Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 51 menning Athugið hversu langur brennslutími er gefinn upp Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken, søndag den 24. december 2006 kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavik. Dönsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni á aðfangadag, 24. desember kl. 15.00. Prestur verður séra Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. ANNAN í jólum verður stafræna mörgæsateiknimyndin Happy Feet frumsýnd í Sambíóunum og Há- skólabíói. Myndin fjallar um mör- gæs sem syngur jafn illa og hún steppar vel. Þar sem söngur gegnir hins vegar mikilvægu hlutverki í samfélagi mörgæsa, enda finna sálu- félagar hver annan í gegnum söng, verður hinn stórgóði steppari ut- angátta í mörgæsahópnum. Leikararnir sem ljá myndinni rödd sína eru engir aukvisar og má nefna Hugh Jackman, Robin Willi- ams, Brittany Murphy, Elijah Wood og Nicole Kidman. Inn á myndina talar einnig hinn látni sjónvarps- maður Steve Irwin. Happy Feet verður sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Steppandi mörgæs í leit að sálufélaga Steppari Aðalsöguhetja myndarinnar Happy Feet er versti söngvari Suð- urskautslandsins. Henni er hins vegar stepplistin í blóð borin. ERLENDIR DÓMAR: Hollywood Reporter 80/100, LA Weekly 80/ 100, Variety 80/100, Boston Globe 75/100, New York Times 70/100, Wall Street Journal 70/ 100. (Allt skv. Metacritic.com.) Frumsýning | Happy Feet ÆVINTÝRAMYNDIN Artúr og Mínimóarnir verður frumsýnd í bíó- húsum hérlendis á annan í jólum. Myndin er byggð á samnefndri barnabók og fjallar um hinn tíu ára gamla Arthur, sem er leikinn af Freddie Highmore (Kalli og súkku- laðiverksmiðjan), sem vill gera allt sem hann getur til þess að bjarga húsi afa síns frá því að verða rifið. Hann leggur af stað í leit að fjársjóði sem er falinn í landi Mínimóanna sem eru agnarsmáar verur sem lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Myndin er samsuða af leiknu efni og tölvuteiknun og verður sýnd með íslensku og ensku tali hérlendis. Sá leikarahópur sem talar inn á ensku myndina samanstendur af: Robert De Niro, Madonnu, Snoop Dogg, David Bowie, Freddie Highmore, Harvey Keitel, Anthony Anderson (Scary Movie 3&4, The Departed), Chazz Palminteri (The Usual Su- spects), Jason Bateman (Arrested Development), Jimmy Fallon og Mia Farrow. Myndin er skrifuð og henni leikstýrt af Luc Besson (Leon, The Fifth Element). Artúr og Mínimóarnir verður frumsýnd 26. desember í Laug- arásbíói, Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Í leit að fjársjóði Mínimóar Ævintýramyndin Artúr og Mínimóarnir verður frumsýnd á ann- an í jólum hér á landi og ætti að vera skemmtileg fyrir alla aldurshópa. ERLENDIR DÓMAR: Engir dómar fundust um myndina. Frumsýning | Artúr og Mínimóarnir MOSFELLSKÓRINN er einn þeirra fjölmörgu kóra sem starf- ræktir eru hérlendis, en kórafjöld- inn á landinu ku víst í kringum þrjú hundruð (umfang kórastarfs á Ís- landi slær víst flestum nágranna- löndunum við, með tilvísun til hinn- ar vinsælu höfðatölu). Eðlilega myndast einhvern tíma þörf hjá þaulreyndum kórum að láta eftir sig einhverja heimild og er útgáfa á kóraplötum giska umfangs- mikil, þótt ekki fari hún hátt á al- mennum markaði. Plötur þessar eru eðlilega misjafnar að gæðum, oftast eiga áhugamannakórar í hlut og ég gleymi því aldrei er ég gekk fram á samstarfsfélaga minn í plötubúðinni Japis heitinni, þar sem hann fól höfuðið í höndum sér. Þessi ágæti vinur minn var þá yfir klass- ísku deildinni og var að drukkna í kórdiskum, sem streymdu inn í búð- ina úr öllum sýslum að heita má. Mosfellskórinn, sem er blandaður kór, hefur frá upphafi lagt áherslu á léttleika og skemmtan, og er það auðheyranlegt á þessum ágæta jóla- diski hans, sem er nýútkominn. Það eru síst einhverjir aukvisar sem leggja kórnum lið á plötunni, Sál- verjarnir Jens Hansson, Friðrik Sturluson og Jóhann Hjörleifsson spila hér stóra rullu, auk Björgvins Gíslasonar sem leikur á gítar og sjálfur Diddi fiðla tekur upp. Hér er helgislepjan víðsfjarri, lögin eru flutt af hressleika og stuð- ið er mikið, framvindan leikandi létt og kímnigáfan sjaldnast langt und- an. Það sem á vantar í samhljómi og „kórréttum“ söng er bætt upp með töffaralegri afstöðu („attit- júdi“) og fölskvalausri sönggleði. Útsetningar eru það sem kalla mætti grallaralegar, í sumum lög- unum sveigja þær skemmtilega frá því sem hefðbundið gæti talist, og nefna má t.d. „Meiri snjó“, „Snæ- finnur snjókarl“ og „Litli trommu- leikarinn“. Konur og karlar kallast oft sniðuglega á, og rokkari Cree- dence Clearwater Revival „Proud Mary“ er sunginn af krafti sem „Jólin eru að koma“! Róleg lög og „helgari“ skjóta þó upp kolli líka, gott dæmi er upphafslagið „Er jóla- ljósin ljóma“ og einnig „Nóttin var sú ágætt ein“. Þá verður að geta hlutdeild hljóðfæraleikaranna, og einkanlega kemur Jens sterkur inn á saxinum. Semsagt, jólaplata sem tekur sig ekki of hátíðlega, og græðir hún vel á því er upp er staðið. Með kátum brag TÓNLIST Geisladiskur Mosfellskórinn flytur jólalög undir stjórn Páls Helgasonar. Jens Hansson útsetti, auk þess að leika á hljómborð og saxó- fón. Jóhann Hjörleifsson leikur á tromm- ur, Friðrik Sturluson á bassa og Björgvin Gíslason á gítar. Sigurður Rúnar Jónsson stýrir upptökum. Mosfellskórinn gefur út. Mosfellskórinn – Jólajósin ljóma  Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/RAX Útsetjari Jens Hansson útsetti jólalög fyrir Mosfellskórinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.