Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands var skráð 6.356,4 stig við lok- un viðskipta í gær. Verulega mikil velta var á hlutabréfamarkaði í gær eða 80,5 milljarðar króna, en gengið var frá viðskiptum með 22,6% heild- arhlutafjár í Straumi-Burðarási fyrir 42,1 milljarð króna. Velta á skulda- bréfamarkaði nam 20,1 milljarði króna. Hlutabréfa Atlantic Petroleum hækkuðu mest í gær eða um 2,42% og bréf Atorku hækkuðu um 1,98%. Hlutabréf Exista lækkuðu um 3,13%, bréf Landsbankans lækkuðu um 3% og Hlutabréf FL Group lækk- uðu um 2,7%. Þá lækkuðu bréf Glitn- is um 2,56%. 80 milljarða króna við- skipti með hlutabréf ● NOKKRAR tilfærslur hafa orðið á hlutafé í Exista síðustu daga, að andvirði rúmra sex milljarða króna. Eignarhaldsfélagið Hesteyri, sem er í eigu Samvinnutrygginga, FISK Sea- food og Skinneyjar-Þinganess, og Icebank hafa minnkað sína hluti í fé- laginu og meginkaupandi hefur verið nýtt fjárfestingafélag í eigu nokk- urra sparisjóða, sem keypt hefur 289 milljónir hluta á genginu 22,2. Icebank losaði sig við 125 millj- ónir hluta og Hesteyri seldi 207 millj- ónir hluta. Hlutur félagsins af heild- arhlutafé fór úr 5,73% í 3,82%. Fjárfestingafélag sparisjóðanna nefnist Kista og er að stærstum hluta (41,56%) í eigu SPRON. Sex milljarða við- skipti með bréf Exista ● HAGSTOFA Íslands birti í gær bráðabrigðatölur fyrir fjármál hins op- inbera. Þar kemur fram að afkoman á þriðja ársfjórðungi nam 14,5 millj- örðum króna, sem er um 400 millj- ónum króna minni afgangur en á sama tímabili í fyrra. Tekjuafgangur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum árs- ins nemur 52 milljörðum króna eða sem nemur 4,7% af landsfram- leiðslu. Á sama tímabili í fyrra var hann 37 milljarðar og hefur afkoman batnað um 42% milli ára. Tekjuafgangur ríkis- sjóðs 52 milljarðar ÞÓRSHÖFN fjárfesting (ÞF) seldi í gær 90% eignarhlut sinn í Hrað- frystistöð Þórshafnar (HÞ) til Ís- félags Vestmannaeyja. Í fréttatil- kynningu frá ÞF segir að með kaupunum ætli Ísfélagið að efla og styrkja rekstur Hraðfrystistöðvar- innar. „Heimamenn fagna þessari nið- urstöðu enda ótvíræður hagur að aðkomu Ísfélagsins að rekstri Hraðfrystistöðvarinnar,“ segir Björn Ingimarsson, stjórnarfor- maður ÞF, um söluna í tilkynningu. Fyrir tveimur árum stóðu Þórs- hafnarhreppur og Svalbarðshrepp- ur að kaupum HÞ af Samherja. „Við höfum í góðri samvinnu við meðeigendur okkar í ÞF stýrt því umbreytingarferli, sem við tókumst á hendur fyrir tveimur árum, í þann farveg sem við stefndum að,“ segir Björn ennfremur. „Ísfélag Vestmannaeyja lítur á kaupin á HÞ sem mikilvægan hlekk í áframhaldandi uppbyggingu Ís- félagsins og teljum við að þetta muni styrkja og efla rekstur sam- stæðunnar og HÞ til lengri tíma lit- ið,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins. Ísfélag Vestmannaeyja kaup- ir Hraðfrystistöð Þórshafnar horfur fyrr á þessu ári. Út af fyrir sig eru þetta ekki endalok eins né neins en þetta er klárlega einn dropinn enn í þann stein að aðhaldsaðgerðir Seðla- bankans og aðhaldssamari stefna í ríkisfjármálum þurfi með skýrari hætti að fylgjast að til að koma efna- hagslífinu í jafnvægi,“ segir Bjarni. „Ég met það þannig að sömu við- mið myndu gilda um aðra viðskipta- banka á Íslandi. Þ.e. að áhættudreif- ing þeirra með útrásinni þýði að þeir séu ekki eins háðir efnahagssveiflum á Íslandi. Það er að sjálfsgöðu já- kvætt fyrir fjármálakerfið.