Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 35 GAMALDAGS viðhorf um mið- stýringu ráða nú ríkjum í Ráðhús- inu. Skerða á áhrif hverfaráða, íbúa- samtaka og þjónustumiðstöðva í hverfum. Þetta er óskiljanlegt og rangt. Við sem fórum með stjórn Reykjavík- urborgar á fyrra kjör- tímabili reyndum ýms- ar leiðir til að færa völd og áhrif út í hverfin, til félagasamtaka og hverfaráða auk þjón- ustumiðstöðva. Við vildum opna leiðir al- mennings að upplýs- ingum og ákvörðunum um málefni í hverf- unum. Þá sagði oddviti sjálfstæðismanna, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, að stofnun þjónustu- miðstöðva væri með því vitlausasta sem hann hefði kynnst. Sjálfstæð- ismenn höfðu enga trú á hverfaráðunum. Hvort tveggja sannaði sig hins vegar í reynd, svo mjög að sjálfstæð- ismenn hættu við að leggja niður þjónustu- miðstöðvarnar. En þeir vega nú að þjónustu og áhrifum íbúa úti í hverf- unum, svo mjög að mörgum er brugðið og hafa forsvarsmenn íbúa- samtaka látið í sér heyra um það. Fé fært frá hverfaráðum Reynsla af starfi öflugustu hverf- isráðanna er góð og vísar veginn fyr- ir þau öll. Þau störfuðu við góðar undirtektir og höfðu beina tengingu inn í borgarstjórn með því að borg- arfulltrúar sátu í þeim. Ávöxturinn er fjölgun íbúasamtaka, og stað- bundin verkefni sem ráðist var í á síðasta kjörtímabili, svo sem í um- ferðaröryggismálum og fleiru. Nú er vegið að þessu góða starfi í stað þess að þróa það áfram með því að taka á það litla styrkjafé sem ráðin höfðu til góðra málefna á heimavelli og færa inn fyrir gráa múra Ráðhúss- ins. Þessir peningar nýttust til að styrkja umfjöllun um hverfamál, halda hátíðir og verðlauna það sem vel var gert. Nú er það tekið, litlar 11 milljónir króna, og færðar inn í hítina í borgarráði. Skorið niður í þjónustu- miðstöðvum Það er í þjónustumiðstöðvunum sem fram fer þjónusta sálfræðinga við skólana, fólk sem á við erfiðleika að etja kemur og fær aðstoð, ráðgjöf er veitt um fullorðinsfræðslu og forvarnir, og fleira slíkt sem er í beinum tengslum við almenn- ing. Nú ætlar meiri- hlutinn í borgarstjórn að skera niður hjá þjónustumiðstöðv- unum um 90 milljónir króna. Þetta er falið með auknum fram- lögum í samræmi við aukin verkefni, en nið- urstaðan er eigi að síð- ur þessi. Þetta er fá- ránleg forgangsröðun, að skera niður þar sem þjónustan er bein- tengd við fólkið. Tvöfalt meira styrkjafé til borg- arráðs Þá vekur athygli að tvöfalda á pottinn sem borgarráð hefur til úthlutunar utan fagráðanna. Fjárveiting hækkar um litlar 45 milljónir króna. Þetta er þvert gegn áherslum okkar á fyrra kjörtímabili sem miðuðust við að færa sem mest af styrkjafé borg- arinnar út á vettvang fagráðanna þar sem yfirsýn fæst í málaflokk- unum, jafnræði ríkir milli þeirra sem sækja um og úthlutað er faglega. Þetta er miðstýring sem er gam- aldags og lýsir valdsækni þeirra sem hreiðrað hafa um sig í nægilegri fjarlægð frá borgarbúum til að deila og drottna ótruflaðir af almenningi. Einhvern tíman var talað um stein- aldarmenn á jakkafötum í sal borg- arstjórnar; þeir Björn Ingi og Vil- hjálmur fá í nógu að snúast að úthluta 90 milljónum króna framhjá fagráðum borgarinnar og hverfa- ráðum á næsta ári, allt eins og í gamla daga. Gamaldags valdastjórnmál fá uppreisn Stefán Jón Hafstein fjallar um borgarmálefni Stefán Jón Hafstein »Reynsla afstarfi öfl- ugustu hverf- isráðanna er góð og vísar veginn fyrir þau öll. