Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! ÉG ER LOKSINS KOMINN Á STEFNUMÓT MEÐ ELLEN OG HÚN VEIT EKKI EINU SINNI HVER ÉG ER ÞETTA KVÖLD GÆTI EKKI ORÐIÐ MIKIÐ VERRA! VILTU VEÐJA? ÉG HELD AÐ LAUF SÉU KLIKKUÐ! ÞAU ERU AÐ DRÍFA SIG SVO MIKIÐ AÐ FALLA TIL JARÐAR, EINS OG EINHVER SEM GETUR EKKI BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ KOMAST AÐ HEIMAN EF AÐ ÉG VÆRI LAUF, ÞÁ TÆKIST ÞEIM ALDREI AÐ FÁ MIG TIL ÞESS AÐ SLEPPA TRÉNU! ÉG MUNDI VÆLA OG GRÁTBIÐJA UM VÆGÐ... TRÉÐ MUNDI ÖRUGGLEGA SKAMMAST SÍN! ER ENNÞÁ BÝFLUGA Á MÉR? ÉG SEGI EKKI! ÞÚ KALLAÐIR MIG FÍFL FYRIRGEFÐU, ÞÚ ERT EKKI FÍFL. ER BÝFLUGAN ENNÞÁ Á MÉR? NEI GOTT, ÞÁ ÆTLA... ÉG VARAÐ MEINA: „NEI, HÚN ER Á ÞÉR.“ ÞAÐ ER ÖFUGUR DAGUR ÞÚ VEIST AÐ „ÖFUGI DAGURINN“ ER BÚINN Á MIÐNÆTTI? „JÁ“ FÓLK SEGIR AÐ MAÐUR EIGI AÐ FARA SNEMMA AÐ SOFA OG VAKNA FYRIR ALLAR ALDIR, ÞVÍ „MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND“ EN ÞEIR SEM FARA SNEMMA AÐ SOFA... MISSA AF ÖLLU ÞVÍ SKEMMTILEGA SEM GERIST Á BARNUM! HVERNIG GENGUR GRÍMI AÐ HJÁLPA ÞÉR AÐ BERA ÚT PÓSTINN? EKKI MJÖG VEL... Á TVEGGJA MÍNÚTNA FRESTI VERÐUR HANN EITTHVAÐ SKRÍTINN OJJ! ÞAÐ ER DAUÐUR FISKUR Í VATNINU, ÉG ÆTLA AÐ KOMA MÉR HÉÐAN!! ÞETTA ER EKKI DAUÐUR FISKUR, ÞETTA ER GÖMUL, EINNOTA BLEYJA OJJJ!! ÉG ÆTLA AÐ KOMA MÉR HÉÐAN! HEYRÐIR ÞÚ HVAÐ HANN SAGÐI? HANN VILL FÁ ALVÖRU VINNU! ÞAÐ VILJA ÞAÐ FLESTIR ÞAÐ REYNA ALLIR AÐ NOT- FÆRA SÉR GAMALMENNI EINS OG MIG EF ÞETTA ER EITTHVAÐ VANDAMÁL, ÞÁ FER ÉG BARA ÞAÐ ÞARF ALLTAF ALLT AÐ SNÚAST UM ÞIG! Börn styðja börn er yfir-skrift þróunarverkefnissem Utanríkisráðherrahefur sett á laggirnar. Verkefnið er unnið með Matvæla- áætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Program) og felst í því að fyrir hvert íslenskt grunskólabarn er veittur styrkur til að greiða fyrir skólamáltíð fyrir eitt skólabarn í Úganda og Malaví, og munu því alls um 45.000 börn njóta góðs af verk- efninu. Kostnaður af Börn styðja börn-verkefninu nemur 110 milljón- um króna á ári, en verkefnið er til tveggja ára, og kemst Ísland með framlagi sínu í hóp þeirra fimm þjóða sem mestum framlögum veita til Matvælaáætlunar SÞ miðað við höfðatölu. Jón Erlingur Jónasson er sendi- ráðunautur í utanríkisráðuneytinu: „Verkefnið er mjög stórt að umfangi miðað við önnur þróunarverkefni Ís- lendinga sem unnin eru í samvinnu við alþjóðastofnanir, og nær til mik- ils fjölda barna,“ segir Jón Erlingur. „Matvælaáætlun SÞ hefur sýnt mik- inn og góðan árangur af verkefnum sínum og fer vel með það fjármagn sem henni er veitt, en starf Matvæla- áætlunarinnar er háð gjafafé frá ríkjum og hefur utanríkisráðuneytið viljað auka stuðning Íslands við verkefni hennar.