Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 49 menning Sjúkranuddstofan Moonstartherapy  Orkumeðferð - Akupoint massage  Heilnudd - Body massage  Bandvefsnudd - Connective tissue massage  Ristilnudd - Colon massage  Svæðanudd - Feetreflexzonetheraphy  Sogæðameðferð - Lymphdrainage  Bakmeðferð - Back and Spine therapy Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár therapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy M oo ns ta rt he ra py • M oo ns ta rt he ra py • M oo ns ta rt he ra py • M oo ns ta rt he ra py • M oo ns ta r •M oonstartherapy • M oonstartherapy • M oonstartherapy • M oonstartherapy• M oonstartherapyMoonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy Síðumúli 15 108 Reykjavík Sími/fax 588 1404 Gsm 895 9404 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Unnarstígur - Einbýli – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Nánari upplýsingar veita Magnús (865 2310) og Þorlákur (820 2399). Glæsilegt tæplega 300 fm einbýlishús við Unnarstíg á mjög góðum stað í miðbæ Reykjavíkur, þar af 18,4 fm sérstæður bílskúr. Húsið er hæð, kjallari og ris. Möguleiki á að hafa sér- íbúð í kjallara. Ýmiskonar eignaskipta koma til greina. 8021. Til sölu nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir í grónu hverfi, 2ja og 5 herbergja • Tveggja herbergja 80 m² • Fimm herbergja 143 m² Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum. Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum. Stofurnar eru 30-40 m² Á gólfum eru flísar og gott eikarparket. Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni. Stutt í golfvöll. Hrauntún ehf. byggir Uppl. gefur Örn Ísebarn byggingameistari í símum 896 1606 og 557 7060. Dæmi um 5 herbergja íbúð Sá, sáði, gildan eða gylltan,kyssa og kyssa … eða varþað kitla? Það má með sanni segja að hver landsmaður syngi jólalögin með sínu nefi, eða ætti kannski frekar að segja með sínum texta. Undanfarna tvo daga hefur verið skrifað í Morgunblaðið um textann við hið bráðskemmtilega lag Jólasveinar ganga um gólf. Samkvæmt þeim skrifum fór víst enginn upp á hól að kanna eitthvað og gekk svo um gólf með gildan staf í hendi, það er bara bull og vit- leysa, stafurinn er víst gylltur og á stólnum stendur (öl)kanna.    Eitt er víst að vangaveltur umrétta texta skapa alltaf skemmtilegar umræður og hefur pistlahöfundur heimildir fyrir því að ekki hafi verið um annað rætt en jólalagatexta og veðrið á vinnu- stöðum landsins undanfarna daga. Heyrði hann einnig af jólaballi í barnaskóla þar sem stoppað var í miðri hringferð um jólatréð því ekkert samræmi var í söngnum í Jólasveinar ganga um gólf. Börnin fóru að rífast um hvernig ætti að syngja lagið og foreldrar litu illi- lega hverjir á aðra, skiptust líklega í fylkingar með eða á móti hólnum og stólnum.    En Jólasveinar ganga um gólfer ekki eina jólalagið sem hefur valdið slíkum ruglingi og uppnámi í þjóðfélaginu. Ekki alls fyrir löngu var mikil umræða um Adam átti syni sjö því allt í einu uppgötvaðist að þýðandi íslenska textans var ekki eins snjall í dönsku og hann þóttist vera því Adam var ekki að sá neinu. Í danska textanum stendur „som så“ sem þýðir „sisona“ og á miklu bet- ur við þá hreyfingu sem er gerð þegar þessi setning er sungin en að sá. Nokkuð algengt er líka að sungið sé „hann sá þig“ í staðinn fyrir „hann sáði“, það er skemmti- legur ruglingur. Hver segir að allt þurfi að vera klippt og skorið og hundrað prósent sniðið að lögum og reglu! Það er alla vega erfitt að ímynda sér að Adam eigi nokkurn tíma eftir að hætta sáðmanns- störfum á Íslandi. Annar, aðeins saklausari, mis- skilningur á sér stað í laginu Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Þar byrjar lagið á því að mamman kyssir jóla- sveininn en seinna í því kitlar hún hann og hann hlær út um skeggið, mjög algengt er að sungið sé aftur kyssa í staðinn fyrir kitla, en það er víst hægt að hlæja um leið og maður er kysstur svo þetta er al- veg raunhæfur misskilningur. Margir hafa velt fyrir sér hver þessi Andrés sé sem stendur þar utangátta, eða var hann utan gátta? Og hver var hann þessi meinvill? Það er auðvelt að sjá fyrir sér ým- iss konar myrkraverur sem gætu borið það heiti með prýði en sam- kvæmt orðabók er orðið vill sama og villt; meinvill þýðir semsagt rammvillt. Og hvað eru frumglæði? Skilur einhver: „frumglæði ljóssins en gjörvöll mannkind“. Jólalagatextar virðast bjóða sér- staklega upp á hálfskilning og mis- skilning, og það má velta því fyrir sér hvort það sé einmitt þess vegna sem maður man þá – maður er ein- faldlega upptekinn af því hvað þessar furður merkja. Vitað er um fólk sem hefur sung- ið: „Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól. Siggi er á síð- um buxum, sollabláum kjól“ … eins og lillabláum, – veit ekki af hverju Siggi hefði átt að klæðast kjól. Uppáhaldstextamisskilningur pistlahöfundar er samt: „Fram í heiðanna ró, fann ég bólstraðan stól …!