Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 29 Í undirbúningi jóla hafa Skagfirð- ingar, ekki síður en aðrir landsmenn, þurft að þola stórviðri, rok og ausandi vatnsveður, þó ekki hafi orðið stórir skaðar á við það sem víða hefur verið. Þó þurftu björgunarsveitarmenn að manna báta á fimmtudagskvöld til að bjarga hrossum sem komin voru í sjálfheldu við Héraðsvötn og víða höfðu menn vara á, og bjuggu sig undir hið versta. Vonandi verður allstaðar búið að koma öllum hrossum á þurrt land þannig að þau geti fælst á sæmilega öruggu landi þegar menn fara í ára- mótaæði að skjóta upp flugeldum fyr- ir milljónir.    En þrátt fyrir hrakviðrið hefur jóla- undirbúningur verið á hinum hefð- bundnu nótum, þéttbýlisstaðir skreyttir sem aldrei fyrr, og hvar- vetna út um sveitir eru öll hús ljósum prýdd þannig að ekki fer milli mála að Ljóssins hátíð er rétt handan við hornið. Þá keppa verslunarmenn um að bjóða sem hagstæðast verð á öllum mögulegum hlutum, og þreytast seint á að auglýsa ólíklegustu hluti sem ómissandi á hverju alvöru heimili.    Jólagjafir hestamannsins, hundeig- andans, kattavinarins eru fyrir- ferðarmiklar hér sem annarsstaðar, þá verða vélsleðakappar, sportveiði- menn, unnendur fagurbókmennta, að ógleymdum öllum tónelskum að fá sitt uppáhald. Hinsvegar virðist í fljótu bragði sem raunhæfustu gjafirnar sem aug- lýstar eru séu ársgjafakort í líkams- ræktina, sem munu verða yfirfullar eitthvað frameftir vetri á meðan iðk- endurnir eru að vinna á kílóunum sem bættust á baðvogina þessa síð- ustu daga ársins. Og á messu heilags Þorláks mun hér í Skagafirði, sem á flestum stöð- um öðrum á landinu, liggja yfir þessi ísmeygilega, ágenga, stæka lykt sem fylgir hefðbundinni soðinni skötu, og jafnvel þeir allra matvöndustu éta með stolti af því að þeir trúa því að þetta tilheyri jólunum.    Ekki má gleyma í jólaundirbún- ingnum aðventukvöldum og kyrrð- arstundum í öllum sóknarkirkjum héraðsins, sem vissulega eru mót- vægi við nánast óbærilegan eril þess- ara síðustu daga fyrir jól. Né heldur jólatréssamkomum, unglingaböllum og svo heldur karlakórinn Heimir sína árlegu skemmtun síðasta dag jóla, á þrettándanum, en þar verður aðalræðumaður Baltasar Kormákur bóndi og listamaður að Hofi. Slæst hann þar með í hóp ýmissa stórmenna, svo sem tveggja forsætis- ráðherra, sem verið hafa ræðumenn á Þrettándatónleikum Heimis.    En sem sagt, einn dagur til jóla, og „Jólin koma, jólin fara, af því bara“ eins og einn vísnasmiðurinn orðaði það, og vonandi er að allir nái heilir heim áður en hátíðin gengur í garð, þó að þessu sinni verði tafir á umferð um og yfir landinu ekki vegna snjóa og fannfergis, heldur af hlýindum, roki og rigningu, sem einhvernveginn á ekki heima á þessum árstíma.    Úr Skagafirði fá landsmenn allir sendar bestu óskir um gleðileg, frið- sæl og áfallalaus jól og farsæld til lands og sjávar á komandi ári. SAUÐÁRKRÓKUR Björn Björnsson fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Jólastundir Ekki má gleyma jólastundunum í öllum kirkjum héraðsins. Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd yrkir jólavísu: Fögnuð ríkan færa jól full af anda hlýjum. Þá er eins og sungin sól svífi fram úr skýjum. Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Skrýtt er með ljósum því skammt er í jól, í skaflana mokaðar traðir. Í fjöllunum glymur er hrútarnir hjól- herja á skilveggi -glaðir. Og hann bætir við um smælingja á jólaföstu: Róta í moðinu hundar við hús, hrafn klúkir úfinn á steini. Tófan er þögul en tístir í mús, tittlingur norpar í leyni. Stefán Vilhjálmsson skrifar vísnahorninu: „Orðið „fyrirjólablús“ á sér náttúrlega augljósa fyrirmynd í „fyrirtíðaspennu“. Ég hef reyndar stundum sagt, í gamni og alvöru, að ég lendi árlega í „fyrirsláturtíðarspennu“! Frænka mín ein ágæt sem býr hér nærsveitis bauð mér eitt sinn upp á „fyrirmessusopa“ þegar ég fór til kirkju með þeim hjónum. Fyrirmessusopinn er þarft fyrirbæri, sbr. orðtakið: „Sár er kirkjusulturinn“ sem hún móðir mín kenndi mér.“ Stefán yrkir: Jólin færast nær á ný, nú ég yrki fús og forðast skal að falla í fyrirjólablús. