Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 19 MENNING HLJÓMSVEITIN Ullarhatt- arnir spilar einungis einu sinni á ári, á Þorláksmessukvöldi 23. desember. Hattarnir hófu feril sinn árið 1998 og koma því fram í 9. skiptið í kvöld. Sveit- ina skipa þaulreyndir tónlist- armenn, þeir Eyjólfur Krist- jánsson, Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Friðrik Sturlu- son og Jóhann Hjörleifsson. Tónleikar þessa árs verða í Gyllta salnum á Hótel Borg klukkan 23. Forsala aðgöngumiða hefst í anddyri salarins kl. 15 og er miðaverð 2.000 krónur. Munu ekki vera margir miðar í boði. Tónlist Ullarhattarnir í Gyllta salnum Eyjólfur Kristjánsson LISTAMENNIRNIR Hekla Dögg Jónsdóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sig- urðardóttir og Ásdís Sif Gunn- arsdóttir opnuðu í gær sýn- inguna Ljósaskipti-Jólasýning Kling og Bang í Kling og Bang galleríi á Laugavegi 23. Sýn- ingin er opin í dag og er enginn aðgangseyrir. Listamennirnir ákváðu að sýna saman á dimmasta tíma ársins þar sem þau eiga það sameiginlegt að búa til verk sem eiga best heima í myrkri. Þau segjast auk þess hrífast af verkum hvors annars því þau tengist í sameiginlegu sjónrænu tungumáli. Myndlist Samsýning á dimm- asta tíma ársins Hekla Dögg Jónsdóttir Í DAG verður opið frá klukkan 13 til miðnættis í Listasetrinu á Hólmaslóð. Þá lýkur listsýn- ingu Lafleur auk þess sem hægt verður að kaupa bækur á sérstöku tilboðsverði, m.a. þrjár glænýjar bækur frá Laf- leur, Sögu heimspekinnar eftir Gunnar Dal og Allar smásögur Tolstoys. Gestum gefst kostur á að gæða sér á ljúffengum réttum þar sem hæst ber hörpuskeljarrétt, matreiddan af Lafleur að hætti og eftir tilsögn Jóhönnu Vigdís- ar. Nú matreiðslubók Jóhönnu Vigdísar verður einmitt til sölu á sérstöku tilboðsverði. Bókmenntir Listasetrið á Hólmaslóð opið Benedikt S. Lafleur ÍSLENSKA heimildarmyndin Hvert örstutt spor, sem sýnd var hér á landi í fyrravor, hefur hlotið mikla dreif- ingu og verið sýnd víða um heim. Myndin fjallar um mænuskaða og í henni er sögð saga ungrar stúlku, Hrafnhildar, sem slasaðist alvarlega í bílslysi hér á landi árið 1989 og skaddaðist á mænu. Það er móðir Hrafnhildar, Auður Guðjónsdóttir, sem gerði myndina í samvinnu við Sagafilm og er tilgangurinn með henni sá að vekja athygli á sjúkdómn- um og hvetja veröldina til að taka saman höndum með íslenskum heil- brigðisyfirvöldum og Alþjóðaheil- brigðisstofnunni í að safna upplýs- ingum um mænuskaða en talsvert hefur skort á að nægilega upplýs- ingar liggi fyrir um sjúkdóminn. Mænusködduðum fjölgar „Þeim sem mænuskaðast fjölgar stöðugt, aðallega vegna umferð- arslysa, íþrótta, afþreyingar og of- beldis og eru börn að verða stærri og stærri hópur sem verður fyrir barðinu. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindum sl. hálfa öld hefur meðferð á mænuskaða lítið breyst. Endurhæfingarstefnan er góð svo langt sem hún nær en endurhæfing er ekki lækning. Með Hvert örstutt spor hrindum við af stað nokkurskonar vitund- arvakningu um alvarleika mænu- skaða og hvetjum þjóðir heims til að taka höndum saman í baráttunni gegn honum,“ segir Auður sem á veg og vanda af því að koma af stað gagnabanka um mænuskaða en markmið hans er að safna upplýs- ingum um þær meðferðir sem beitt er í dag við mænuskaða og taka skipulega á lækningamálum þeirra sem lömun hljóta vegna skaða á mænu. „Nú er til skoðunar í heilbrigð- isráðuneytinu hvernig hægt er að vekja athygli og áhuga á málefnum mænuskaðaðra á alþjóðavettvangi. Ísland hefur mikil alþjóðatengsl og getur beitt áhrifum sínum og búið í haginn fyrir mænuskaðað fólk og lækna og vísindamenn sem starfa á þessu erfiða sviði.