Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 33 AÐALSTÖÐVAR Almannavarna Íslands verði á Keflavík- urflugvelli. Undir stjórn Almannavarna komi öryggismál, Landhelgisgæslan og Ratsjárstofnun, sem verði einnig með sínar bækistöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Al- mannavarnir séu sjálf- stæð stofnun, sem fær sitt lögboðna umboð og valdsvið frá löggjafarvaldinu eins og Ríkisendurskoðun. Öll öryggis- mál komi undir valdsvið Almanna- varna, er tekur til yfirstjórnunar s.s. jarðskjálfta, eldgosa, flóða og ann- arra náttúruhamfara. Hinar vel þjálfuðu sveitir hinna ýmsu hjálp- arstofnana myndu þar gegna veiga- miklu hlutverki og verða hluti af launuðu starfsliði Almannavarna. Þá hafi Almannavarnir yfir að ráða fjölmennum sérhæfðum sveit- um öryggisvarða, sem hægt er að beita gegn hvers konar hryðjuverk- um og hafa hemil á ofbeldis- aðgerðum mótmælenda, m.a. vegna alþjóðlegra ráðstefnuhalda. Allar slíkar aðgerðir skulu framkvæmdar í samráði við yfirstjórn löggæsl- unnar. Starfsmannafjöldi einstakra starfsdeilda stofnunarinnar yrði ákvarðaður samkvæmt tilskipun og mati yfirstjórnar Almannavarna. Verknáms og þjálfunar örygg- issveita yrði leitað hjá þeim ríkjum sem best falla að okkar umhverfi og aðstæðum. Valdajafnræði Þessar tillögur bein- ast líka að því að skapa jafnvægi um völd þess- ara málaflokka, sem eru nú í höndum Rík- islögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Það er hluti af lýðræð- inu að eðlileg valddreif- ing ríki um stjórnsýslu löggæslunnar í landinu. Efling löggæslunnar varðandi fíkniefna- og umferðarmál er löngu tímabær, en fjölgun lögreglumanna til að gegna öryggismálum undir stjórn Ríkislög- reglustjóra er ekki rétta leiðin. Sjálfstæð stofnun Almannavarna sem fær lögboðið vald sitt beint frá Alþingi er lýðræðinu samboðin varð- andi varnarmál þjóðarinnar. Tillögur um breytingar á valdsviði Almannavarna Kristján Pétursson varpar fram hugmyndum um breytingar á starfssviði Almannavarna Kristján Pétursson » Sjálfstæð stofnun Almannavarna, sem fær lögboðið vald sitt beint frá Alþingi, er lýðræðinu samboðin varðandi varnarmál þjóðarinnar. Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri. Í LESBÓK Morgunblaðsins hinn 9. des. birtist grein eftir Ólaf Hjálmarsson verkfræðing um Tón- listarhús og ráðstefnumiðstöð (TR). Egill Ólafsson, formaður Samtaka um tónlistarhús, svaraði á sama vettvangi og birtist svar hans viku seinna. Hér skal aðeins nokkrum atriðum bætt við og þá helst varðandi það sem Austurhöfn-TR getur upplýst. Stærð tónlistarsalar Hönnun aðaltónlist- arsalarins í TR er miðuð við 1.800 áheyrendur, en þar af eru 200 fyrir aftan svið í sætum sem einnig má nota fyrir kóra. Um það bil helmingur áheyrenda fær sæti á þrennum svölum þannig að tæpur helmingur sæta er á svölum en um það bil 800 á neðsta gólfi. Fjarlægð frá stjórnanda hljóm- sveitar að aftasta vegg verður þannig minni en í Há- skólabíói, sem tekur um 1.000 manns í sæti. Ólafur telur að hljómgæði sin- fónískra tónlistarsala sé best ef stærð þeirra er miðuð við 900– 1.200 sæti. Artec, hinn bandaríski ráðgjafi Austurhafnar varðandi hljómburð, telur hins vegar að auðveldast sé að ná mjög góðum hljómburði fyrir sinfóníska tónlist í 1.600–2.000 manna sal. Er þá mið- að við sali sem eru svipaðir að lög- un eins og áformað er í TR. Aðrir hljómburðarsérfræðingar sem rætt hefur verið við hafa nefnt svipaðar tölur, t.d. 1.400–2.000. Þeim ber saman um að þegar stærðin sé miðuð við meira en 2.200–2.400 áheyrendur sé orðið erfiðara að ná fram fyrirtaks hljómburði. Til gamans má geta þess að margir miða við þá við- miðun að rúmtak salar skuli vera u.