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af jólum og blús Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is EINU sinni var all- venjuleg* fjölskylda á jól- um. Hún eins og aðrar allvenjulegar* fjöl- skyldur í landinu innbyrti heil ósköpin af kjöti, jóla- graut, ís, malti, appelsíni, grænum baunum, upp- stúfi og þar fram eftir götunum – allt til dýrðar Jesúbarninu og ef til vill hækkandi sólu – og jóla- nammið fullkomnaði svo allt saman. Fjölskyldan var einstaklega sam- hent og hafði næstum alveg sömu skoðanir á því hvað væri gott, vont eða æskilegt. Hún keypti alltaf sama konfektið, karamellurnar og brjóst- sykurinn fyrir hver jól … en upp- hófst þá vandinn; það vildu allir sömu molana upp úr dollunni sem þýddi að góðu molarnir kláruðust fljótlega eftir að upplukust dyr að dásemdunum en eftir sátu einmana forvondir núggatmolar og smeðju- legir og sykursætir. Fólkið var þó vel upp alið og vissi, líkt og barna- barninu í fjölskyldunni var uppálagt í leikskólanum, að „allur matur á að fara upp í munn og oní maga“. Því miskunnaði fjölskyldan sig náð- arsamlegast yfir eftirhreyturnar að lokum. Ertu af karamellu- eða núggatætt? Sækjast sér um líkir, allvenju- lega* fjölskyldan var lifandi dæmi þess. Væri samt ekki gaman ef fólk paraðist þannig að það hefði ekki smekk fyrir sömu sælgætismolunum og það passaði eins og flís við rass þegar að Nóakonfektinu eða Makk- intoss-dósinni kæmi? Geta ólíkar nammiskoðanir getið af sér sam- lyndi hjóna? Spyr sá sem ekki veit. Spyr sá sem botnar enn ekki í fleyg- um orðum samstarfsfélaga sem gekk um bjóðandi upp úr forláta sælgætisdós fyrir jólin: „Sko, það vill enginn þessi mola!“ og tók upp uppáhaldsmola allvenjulegs* fjöl- skyldumeðlims. Síðan hefur hann aflað sér upplýsinga sem gefa til kynna að til er fullt af seigfljótandi núggat- og marsipanfjölskyldum og kannski ætti hann ásamt öðru all- venjulegu* karamellufólki að verða umburðarlyndari í tilefni hátíðar ljóss og friðar gagnvart fólki af slík- um ættum. Maður gæti jafnvel setið einn að piparmyntukonfektmol- unum. * Forskeytið all- þýddi mjög í fornu máli (þ.e. mjög venjuleg), skilningur er í höndum lesanda. Dularfulla núggat- og karamellumálið ENGAN langar til að liggja með magapínu um hátíðirnar en til að koma í veg fyrir það er vert að gæta sérstaklega að meðferð veislumat- arins. Nokkur grunnatriði er gott að hafa í huga til að forðast matareitrun og önnur hvimleið slys sem skemma jólastemninguna og ánægjuna sem fylgir því að borða góðan mat. Hitastig og hreinlæti eru þau lyk- ilatriði sem huga þarf að, því örverur eru fljótar að fjölga sér ef aðstæður eru réttar fyrir þær og þá er voðinn vís. „Þeir sem matreiða þurfa að passa að vera alltaf með hreinar hendur þegar þeir handleika matinn og þvo sér um hendur eftir að hrátt kjöt hefur verið meðhöndlað. Eins er hreinlæti skurðarbretta, íláta og áhalda mjög mikilvægt. Aldrei er of oft brýnt fyrir fólki að láta blóðug áhöld sem hrámeti hefur verið skor- ið niður með, alls ekki komast í snertingu við mat sem er tilbúinn til neyslu og sama er að segja um blóð- vökva,“ segir Jónína Þrúður Stef- ánsdóttir, sérfræðingur á mat- vælasviði hjá Umhverfisstofnun. „Hitastig sem matvæli eru geymd við skiptir líka miklu máli. Örverur eru sprækastar í volgum mat og því er ekki gott að láta mat standa of lengi á borði við stofuhita, heldur skal halda köldum mat vel kældum á borðinu og halda heitum mat heitum, eða yfir 60 gráðum. Eins þarf að gefa því gaum að þeg- ar ísskápurinn er fylltur af volgum mat, eins og oft vill verða um jólin, þá hefur hann yfirleitt ekki undan að kæla eins vel og hratt og venjulega. Passa þarf því að setja ekki mjög heitan mat inn í ísskáp og hækka jafnvel kuldastigið í skápnum. Gott ráð er að snöggkæla mat með því að setja hann í skál sem er í klakabeði til dæmis í vaskinum. Áríðandi er að elda allt kjöt vel, það verður ekki gegnsteikt fyrr en hitastigið hefur farið upp í 75 gráður, þá drepast flestar örverur.“ Hollráð Aldrei er of oft brýnt fyrir fólki að láta áhöld sem hrámeti hefur verið skorið með ekki komast í snertingu við mat sem er tilbúinn til neyslu. Ráð til að forðast magapínu um jólin Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Gjöfin hennar Opið í dag kl. 10-23, aðfangadag kl. 10-13. Mikið úrval Leður- stígvél Götuskór Spariskór Töskur Belti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.