Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR nokkru var birtur op- inberlega vitnisburður Carne Ross , eins af aðalsamningamönnum bresku ríkisstjórnarinnar við Sameinuðu þjóðirnar í aðdraganda Íraksstríðs- ins, sem hann gaf sumarið 2004 fyrir rannsóknarnefnd Butlers lávarðar. Fram höfðu komið ásakanir þess efn- is að ríkisstjórnin hefði gert of mikið úr fyrirliggjandi upplýsingum í að- draganda stríðsins í þeim tilgangi að réttlæta innrásina og þátttöku Breta í henni. Butler nefndin var sett á fót til þess að rannsaka þær ásakanir. Ross var fyrsti ritari sendinefndar Breta hjá Sameinuðu þjóðunum og fór sérstaklega með málefni Íraks. Í skrif- legum vitnisburði hans til Butler-nefndarinnar upplýsti hann að fyrir innrásina hefði það leg- ið fyrir að engar upp- lýsingar væru til um gereyðingavopnaeign Íraka fyrir innrásina og ennfremur að engin áform hefðu ver- ið af hálfu Íraka um að ráðast á ná- grannaríki sín eða Bretland og Bandaríkin. Ross sagði skýrt og skor- inort að Blair hlyti að hafa vitað af þessu og benti m.a. á að breska rík- isstjórnin hefði aldrei haldið því fram fyrir Sameinuðu þjóðunum, meðan Ross var þar, að vopnaeign Íraka ógnaði Bretlandi eða hagsmunum þess. Þetta gengur í berhögg við mál- flutning forsætisráðherrans á þeim tíma, en hann hélt því fram innrásin í Írak væri lögmæt vegna þess að Saddam ætti gereyðingarvopn sem hægt væri að gera klár á 45 mínútum eða skemmri tíma og það ógnaði breskum hagsmunum. Breska blaðið Independent gengur svo langt í frétt um málið þann 15. desember sl. að fullyrða að vitnisburður Ross sýni fram á að Tony Blair hafi logið til um vopnaeign Saddams Hussein og er varla hægt að mótmæla þeirri stað- hæfingu. Þessu til viðbótar kemur fram í vitnisburði Ross að breskir embætt- ismenn hafi fyrir innrásina ítrekað varað bandaríska diplómata við því að stjórnleysi og óöld myndi fylgja því að hrekja Saddam Hussein frá völdum, eins og komið hefur á daginn. Með öðrum orðum, þeir sem best þekktu til innan breska stjórnkerf- isins vissu að engin ger- eyðingarvopn voru til í Írak og gerðu sér grein fyrir afleiðingum þess að ráðast inn í landið og steypa ríkisstjórninni. Þessari vitneskju var komið til ráðamanna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Samt var innrásin gerð og hún studd rökum sem vitað var að væru ósönn. Ross hefur til þessa ekki greint op- inberlega frá þessu vegna hótana breska utanríkisráðuneytisins um að hann yrði annars kærður fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Ross var hins vegar tilbúinn að láta vitnisburð sinn af hendi við utanríkismálanefnd breska þingsins, að því tilskildu að hann yrði ekki ákærður með skír- skotun til friðhelgi þingsins. Þingnefndin var í þeirri stöðu að velja á milli þess að verja forsætisráð- herrann og koma í veg fyrir að al- menningur fengi að vita af ósannind- unum eða að gæta almannahagsmuna og sjá til þess að almenningur fengi réttar upplýsingar. Það má kannski orða svo að þingmennirnir í nefndinni urðu að gera það upp við sig hvort þeir ætluðu að verja sinn mann eða þjóna almenningi. Ganga í takt og tala einum rómi. Spila í liðinu með Blair og taka þátt í því að spila með breskan al- menning. Eða að opinbera upplýsing- arnar þótt óþægilegar væru. Meirihluti þingnefndarinnar er að sjálfsögðu úr stjórnarflokknum, Verkamannaflokknum og formaður nefndarinnar, sem Independent kall- ar „government loyalist“ vildi íhuga málið vel og vandlega en annar þing- maður nefndarinnar úr sama flokki var ósammála og beitti sér fyrir því að nefndin fengi vitnisburðinn og að hann yrði svo gerður opinber. Eftir lokaðan fund í nefndinni, þar sem mikið mun hafa gengið á að sögn