Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 27
mótlætinu af þolinmæði og setti sam-
an fjölda flugmódela í stað þess að
kvarta. Menntaskólanemi, sem lauk
stúdentsprófi með hæstu einkunnum
og hlaut fjölda verðlauna fyrir náms-
árangur sinn. Ungur maður, sem eft-
ir stúdentspróf hélt á vit óvissunnar
til náms í verkfræði í Þýskalandi og
stóð undir þeim væntingum, sem
leiddu af árangri í menntaskóla.
Stóri bróðir, sem leyfði systur sinni á
unglingsaldri að fylgja með í hópferð
með þýskum samstúdentum frá
Braunschweig til Parísar.
Kynnin voru áfram brotakennd
eftir að mægðir komust á. Hann bjó
langdvölum erlendis og um það leyti
sem hann flutti heim með fjölskyldu
sinni var komið að okkur að búa er-
lendis um skeið. Við hittumst stund-
um í fríum, en jafnframt fengum við
fréttir úr lífi hans í bréfum Magn-
úsar afa. Við fréttum af viðvarandi
velgengni hans í náminu. Við fylgd-
umst glöð með þegar hann stofnaði
til hjónabands með Hrefnu Maríu og
með fæðingu og uppvexti þriggja
barna þeirra. Heyrðum af spennandi
dvöl fjölskyldunnar um þriggja ára
skeið í Bandaríkjunum, þar sem
hann vann að rannsóknum á sínu sér-
sviði. Vissum af háskólakennslu hans
í Braunschweig og áframhaldandi
námi, sem lauk með doktorsprófi.
Styttra hefur verið á milli fjöl-
skyldnanna nú í rúma tvo áratugi og
samverustundum fjölgað. Engu að
síður hefur daglegt amstur og ólíkur
starfsvettvangur orðið til að slíkar
stundir hafa verið of fáar. Magnús
Þór starfaði eftir heimflutninginn
með föður sínum við fjölskyldufyr-
irtækið og tók við rekstri þess að
honum gengnum. Hann stýrði fyrir-
tækinu í gegnum hæðir og lægðir ís-
lensks atvinnulífs og bætti vel við
þann grunn, sem faðir hans byggði,
skilaði stærra, fjölþættara og öflugra
fyrirtæki en hann tók við. En þó að
reksturinn hafi oftast gengið vel er
líklegt að Magnús hafi orðið fyrir
meira álagi í starfi en okkur var ljóst,
þar sem heiðarleiki og drengskapur í
viðskiptum er ekki alltaf gagnkvæm-
ur.
Á þessum árum hefur verið gott að
eiga hann að. Hann aðstoðaði okkur
á margvíslegan hátt við að flytja
heim og þegar við byggðum raðhúsið
mætti hann í bláa vinnusloppnum
sínum og glerjaði glugga af mikilli
vandvirkni; bætti þannig við þá að-
stoð og ráðgjöf, sem hann veitti á
byggingartímanum. Sama var upp á
teningnum, þegar eldri börn okkar
innréttuðu íbúðir sínar, hann var
alltaf tilbúinn að aðstoða og létta
undir. Og örverpið okkar vann í
Volta í tvö sumur og hafði mikið gagn
af, talar af sérstakri hlýju um móð-
urbróður sinn. Þá varði hann ófáum
stundum í að bæta sameiginlegan
sumarbústað fjölskyldnanna.
Í einkalífi sínu var Magnús gæfu-
samur, enda traustur og trygglynd-
ur. Hann og Hrefna hafa verið mjög
samhent og heimili þeirra einkennst
af mikilli smekkvísi. Börnum þeirra
var þannig búið gott umhverfi í upp-
vextinum og þau hafa öll þrjú náð að
fóta sig vel í lífinu með góða menntun
og farsæld í makavali. Barnabörnin
orðin fimm og framtíð afkomend-
anna björt. Eftir að börnin fluttu að
heiman, fékk trygglyndi hans á sig
nýja og sérstaka mynd. Hann réðst í
að kaupa jörðina Eyjólfsstaði í
Vatnsdal, þar sem móðir hans fædd-
ist og ólst upp og gerði af mikilli
vandvirkni upp tveggja hæða stein-
steypt hús, sem móðurafi hans hafði
byggt um 1914. Samfara endurnýjun
hússins leitaði hann ýmissa gagna
um sögu Eyjólfsstaða og sagði frá af
mikilli ánægju.
En árin líða og sjúkdómar kveðja
dyra. Magnús Þór bjó lengst af við
góða heilsu og líkamlegt atgervi,
stundaði tennis og skíði reglulega og
lifði heilbrigðu líferni. Hann mátti þó
hlíta því að erfiður sjúkdómur kvaddi
dyra fyrir tæpum þremur árum. Þó
að hann berðist gegn afleiðingum
hans af aðdáunarverðum krafti og
héldi jafnframt áfram um stjórnvöl
fyrirtækisins, hafði sjúkdómurinn
betur og má segja að eftir alvarlegt
áfall á síðasta vori hafi örlög hans
verið ráðin. Hann gat þó verið heima
til hinstu stundar með baklandi á
LSH og var aðdáunarvert að skynja
viljastyrk hans til hins síðasta og
ekki síður hvernig Hrefna eiginkona
hans aðstoðaði hann með óeigingirni
og ótrúlegum krafti og gerði honum
kleift að mæta örlögum sínum með
reisn á heimili sínu.
Nú að leiðarlokum vil þakka ég
Magnúsi Þór okkar sameiginlegu
vegferð og margvíslegt liðsinni í
gegnum árin. Hugur fjölskyldu
minnar er hjá Hrefnu, börnunum
þeirra þremur og barnabörnunum,
sem njóta nú ekki lengur afa síns. En
minningin um góðan dreng mun lifa.
