Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 32
|miðvikudagur|10. 1. 2007| mbl.is staðurstund Bergþóra Jónsdóttir fjallar um Önnu Netrebko, sem söng sig úr skúringavinnu og upp á svið stærstu óperuhúsa heims. » 35 af listum Nú velta margir fyrir sér hvort sjálfur Morrissey komi til með að keppa í Eurovision í ár fyrir hönd Breta. » 33 tónlist Að mati Steinunnar Sigurð- ardóttur má skipta Íslandi í tvo hluta vegna aukinnar misskipt- ingar í þjóðfélaginu. » 33 pistill Iwao Takamoto er látinn en hann er þekktastur fyrir að hafa teiknað hundinn geðþekka Scooby-Doo. » 34 fólk Jón Þ. Þór fjallar um bókina Sögu símans í 100 ár sem hann segir meðal annars vel heppn- aða og fróðlega. » 34 dómur Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Þetta er auðvitað heiður ogánægja fyrir mig. Þaðverður spennandi að sjáhvernig verkinu verður tekið af áhorfendum nú tuttugu ár- um síðar.“ Þetta segir leikskáldið Birgir Sigurðsson. Tilefnið er frumsýning Leikfélags Reykjavíkur í Borg- arleikhúsinu á morgun á tuttugu ára gömlu leikriti hans, Degi vonar. Um afmælissýningu er að ræða því þann sama dag fagnar LR því að 110 ár eru liðin frá stofnun leik- félagsins. Það var einmitt í tilefni 90 ára afmælis þess sem verkið var upp- runalega frumsýnt í Iðnó, þá í leik- stjórn Stefáns Baldurssonar. Við- tökur áhorfenda sem gagnrýnenda voru vægast sagt góðar og urðu sýningar í Iðnó rúmlega 90 talsins áður en yfir lauk. Verkið var auk þess tilnefnt af Íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs árið 1989 en hafði árið áður verið tekið upp fyrir sjónvarp. Í kjölfarið fylgdu svo uppsetningar utan landsteinanna, bæði vest- anhafs og á Norðurlöndunum. Það á fyrir fáum íslenskum leik- skáldum að liggja að sjá verk sín sett upp oftar en einu sinni af at- vinnuleikhópi. Þegar slíkt er nefnt við Birgi segir hann að uppfærsla LR á Degi vonar sé sennilega ein fárra þar sem verka sé endursýnt á meðan höfundur þess er enn á lífi. „Og það er auðvitað mjög skemmti- legt að upplifa það lifandi en ekki dauður,“ bætir hann hlæjandi við áður en áfram er haldið á al- vörugefnari nótum. Endursýningar hluti af leiklist- arhefð hverrar þjóðar „Meðal allra þjóða er endursýn- ing á innlendum verkum í atvinnu- leikhúsum hluti af leiklistarhefð. Það er sannarlega tími til kominn að fólk átti sig á þessum þætti í hefðinni og leikhús taki upp ein- hver af þeim íslensku verkum sem hafa verið sýnd á undanförnum áratugum og leyfi nýjum kyn- slóðum að kynnast þeim,“ segir og Birgir bætir því við að sum þessara verka hljóti að hafa staðist tímans tönn. Á það hvernig hans eigið verk hafi elst treystir hann sér hins veg- ar ekki að leggja dóm. „Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að meta það. En fyrst leikritið heitir nú einu sinni Dagur vonar er þá ekki rétt að vera bjartsýnn á fram- gang þess? Hvað um það þá setur leikhúsið verkið væntanlega upp vegna þess að það telur það vera þess virði,“ bendir Birgir á. „Og ég get sagt til gamans að verkið var sýnt fyrir tveimur, þremur árum af þriðja bekk leiklistardeildarinnar í Listaháskólanum í Ósló. Mér skilst að það hafi lukkast mjög vel. Og fyrst það gat lukkast í Ósló, hvers vegna ekki í Reykjavík?“ Vinsældirnar komu á óvart Dagur vonar er íslenskt fjöl- skyldudrama um reykvíska fjöl- skyldu á sjötta áratugnum. Leik- urinn gerist inni á heimili ekkjunnar Láru sem býr með þremur stálpuðum börnum sínum, sonunum Reyni og Herði og dótt- urinni Öldu en hún á við geðræn vandamál að stríða. Fylgst er með samskiptum Láru og barnanna en einnig samskiptum hennar við elsk- huga sinn Gunnar, atvinnulausan alkóhólista sem kemur fjölskyld- unni í uppnám. Birgir segir að sök- um dramatískrar sögunnar hafi vin- sældir þess komið sér verulega á óvart á sínum tíma. „Verkið er náttúrlega hádrama- tískt og á köflum jafnvel hrottalegt. Ég gat því ekki reiknað með þess- um viðtökum því það er mjög óvenjulegt að svona hádramatískt verk fái viðtökur af þessu tagi, hvað þá njóti slíkra vinsælda.