Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 39 MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN TORFADÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 21. desember. Útför auglýst síðar. Óskar Ingibersson Kristín Óskarsdóttir, Mark Mcguinness, Karl Óskar Óskarsson, Valborg Bjarnadóttir, Jóhanna Elín Óskarsdóttir, Ingiber Óskarsson, Natalya Gryshanina, Ásdís María Óskarsdóttir, Þorgrímur St Árnason, Hafþór Óskarsson, Albert Óskarsson, Ragnheiður G. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÓLAFSSON, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, sem andaðist á St. Jósepsspítala miðvikudaginn 20. desember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju föstudaginn 29. desember kl. 15.00. Fríða Ása Guðmundsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Guðmundur Rafn Bjarnason, Margrét Gunnlaugsdóttir, Ólafur Bjarnason, Golnaz Naimy, Guðrún Erla Bjarnadóttir, Þórarinn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SAMÚEL ÓLAFSSON vélstjóri, Tungu, Hvalfjarðarsveit, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 20. des- ember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness. Fjóla Sigurðardóttir, Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Guðni Þórðarson, Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, Árni Aðalsteinsson og afabörn. Hér sit ég og er búin að kveikja á kerta- stjakanum sem þið Gestur færðuð mér; einn þessara fallegu muna sem þú gerðir. Það lék allt í höndunum á þér, ég hef kveikt á þessum stjaka á hverjum degi síðan þú fórst á spít- alann og beðið fyrir ykkur. Við töl- uðum um að það eina sem gæti hjálp- að á svona stundu væri vonin. Það eina sem við vitum um lífið er að við fæðumst og deyjum. Enn einu sinni er sláttumaðurinn (maðurinn með ljáinn) á ferð í okkar litla bæ. Þá hugsar maður hvað við höfum gert til að verðskulda þetta en svona er lífið og við fáum engu breytt. Okkur óraði ekki fyrir því, Ísafold mín, þegar ég kom til þín eins og oft áður um verslunarmannahelgina að þetta væri í síðasta sinn sem við drykkjum saman kaffisopa heima hjá þér. Þú fórst í bæinn sama dag og komst ekki aftur. Þú barðist eins og hetja til hinstu stundar þó þú værir helsjúk. Það var ekki þinn stíll að gefast upp og alltaf varstu jákvæð og brosandi og við gerðum góðlátlegt grín að þessu öllu saman. Við héldum enda í vonina um að það væri hægt að lækna þig, þú kæmist heim og við gætum tyllt okk- ur út á pall á fallegum sumardegi og fengið okkur rauðvínstár. Okkur fannst það aldrei skipta máli hvort við fengjum okkur það fyrir eða eftir hádegi. Nú sit ég hér og skrifa þessi fátæklegu orð og ylja mér við góðar minningar um okkar stundir saman. Ísafold Þorsteinsdóttir ✝ Ísafold Þor-steinsdóttir fæddist á Akureyri 15. maí 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. desem- ber síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey að eigin ósk 16. desember. Síðustu vikurnar sem þú varst á líknar- deild var hlúð að þér eins og kostur var. Starfsfólkið þar er yndislegt fólk, eins og ég hef alltaf sagt, engl- ar í mannsmynd. Fólkið þitt var hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, í byrjun aðventu, aðfaranótt 6. desember. Ég hef velt þessari tímasetningu fyrir mér, þegar þú sofnaðir í hinsta sinn, kannski hefur þú einmitt valið hana því þú varst svo mikið aðventu- og jólabarn, hver veit? Gestur þinn stóð eins og klettur við hlið þér, hann og börnin ykkar Kristín og Steini hafa misst mikið. Litlu ömmustelpurnar þínar nafna þín Kate Ísafold og Holly Lilja eiga ekki eftir að sjá ömmu sína aftur en þær hafa afa og Steina frænda sem eiga eftir að hlúa að þeim eins og þeir hafa alltaf gert. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Gestur, Steini, Kristín, Paul, Kate Ísafold og Holly Lilja, ég hugsa til ykkar á þessum erfiða tíma sem nú fer í hönd. Megi Guð og góðir englar vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Ykkar vinkona Rán. Elsku Ísafold, okkur tekur það sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Okkur er mjög minnisstætt hvað þú varst alltaf góð við okkur. Það var ekki langt að hlaupa yfir til þín þegar við vorum hjá ömmu og afa á Hjalla- brautinni og áttir þú alltaf eitthvað gott í skál og besta djús í heimi, það var alveg sama þó að mamma keypti sama djús og þú, þá var þitt alltaf betra. Okkur systkinunum þótti alltaf voða gaman að koma til þín og stúss- ast eitthvað með þér, baka með þér fyrir jólin, taka til í kompunni í kjall- aranum og fleira... Þú föndraðir mik- ið, saumaðir og leiraðir og eigum við nokkur kort sem þú saumaðir í. Atli fór með þér fyrir seinustu jól á Egils- braut 9 í föndur og skemmtuð þið ykkur mjög vel. 8. ágúst fæddist Sigurlaugu lítil prinsessa og sama dag fékk hún þær fréttir að þú hefðir verið lögð inn á spítala, Sigurlaug kom auðvitað yfir til þín og þú varst svo ánægð að sjá hana. Við komum reglulega og þú fékkst að sjá litlu dömuna stækka og varst voða montin að vera orðin langafasystir. Á aðfangadagskvöld hittumst við alltaf heima hjá ömmu og afa ef þið Gestur og