Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 41 þess að við fáum aldrei að sjá hana aftur í þessu lífi. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Elsku hjartans Sara Líf, Þórunn, Alfreð og börn, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma og halda verndarhendi sinni yfir ykkur öllum. Kveðja Sonja Berglind Hauksdóttir. Elsku Lilja mín, ég trúi ekki að þú sért farin! Við kynntumst í Eskihlíð- inni og þar hófst okkar innilega og góða vinátta. Þú ert ekki aðeins ein sú fallegasta manneskja sem ég hef hitt á minni lífsleið, heldur líka ein sú best gefna og skemmtilegasta stelpa og með svo ríka réttlætis- kennd. Fegurð þín náði alls ekki að- eins til útlitsins, því hjartalagið þitt var svo stórt og fallegt. Alltaf vild- irðu hjálpa þeim sem minna máttu sín, þú stóðst staðföst með þínum og þú gast alltaf séð það góða í öðrum. Það var með þér í Hlíðunum sem ég byrjaði að feta þá lífsgöngu sem ég geng í dag. Ég á svo margar góð- ar minningar úr íbúðinni okkar. Þú varst mér svo góð vinkona og tókst mér alltaf nákvæmlega eins og ég var. Með þér lærði ég að hlæja og gráta og ég gat treyst þér fyrir öllu. Þú varst alltaf skilningsrík og um- burðarlynd og ætíð svo dugleg að hrósa mér. Þú lést mig alla tíð vita að þú værir stolt af mér og því sem ég var að gera. Þakka þér fyrir það, Lilja mín! Síðan lágu leiðir okkar sundur um tíma en við héldum þó alltaf sambandi. Svo fékk ég að taka þátt í gleðinni þinni þegar Sara Líf fæddist og það var dýrmætur tími. Undanfarin ár hittumst við æ sjaldn- ar. Þrátt fyrir það var alltaf eins og við hefðum síðast verið saman í gær þegar við loks hittumst og það voru alltaf miklir fagnaðarfundir. Ef ég hefði vitað að þetta væri í síðasta sinn sem ég hitti þig, þegar ég sá þig í sumar, þá hefði ég faðmað þig lengur og sagt þér einu sinni enn að ég elska þig – þótt þú vissir það vel. Við ætluðum alltaf að fara að hittast og ég reyndi einmitt að hringja í þig eftir prófin. En ég var of sein því ég kláraði skólann 5. des- ember – daginn sem þú fórst. Mér þykir svo leitt að ég hafi ekki getað gert meira til að hjálpa þér, elsku vinkona. Ég virkilega þráði að fá þig til að ganga samferða mér en sumir hlutir eru bara ekki í mann- anna höndum. En ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég veit að þú ert á góðum stað núna og að þér líður vel. Fegurð þín lýsir nú upp himnaríki og þú samsvarar þér svo sannarlega vel á meðal engl- anna. Ég hlakka til að hitta þig þar! Og þangað til við hittumst á ný hin- um megin, þá munt þú alltaf eiga þinn sérstaka stað í hjarta mínu og minning þín mun lifa áfram. Ég votta fjölskyldu Lilju Bjarkar mínar dýpstu samúðarkveðjur og ég bið Guð að gefa ykkur sinn himneska frið og huggun. Þessa bæn nota ég á erfiðum stundum: Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers and- artaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfi- lega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen Þín vinkona, Ýr Sigurðardóttir. Það er veisla á himnum. Álfheiður hefur skipulagt veislu föður sínum til heiðurs. Borðin eru hlaðin veislu- föngum og gestirnir hlæja, Ástmar hlær hæst. Svona sé ég endurfund lífsglaðra feðgina fyrir mér. Nú er leiðir skiljast þökkum við Ástmari samfylgdina, ófá ráð varð- andi bíla og handverk og vinsemd í okkar garð. Elsku Guðrún, Björn og Ingólfur, við vottum ykkur samúð og biðjum Guð að vaka yfir ykkur. Þórunn, Steen og synir. Vinur okkar Ástmar Örn er fall- inn frá, langt fyrir aldur fram. Eftir hátt í þriggja áratuga vináttu sækja minningarnar á og ekki er auðvelt að koma í orð lýsingu á hinum stór- brotna persónuleika sem Ástmar var. En hæst ber þó vináttuna og höfðingsskap hans, gestrisni og stórhug í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Vináttan náði líka til barna okkar og erum við þakklát fyrir þá umhyggju og gjafmildi sem dætur okkar þrjár hafa notið hjá Ástmari og Guðrúnu Björgu allt frá fæðingu og til unglings- og fullorð- insára. Ástmar var hestamaður og í eðli sínu sveitamaður og náttúrubarn. Án efa hefur sá hluti uppeldisins sem hann hlaut á heimili afa síns og ömmu á landsbyggðinni eitthvað haft um það að segja. En víst er það að fyrir utan bæjarmörkin innan um hesta og góða vini var Ástmar kátastur allra og smitandi hláturinn hreif nærstadda með í gleðina. Umfram allt var Ástmar þó fjöl- skyldumaður. Ekkert var fjöl- skyldu hans of gott. Átti það ekki eingöngu við um Guðrúnu Björgu, Ástmar Örn Arnarson ✝ Ástmar ÖrnArnarson húsa- smíðameistari fæddist í Reykjavík 29. október 1957. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss 9. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 18. des- ember. Álfheiði og Björn heldur einnig alla aðra í fjölskyldum þeirra. Hann studdi sitt fólk með ráðum og dáð, leysti stór og smá verkefni eða veitti stuðning með nærveru sinni. Saman fór fjölskyldan í gegn- um mikla sorg þegar Álfheiður féll frá og enn á ný standa Guð- rún Björg og Björn frammi fyrir sorginni. En við trúum því að sá trausti grunnur og samheldni sem fjölskylda þeirra hefur byggt upp í gegnum síðustu ár hjálpi þeim að feta aftur veginn út í hið daglega líf. Við vottum Guðrúnu Björgu, Birni, Ingólfi, Maríu, Sólbjörtu, Svavari, Rósu, systkinum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Ragna, Valgeir og dætur Það er sárt að syrgja og sérstak- lega börn og ungt fólk í blóma lífs- ins. Ástmar Örn var ungur maður, aðeins 49 ára gamall. Hann var húsasmíðameistari og afar dugleg- ur verktaki Hann byggði sumarhús og margt fleira og var nýbúinn að byggja ein- býlishús fyrir sig og fjölskylduna sína. Þau hjónin misstu dóttur sína aðeins um 10 ára gamla fyrir nokkr- um árum. Nú standa þau tvö eftir, Guðrún Björg, kona Ástmars og Björn sonur þeirra. En sem betur fer eiga þau marga góða að, bæði skyldmenni og vini. Ég hef fylgst með Ástmari og fjölskyldu hans frá því að hann var lítill drengur og hann hefur alla tíð verið góður drengur, gamansamur og skemmti- legur og mikill dugnaðarforkur. Guðrún Björg á nú um sárt að binda, að missa fyrst dóttur sína og síðan eiginmanninn. En hún er dug- leg hún Guðrún og stendur sig vel. Ég votta Sólbjörtu vinkonu minni samúð mína og öllum í fjölskyldu Guðrúnar Bjargar og vinum og ætt- ingjum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Valborg Soffía Böðvarsdóttir og fjölskylda. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR FANNÝJAR ÁSGEIRSDÓTTUR frá Lækjarbakka, Skagaströnd, fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, fimmtu- daginn 28. desember kl. 14.00. Ása Jóhannsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Guðrún Víglundsdóttir, Gissur Rafn Jóhannsson, Gyða Þórðardóttir, Gylfi Njáll Jóhannsson, Guðrún Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA EFEMÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést aðfaranótt föstudagsins 15. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju fimmtudag- inn 28. desember kl. 14.00. Guðmundur Svanberg Pétursson, Elísabet Guðmundsdóttir, Margrét Björg Pétursdóttir, Björgvin M. Guðmundsson, Víglundur Rúnar Pétursson, Hafdís E. Stefánsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir, Hallgrímur H. Gunnarsson, Ragnar Pétur Pétursson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, AUÐBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Arnaldsson, Arnhildur Gríma Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Elín Tryggvadóttir, Grímur Nói og Eva Elínbjört, Edda Margrét Guðmundsdóttir, Valtýr Stefánsson Thors, Guðjón Gunnar og Helga, Vala Védís Guðmundsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, JÓN SIGURÐUR ÞÓRISSON, Skarðshlíð 31E, Akureyri, lést aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Útförin hefur farið fram. Lin Zhou, Eric Zhou Jónsson, Óli Heiðar Jónsson, Sigmundur Þórir Jónsson, Tanja Rún Jónsdóttir, Jón S. Árnason, Jóna G. Snorradóttir, Árni Jónsson, Steinunn Benediktsdóttir, Snjólaug Jónsdóttir, Magnús Viðar Kristjánsson, Snorri Jónsson, Jónas Jónsson, Guðlaug María Óskarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Við þökkum öllum af heilum hug fyrir alla þá hlýju, vinarhug og stuðning sem þið hafið sýnt okkur und- anfarnar vikur vegna fráfalls SVANDÍSAR ÞULU og annarra afleiðinga slyssins 2. desember sl. Það, að finna þann mikla samhug, sem við höfum fundið, er ómetanlegt á erfiðum stundum sem þessum og aldrei er hægt að fullþakka það. Þökkum ykkur öllum fyrir. Ásgeir Ingvi Jónsson og Hrefna Björk Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför SESSELJU BJARGAR HELGADÓTTUR, Vesturvangi 38, Hafnarfirði. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Magnús Gunnþórsson, Steinn Ármann Magnússon, Jenný Rúnarsdóttir, Halldór Magnússon, Tumi Steinsson og Hugi Steinsson. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, HULDA J. KJERÚLF, Hrafnistu, Reykjavík, áður Efstasundi 35, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 11. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks á deild F-3 fyrir frá- bæra umönnun. Theodor Johannesen, Kolbrún Theodorsdóttir, Birgir Valdemarsson, Sóley Theodorsdóttir, Helgi J. Guðmundsson, Dögg Theodorsdóttir, Valur Kristinsson, Úlfar Theodorsson, Ágústína Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.