“ Leikskáldið á augljóslega góðar minningar frá uppfærslu LR í Iðnó. „Hún var óskaplega skemmtileg m.a. að því leyti til að þarna komu fram tveir ungir leikarar sem voru að stíga sín fyrstu spor, Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Örn Flygenring. Það var voða gaman að fylgjast með þeim, nokkuð sem ég gleymi aldrei. Ég gleymi í sjálfu sér heldur aldrei áhrifum verksins. Maður skynjaði svo sterkt hvernig það náði til áhorfenda. Þessi ósýnilegi veggur sem er oft á milli sviðs og áhorfendalsalar hvarf. Þetta er óskastund í lífi hvers leikskálds sem maður getur ekkert búist við að komi mörgum sinnum á ævinni. En þegar ég horfi á nýja leikara gera þetta í dag hugsa ég ekki á forsendum sem tilheyra fortíðinni. Ég er mjög ánægður með þá leik- ara sem hlut eiga að máli, get ekki séð annað en að þeir séu að gera mjög vel. Þannig að ég kvíði engu. Ég er bara spenntur, hlakka til.“ Inngrip nýrra tíma spennandi Leikskáldið játar að hafa stungið nefi af og til inn á æfingar en árétt- ar að á milli hans og leikstjórans Hilmis Snæs Guðnasonar ríki full- komið traust. Hann ber enda Hilmi vel söguna, segir hann ekki ein- ungis vera frábæran leikara heldur sömuleiðis mjög næman leikstjóra. Uppsetningu Hilmis segir hann bera þess merki að tímarnir hafi breyst, bæði innan leikhússins og utan þess. „Það er mjög spennandi að sjá hvernig nýir tímar grípa inn í svið- setninguna á verkinu. Það er margt í sviðsetningu verksins núna sem hefði aldrei verið hægt að gera fyr- ir tuttugu árum. Það er ekki bara spurning um tækni heldur viðhorf í tímanum. Menn nálgast hlutina á annan hátt núna en þeir gerðu þá. Ég ætla ekki að upplýsa hvernig en það blasir við að ég verð mjög ánægður með þessa uppsetningu. Ekki spurning!“ Hádramatískt afmælisverk Morgunblaðið/Kristinn Dagur vonar í dag Gunnar Hansson og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum sínum. Fyrir tuttugu árum Valdimar Örn Flygenring og Margrét Helga Jóhann- esdóttir í hlutverkum sínum í Degi vonar árið 1987. Leikskáldið Birgir Sigurðsson segist hlakka til frumsýningar Leikfélags Reykjavíkur á Degi vonar nú sléttum tuttugu árum eftir að verkið var fyrst frumsýnt á fjölum Iðnó við afbragðsundirtektir Eftir Birgi Sigurðsson. Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Hanna María Karlsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Sigrún Edda Björnsdóttir. Hár og förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Hljóð: Jakob Tryggvason. Ljós: Kári Gíslason. Tónlist: Egill Ólafsson. Búningar: Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason. Dagur vonar MEÐAL þeirra leikara sem tóku þátt í upp- færslu Leik- félags Reykja- víkur á Degi vonar fyrir tutt- ugu árum er Sigurður Karls- son. Sigurður, sem lék Gunn- ar, segir uppfærsluna eina þeirra sem standi upp úr á ferlinum. „Fyrir það fyrsta er þetta alveg frábært leikrit. Við sem vorum að vinna við uppfærsluna vissum það svo sem allan tímann en við áttum nú kannski ekki von á að leikriti af þessari tegund yrði svona vel tekið. Það spillti svo ekki fyrir þegar í ljós kom að það voru ekki bara við sem kunnum að meta það.“ Sigurður segir glímu sína við Gunnar minnisstæða ekki síst fyrir það hve vel hlutverkið sé skrifað. Hann upplýsir jafnframt að hann hafi ekki leikið Gunnar út frá fyr- irfram gefnum forsendum. „Ég hef aldrei leikið vonda né góða menn, bara mismunandi menn. Svo fer það eftir því hvernig höfundurinn hefur skrifað hlutverkið hvort hann kemur út sem vondur eða ekki.“ Forréttindi að fá að taka þátt Í ár er það Ellert A. Ingi- mundarson sem spreytir sig í hlutverki Gunnars. Ellert segir það for- réttindi að taka þátt í uppfærsl- unni. „Það er bara alveg æðislegt. Það er alltof sjaldan sem maður fær tækifæri til þess að vinna að svona góðu íslensku leikriti. Þar á ofan er þetta góður hópur fólks sem vinnur að sýningunni auk þess sem það hefur verið gaman að vinna með Hilmi.“ Að sögn Ellerts hefur leikritið elst vel. „Þetta er það vel skrifað leikrit að það stendur alveg fyrir sínu. Þetta leikur sig eiginlega sjálft, svo að segja. Við þurfum ekkert að berjast fyrir því, sem gerir hlutina vissulega auðveldari.“ Ellert var meðal þeirra fjöl- mörgu sem sáu sýninguna árið 1987. Hann segir uppfærslurnar eðlilega vera ólíkar. „Þar sem það er leikið svo mikið á tilfinningunni verða sýningarnar óhjákvæmilega ólíkar með nýjum leikurum,“ segir hann og tekur fram að góður leikur sé honum minnisstæður frá sýning- unni fyrir tuttugu árum. „Frábært leikrit“ Sigurður Karlsson Ellert A. Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.