Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGINN 6. desember heyrði ég í útvarpinu frétt sem hófst á eftirfarandi setningu orðrétt: „Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun er tæp- lega helmingur þjóðarinnar á móti hvalveiðum.“ Hvernig hljómaði svo framhaldið? Jú, eftir smápistil, þar sem frammi- staða utanríkisráðherra var reifuð á fremur nei- kvæðan hátt í viðtali við Reuters-fréttastofuna varðandi hvalveiðar, kom spurningin í skoð- anakönnuninni í ljós og spurningin var klárlega ekki: Ert þú með eða á móti hvalveiðum? Held- ur var spurningin allt önnur þ.e.a.s.: „Telur þú að hvalveiðar Íslend- inga hafi slæm áhrif á ferðaþjónustuna í land- inu?“ Tæplega helm- ingur þjóðarinnar eða 48% telja að svo sé. Hefur þetta fólk enga ábyrgð eða sóma- tilfinningu? Hvers kon- ar vinnubrögð eru þetta eiginlega að hálfu þessa fjölmiðils allra lands- manna? Eru þeir fréttamenn á Rík- isútvarpinu sem sömdu þessa frétt bæði lesblindir og heyrna- lausir eða svífast þeir hreinlega einskis í makalausu áróðursstríði sínu gegn hvalveiðum? Ég er einn af þeim sem tel það blasa við að hvalveiðar komi til með að hafa neikvæð áhrif á ferðþjónustuna, í það minnsta tíma- bundið, og hefði þar með stuðlað að enn vitlausari niðurstöðu í könn- uninni en raunin varð, hefði ég verið spurður. Ég þekki fjölmarga sem eru á sömu skoðun og ég en allir eigum við það sameiginlegt eftir sem áður að vera eindregnir stuðningsmenn hvalveiða. Ég er reyndar hissa á að jákvæða svarhlutfallið hafi ekki reynst hærra en raun bar vitni, miðað við eðli spurningarinnar. Tillaga að nýjum verðlaunaflokki Þessi vinnubrögð starfsmanna RUV, að ljúga blygðunarlaust að þjóðinni, eru með þeim endemum að við blasir að mínu mati að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir og eiga þar af leiðandi ekkert erindi á fjölmiðil sem almenningur í landinu hlýtur gera kröfu til að beri sannleikanum vitni í stað þess að fara vísvitandi með glórulausa rangtúlkun á því mikilvæga og ör- lagaríka málefni sem um var fjallað. Á pressuballi, sem er að mér skilst einskonar árs- og uppskeruhátíð blaða- og fréttamanna, eru veitt ýmiskonar verðlaun til þeirra sem lengst hafa náð á und- angengnu ári á sviði fréttamennskunnar. Þar eru veitt verðlaun s.s. blaðamaður ársins, besta umfjöllun ársins og rannsóknarblaða- maður ársins. Ég legg til að við verði bætt verðlaunaflokki sem kalla mætti t.d. lákúru- legasti fréttaflutningur ársins. Þá er næsta víst að sá sem útbjó þessa samsuðu yrði tilnefndur og fengi trúlega verð- launin þó svo að fleiri gerðu sjálfsagt tilkall til þeirra. Sjómenn úti í kuldanum Það er óhætt að fullyrða að sjó- menn og sjávarútvegur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Ríkisútvarp- inu. Um það vitnar m.a. grímulaus andstaða þessa fjölmiðils og reyndar fleiri gegn hvalveiðunum. Bann við hvalveiðum er tvímælalaust stærsta ógn sem steðjar að fiskveiðum okkar til framtíðar og kemur til með að riðla öllum tilraunum til uppbyggingar helstu nytjastofna okkar. Þessi af- staða er á sama tíma bæði sorgleg og óskiljanleg, okkur sem hafa fylgst með ógnvænlegum vexti hvalastofn- anna á Íslandsmiðum undanfarna áratugi og gerum okkur grein fyrir geigvænlegum áhrifum þessarar þró- unar. Af kameldýrum og kengúrum Hún ríður ekki við einteyming hræsnin og tvöfeldnin hjá mörgum þeirra þjóða sem hæst hafa haft í andstöðu sinn gegn hvalveiðum. Það skrautlegasta sem ég hefi heyrt ný- verið er framganga Ástrala heima fyrir. Ekki