Steini voruð ekki hjá Kristínu og fjölskyldu í Englandi og þá var mikið spjallað og hlegið. Við munum alltaf sakna þess að hitta þig ekki og monta okkur af jólagjöfunum okkar. Fyrir ein jólin gafstu okkur systk- inunum sinnhvorn jólasvein sem er hægt að beygla í allar áttir, þennan jólasvein pössum við vel upp á. Elsku Ísafold okkar, við munum alltaf sakna þín, við vitum að guð tekur vel á móti þér og þú hefur það gott með Eddu systur þinni, Sigur- laugu langömmu og Þorsteini lang- afa. Saknaðarkveðja frá okkur systk- inunum Sigurlaug, Atli og Áslaug. Við kveðjum hér ömm- una okkar, því amma er komin í frí. Var flottari’ en færustu kokkar og fínustu konditorí. Við úrval af kleinum og kökum kitlandi munnvatnið rann, angan af ilmandi bökum hver einasti bóndi það fann. Og þó svo að pottormaputtar potuðu brauð hennar í, hún vissi að glaðværir guttar gátu’ ekki spornað við því. Sigga’ amma safnaði blómum, safnið helst minnti á skóg. Þú komst ekki að kofanum tómum, þar kunni hún meira en nóg. Blítt hún við blómin sín ræddi og brosti sem útsprungin rós. Brákaðar greinarnar græddi, hún gaf öllu hlýju og ljós. En allt sama lögmáli lýtur, Sigríður Kristinsdóttir ✝ Sigríður Krist-insdóttir fædd- ist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hinn 9. maí 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Seli föstudaginn 8. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Munka- þverárkirkju 15. desember. hvað lifir að endingu deyr. Nú amma ei borðdúka brýtur né bakar hún kökurnar meir Hér slökkti á lífs- kveiknum kulið sem koldimman líður um geim. En það sem í þoku er hulið þar liggur vegurinn heim. (Höf. ók.) Kveðja, Sindri, Máni og Fannar. Í þessari stuttu minningargrein langar mig að stikla aðeins á því sem mér finnst hafa ein- kennt líf og persónu móður minnar öðru fremur, og hvernig ég hef upp- lifað það. Móðir mín kunni ekki að keyra bíl, hún kunni ekki að taka lán, hún kunni ekki að nota kreditkort, hún kunni ekki að skrifa ávísun og hún notaði ekki debetkort. Ekki veit ég heldur til þess að hún móðir mín hafi nokkurn tímann skuldað einum eða neinum eitt eða neitt, þegar kemur að veraldlegum hlutum. Sem sagt, hún móðir mín var ekki neitt sérlega veraldlega sinnuð þegar það kom að þessum þáttum, sem flestum okkar finnast svo sjálfsagðir að við teljum okkur ekki geta lifað án þeirra – en það gat hún móðir mín – og gerði vel. En hún móðir mín kunni að baka smákökur, hún kunni að elda mat, hún kunni að prjóna, hún kunni að halda heimili, hún kunni að vera góð eiginkona og hún kunni að vera góð móðir. Hún kunni líka að fæða og klæða okkur öll sex systkinin, eig- inmann og einn hund og þó svo að oft hafi verið þröngt í búi, margt í heim- ili og ekki úr miklu að moða, þá skorti okkur aldrei fæði eða klæði, María Sonja Hjálmarsdóttir ✝ María SonjaHjálmarsdóttir (Sonja) fæddist í Laukhella á eyjunni Senja í Norður- Noregi 9. júlí 1936. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu föstudaginn 8. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídal- ínskirkju 15. desem- ber. hvernig sem á stóð – hún móðir mín sá til þess, vegna þess að hún kunni það. Móður minni var margt til lista lagt, en eitt kunni hún öðru fremur en það var að vera heil og heiðarleg í flestu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði einnig mjög ein- faldar lífsreglur að leiðarljósi, en þessar lífsreglur voru: vertu heiðarlegur og sjálfum þér nægur, sýndu kærleika og um- hyggju í verki og ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Þetta kunni hún móðir mín og þetta gerði hún al- veg einstaklega vel, og ekki síst þá gerði hún það af einskærri ást, alúð, og umhyggju – okkur öllum til handa. Þrátt fyrir góðan ásetning og með þessar gullnu lífsreglur móður minn- ar í farteskinu, þá hefur mér oft orð- ið fótaskortur á lífsbrautinni. Oftar en ekki hef ég fótum troðið þessi lífs- gildi móður minnar, sem eru mér samt svo kær. Oft hef ég verið ósanngjarn gagnvart móður minni – og öðrum. Oft hef ég þurft að biðjast fyrirgefningar á framferði mínu og oft hefur mér liðið eins og ég væri búinn að klúðra þessu lífi mínu sem hún móðir mín fæddi og virtist henni svo kært. En hún móðir mín var alltaf tilbú- in til að fyrirgefa mér. Alltaf var hún til staðar og alltaf tilbúin til að hlusta, og það sem mestu skipti, hún var alltaf tilbúin til að styðja mig – vegna þess að hún að hún var móðir mín. Elsku mamma, ég sakna þín sárt og mun ávallt minnast þín sem sam- nefnara fyrir þá ást, umhyggju og kærleika sem líf mitt hefur þó alltaf átt að í gegnum tíðina hjá þér. Og þín vegna mamma, þá er ég hluti í lífi barna minna, þeirra Monsa, Daníellu og Elísu, og ekki síst tengdadóttur minnar hennar Ingu og barnabarns míns Sæþórs Helga. Kristján Finnbogason, fósturfaðir minn, sem ekki síður hefur verið mér stoð og stytta í gegnum súrt og sætt, þér votta ég mína innilegustu samúð. konan er ekki aðeins móðir mannanna heldur dýrlínganna, jafnvel Jesú Krists sjálfs. (Halldór K. Laxness) Gísli Hjálmar Hauksson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.