“ ingveldur@mbl.is Hver var hann þessi meinvill? Morgunblaðið/Árni Sæberg AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » Börnin fóru að rífastum hvernig ætti að syngja lagið og for- eldrar litu illilega hverj- ir á aðra, skiptust lík- lega í fylkingar með eða á móti hólnum og stóln- um. TÓNSKÁLDIÐ Atla Heimi Sveins- son þarf vart að kynna fyrir lands- mönnum en hann hefur verið einn af höfuðklerkum tónlistarlífsins á Ís- landi um áratuga bil. Eftir hann ligg- ur fjöldinn allur af tónverkum af öll- um hugsanlegum gerðum, sköpuðum af alls kyns tilefnum en Atla Heimi virðast vera öll stílbrigði töm. Hann hefur samið dásamlegar melódíur sem hvert mannsbarn í landinu þekk- ir en að sama skapi hrist reglulega upp í áheyrendum með framsæknum og ögrandi tónsmíðum. Tónamínútur er fyrsta heildarútgáfan á flautu- tónlist Atla Heimis og er þetta einnig í fyrsta skipti sem fjögur verkanna eru hljóðrituð. Verkin, sem rúmast á tveimur geisladiskum, eru samin á fimmtán ára tímabili. Þau elstu (og reyndar ástsælustu meðal þjóð- arinnar) Intermesso I og II úr barna- leikritinu Dimmalimm frá 1970 og yngstu, Flautusónata, sem Atli skrif- ar fyrir Áshildi og Man ég þig mey, tilbrigði við íslenskt þjóðlag frá 2005. Eftir að hafa hlustað á allt efnið í gegn koma ýmis orð upp í hugann eins og; frelsi, hugmyndaflug, tján- ing, kraftur og rómantík. Allt efnið virðist leika í höndunum á Áshildi Haraldsdóttur. Það er rétt eins og nóturnar hafi stokkið beint undan pennanum og tekið að hljóma, eða jafnvel beint út úr höfði tónskáldsins, svo lipur og fjörlegur er leikur henn- ar, þrátt fyrir að oftast sé alls ekki um auðspilað efni að ræða. Glöggt má heyra hversu vel Atli Heimir þekkir flautuna og möguleika henn- ar. Hann leyfir henni að njóta sín á öllu tónsviðinu og laðar fram þau ólíku blæbrigði sem hún býr yfir. Gaman er að heyra þau leiða saman krafta sína í Xan- ties frá 1975, en þar leikur Atli á píanó með Ás- hildi, en á sam- tímis eiga þau tal- aðan díalóg með söguþræði, þar sem orðin útskýra tónlistina og tón- listin orðin. Anna Guðný Guð- mundsdóttir á einnig hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu á plötunni, en hún er sífellt að festa sig betur í sessi sem okkar fremsti píanisti á sviði nú- tímatónlistar. Titilverk plötunnar, Tónamínúta frá 1981, samanstendur af mörgum einnar mínútu löngum mótívum (alls 21 stk.), sem tón- skáldið leggur mikið upp úr að séu ekki sekúndu lengri í flutningi, held- ur skuli frekar hætta í miðju kafi og demba sér í næsta mótív. Verkið í heild sinni er ævintýralegt ferðalag í gegnum alls kyns stemningar sem heita nöfnum eins og Karlatónar og Kvennatónar, Blómatónar, Fugla- tónar, Gamlir tónar o.s.frv. og alltaf tekst Atla á sinn einstaka hátt að teikna litríkar tónmyndir af þessum einföldu hugtökum. Reyndar þótti mér örlítill ókostur að upptakan og flutningurinn skyldu ekki alltaf vera þannig úr garði gerð að Áshildur hætti sjálf í miðju kafi, heldur er stundum lækkað snögglega niður í henni og næsta mótív tekur við, rétt eins og sé verið að leita í gegnum geisladisk. En auðvitað er þetta ein leið til að nálgast regluna sem sett er um flutninginn. Heildarsafn flautu- verka Atla Heimis er fjölbreytt og skemmtilegt og býður hlustandanum upp á að kynnast hljóðfærinu á opinn og spennandi máta. Atli sýnir breidd og tekur áhættu sem hann virðist alltaf komast upp með. Í heildina er hér um sérlega ánægjulega útkomu að ræða og get ég hæglega mælt með eintakinu sem viðbót í diskasafn tón- listaráhugamannsins. Myndarlegt heildarsafn flautuverka TÓNLIST Geisladiskur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja flautuverk eftir Atla Heimi Sveins- son. Upptökur fóru fram í Salnum og Víði- staðakirkju, nóvember og desember 2005. Hljóðritun: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarni Rún- ar Bjarnason. Hljóðmeistarar: Hreinn Valdimarsson og Páll Sveinn Guðmunds- son. Smekkleysa gefur út. Atli Heimir Sveinsson – Tónamínútur/ Complete Works for Flute Ólöf Helga Einarsdóttir Atli Heimir Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.