hafði ég hugmynd um að í Ástralíu væru kameldýr og því síður að fjöldi þeirra væri slíkur að til vand- ræða horfði að mati ástralskra yf- irvalda. Stofninn er sagður vera 700.000 dýr og sagan segir að yfirvöld hafi talið nauðsynlegt að grisja hann. Ákvörðun var tekin um að fækka í stofninum um 60.000 dýr til að byrja með. Aðferðin sem notuð er til að framfylgja þessari ákvörðun er slík að ótrúlegt má vera að þeir telji sig þess umkomna að gagnrýna aðrar þjóðir fyrir umgengni við náttúruna. Aðferðin gengur út á að flogið er um óbyggðir Ástralíu í þyrlum og skepn- urnar skotnar af færi. Hræin eru síð- an látin liggja og rotna út um víðan völl eða m.ö.o. þar sem dýrin voru felld. Svipuð vinnubrögð eru viðhöfð hvað kengúruna varðar eins og fram kom í samskiptum fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra okkar við ráða- menn í Ástralíu. Ef við myndum til- einka okkur vinnubrögð Ástrala ættum við að salla niður nokkur þús- und hvali í einum grænum án þess að hafa fyrir því að reyna að nýta þá á nokkurn hátt. Hætt er við að ein- hvers staðar heyrðist hljóð úr horni ef þessum aðferðum yrði beitt á blessaðan hvalinn. Það er dapurlegt að horfast í augu við þá staðreynd að það eru fjölmiðarnir okkar sem vask- legast ganga fram í andstöðunni við hvalveiðar og snúa þar með bökum saman við þjóðir sem eru með jafn brenglaða sýn á umgengni um nátt- úruna og andfætlingar okkar. Að endingu óska ég lesendum Fiskifrétta, sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra og landsmönnum öll- um árs og friðar. Ótrúleg rangtúlkun Árni Bjarnason skrifar um frétt RÚV um skoðanakönnun um hvalveiðar »Hverskonarvinnubrögð eru þetta eig- inlega að hálfu þessa fjölmiðils allra lands- manna? Árni Bjarnason Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. NÚ hafa Landsvirkjun og Alcan náð samkomulagi um orkusölu vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Jafn- framt er í fullum gangi undirbúningur að byggingu álvers við Helguvík í Reykja- nesbæ. Í því sambandi er leitað eftir sam- þykki fyrir svoköll- uðum tilraunabor- unum á mörgum stöðum á Reykjanes- skaga, s.s. í Brenni- steinsfjöllum. Þessir hlutir munu örugglega kalla á harðvítugar deilur um álver og orkuvinnslu á Reykjanesskaganum – kannski sambærilegar við deil- urnar um Kárahnjúka og Þjórs- árver. Á þessu ári hafa samtökin Land- vernd sett fram mjög athyglisverð- ar hugmyndir um framtíðarnýtingu og verndun þessa svæðis. Kjarninn er stofnun svokallaðs Eld- fjallagarðs eða fólkvangs með áherslu á hinn einstæða úthafs- hrygg, sem sýnir landsköpun betur en á nokkrum öðrum stað á jörð- inni. Á Reykjanesskaganum yrði reynt að ná samstöðu um fjóra þætti: náttúruvernd, útivist, ferða- þjónustu og orkuvinnslu samkvæmt tillögum Landverndar. Miðað við gang mála er ekki seinna vænna að sameinast um slíka samstöðu – ann- ars verða örugglega mjög hörð átök um þetta viðkvæma svæði. Á Reykjanesskaganum eru sem betur fer enn ósnortin svæði, s.s. Brenni- steinsfjöll. Því er ennþá tækifæri til að varðveita umhverfið eins og náttúruöflin hafa skapað það. Á og við þetta svæði búa um 200 hundruð þúsund manns. Jafnframt vaxa stöðugt kröfur um fjöl- breytt útivistarsvæði og Reykjanesskaginn býður upp á ótrúlega fjölbreytni. Hér skar- ast hagsmunir við orkuvinnslu og álver. Dæmið um Bláa lónið sýnir takmarkalitla möguleika ferðaþjónustu á Íslandi og þá ekki síst á Reykjanesinu. Brátt munu opnast mjög aðgengi- legar hringleiðir um svæðið með lagningu