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. BÆJARFULLTRÚI L- listans á Akureyri fór mikinn á síðum Morgunblaðsins sl. laug- ardag um meinta framkomu og frammistöðu flugfélagsins Ice- land Express. Ég veit satt að segja ekki hvað honum gengur til með þessum skrifum því ljóst er að Akureyringar og Norð- lendingar eru ánægðir með þjón- ustu félagsins hingað til Ak- ureyrar og t.a.m. var sætanýting í ferðum félagsins í sumar um 80%. Sem forseti bæjarstjórnar vil ég taka fram að með skrifum sín- um er Oddur Helgi ekki að tala fyrir munn bæjarstjórnar Ak- ureyrar, síður en svo. Öllum er ljóst að óhappaatvik varðandi lendingaraðstöðu og veður geta komið upp. Það er brýnt að hagsmunaðilar læri af þeirri reynslu og bæti úr upplýs- ingagjöf og þeim þáttum sem eru til þess fallnir að valda óþæg- indum hjá viðskiptavinum. Það er líka óásættanlegt að Akureyrarflugvöllur skuli vera svo illa búinn tæknilega að það komi í veg fyrir nýtingu hans og dragi úr möguleikum góðrar við- skiptahugmyndar. Jafnframt að við búum við þá staðreynd að stærðir flugvéla og tegundir skuli vera takmarkandi þáttur í rekstri vallarins. Úr þessu þarf að bæta og ég bið bæjarfulltrúa að standa sam- an um og berjast fyrir því að framkvæmdir varðandi lengingu Akureyrarflugvallar og bætt að- staða flugfarþega verði að veru- leika sem fyrst þannig að við getum látið flugvöllinn dafna á markaðslegum forsendum. Síðan skulum við líka þakka fyrir það frumkvöðlastarf sem forsvarsmenn Iceland Express hafa unnið, sem mun þegar fram líða stundir skila okkur meiri samkeppni bæði í ferðaþjónustu og inn- og útflutningi. Fyrir þessu skulum við berj- ast með oddi og egg. Sigrún Björk Jakobsdóttir Með oddi og egg Höfundur er forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Brautarholti 20 105 Reykjavík sími 561 5100 badhusid@isf.is www.isf.is gjöfin hennar dekurdagur í baðhúsinu áví s u n á v e ll íð a n Komduáóvart gefðuhenniDekurdag íBaðhúsinu í jólagjöf hö nn un :lin da @ isf .is • Lúxus andlitsmeðferð • Augnmaski • Litun á augnhár & brúnir • Plokkun/vax á brúnir • Handsnyrting • Fótsnyrting • Líkamsmeðferð 50 mín • Heit laug • Vatnsgufa • Hvíldarhreiður Pakkaverð: 26.900 Fullt verð: 30.480 6-7 klst Dekurdagur A Dekurdagur B • Andlitsmeðferð • Augnmaski • Plokkun á brúnir • Handsnyrting • Fótsnyrting • Líkamsmeðferð 50 mín • Heit laug • Vatnsgufa • Hvíldarhreiður Pakkaverð: 23.900 Fullt verð : 26.680 5 klst Dekurdagur C • Andlitsnudd & maski • Litun á augnhár & brúnir • Plokkun/vax á brúnir • Handsnyrting • Fótsnyrting • Líkamsmeðferð 30 mín. • Ljósatími • Heit laug • Vatnsgufa • Hvíldarhreiður Pakkaverð: 20.900 Fullt verð: 22.830 4-5 klst Pakkaverð: 28.900 Fullt verð: 34.080 8 klst. • Lúxus andlitsmeðferð • Litun á augnhár & brúnir • Plokkun/vax á augabrúnir • Augnmaski • Lúxus handsnyrting • Lúxus fótsnyrting • Líkamsmeðferð 90 mín • Léttar veitingar • Heit laug • Vatnsgufa • Hvíldarhreiður lúxusdagur, sá allra flottasti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.