Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 37 SIGURÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, ritar til- finningaþrungna grein í Morg- unblaðið þriðjudaginn 19. desem- ber undir fyrirsögninni „Ósvífin hagsmunagæsla BSRB“. Tilefnið er ályktun stjórnar BSRB þar sem fagnað er ákvörðun utanríkisráðu- neytisins að færa undir sýslu- mannsembættið á Keflavík- urflugvelli öryggisgæslu sem einkaaðila var í sumar veitt umboð til að annast. Þegar ákvörðun var tekin um þá ráðstöfun í sumar vakti það hörð viðbrögð frá al- mennum borgurum og stétt- arfélögum, Landssambandi lög- reglumanna, Tollvarðafélagi Íslands, auk BSRB sem færðu rök fyrir því að löggæsla og almenn ör- yggisgæsla ættu að vera á höndum opinberra aðila. Slíka þjónustu vill Sigurður hins vegar láta bjóða út og þrýsta verð- lagi þannig niður. Arðsemiskrafa og fjárskortur stundum varasöm blanda Yrði þetta til hagsbóta fyrir borgarann? Er sum opinber starf- semi og þá ekki síst löggæsla og öryggiseftirlit ekki einmitt þess eðils að vafasamt geti verið að undirselja hana markaðs- lögmálum? Markaðslögmálin eru víða góð til síns brúks en það á þó ekki alls staðar við. Það varð að minnsta kosti niðurstaðan varðandi eftirlit með öryggi járnbraut- arlesta í Bretlandi. Jafnvel þótt strang- ar formlegar kröfur væru gerðar um ör- yggisstaðla sem slíkum eftirlits- aðilum var gert að fylgja varð veruleik- inn annar þegar tvennt var virkjað saman: Að skapa eigendum viðkomandi fyrirtækis, sem sinnti eftirlitinu, eins mikinn arð og kostur var og um leið halda kostnaði í lágmarki. Þetta reyndist lífsháskaleg blanda enda voru al- varleg slys rakin beint til þessa kokteils. Síðan er hitt að um opinbert ör- yggiseftirlit og almenna löggæslu gilda margvíslegar reglur og lög sem einkafyrirtæki eru und- anþegin. Hvers vegna skyldu þess- ar reglur og þessi lög hafa verið sett? Ef þau eru óþarfi, hvers vegna ekki að afnema þau? Um þetta fjallaði 41. þing BSRB sem haldið var í október sl. og ályktaði m.a. eftirfarandi: „Um opinbera stjórnsýslu gildir ákveðinn laga- rammi til að tryggja al- mannahag og í sam- ræmi við það eru gerðar strangar kröfur til opinberra embættis- manna á sviði löggæslu varðandi fagmennsku, menntun og hæfni.“ Í sömu ályktun er vikið að einkavæðingu örygg- isgæslunnar á Keflavík- urflugvelli og henni mótmælt með eftirfar- andi rökum: „Slík ör- yggisgæsla hlýtur að falla undir starfsemi opinberra löggæsluyfirvalda sem hafa m.a. það hlutverk að halda uppi allsherjarreglu og tryggja ör- yggi íslenskra borgara á íslensku landsvæði. Þá má ekki gleyma því að meginmarkmið einkarekinna fyrirtækja er að skila hagnaði og er hætt við að slík sjónarmið ráði för við reksturinn. Það getur í þessu tilviki haft áhrif á öryggi þeirra borgara sem um Leifsstöð fara hverju sinni.“ Þessari afstöðu reiðist fram- kvæmdastjóri SVÞ og segir hana vera „freklega móðgun og ósvífni“ í garð starfsmanna þeirra einka- fyrirtækja sem annast hafa örygg- isgæslu á Keflavíkurflugvelli frá í sumar og er stjórn BSRB krafin „um afsökunarbeiðni“ fyrir þeirra hönd, svo og fyrirtækja „og alls almennings“. SVÞ vill leggja niður störf opinberra starfsmanna Hér snýr framkvæmdastjórinn öllu á hvolf. Um er að ræða starf- semi sem tekin var undan op- inberum aðilum tímabundið. Sig- urður Jónsson hvetur til þess í grein sinni að lengra verði gengið í slíku og því fylgt sem hann kall- ar „útvistunarstefnu ríkisins“. Hún felur það væntanlega í sér að leggja niður störf opinberra starfs- manna og fela þau einkaaðilum í hendur. Þetta telur fram- kvæmdastjórinn greinilega heppi- legri kost en að opinberir starfs- menn sinni þessum verkefnum. Móðgunargjörnum mönnum í op- inberri þjónustu þætti þetta ef- laust tilefni til þess að stinga niður penna og fara fram á afsök- unarbeiðni. Það er þó fráleitt að persónugera málin með þessum hætti á hvorn vænginn sem er, hinn opinbera eða hinn einka- rekna. Á báðum stöðum vinnur örugglega ágætt fólk, upp til hópa. Spurningin snýst hins vegar um fyrirkomulag, þau lög og þær regl- ur sem fólk starfar samkvæmt, þá menntun sem tilskilin er til að gegna tilteknum störfum og þau