þ.b. 10 m3 á áheyranda. Í til- lögum Artecs er sú stærð 11,5–12 m3 á sæti. Í hönnun allra salanna í TR er lögð mikil áhersla á hljóðeinangrun og hljóðdempun þannig að ekki heyrist í loftræstikerfi, rennandi vatni í pípum, rafmagnsspennum og öðru þvílíku, auk þess sem tvö- faldar hurðir eru við alla innganga. Þessar kröfur eru alltaf strangar, en strangastar fyrir aðalsalinn. Þegar vel tekst til verður nálægð hljóðsins í svona sal ótrúlega mikil og heyrist hljómlist afar vel um allan salinn. Ómrými Ólafur virðist telja að ómrýmin séu sérstaklega gerð vegna raf- magnaðrar tónlistar. Þannig hefur það ekki verið kynnt fyrir Austur- höfn, enda þarfir sígildrar tónlistar einatt efst í huga Artec og þeir sal- ir, sem Artec hefur hannað með ómrýmum og þekktastir eru, eru mest nýttir fyrir sígilda tónlist. Má þar nefna KKL í Lucern, Symphony Hall ( CBSO) í Birm- ingham og meyerson Symphony Centre í Dallas, Texas. Nýlega bættist einn slíkur við í Costa Mesa í Californíu. Hann kallast Renee and Henry Segerstrom Concert Hall í Orange County Performing Arts Centre og hefur fengið mjög góða dóma. Ómrýmin eru möguleiki til að auka rýmd salarins um allt að 35–40% og eru á öllum hliðarveggjum á bak við svalirnar. Þau lokast með þungum hurðum og þegar þær eru allar lokaðar er salurinn eins og hann væri án ómrýma hljómburðarlega séð. Því hljómmeiri sem hin flutta hljómlist er þeim mun meira eru ómrýmin opnuð að öðru jöfnu. Sé flutt mikið mögnuð tónlist er líklegt að valið sé að opna rýmin og dempa óminn með teppum sem renna má niður bæði fyrir fram- an ómrýmin og inni í þeim sjálfum. Það er því vafalaust rétt hjá Ólafi að í Lathi séu rýmin opnuð þegar mögnuð rokktónlist er flutt, en það er engan veginn eina notkun þeirra því notkun þeirra er fjölbreytileg. Kynning og umræða um TRH Kynning og umræða er alltaf af hinu góða en nú er verið að hanna TR af fullum krafti og fram- kvæmdir hafnar. Allar umræður um grundvallarforsendur eru því að baki. Austurhöfn hefur ekki verið falið að leysa fullbúna fram- tíðaraðstöðu til óperuflutnings og hefur þar af leiðandi ekki lagt mikið fram í umræðu um það mál. Í Tónlistarhúsinu á hins vegar að vera aðstaða til konsertflutnings óperutónlistar og óperuflutnings með takmörkuðum sviðsbúnaði. Hefur verið full sátt við stjórn Ís- lensku óperunnar um hvernig sú aðstaða er út frá þeim forsendum sem gefnar eru. Hljómsveit- argryfja verður af fullri stærð, snúningssvið á sviði og hljóm- burður ágætur, en engin hliðarsvið eða flugturn eins og í leik- og óp- eruhúsum. Viðsemjandi Austurhafnar, einkaframkvæmdaraðilinn Portus, mun með dótturfélögum sínum eiga og reka húsið. Þar á bæ verð- ur hugsað fyrir kynningarmálum og markaðssetningu. Portus hefur lagt verulega vinnu í að yfirfara nýtingarmöguleika og búnað húss- ins með metnaðarfullum hætti. Ekkert bendir til að meiri áhersla verði lögð á ráðstefnuhald en upp- haflega stóð til. Aðstaðan í húsinu verður góð og ættu allir að leggj- ast á eitt um að nýta hana sem allra best og með margvíslegum hætti. Hljómgæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss Stefán Hermannsson fjallar um Tónlistar- og ráðstefnuhús og svarar umfjöllun í Lesbók » Aðstaðan íhúsinu verð- ur góð og ættu allir að leggjast á eitt um að nýta hana sem allra best og með marg- víslegum hætti. Stefán Hermannsson Höfundur er framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR. ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100 Afskræmd „Sendi skjálftabylgjur um þjóðfélagið“ - Guardian „Rauf ævafornan þagnarmúr ... í Sádi-Arabíu.“ - Sunday Times MÁL RANIUAL-BAZ HAFÐI VÍÐTÆK ÁHRIF Í HEIMA- LANDI HENNAR: Jólatilboð! DUX 1001 með Duxiesta yfirdýnu og fótum 90x200cm Fullt verð kr. 174.500 · Tilboð kr 150.000 Duxiana Royal Gæsadúnssæng 140x200cm kr 34.980 Duxiana Royal koddi 50x70cm að vermæti kr 11.800 fylgir frítt með hverri sæng. Borðlampi kr 59.000 Gólflampi kr 79.000 Hágæða sængurfatnaður frá GANT Egypsk bómull · 15%afsl Ármúla 10 • Sími: 5689950 Kodd i fylgir frítt með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.