Suðurstrandarvegar. Er- lendir ferðamenn sem ferðast um Keflavíkurflugvöll og með takmark- aðan tíma til ferðalaga um landið, munu þá ekki síst skoða Reykjanes- skagann. Dæmi um nýtt nátt- úruundur að skoða gæti verið dýpsti hraunhellir í heimi í Þrí- hnúkum – annað Bláa lón? Orku- vinnsla er á fullu á Hengilssvæðinu og yst á Reykjanesi. Ný tækni við djúpborun gæti margfaldað orku- vinnsluna á þessum svæðum. Fyrir nokkrum árum setti ég fram þá hugmynd að byggja eins konar eldvirknisafn í nágrenni Hafnarfjarðar, m.a. til að sýna sköpun landsins með margmiðl- unartækni nútímans. Um þessa hugmynd fjölluðu m.a. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og Guðmundur Jónsson arkitekt sem búsettur er í Noregi. Nú er enn ver- ið að fjalla um vandræðaganginn kringum Náttúrugripasafn Íslands. Hvers vegna ekki að finna því góð- an stað á Reykjanesskaganum, t.d. í nágrenni Hafnarfjarðar og sýna þar sköpun Íslands með þeirri tækni sem nútíminn býður? Það spillir ekki að Kvikmyndasafn Íslands er þegar komið til Hafnarfjarðar. Nýjar hugmyndir, nýsköpun og ný tækifæri – er þar ekki að finna leiðirnar í stað ál- og orkuæðisins? Eldfjallagarður á Reykjanesi og álverabyggingar Reynir Ingibjartsson fjallar um hugmyndir um byggingu eldvirknisafns »Hvers vegna ekki aðfinna því góðan stað á Reykjanesskaganum t.d. í nágrenni Hafn- arfjarðar og sýna þar sköpun Íslands með þeirri tækni sem nútím- inn býður? Reynir Ingibjartsson Höfundur er í stjórn Reykjaness- fólkvangs og býr í Hafnarfirði. UNDANFARIÐ hefur verið áber- andi umræða um samgöngur innan- lands, með höfuðáherslu á annars vegar uppbyggingu vegakerfisins og þá ríkisstyrkta strandflutninga. Á fyrrihluta síðustu aldar gegndu strandferðir Skipaút- gerðar ríkisins og ann- arra mikilvægu hlut- verki, fyrst og fremst í fólksflutningum, með ströndinni, þegar þörf var á árstíðabundnum flutningum milli heimabyggða og ver- stöðva. Með bættu vegakerfi urðu fólks- flutningar með áætl- unarbílum og einkabíl- um yfir sumarið vinsælli en skipsferðir og með reglubundnu flugi innanlands var ekki lengur þörf fyrir þessa flutninga. Rík- isskip flutti alla jafna vöru milli hafna, en fram undir síðustu ára- tugi aldarinnar var út- flutningur, einkum sjávarafurða beint frá framleiðsluhöfnum á markaði erlendis. Sama átti við um megin- innflutningsþarfir lands- byggðarinnar vegna landbúnaðar og byggingarframkvæmda; skip komu að utan og losuðu á flestum sæmilega skipsfærum höfnum. Síðustu 20 árin hefur mismunandi stór hluti slíkra flutninga farið í gáma og verið umskipað í Reykjavík þar sem áætlunarskipin fóru beint frá höfuðborgarsvæðinu til útlanda. Með miklu minni landbúnaði hefur flutningsþörf til og frá landsbyggð- inni með skipum minnkað. Með hag- ræðingu í sjávarútvegi eru ódýrari afurðir fluttar beint úr frysti- geymslum og vinnsluskipum á lands- byggðinni til erlendra markaða í frystiskipum. Áður var umtalsverð neysluvara flutt beint á strönd að utan, en þar sem verslunin er komin á færri hend- ur eru vörur fluttar með tíðum send- ingum með bílum frá vöru- miðstöðvum í Reykjavík til verslananna um allt land. Öryggi landflutninga er slíkt að sárasjaldan falla niður ferðir og seinkanir eru fá- tíðar. Rými í flutningabílunum á bakaleið er oft notað til að flytja vörur til útflutnings um vöru- afgreiðslur skipafélaganna í Reykja- vík. Hlutur innanlandsflutninga í strandferðum var rýr, þó reynt væri að flytja gosdrykki og steinull með skipum. Samkvæmt fréttum eru núna flutt