Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 55 rláksmessu, aðfangadag og jóladag Sími 553 2075-bara lúxus www.laugarasbio.is Sími - 551 9000 tt t t t t t tt m öllum gleðilegra jóla mber - Annan í jólum. ingarhúsinu kl. 12.15 dag hvern til jóla. Í dag er síðasti upplesturinn í seríunni; Yrsa Sig- urðardóttir les úr bók sinni Sér grefur gröf. Súputilboð á veitingastofunni. Safnbúð með forvitnilegum bókum og öðrum grip- um. Þjóðmenningarhúsið | Á Þorláksmessu milli kl. 16 og 17 áritar Arnaldur Indriðason bók sína Konungsbók í Þjóðmenningarhús- inu. Arnaldur kemur sér fyrir nálægt hinni einu sönnu Konungsbók Eddukvæða sem er til sýnis á handritasýningunni. Á meðan verður ókeypis aðgangur að sýningum og Konungsbók til sölu á kr. 3.500. Skemmtanir Kringlukráin | Dúettinn Sessý & Sjonni flytur tónist úr ýmsum áttum, jazz, blús, létt popp, rokk og fleiri stefnur. Uppákomur Barinn | PhuNk hópurinn verður með uppákomur á BARNUM Laugavegi 22. Þar verða myndverk til sýnis, föt til sölu, gjörn- ingar í kringum atburðinn og Dj-ar til að halda uppi stemningu. Samstarfshópur Friðarhreyfinga | Ís- lenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18. Þar mun Fal- asteen Abu Libdeh frá Palestínu halda stutt ávarp. Fundarstóri verður Arnar Jónsson leikari. Fréttir og tilkynningar GA- fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Hringdu í síma 698 3888. Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 23. desember er: 109542. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir í Dimmu- borgum, Mývatnssveit, taka á móti gestum á Hallarflöt frá kl. 13 til 15. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Jóla- sveinn dagsins kíkir í heimsókn í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í dag kl. 14. Hann mun segja sögur af lífinu í fjöllunum og frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið. Fyrir þá sem vilja koma fyrir hádegi er lesin jólasaga í fjósinu kl. 10.45. Kíktu í heim- sókn. Opið frá 10–17. www.mu.is Þjóðminjasafn Íslands | Á Torginu í Þjóð- minjasafninu stendur yfir sýningin Sér- kenni sveinanna. Á sýningunni er lítið jóla- hús og sitthvað sem tengist jólasvein- unum, svo sem kjöt fyrir Ketkrók og bjúgu fyrir Bjúgnakræki. Sýningin getur hjálpað börnunum til að skilja hin skrýtnu nöfn jólasveinanna. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Starfsfólkið á Afla- granda 40 sendir öllum gestum sín- um óskir um gleðileg jól. Bólstaðarhlíð 43 | Starfsfólk Félags- miðstöðvarinnar óskar öllum þátttak- endum í félagsstarfi og öðrum gest- um sem heimsótt hafa stöðina gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Dalbraut 18–20 | Starfsfólk og gest- ir í félagsstarfi félagsmistöðvarinnar Dalbrautar 18–20 Reykjavík senda landsmönnum öllum óskir um gleði- leg jól. Öllum velkomið að kíkja við milli jóla og nýárs. Blöðin liggja frammi. Hádegisverður og síðdegis- kaffi. Upplýsingar 588–9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa FEB verður lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur 2. janúar kl. 10. Félagið óskar öllum félags- mönnum, og öðrum eldri borgurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hananú-ganga kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Skötu- veisla kl. 11.45. Starfsmenn Gjábakka óska gestum sínum gleðilegrar hátíð- ar og gæfu og gleði á nýju ári. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Starfsmenn félagsstarfs aldraðra óska gestum sínum gleðilegrar hátíð- ar og góðs gengis á nýju ári. Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk sendir þátttakendum, samstarfs- aðilum og velunnurum um land allt hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð. Sérstakar kveðjur til allra sem lögðu lið og tóku þátt í menningar- og listahátíð eldri borgara í Breiðholti febrúar sl. Furugerði 1, félagsstarf | Norður- brún 1 og Dalbraut 14–20. Jólaljósa- ferð verður farin um Reykjavík 28. des. Kaffi í Ráðhúskaffi. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 13.45 og síðan teknir aðrir farþegar. Uppl. og skrán- ing fyrir Norðurbrún og Dalbraut í síma 568–6960 og í Furugerði í síma 553–6040. Hvassaleiti 56–58 | Félagsmiðstöð- in Hvassaleiti 56–58, óskar öllum vel- unnurum sínum svo og þátttakend- um í félagsstarfi öllu, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hæðargarður 31 | Starfsfólk og gest- ir í félagsstarfi félagsmistöðvarinnar Hæðargarði 31 Reykjavík, senda öll- um landsmönnum óskir um gleðileg jól. Öllum velkomið að kíkja við milli jóla og nýárs. Jólatréð okkar er engu líkt. Blöðin leggja frammi. Hádegis- verður og síðdegiskaffi. Upplýsingar 568–3132. miðjan. Þess vegna hefði ég haldið að gæfist tilefni til litríkrar túlkunar og frásagnargleði í meðhöndlun ís- lenskra þjóðlaga. Gerður, sem ann- ars hefur þýða rödd og hreina, líður heldur látlaust í gegnum lagalistann. Hún breytir sjaldnast áferð radd- arinnar, heggur lítið eftir orðum eða stemningum og virðist varla leggja áherslu á eitt eða neitt. Vissulega gæti hér verið um ákveðna nálgun að ræða, þ.e.a.s. listræna ákvörðun um að meðhöndla efnið á þennan pena hátt og ef svo er, er sjálfsagt að bera virðingu fyrir því. Nýjar útsetningar Önnu S. Þor- valdsdóttur fyrir fiðlu eru vel lukk- aðar, einfaldar og lúmskt spennandi og verða vonandi brúkaðar áfram. Hlín Erlendsdóttir leikur þær líka afar vel. Hún spilar hreint og hefur fallegan tón sem erfitt getur verið að ná fram þegar spilað er án vibratós. Eins Stendur Sophie Schoonjans sig með stakri prýði og ljær píanóút- setningum Rauter sannfærandi blæ á hörpuna. Fagurt er í fjörðum er ágætis plata fyrir það sem hún er. Hún er ósköp þægileg og hljómþýð. Flutn- ingurinn er vandaður og hnökralaus og ekkert stingur í stúf. En að mínu mati hefur hún harla lítið að segja þegar kemur að því að nálgast upp- runann í flutningi á íslenskum þjóð- lögum. Ólöf Helga Einarsdóttir THEORY of Machines er önnur skífan sem útgáfan Bedroom Community sendir frá sér, en hún inniheldur tónlist hins ástralska Ben Frost. Þetta er einhvers kon- ar raftónlist sem sækir í tilrauna- kennda nýklassík en einnig í óhljóðalist eða „noise.“ Frost vinn- ur mikið með stemningu, hann tekur sér góðan tíma í að byggja smám saman upp risavaxna hljóð- veggi sem eru háværari en öll rokktónlist en miklu líklegri til að koma manni úr jafnvægi. Hann leikur sér með andstæður, fer úr heilmiklum hávaða yfir í illgrein- anlegt suð á örfáum sekúndum og leggur síð- an grunn- inn að næsta turni stein fyrir stein. Rýmið skipar stóran þátt í tónlistinni og nákvæm hlustun í heyrnartólum birtir hlustandanum heilu hljóðborgirnar þar sem hvert herbergi er áþreifanlegt og hefur eigin hljómburð. Mörg hljóðanna hafa verið afmynduð á einn hátt eða annan, trommur og gítarar verða bjöguninni að bráð, og arki- tektúr borgarinnar er ansi fram- andlegur fyrir vikið. Frost byrjar á titillagi plöt- unnar þar sem gítar fær að gutla á sjöttu mínútu með síauknum styrk áður en nær óþekkjanlegar trommur bætast við og magnast, magnast, magnast enn meir, þar til klippt er á allt saman. „Stomp“ fylgir í kjölfarið. Það byggist á naumhyggjulegum raftrommum og afskræmdum gítar sem birtist óforvandis til allra átta. Lagið er fremur rólegt en stutt ris undir blálokin er allt að því óþægilegt Fjölskyldualbúmi Tilraunaeldhúss- ins). Það gefur þó ekki rétta mynd af plötunni að taka hana í sundur lag fyrir lag. Hér er raunverulega um fjörutíu mínútna heild að ræða þar sem hvert lag skipar jafnmik- ilvægan sess. Theory of Machines er stærðfræðilegt líkan eða borg: Verkið er þaulhugsað og útpælt, en virkar samt eins og það sé fljótandi og lífrænt. Frost leikur sér að tilfinningum okkar, eina stundina erum við hrædd, þá næstu sorgmædd, en við erum alltaf spennt (maður fær bók- staflega í magann af því að hlusta á þessa plötu og þarf jafnvel að leggjast fyrir). Hann hefur dottið niður á formúlu sem framleiðir til- finningar. Í sem stystu máli er Theory of Machines það áhrifa- mesta sem undirritaður hefur heyrt í ár. Þar fyrir utan eru um- búðir einstaklega fallegar og eigu- legar (en mjög