“ Auður segir að markmiðið með myndina sé að vekja athygli á mænu- skaða á alþjóðavettvangi og að aug- lýsa gagnabankann en heimsóknum í hann hefur fjölgað rækilega í kjölfar sýninga myndarinnar. Auður dreifir myndinni sjálf ókeypis og allt sem hún vinnur í þessu sambandi er góð- gerðarstarf. Sýnd í Hong Kong í janúar Nú fyrir jólin sýnir þýska stöðin Deutsche Welle myndina og mun sýna hana nokkrum sinnum að sögn Auðar en stöðin sendir út til fjölda landa. „Danska ríkissjónvarpið hefur sýnt hana nokkrum sinnum, Breska stöðin Reality TV sem sendir út til 123ja landa hefur einnig sýnt hana nokkrum sinnum en stöðin hefur myndina til afnota í þrjú ár. Sjón- varpsstöðvar í Ísrael, Pakistan, Venezúela og Dóminíska lýðveldinu hafa allar sýnt myndina. Tvær stærstu stöðvar í Hong Kong munu sýna myndina í janúar, það eru ATV á World Channel og TVB sem sýnir hana í þættinum Pearl Report. Myndin verður sýnd í Ungverjalandi fyrri hluta næsta árs og hefur klukkustundar umræðuþátt um mænuskaða í kjölfarið. Kynning á myndinni er nú á leið til nýkjörins varaforseta Ecuadors sem er mænu- skaðaður og mun hann væntanlega beita áhrifum sínum til sýningar myndarinnar þarlendis,“ segir Auður og bætir við að fjöldi annarra sjón- varpsstöðva víða í veröldinni sé að skoða myndina með tilliti til sýningar. Kvikmyndir | Heimildarmyndin Hvert örstutt spor sýnd víða um heim Fjallar um mænuskaða AUÐUR Guðjónsdóttir gerði heimildarmynd ásamt Sagafilm um dóttur sína sem skaddaðist á mænu í bílslysi fyrir þrettán árum síðan til að vekja heimsathygli á mænuskaða og safna upplýsingum um lækningar á honum. Morgunblaðið/Golli Sýnd víða um veröld „EF djassinn á ekki að daga uppi sem safn- gripur, verður hann að horfa áfram veginn,“ segir djass- saxófón- og pí- anóleikarinn Travis Sullivan í samtali við dag- blaðið Advocate í Connecticutríki í Bandaríkjunum í fyrradag. Travis Sullivan hefur sýnt í verki að hann er ekki fastur á klafa hefðarinnar, eins og flestir skilja það hugtak, því hann er stofnandi og hljómsveitarstjóri stórsveitarinnar Bjorkestra, sem sérhæfir sig í flutningi tónlistar Bjarkar í bigband-útsetningum. „Í mínum huga felst hefðin í því að spila frábæra tónlist, frá hvaða tíma sem við lifum,“ segir hann ennfremur. Hljómsveitin Radio- head og Björk segir hann dæmi um framsækið tónlistarfólk í okkar samtíma. Fari fólk á Broadway sýn- ingar í dag, finni það ekki lengur þá framsæknu tónlist sem þar óm- aði fyrir 50 árum, þess vegna verði djassinn að leita fyrir sér á öðrum sviðum í dag. Travis Sullivan kveðst hafa kynnst Björk af plötum hennar Post og Homogenic á miðjum 10. áratugnum. „Ég man að þegar ég heyrði þessa tónlist fyrst, velti ég því fyrir mér hvaðan þessi tónlist kæmi eig- inlega. Það sem fyrir eyru mín bar var mun framsæknara og þrungið meiri sköpunarkrafti en það sem ég var að hlusta á í djassinum. Hefð- armódelið þar var skapað kringum 1940, en í mínum huga er hefðin það að skapa eitthvað nýtt.