árlega 2500 vagnhlöss frá Steinullarverksmiðjunni til bygginga um land allt. Ljóst er að kostnaður við land- flutninga er umtalsverður, reiknað er með að hver ekinn km með 44 tonna bíl kosti 172 kr. Þá tekur tíma að koma vöru til útskipunar um Reykjavík. Með tilkomu stóriðju á Austur- landi hafa bæði stóru skipafélögin, Samskip og Eimskip, boðið upp á viðkomur millilandaskipa sinna í höfnum Fjarðabyggðar. Það þýðir að vara þangað er komin á svipuðum tíma og tæki að aka frá Reykjavík eða jafnvel fyrr. Verðlagning í sjó- flutningum, sérstaklega í tvíkeppni, er alfarið skipafélaganna en það gef- ur auga leið að kostnaður ætti að vera lægri. Þá er minni mengun og minnkuð slysahætta. Þá er enn mikilvægara að með komu skipanna á leið til Evrópu styttist heildar-flutningstími frá framleiðanda í byggðum nær útskip- unarhöfn til markaða og bætir því stöðu þeirra sem selja unna vöru, – gegn pöntunum eða í ferskvöru. Þegar ákvörðun hef- ur verið tekin um stór- iðju á Húsavík verður til flutningaþörf sem væntanlega verður mætt með beinum skipasiglingum að utan. Verður að teljast líklegt að félögin sendi skip sín frá Reykjavík norður um til Húsavíkur og væntanlega áfram til Reyðarfjarðar á leið til meginlandsins. Húsavík gæti þá orð- ið meginútflutningshöfn fjórðungsins; með Vaðlaheiðargöngum er fjarlægðin inn til Ak- ureyrar 75 km. Fari skipin frá Reykjavík norður um til meginlands- ins liggur beint við að koma við á Ísa- firði, þar sem siglingin lengist aðeins um 21 sjómílu. Það byggist nátt- úrulega á því að skip af þeirri stærð geti lagst að bryggju í nær öllum veðrum þar. Með göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar getur höfnin á Ísafirði þjónað útflutningi allra byggða á Vestfjörðum allt árið um kring sem mun leiða til umtals- verðs sparnaðar á akstri til Reykja- víkur. Ljóst er að þessar siglingar taka aðeins minnihluta þeirra vöruflutn- inga sem fara um vegina, hins vegar munu þyngstu farmarnir sem núna slíta vegunum mest einna helst fara í skip. Því verður minnkun slits mun meiri en nemur fjölda ferða, en eftir verða flutningar á neysluvörum sem vegna pakkninga og magns pakka og pappírsvöru leiðir til minni heild- arþunga og minni öxulþunga. Ekki er loku fyrir skotið að ein- hverjir innanlandsflutningar fari með skipum, sérstaklega þyngri farmar, ef vegayfirvöld taka upp frekari skattlagningu miðað við öx- ulþunga í framtíðinni. Það væri í góðu samræmi við slit á vegum, það eru margfeldisáhrif hvað aukinn öx- ulþungi veldur mun meira sliti. Lækkun vörugjalda í höfnum út á strönd mundi gera þann valkost meira aðlaðandi. Þessar siglingar munu hafa mun róttækari áhrifa á afkomu lands- byggðarinnar en einhver endurvakn- ing strandflutninga fortíðarinnar, þar sem vöru verður ekki umskipað og hefur mun skemmri flutningstíma til og frá helstu mörkuðum en nú tíðkast fyrir Norðurland og Vest- firði. Flutningur um Fjarðabyggð- arhafnir hefur þegar sannað sig. Því má segja að koma stóriðju á Reyðarfirði og Húsavík verði sú lyftistöng sem muni hafa mjög já- kvæð áhrif á afkomumöguleika ann- arra atvinnugreina utan höfuðborg- arsvæðisins. Stóriðja á Norður- landi og flutningar á sjó og landi Páll Hermannsson skrifar um strandsiglingar Páll Hermannsson » Þessar sigl-ingar munu hafa mun rót- tækari áhrifa á afkomu lands- byggðarinnar... Höfundur er flutningahagfræðingur. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Barnasængur - barnasett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.