“ Næringarástandi barna er ákaf- lega áfátt í Úganda og Malaví, en Ís- land hefur sinnt ýmsum þróunar- aðstoðarverkefnum í þessum löndum með tvíhliða samvinnu, og var það með hliðsjón af því, og í samráði við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Matvælaáætlun SÞ sem ákveðið var að verkefnið skyldi beinast að börn- um í þessum tveimur löndum. Staðgóð máltíð hvern dag Eins og fyrr segir er aðstoðin veitt í því formi að máltíðir eru veittar í skólanum, hvern dag: „Börnin fá því mat ef þau koma í skólann, en fyrir mörg þeirra er þetta eina staðgóða máltíðin sem þau snæða yfir daginn,“ segir Jón Erlingur. „Rannsóknir hafa sýnt að með þessum hætti fjölg- ar þeim börnum sem sækja skóla en þannig tekst bæði að bæta heilbrigði barnanna og auka menntun þeirra.“ Jón Erlingur nefnir að verkefni af þessum toga gagnist stúlkum sér- staklega: „Meirihluti þeirra barna, sem ekki ganga í skóla í þróunar- löndum, er stúlkur. Verkefni sem þetta eykur skólasókn meðal stúlkna, en búið er að sýna fram á að stúlkur sem ganga í skóla eru í helm- ingi minni hættu á að smitast af HIV og helmingi minni líkur eru á að börn þeirra verði vannærð,“ segir Jón Erlingur. „Einnig eignast stúlkur sem ganga í skóla að jafnaði helmingi færri börn en þær sem ekki njóta menntunar, og börn þeirra eru að sama skapi líklegri til að sækja skóla.“ Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna er stærsta mannúðarstofnun heims og dreifði á síðasta ári skóla- máltíðum til 21,7 milljóna barna í 74 löndum. Í heild úthlutaði Matvæla- áætlunin matvælum til 96,7 milljóna manna í 82 löndum. Nánari upplýs- ingar má finna á slóðinni www.wfp.org/schoolfeding. Þróunaraðstoð | Börn styðja börn: Skóla- máltíðir handa börnum í Úganda og Malaví Máltíðir handa 45.000 börnum  Jón Erlingur Jónasson fæddist í Reykjavík 1959. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH 1979, BS-gráðu í líffræði frá Há- skóla Íslands 1983 og Cand.- Scient. í stofn- vistfræði frá Óslóarháskóla 1987. Jón Erlingur vann við markaðs- og þróunarmál í sjávarútvegi og var síðar aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra. Hann hóf störf sem sendi- ráðunautur við utanríkisráðuneytið árið 1999. Jón Erlingur er kvæntur Védísi Jónsdóttur hönnuði og eiga þau tvö börn. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir sýningar á jólaleikritinu Réttu leiðinni í Borgarleikhúsinu. Áhorfendum var gefinn kostur á að koma með jóla- pakka og leggja undir jólatré í forsal leikhússins sem og margir gerðu þann tíma sem sýningar stóðu yfir, en þeim lauk um síðustu helgi. Barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn afhentu svo jólapakkana til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi sl. mánudag. Ragnhildur Guð- mundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd veitti pökkunum viðtöku en Mæðra- styrksnefnd mun svo sjá um að úthluta þeim til skjólstæðinga sinna og Hjálparstofnunar kirkjunnar. Morgunblaðið/G.Rúnar Börn hjálpa börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.