“ Sullivan spilaði áður í amerísku djassbandi með norrænni söng- konu, og fyrir það útsetti hann sitt fyrsta Bjarkarlag, Hyperballad. Hugmyndin að Bjorkestra kviknaði árið 2002, og spilaði sú sveit fyrst opinberlega árið 2004. Hann lang- aði að fylla upp í opnu svæðin í tón- list Bjarkar í útsetningum sínum. „Ef maður hugsar tónlist hennar eins og landslag, þá eru mörg laga hennar með opnum hljómrænum svæðum. Mig langaði að fylla tón- listina djasshljómum þar sem auðu svæðin leyfðu. Tónlist Bjarkar er mjög örvandi fyrir þá sem stunda spuna og hljómrænt séð, þá hentar tónlist hennar mjög vel fyrir djass- aðar og nútímalegar útsetningar.“ Varð aða finna góðan söngvara Snúnasta hlutskiptið í átján manna sveit Sullivans er hjá söng- konunni Beccu Stevens, þar sem rödd Bjarkar er einstök, og setur sterkan svip á lögin hennar. Sulliv- an segir að að það fari enginn svo glatt í skóna hennar. „Bakgrunnur minn í tónlistinni er fyrst og fremst úr hljóðfæraleik og ég hef alltaf lit- ið á sönginn sem viðbót við heildar- hljóminn – annan lit á striganum. En þetta er einungis satt um það sem að hljóðrænunni snýr. Auðvit- að varð ég að finna söngvara sem væri mjög fjölhæfur og ofboðslega góður. Becca Stevens hefur bak- grunn í djassi, en líka í tónlist Bjarkar og er bara 22 ára.“ Bjorkestran hefur haft í nógu að snúast að undanförnu og komið fram í klúbbum og tónleikastöðum á Manhattaneyju í New York og víðar á austurströnd Bandaríkj- anna. Aðspurður um aðferðafræði sína við Bjarkarverkefnið segir hann: „Ég nálgast tónlist Bjarkar eins og ég myndi gera við hverja aðra standarda djassins. Það sem að mér snýr er fyrst og fremst það, hvernig ég geti gert tónlistina sem ánægjulegasta fyrir hlustandann.“ Bjorkestra fyrir djass- aða Björk Nóg að gera við að spila tónlist Bjarkar Bjorkestra Spilar á Manhattan FIÐLULEIKARINN Evan Price, sem leikur með Turtle Island strengjakvartettinum í San Franc- isco fékk jólapakkann sinn í fyrra fallinu í ár. Fiðlunni hans sem stolið var eftir tónleika í apríl í vor var skilað í hendur hans í gær af vaskri sveit lögreglumanna. Evan Price er önnur fiðla í kvart- ettinum fína, sem hlaut Grammy verðlaunin á þessu ári fyrir plötu sína 4 + Four. Stuldurinn átti sér stað þegar fiðluleikarinn vék eitt augnablik frá fiðlu sinni á flugvellinum í Billings í Montanaríki daginn eftir tónleika þar í borg. Fyrr en varði var fiðlan sem var afar verðmæt, Praga fiðla frá 1879 horfin. Evan Price fór sjálfur á stúfana og leitaði á öllum helstu skransölum borgarinnar, setti auglýsingar í fiðlutímarit og gerði fiðlubúðum í Bandaríkjunum og og Kanada við- vart. Ekkert dugði, Price innheimti tryggingafé sitt og keypti nýja fiðlu. En sú gamla fannst. Það gerðist þegar maður nokkur reyndi að selja hana fiðlukaupmanni í Ontario í Kanada, en svo vildi til að fiðlusalinn, Ray Schryer er góðvinur Price, vissi allt um horfna gripinn og hafði selt Price fyrstu fiðluna sem hann keypti.. Verðlaunafiðlari endurheimtir verðmæta Pragafiðlu frá árinu 1879 Þjófurinn ætlaði að selja hana vini eigandans AP Pragafiðlan Lögreglustjórinn í Billings Montana skilar fiðlunni góðu í hendur eiganda síns á blaðamannafundi þar í borg. Í HNOTSKURN »Hvert örstutt spor var sýndhér á landi vorið 2005 og hef- ur farið víða síðan. »Myndin hefur þegar veriðsýnd í sjö löndum og bætast þrjú lönd við í byrjun næsta árs. » Myndin hefur verið þýdd áensku og spænsku og er sú hugmynd í gangi að þýða hana líka á arabísku þar sem 300 millj- ónir manna tala það mál. » Myndin hefur m.a verið sýndundir nöfnunum Þú munt aldrei ganga framar og Krafta- verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.