markmið sem stofnanir og fyr- irtæki starfa samkvæmt. Þetta hefur ekkert með „lögun og inn- ræti“ einstaklinganna að gera eins og framkvæmdastjóri SVÞ talar um í grein sinni þegar hann gerir stjórn BSRB upp skoðanir. Skynsamleg niðurstaða stjórnvalda BSRB hefur komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytið hafi tekið skynsamlega stefnu varðandi öryggisgæsluna á Kefla- víkurflugvelli og hafa samtökin lát- ið þá skoðun í ljósi. Á þeirri skoð- un þarf hvorki að biðja Sigurð Jónsson né nokkurn annan afsök- unar. Löggæsla og almenn öryggisgæsla á hendi opinberra aðila Ögmundur Jónasson svarar grein Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóri SVÞ » BSRB hefur komistað þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytið hafi tekið skynsamlega stefnu varðandi öryggisgæsluna á Keflavíkurflugvelli og hafa samtökin látið þá skoðun í ljósi. Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður BSRB. RÍKISSTJÓRNIN hefur gumað mikið af því undanfarið, að hún hafi verið að gera stórátak í lífeyr- ismálum aldraðra. En hver er sann- leikurinn í því máli? Hann er sá, að ríkisstjórnin hefur stigið hænufet í lífeyrismálum aldr- aðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga (einhleyp- inga) frá Trygg- ingastofnun er nú 123 þúsund krónur á mán- uði fyrir skatta. Miðað er við þá sem ekki eru í lífeyrissjóði og verða að treysta eingöngu á almannatryggingar. Ríkisstjórnin ætlar að hækka þessa fjárhæð um þrjú þúsund krón- ur um áramót eða í 126 þúsund krónur. Þetta kalla ég hænufet. Það breytir litlu eða engu hvort lífeyrisþeginn fær 123 þúsund eða 126 þúsund. Það er jafnmikil hungurlús eftir sem áður og engin leið að lifa mannsæm- andi lífi af þessari fjárhæð. Af þessari fjárhæð verður lífeyrisþeginn að greiða skatta og verða þá aðeins um 107 þúsund krónur eftir þegar þeir hafa verið greiddir. – Fyrr í sumar samdi ASÍ við atvinnurekendur um leiðréttingu á launum launþega vegna verðbólgunnar og inni í því samkomulagi var, að aldraðir fengju svipaða leiðréttingu en rausn- arskapur ríkisstjórnarinnar var slík- ur, að aðeins 400 lífeyrisþegar fengu fulla leiðréttingu. Mega vinna fyrir 25 þúsund á mánuði Ekki tekur betra við þegar athug- að er hvað lífeyrisþegar mega vinna mikið án þess að bætur þeirra verði skertar. Það eru 25 þúsund krónur á mánuði. Þetta er hlægilega lág upp- hæð. Ríkisstjórnin ætlaði upphaflega að láta það ekki taka gildi fyrr en á árunum 2009 og 2010, að lífeyr- isþegar mættu vinna fyrir einhverju lítilræði án þess að bætur þeirra væru skertar. En nú hefur hún flýtt gildistökunni til næstu áramóta vegna þrýstings frá samtökum aldr- aðra. Telur ríkisstjórnin sig hafa unnið stórvirki með því að flýta gild- istöku á þessu lítilræði til næstu áramóta! En þetta er aðeins hænufet, sem ríkisstjórnin er að stíga. Reiðir og vonsviknir Eldri borgarar eru bæði reiðir og von- sviknir vegna fram- komu ríkisstjórnarinnar við þá. Ríkisstjórnin hefur komið mjög illa fram við aldraða. Hún hefur hundsað þá og hafnað réttlátum kröf- um þeirra um kjarabæt- ur. Það sem rík- isstjórnin hefur gert í kjaramálum aldraðra er að veita þeim algera hungurlús. Neysluútgjöld ein- staklinga samkvæmt nýrri könnun Hagstofunnar eru nú 210 þúsund á mánuði. Ríkisstjórnin lætur aldraða einstaklinga, sem ekki eru í lífeyr- issjóði, fá 123 þúsund á mánuði. Það vantar 87 þúsund krónur á mánuði upp á, að þessi lífeyrir nái meðaltals- neysluútgjöldum einstaklinga sam- kvæmt könnun Hagstofunnar. Nú finnst eldri borgurum mælirinn full- ur. Þess vegna ræða þeir nú í fullri alvöru um sérframboð til alþingis. En það er enn tími til stefnu fyrir stjórn- málaflokkana. Ríkisstjórnin getur enn tekið sig á og stjórnarandstaðan getur stórbætt tillögur sínar. Þær ná enn ekki nógu langt. Mælirinn er fullur Björgvin Guðmundsson skrifar um málefni aldraðra Björgvin Guðmundsson »… ríkis-stjórnin hef- ur stigið hænu- fet í lífeyrismál- um aldraðra. Höfundur er viðskiptafræðingur. Stundum er sagt: Hann er ástfanginn í henni. BETRA VÆRI: Hann er ástfanginn af henni. (Ath.: fanginn merkir fangaður.) Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.