“ S&P staðfestir lánshæfismat Glitnis Matið er ekki háð eða með væntingum um stuðning ríkisins Morgunblaðið/Jim Smart Enn einn dropinn Bjarni segir lækkun S&P vera einn dropann enn í þann stein að aðhaldsaðgerðir Seðlabanka og aðhaldssamari stefna í ríkisfjár- málum þurfi að fylgjast að til að koma efnahagslífinu í jafnvægi. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is LÆKKUN Standard & Poor’s (S&P) á lánshæfismati ríkissjóðs hefur ekki áhrif á lánshæfi Glitnis sem er áfram óbreytt og með óbreyttum horfum að því er kemur fram í tilkynningu S&P en þar er tekið fram að tekið hafi ver- ið tillit til lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs. Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis, segir mjög ánægjulegt fyrir bankann og stefnu hans að lán- hæfismat Glitnis skuli vera staðfest á þessum tímapunkti. Það sé mikil traustsyfirlýsing. Alveg sjálfstætt mat Í tilkynningu S&P segir að láns- hæfiseinkunn Glitnis sé byggð á sterkri stöðu hans á Íslandi sem og aukinni dreifingu tekna með vaxandi umsvifum í Noregi og einnig í Svíþjóð frá því vor. Þá segir að einnig sé tekið mið af viðvarandi góðri afkomu bank- ans sem og sterku eignasafni hans. Sérfræðingar S&P segjast ennfrem- ur reikna með því að Glitnir geti hald- ið góðri arðsemi þrátt fyrir að efna- hagsaðstæður á Íslandi versnuðu með auknu útlánatapi og minni gengis- hagnaði. Bjarni leggur áherslu á að mat S&P á Glitni sé á engan hátt háð eða með væntingum um stuðning íslenska ríkisins. Þetta sé algerlega sjálfstætt lánshæfismat og að því leyti frábrugð- ið bæði lánshæfismati Moodýs og Fitch Ratings um alla íslensku bank- ana þar sem rætt er um óbeinan stuðning íslenska ríkisins. Aðspurður um lækkun lánshæfis- mats ríkissjóðs segir Bjarni ljóst að S&P telji vera mikið ójafnvægi í efna- hagslífinu. Enda blasi það við; við- skiptahalli upp á meira en 200 millj- arða, verðbólga sem er langt yfir markmiðum Seðlabanka og grunn- vaxtastig upp á 14,25%. „Auðvitað hljóta stjórnvöld að taka þessa aðgerð mjög alvarlega og hafa fengið viðvörun þar að lútandi þegar ríkissjóður var settur á neikvæðar ÖSSUR hefur keypt franska fyrir- tækið Gibaud Group fyrir um 132 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um níu milljarða króna. Gibaud Group er sagt forystufyrirtæki í Frakklandi á sviði þróunar og fram- leiðslu á stuðningstækjum með sér- stakri áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir. Vörumerkið á sér sögu í Frakklandi allt aftur til ársins 1890. Önnur stærstu kaupin Þetta eru önnur stærstu fyrir- tækjakaup Össurar. Í tilkynningu til Kauphallar segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, að kaupin séu mik- ilvægur áfangi í sókn Össurar inn á stuðningstækjamarkaðinn. Með kaupunum fái Össur einnig aðgang að nýjum og mikilvægum hluta evr- ópska markaðarins. Stuðningstækjamarkaðurinn í Frakklandi er metinn á um 130 millj- ónir Bandaríkjadala og er Gibaud Group næststærsta fyrirtækið með yfir 20% markaðshlutdeild. Franski markaðurinn fyrir vörur til notkunar við blóðrásarmeðferð er einnig