breska blaðsins, varð niðurstaða nefndarinnar að afla sér vitnisburðar Ross og birta hann á netinu. Þingnefndin stóðst prófið, þing- mennirnir gættu almannahagsmuna, en ekki hagsmuna forystumanna stjórnarflokksins sem voru búnir að koma sér í vandræði. Af þessu for- dæmi Breta geta ýmsir lært þarfa lexíu. Breska þingnefndin stóðst prófið Kristinn H. Gunnarsson fjallar um niðurstöðu breskrar þing- nefndar vegna Íraksstríðsins Kristinn H. Gunnarsson » Þingnefndin stóðstprófið, þingmenn- irnir gættu almanna- hagsmuna, en ekki hagsmuna forystu- manna stjórnarflokks- ins sem voru búnir að koma sér í vandræði. Höfundur er alþingismaður. NÝLEGA heyrði ég og sá í fjöl- miðlum að Gunnar Gunnarsson rit- höfundur væri líklega eini Íslend- ingurinn sem hefði hitt Adolf Hitler að máli. Þá rifjaðist upp fyr- ir mér saga sem mér var sögð fyrir rúmum 50 árum. Eflaust hefir hún aflagast eitthvað í minni mínu á svo löngum tíma, en aðalatriðin þykist ég muna rétt. Svo vildi til að sumarið 1955 hélt Flugfélag Íslands uppi áætl- unarflugi milli Reykjavíkur og Stokkhólms, og kom í minn hlut að reka erindi félagsins í Stokkhólmi það sumar. Vegna langvinns verk- falls flugvirkja um vorið komst ég ekki til Svíþjóðar eins og fyr- irhugað var, og varð að slá vígslu- fluginu á frest. Þá var gott að eiga að Sendiráð Íslands í Stokkhólmi, ekki síst sendiherrann, dr. Helga P. Briem (1902–1981). Um það leyti sem flugið hófst, átti ég oft erindi í sendiráðið og hitti Helga að máli. Hann gaf sér góðan tíma til að spjalla við mig, var léttur í máli og fróður og kom víða við. Ég minnist Helga ætíð síðan þakklátum huga fyrir hjálp- semi hans og ljúfmennsku. Í einni af þessum ferðum mínum í sendiráðið sagði Helgi mér frá því, þegar hann var fulltrúi Íslands (at- taché) í danska sendiráðinu í Berlín á árunum 1937–1940. Nasistar voru þá alls ráðandi en áttu marga hat- ursmenn. Sumir sögðu að Hitler væri svo lífhræddur að hann væri jafnan í skotheldu vesti innan klæða, en ekki vissu menn sönnur á því. Svo bar við einu sinni að Helgi var gestur í samkvæmi þar sem Foringinn var viðstaddur. Þá bloss- aði forvitnin upp í Helga. Hann fór að fikra sig í áttina að höfðingj- anum og hugsaði sér að kanna þetta mál. Að lokum var hann kom- inn svo nærri honum að þeir fóru að skiptast á orðum, og lá vel á Hitler. Helgi nýtti sér það og gerði sér upp hundakæti. Hann lét sem hann færi úr jafnvægi og rakst þá „alveg óvart“ utan í Foringjann, en notaði tækifærið um leið og slæmdi ann- arri hendinni aftan undir herðarnar á karli til þess að geta þreifað á því hvernig hann væri inn við beinið. Mér þótti svo merkilegt að Helgi skyldi komast upp með þetta, að ég get ekki munað lengur hvers hann varð vísari! Baldur Jónsson Spjallað við Hitler Höfundur er prófessor emeritus. Á SAMA tíma og ráðamenn þjóð- arinnar hafa kræs- ingar á borðum með valdi apapólitíkur skulu hinir lægra settu eta molana sem falla af borðum allsnægtaliðs- ins. Í skjóli apapólitíkur löggjafarvaldsins, (svo áfram sé notuð samlík- ing dæmisögu Esóps, sjá fyrri grein), krefst Ölmususkrifstofan að Laugavegi 114 þess af hinum almenna borg- ara sem orðinn er 67 ára og eldri að hann geri fjárhagsáætlun fyrir næsta ár eins og um stór-fyrirtæki sé að ræða. Verður hver ellilífeyr- isþegi að senda til Ölmusudeildar hverjar eru áætlaðar tekjur að mati einstaklingsins á komandi ári svo að hægt sé að hegna honum eins og glæpamanni ef hann gefur ekki upp réttar fjárhæðir sem honum muni áskotnast í framtíðinni. Refsingin er fólgin í því að taka með ólögmætum hætti grunnlífeyr- isgreiðslur er lífeyrisþeginn á rétt á samkvæmt (eignarréttarákvæði) stjórnarskrá lýðveldisins. Ef lífeyrisþeginn