeppn- iseftirlitsins sagði fyrr í mánuðinum, að skorin yrði upp herör gegn blekk- ingum af þessu tagi og það varð til þess, að PayPerPost ákvað að skylda viðskiptavini sína til að segja til sín. Önnur slík fyrirtæki hafa ekki enn brugðist við hótunum sam- keppnisyfirvalda og raunar telja margir, að við þetta verði ekkert ráðið. Á það er til dæmis bent, að vinsælir vefir eins og You Tube og MySpace séu nú þegar undirlagðir af beinum og einnig dulbúnum aug- lýsingum frá fjölda fyrirtækja. Dulbúa auglýs- ingar sem blogg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.