Morgunblaðið - 10.01.2007, Side 7

Morgunblaðið - 10.01.2007, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 7 FRÉTTIR 2007 Búlgaría frá kr. 29.990 Salou frá kr. 39.995 Bibione frá kr. 49.595 Portoroz frá kr. 68.190 Sumar Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 E N N E M M / S IA / N M 25 45 3 Terra Nova býður fullt af spennandi nýjungum fyrir sumarfríið 2007. Perla Svartahafsins, Golden Sands í Búlgaríu, einn vinsælasti áfangastaður Evrópu. Salou og Pineda á Costa Dorada ströndinni sunnan Barcelona sem er sannkölluð fjölskylduparadís. Bibione á Ítalíu, einnar bestu sólarstrandar Ítalíu, þar sem í boði eru glæsilegir, nýjir gististaðir og frábær aðstaða í sumarfríinu. Einnig bjóðum við ferðir til perlu Adríahafsins Portoroz í Slóveníu og til heimsborganna Barcelona og Parísar. Starfsfólk Terra Nova óskar þér og þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin liggur í sumarfríinu í ár. Bókaðu n úna á www.terr anova.is Tryggðu þ ér bestu g ististaðin a og lægsta verðið. Búlgaría Salou og Pineda Bibione Perla Svartahafsins – hvergi meira frí fyrir peninginn Planetarium – glæsileg gisting. 100% ánægja Ævintýraparadís fjölskyldunnar Fyrstu 500 sætin 10.000 kr. afsláttur á mann Veldu bestu gistingu na og fáðu mesta afsláttinn. Gildir ekki um flugs æti eingöngu. Einungis takmarkað ur fjöldi sæta í boði á hverri dagsetning u. Barcelona frá kr. 23.990 París frá kr. 28.910 Kynntu þér glæsilegan sumarbækling okkar sem dreift er með blaðinu í dag eða á www.terranova.is UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að lög um Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands (ÞSSÍ) nr. 43 frá 1981 verði endurskoð- uð og kannað verði hvort þörf sé á breyttu skipulagi þróun- arsamvinnu Ís- lands. Meðal álitaefna sem skoðuð verða eru kostir og gallar núverandi laga- ramma ÞSSÍ, svo og fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands, bæði tví- hliða og á fjölþjóðlegum grundvelli. Í tengslum við endurskoðunina er nú hægt að koma á framfæri skoð- unum, tillögum og athugasemdum um þróunarsamvinnu Íslands á vef- setri utanríkisráðuneytisins (www.ut- anríkisraduneyti.is). Lög um ÞSSÍ end- urskoðuð NÁMSTEFNA um konur og stjórnun fyrirtækja fer fram á Nor- dica hóteli fimmtudaginn 11. janúar frá kl. 8 til 12 undir yfirskriftinni „Virkjum kraft kvenna“. Fjalla á um konur og stjórnun fyrirtækja út frá ýmsum sjónarhornum, en nám- stefnan er ætluð bæði konum og körlum. Meðal þeirra spurninga sem leit- að verður svara við á námstefnunni eru: Hvaða eiginleikum eru leiðtog- ar gæddir, hvernig stjórnendur eru konur, hvaða skyldur fylgja stjórn- arsetu, hvað ræður vali í stjórnir og hvers vegna hefur konum í stjórn- unarstöðum ekki fjölgað nægilega þrátt fyrir aukna menntun og um- ræðu. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, setur námstefnuna en ræðumenn verða Svava Grön- feldt, nýr rektor Háskólans í Reykjavík, Lilja Dóra Halldórsdótt- ir, lögfræðingur, MBA og aðjúnkt við viðskiptadeild HR, og Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON og Kaffitárs. Í umræðum að erindum loknum taka þátt þau Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands, Hafdís Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu, Stein- unn Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri Glitnis í London, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, Jafet S. Ólafsson, stjórn- armaður VBS fjárfestingarbanka, og Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Kraftur kvenna virkjaður á námstefnu ♦♦♦ frá árinu 2003 og er samstarfsvett- vangur Norðurlands í ferðamálum. Skrifstofan er í eigu ferðamálasam- taka Norðurlands eystra og Norður- lands vestra og hefur haft það að meginhlutverki að samræma mark- aðs- og kynningarmál á svæðinu. Ásbjörn Björgvinsson hefur sinnt starfi stjórnarformanns skrifstof- unnar en hann sagði starfi sínu lausu á mánudag í kjölfar ákvörðunar byggðaráðs. Hann segist ekki geta starfað áfram sem stjórnarformaður þar sem hann kemur frá Norður- þingi. „Þegar mitt heimafólk, sem ég taldi mína helstu samstarfsaðila, snýst gegn því áliti og samstöðu sem Eftir Andra Karl andri@mbl.is „Fyrir þremur árum var efnt til þess í tilraunaskyni að reka Markaðs- skrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sá tími er liðinn og í mínum huga er eðlilegt að Þingeyingar horfi nú til austuráttar til að styrkja samstarf og ferðaþjónustu á svæðinu norðan Vatnajökuls,“ segir Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norð- austurkjördæmi, um ákvörðun byggðarráðs Norðurþings að hafna frekara samstarfi við Markaðsskrif- stofu ferðamála á Norðurlandi. Markaðsskrifstofan hefur starfað við höfum sýnt á svæðinu og sendir skilaboð um að vilja ekki vinna með öðrum get ég ekki staðið keikur á eftir. Mér finnst það ekki verjandi,“ segir Ásbjörn. Ákvörðun fárra einstaklinga Ásbjörn segir að unnið hafi verið að því undanfarna mánuði að end- urnýja samninga við sveitarfélögin á Norðurlandi um áframhaldandi starfsemi skrifstofunnar og hefur því vel verið tekið. „Síðan kemur það upp í mínum heimabæ að örfáir ein- staklingar, sem reyndar eru stórir í ferðaþjónustu, leggjast gegn áfram- haldandi samstarfi og mæla með því við byggðaráð að þeir hafni sam- starfi á þeirri forsendu að starfsemin hafi ekki staðist þær væntingar sem menn hafi gert sér. Hvaða væntingar það eru hef ég ekki fengið svör við,“ segir Ásbjörn og bætir því við að ef til þess komi að svæðið verði bútað niður í minni einingar séu tekin skref nokkur ár aftur tímann hvað við kemur markaðsmálum. „Okkar kynningarsvæði hefur náð frá Hrútafirði, austur fyrir Langa- nes og síðan höfum við alltaf verið með inni tenginguna við Austfirði. Þó svo að ekki hafi verið beint sam- starf við Austfirðinga höfum við ver- ið í góðum samskiptum við þá. Okkar hugmynd var hins vegar að kynna Norðurland sem eina heild.“ Sameiginlegir hagsmunir Halldór Blöndal segir að svæðið frá Húsavík, um Raufarhöfn og Vopnafjörð og síðan til Egilsstaða eigi mikla sameiginlega hagsmuni í ferðaþjónustu og eðlilegra sé að þetta svæði vinni saman heldur en Norðurland í heild sinni. „Þetta svæði er atvinnuleg og samgönguleg heild og hefur sömu hagsmuni,“ seg- ir Halldór og tekur fram að þessi ákvörðun muni engin áhrif hafa á samstarf Akureyringa og Þingey- inga. „Þingeyingar horfi til austuráttar“ Valgerður Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.