met- inn á yfir 130 milljónir Bandaríkja- dala. Gibaud Group er með yfir 10% markaðshlutdeild á þessum markaði og er þriðja stærsta fyrirtækið. Hjá því starfa um 360 manns. Fyr- irtækið rekur tvær starfsstöðvar, aðra í Saint Etienne og hina í Trev- oux fyrir norðan Lyon, en þar eru framleiddar vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir. Hjá Gibaud- samstæðunni starfa rúmlega 65 manns við beina sölu, en fyrirtækið selur vörur sínar til rúmlega tíu þús- und lyfjaverslana í Frakklandi. Gert er ráð fyrir að sala Gibaud á árinu 2007 verði um 44 milljónir evra og EBITDA, án óvenjulegra liða, um 18%. Seljandi franska fyrirtækisins er samsteypa fjárfestingasjóða sem er stýrt af Barclays Privat Equity. Bank of America veitti Össuri ráð- gjöf við kaupin en Kaupþing banki veitti ráðgjöf við fjármögnun kaup- anna og brúarlán að upphæð 100 milljónir evra. Til uppgreiðslu brú- arlánsins er gert ráð fyrir hlutafjár- útboði á fyrri helmingi ársins 2007. Össur kaupir franskt fyrirtæki Mikilvægur áfangi í sókn Össurar inn á stuðningstækjamarkaðinn Morgunblaðið/Árni Torfason „FYRST leyfi ársreikn- ingaskrár er fyr- ir hendi er ekki að sjá að um sé að ræða brot á lagaákvæðum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, um þá ákvörðun Straums-Burðaráss að gera upp í evrum. Síðastliðinn fimmtudag sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri að lögin byggðust á sambærilegum lögum í Skandin- avíu og í þeim lögum væri fjármála- fyrirtækjum ekki heimilt að feta þessa leið. Jónas Fr. sagði Fjármálaeftirlitið hafa verið að skoða hvernig þetta mál sneri að stofnuninni. „Í fljótu bragði sjáum við ekki að þetta stangist á við neinar reglur sem við höfum eftirlit með. Á und- anförnum árum hafa íslensk fjár- málafyrirtæki margfaldast að stærð þannig að tekjugrunnur fyr- irtækjanna hefur breyst töluvert en um 60% af tekjum þeirra koma að utan. Þetta er nokkuð sem menn höfðu kannski ekki í huga þegar gildandi lög um ársreikninga voru sett á sínum tíma.“ Jónas Fr. segir spurninguna vera hvort girða eigi fyrir það að fjár- málafyrirtæki geri upp í erlendri mynt eða hvort opna eigi meðvitað fyrir slíkt. „Full ástæða er til að skoða þetta heildstætt sem og þær efnahagslegu afleiðingar sem því gætu fylgt,“ sagði Jónas Segir Straum ekki hafa brotið lög Jónas Fr. Jónsson )  *% +       *%,- ,$.   + !, ' '!     ! "#$%      &# $ &'( #)"#$% *))!+#"#$% (,"#$% "  #-)   . ) %/ 0   1$%2 0-)  , -)    3#  3 (  4#$ $#5*$#6#7(87# -  9$# - " +.)   .:  ( 0"#$% ;    #"#$% 0 ;   "#$% <=#8  >3?* @A  @#A00 0 6+6  B  $+6  / "#) % ) 0 4 7$#/ 04$6$#  ! 1234% )  *"#   % 68 5) ' )   (6-% /(6&, **,6,, /6%, /)6-, )*6+, ))6-, &)6., -&&6,, )/6), %-6,, +*6., +%6), ++)6,, )+6%, )6%) )%6&, %6%, *6)* &%6*,                                                     #5 ! 6) % 0  @ -6C ) 0 1$%4      5                                                    5 5     5 5 5 5                                             5    5    B 6) % C)#D$ @ E$0$#  (8+ ! 6) %   5       5 5  5 5 5 5 4C6 ! 6) !#6 < F 4G& )'(,+ +'(++ 7,6/ 7,6*   (@4. H? /'+., /'*,& 8,6+ 7+6+   II  >3?4)) *'(*( +'+&. 7+6, 8,6)   >3?1+ < )) (&/ +%'+,* 8,6) 8,6&   ;I.? HJK /'&*/ +)'&(& 7+6. 7,6/  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.