hunsar að gefa Ölmusustofnuninni upp sínar hug- myndir um væntanlegar tekjur á næsta ári er stofnunin með sérstaka fölsunardeild, sem samkvæmt bréfi frá stofnuninni er lögleg föls- unardeild. Fölsunardeildin skráir í falsskráningu sinni væntanlegar tekjur einstaklingsins. Eru fals- anirnar með slíkum ólíkindum hvað fjárhæðir varðar, sem einstaklingn- um eru áætlaðar, að samlíkingin er hið glæpsamlega kúgunarvald hins opinbera. Falsanir þessar er hægt að sanna með framlagningu út- sendra fölsunarpappíra stofnunar- innar. Sem dæmi um falsanir stofn- unarinnar þá eru í hverjum mánuði sendar út áætlanir um launatekjur manns upp á rúmar 600.000 kr. þótt viðkomandi hafi engar launatekjur, auk annarra falsana s.s. fjármagns- tekjur upp á milljónir. Svo virðist sem allar falsanir skjala sem ekki eru framkvæmdar af hinu opinbera séu lög- brot en falsanir hins op- inbera séu löglegar. Gera þarf skörp skil á agavaldi, þ.e. að þegn- arnir fari eftir löglegum lögum, og kúg- unarvaldi, sem beitt er til að framfylgja ólög- legum lögum. Sagt hef- ur verið að „með lögum skal land byggja og ólögum eyða“. Þetta gerir fölsunardeild stofn- unarinnar, að falsa tekjuáætlanir fólks, þrátt fyrir að starfsmenn hennar fari ólöglega í skattframtöl einstaklinga og sjái þar staðreyndir um tekjur þeirra. Er þetta gert þrátt fyrir að þeim komi þær upplýs- ingar ekkert við sem skráðar eru á skattframtal einstaklings. Það glæpsamlega athæfi sem framfylgt er af hálfu Ölmusustofn- unarinnar að Laugavegi 114 í nafni lagasetningar nr 117/1993 er vís- bending um að aparnir, sem sett hafa lögin stefni að því að þjóðnýta og taka eignarnámi lífeyrissjóði landsmanna til að bæta enn frekar þá möguleika að bæta eigin afkomu með hækkun eftirlauna og launa að eigin geðþótta. Hafa þeir þegar tek- ið ólöglega fyrstu vísbendingu að líf- eyrissjóði allra landsmann sem stofnaður var með lögum nr. 50/ 1946. Væri þetta kallaður þjófnaður af hálfu allra annarra en löggjaf- arsamkundunnar að taka eigur fjöldans til að bæta eigin afkomu. Á það skal bent að þegar kjör æðstu valdamanna þjóðfélagsins hafa verið lögfest með óhófshækk- unum og hækkanirnar sætt and- stöðu almennings hafa puntudúkkur þjóðfélagsins rekið upp ramakvein og kallað að það væri stjórn- arskrárbrot að hrófla við þeirra kjörum en löglegt að svipta almenn- ing sínum nauðþurftum. Benda má á ramakvein dómara við umræður vegna síðustu hækkunar á kjörum þeirra. Vísbending að framtíðar glæp- samlegu athæfi löggjafarvaldsins er setning laga um skylduaðild að líf- eyrissjóði. Með þessum lögum er tryggt að löggjafarsamkundan geti haft afskipti af lífeyrissjóðum lands- manna og tekið þá eignarnámi og fengið í hendur Ölmususkrifstofunni sem fái allsherjarvald til að drottna yfir velferð þegnanna sem ekki falla undir valdastéttina og misskipta auði þjóðarinnar eins og stofnunin gerir í dag. Það merkilega við lög um skyldu- aðild að lífeyrissjóði er að þau voru sett á svipuðum tíma og afnumin var skylduaðild að stéttarfélagi. Þessa ósvífni sýna ráðamenn þjóð- arinnar á sama tíma og mesta vel- ferðarskeið þjóðarinnar hvað varðar heildartekjur gengur yfir, en þorri þjóðarinnar nýtur ekki hagsæld- arinnar heldur aðeins valdaklíkan. Framkoma stjórnvalda gagnvart eldra fólki er slík svívirðing að ef til væri vottur af sómatilfinningu hjá löggjafarstofnuninni ætti að afnema þau ákvæði í lögum nr. 117/1993 á stundinni, sem varða eignarupptöku á lífeyrisgreiðslum til allra lands- manna. Einnig á að stöðva þá sví- virðingu er eldri borgarar eru beittir af Ölmusustofnuninni og tryggja það að allir geti lifað á landinu án þess að vera meðhöndlaðir sem bein- ingamenn eða lögbrjótar af misvitru fólki í opinberri þjónustu. Ölmusa og allsnægtir Kristján Guðmundsson fjallar um lífeyristryggingar aldraðra Kristján Guðmundsson » Þessa ósvífni sýnaráðamenn þjóðar- innar á sama tíma og mesta velferðarskeið þjóðarinnar hvað varðar heildartekjur gengur yfir ... Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. LAUGARDAGINN 16. desember síðastliðinn fóru fram í Háskóla Ís- lands skólaslit og útskrift Ráðgjafa- skóla Íslands að lok- inni haustönn 2006. Það var afar ánægju- legt, sérstaklega í ljósi þess, að ekki var gert ráð fyrir í upphafi þeg- ar skólinn var stofn- aður fyrir rúmum tveimur árum, að hann yrði starfræktur nema eina önn til að útskrifa þá sem fyrst stunduðu nám við skólann. Nú var hins vegar verið að útskrifa nemendur í fimmta sinn og ekki fyrirsjáanlegt annað en að skólinn verði starfræktur áfram. Upphaf Ráðgjafa- skóla Íslands má rekja til hvatningar Sig- urlínu Davíðsdóttur, lektors í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Sig- urlína hafði þá í huga ráðgjafa Krísuvík- ursamtakanna og ráð- gjafa á Teigi við Land- spítala – háskólasjúkrahús. Með mikilli vinnu og dugnaði varð síðan Ráðgjafaskóli Íslands til. Skólastjóri Ráðgjafaskólans er Stefán Jóhannsson, en hann hefur varið stærstum hluta starfsævi sinn- ar við áfengis- og fíkniefnaráðgjöf. Allt frá upphafi skólans hefur hann verið potturinn og pannan í starfinu og byggt upp starfsemina af miklum metnaði. Frá því skólinn tók til starfa hafa allir ráðgjafar Krísuvíkur farið í gegnum námið í Ráðgjafaskóla Ís- lands, allir ráðgjafar á Teigi, allir í Samhjálp sem m.a. rekur meðferð- arheimilið Hlaðgerðarkot, allir ráð- gjafar Götusmiðjunnar og allir frá unglingameðferðarheimilinu Há- holti. Sömuleiðis hafa sótt nám við skólann ráðgjafar frá SÁÁ, starfs- maður Fangelsismálastofnunar og starfsmaður hjá Heyrnleysingja- félaginu, svo dæmi séu tekin. Námsefni Ráðgjafaskóla Íslands er viðurkennt af alþjóðlegu fagráði á sviði áfengis- og vímuefnaráðgjafar (International Certi- fication & Reciprocity Consortium – IC&RC). Þetta alþjóðlega fagráð viðurkennir nú nám áfengis- og vímuefna- ráðgjafa á þessum grunni í öllum ríkjum Bandaríkjanna auk tuttugu annarra landa. Nemendur Ráðgjafa- skóla Íslands öðlast að loknu náminu og eftir þriggja ára starf undir handleiðslu rétt til þess að þreyta sérstakt próf sem viðurkennt er af IC&RC og standist þeir það fá þeir viðurkenn- ingu fagráðsins sem áfengis- og vímuefna- ráðgjafar. Starf sitt þurfa nemendur að hafa innt af hendi á heil- brigðisstofnun þar sem þverfaglegt teymi undir faglegri handleiðslu vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. 37 af þeim 82 ráðgjöfum sem skólinn hefur útskrifað hafa öðlast þessa við- urkenningu. Ráðgjafaskóli Ís- lands hefur sýnt fram á mikilvægi þess að starfandi sé góður sjálf- stæður skóli á sviði vímuefnaráð- gjafar og verður svo vonandi um ókomin ár. Ráðgjafaskóli Íslands er enn í þróun og framundan að víkka hann út. Í janúarmánuði næstkomandi hefst nám í svokölluðum Forvarna- skóla fyrir þá sem sinna eða hyggj- ast sinna forvörnum og í undirbún- ingi er kennsla í meðferðarstjórnun (clinical supervision). Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skól- ann á vefsíðunni forvarnir.is. Ráðgjafaskóli Ís- lands útskrifar vímuefnaráðgjafa G. Heiðar Guðnason fjallar um Ráðgjafaskóla Íslands G. Heiðar Guðnason »Ráðgjafa-skóli Íslands hefur sýnt fram á mikilvægi þess að starfandi sé góður sjálf- stæður skóli á sviði vímuefna- ráðgjafar og verður svo vonandi um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður Samhjálpar og situr í fagráði Ráðgjafaskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.