skuggalegar og taugatrekkjandi), og útgáfan fær sérstakt hrós fyrir ítarlegan og vel skrifaðan texta sem fylgir plöt- unni. Meira af þessu, takk. áheyrnar, slík er spennan sem í því býr. Undir laginu „We Love You Michael Gira“ er taktfast píp sem minnir á hjartarita og gegn því teflir Frost fram því sem virðist vera algjör óreiða, handahófs- kenndur hávaði. Þannig dregur hann hið vélræna í hinu lífræna fram, snýr upp á væntingar okkar: hjartslátturinn er vélrænn en há- vaðinn lífrænn. Smám saman leys- ir listin svo mörkin upp þegar pí- anóleikur leysir pípið af hólmi og strengir sjá fyrir tónbilum og lag- línu. „Forgetting You Is Like Breat- hing Water“ er lokaverkið og læt- ur minnst yfir sér. Strengir feta sig smám saman upp tónstigann og röddunum fjölgar eftir því sem á líður. Maður gleymir sér og ell- efu mínútur þjóta hjá eins og eitt magnþrungið augnablik. Það er al- gjör andstæða lagsins sem fer á undan, „ … Coda,“ sem er hrein- ræktað hávaðarokk sem tekur inn- an við tvær mínútur að hafa áhrif. Lagið minnir um margt á lag sem kom út fyrr á árinu, „Mic Dictator of Love Anthem“ með sveitinni Represensitive Man (kom út á Stærðfræðilegar tilfinningar TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Ben Frost, nema lagið „ … Coda“ sem er eftir Ben Frost, Daniel Rejmer og Sean Alberts. Ben Frost flytur ásamt Lawrence English, Sigtryggi Bald- urssyni, Russell Fawcus, School of Emo- tional Engieneering og Hildi Ingveld- ardóttur Guðnadóttur. Daniel Rejmer, Valgeir Sigurðsson og Ben Frost tóku upp, tveir síðastnefndu hljóðblönduðu. Valgeir Sigurðsson hljómjafnaði. Bedro- om Community gefur út. 5 lög, 38:40. Ben Frost – Theory of Machines  Atli Bollason HERA Björk hefur verið syngjandi frá barnsaldri, en þetta er þó aðeins önnur breiðskífa hennar. Sú fyrri, „Ilmur af jólum“, kom út árið 2000 og er jólaplata, eins og nafnið bendir til. Margir hafa beðið eftir plötu með hefðbundnari dægurlögum frá Heru Björk og með nýju plötunni er biðin á enda. Hérna eru á ferðinni erlend dægurlög og Hera Björk sjálf semur flesta íslensku textana, en einnig eru nokkrir textar eftir Andreu Gylfa- dóttur, Þorgrím Þráinsson og Sig- rúnu. Strax í fyrstu tveimur lögunum, „Englar vaka“ og „Nótt í Ríó“, er tónninn gefinn og ljóst hvers kyns plata er hér á ferð. Hera Björk er að syngja mjög „sexí“ tónlist, og vænt- anlega mætti flokka tónlistina sem blöndu af nútíma-r’&b’ og popp- tónlist. Mikið er gert úr tælandi og tilfinningaríkum textum og raddanir og trommutaktar eru bæði heitir og seiðandi. Nokkur laganna eru samt rólegri með einfaldara píanó- og strengja- undirspili og ég er ekki frá því að þau lög séu hreinlega best heppnuðu lög plötunnar. Má þar til dæmis nefna lagið „Hér er ég“ sem Hera Björk syngur frábærlega og þar nýt- ur hún jafnframt aðstoðar bestu söngkonu Íslands, Kristjönu Stef- ánsdóttur. Raddir þeirra tveggja blandast frábærlega og á fárra færi er að leika slíkan söng eftir. Uppá- haldslag mitt er þó líklega lagið „Ástin mín“, en þar er rödd Heru Bjarkar alveg ótrúlega flott. Textinn er sérlega rómantískur og ljóðrænn og passar einkar vel við lagið og út- setningin öll er eins og best verður á kosið. Í þeim lögum þar sem mikið er lagt upp úr „suðrænu stuði“ er svo- lítið mikið verið að reyna að búa til alveg ægilega mikla stemningu, og finnst mér það leiðigjarnt. Ef til vill hefur það þó eitthvað að segja að ég hlusta ekki almennt á slíka tónlist og get því ekki alveg sett mig inn í slíkt. Á heildina litið er platan þó nokkuð góð, og tvö til þrjú lög alveg frábær. Suðrænn taktur og ljóðrænn tregi TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Heru Bjarkar, sem ber heitið Hera Björk. 11 lög, heildartími 55:58 mínútur. Útsetningar og stjórn upptöku: Hera Björk og Óskar Einarsson. Frost- músík gefur út 2006. Hera Björk – Hera Björk  Ragnheiður Eiríksdóttir Tælandi „Mikið er gert úr tælandi og tilfinningaríkum textum, og raddanir og trommutaktar bæði heitir og seiðandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.