Stefán J. Hreiðarsson.
Nú hefur Magnús lagst til hinstu
hvíldar. Við, sem eftir stöndum,
munum lengi geyma minningu hans.
Við munum hugsa til hans þegar erf-
iðleikar steðja að og við munum láta
festu hans, kjark og baráttuvilja
verða okkur til eftirbreytni því þessa
eiginleika hafði Magnús í ríkum
mæli.
Sem ungur maður tók Magnús þá
ákvörðun að skara fram úr, enda
lauk hann stúdentsprófi með ljóma
og fékk styrk til framhaldsnáms. Það
nýtti hann sér til að mennta sig í raf-
magnsverkfræði. Enn skaraði
Magnús fram úr og ákvað að taka
doktorsmenntun, sem hann lauk frá
Þýskalandi með sóma.
Það er ljóst að hann hefði getað
haslað sér völl í Evrópu eða í Banda-
ríkjunum, en þar vann hann í nokkur
ár.
Magnús ákvað þó að snúa heim og
kemur til starfa og tekur síðan við
rekstri fyirtækisins Volta, sem faðir
hans hafði stofnsett. Nýttist þar vel
hans mikla starfsorka, festa og vilji
hans til að skara fram úr.
Að kveldi, þegar horft er um far-
inn veg, eru verk manna sem merk-
isteinar á lífsslóðinni. Magnús lagði
sinn skerf til, ríflegan, hvort sem var
í námi, í starfi eða í kartöfluræktinni,
enda var hann búmaður góður eins
og hann átti ættir til. En verk manna
segja ekki alla söguna. Þegar upp er
staðið er það minningin um einstak-
linginn og hans eiginleika sem við
berum með okkur fram á veg. Fjöl-
skylda Magnúsar og þau okkar, er
nálægt honum stóðu, munum ávallt
muna, hvernig hann með viljaþreki
og festu barðist gegn sjúkdómi sín-
um. Þótt ljóst væri, að hjartað mundi
gefa sig að lokum, gafst hann aldrei
upp. Væri vel, að kjarkur hans og
ákveðni sé okkur innblástur til eft-
irbreytni, er eftir lifa.
Við kveðjum þig, mágur, en við
munum varðveita með okkur minn-
inguna um kjark þinn, atorku og
vilja, vilja sem alltaf dugði þér, þar til
kom að fundi þínum við skaparann.
Ég votta öllum aðstandendum
dýpstu samúð.
Karl H. Proppé.
Fleiri minningargreinar
um Magnús Þór Magnússon bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Sig-
urþór Aðalsteinsson, Ásgeir R.
Helgason, Bjarni og Nongnart, Jó-
hannes Þórðarson, Þorvaldur Har-
aldsson, Jónína Hafdís og Sigurður
H. Ingimarsson, Bekkjarfélagar í
6.-Z í MR 1962.
,
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNA STURLUDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 28. desember,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðviku-
daginn 10. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
líknarfélög njóta þess.
Hreinn Eyjólfsson,
Jóhanna Hreinsdóttir, Benóní Torfi Eggertsson,
Steinþór Hreinsson, Elín Skarphéðinsdóttir,
Guðrún Hreinsdóttir,
Gestur Hreinsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir,
Hlynur Hreinsson, Erika Martins Carneiro,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR FRIÐRIKSDÓTTIR,
Eyrarvegi 19,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
11. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er
vinsamlega bent á líknarfélög á Akureyri.
Þórður Á. Björgúlfsson,
Björg Þórðardóttir, Björgúlfur Þórðarson,
Friðrik Þórðarson, Kristín Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐBJÖRN JÓNSSON,
Grandavegi 1,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 2. janúar, verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. janúar kl. 15.00.
Sigríður María Sigmarsdóttir,
Sigmar Guðbjörnsson, Jóhanna Ingibjörg Ástvaldsdóttir,
Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir, Kristinn Svavarsson,
Björgvin Guðbjörnsson, Kristín Jónsdóttir,
Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir, Örn Valdimarsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
ALBERT JÓNASSON
bifreiðastjóri,
Nökkvavogi 44,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 7. janúar.
Oddrún Albertsdóttir, Þorbergur Ormsson,
Ásgerður Albertsdóttir, Hans Aðalsteinsson.
✝
Elskuleg móðir okkar,
HALLDÓRA GUÐLAUG STEINDÓRSDÓTTIR,
Hverahlíð 20,
Hveragerði,
lést á hjúkrunardeild dvalarheimilisins Áss sunnu-
daginn 7. janúar.
Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju laugardag-
inn 13. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast Halldóru er bent á Hveragerðiskirkju.
Eyjólfur Gestsson,
Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Sigursveinn Magnússon,
Steindór Gestsson, Ólöf Jónsdóttir,
Guðríður Gestsdóttir, Kristján Gíslason,
Sigurbjörn Ármann Gestsson, Anna Sigríður Hjartardóttir
og fjölskyldur.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEINGRÍMUR JÓNSSON
flugvirki,
andaðist fimmtudaginn 4. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Molly Jónsson,
Jón Steingrímsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Skorri Steingrímsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR FRIÐRIK HELGASON,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn
8. janúar.
Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
13. janúar kl. 11:00.
Friðrik Sigurðsson, Sigríður M. Gunnarsdóttir,
Rannveig Sigurðardóttir, Hólmgeir Hreggviðsson,
Pálína Sigurðardóttir, Guðni Geirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
11. janúar kl. 13.00.
Jenný Ólafsdóttir,
Ómar E. Ólafsson,
Elín Hildur Sigurðardóttir,
Berglind Dögg Ómarsdóttir,
Arndís Þóra Sigfúsdóttir.