Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 13 ÚR VERINU BEZTA svar Norðmanna við veiði Rússa umfram aflaheimildir í Bar- entshafi er að gera slíkt hið sama. Þetta segir Rögnvaldur Hannes- son, prófessor við Verzlunarhá- skólann í Bergen í Noregi í minn- isblaði sem hann hefur tekið saman og kallar klúðrið í þorsk- inum. Rögnvaldur segir að veiðar um- fram kvóta eins og Rússar stundi í Barentshafinu hafi lítil áhrif á stærð þorskstofnsins. Athuganir hans á stærð þorskstofnsins á ár- unum 1945 til 2005 sýni að það sé lítið samhengi milli stæðrar hrygn- ingarstofnsins og nýliðunar. Báðar þjóðirnar hafa veitt umfram kvóta Rögnvaldur segir að síðan Norð- menn og Sovétmenn hafi tekið upp sameiginlega fiskveiðistjórnun í Barentshafi árið 1977, hafi báðar þjóðirnar veitt umfram kvóta. Norðmenn hafi leyft strandveiði- flotanum að veiða umfram heim- ildir fram til ársins 1980, en á síð- ustu árum hafi Rússar veitt um það bil 100.000 umfram kvóta, samkvæmt áætlunum norskra yf- irvalda. „Tap Norðmanna vegna um- framveiði Rússa felst í minna afla- verðmæti og auknum kostnaði vegna minnkandi þorskstofns. Þrátt fyrir minni stofn geta Rúss- ar hagnazt á umframveiðinni. Lík- lega verði umframveiði Rússa að vera mjög mikil til að hún skaði hagsmuni þeirra meðan Norðmenn hafast ekkert að. Bezta svar Norð- manna er að veiða líka umfram kvóta,“ segir Rögnvaldur. Gagnkvæm ofveiði leiðir til samvinnu Hann segir að því meira sem Norðmenn veiði umfram kvóta, þeim mun minni verði umframveiði Rússa. Hann bendir einnig á að þar sem kostnaður Norðmanna við veiðarnar sé meiri en Rússa, geti það borgað sig að fara hæfilega umfram veiðiheimildir. „Sú aðferð að vinna ekki með Rússum að ákvörðun hámarksafla getur leitt til stofnstærðar þorsk- ins langt undir mesta mögulegum afrakstri. Þar með verður eftir- tekjan minni. Það má kannski segja, að það sé lítilfjörleg að- ferðafræði að svara skorti á sam- starfsvilja með ofveiði en þegar annar aðilinn vill ekki samvinnu getur það leitt til töluverðs ávinn- ings fyrir hann. Með því að bregð- ast við á sama hátt verður sam- vinnan tekin upp á ný. Að svara ekki með ofveiði eyðileggur mögu- leikana á samvinnu til framtíðar,“ segir Rögnvaldur Ráðleggur veiðar umfram kvóta Morgunblaðið/Arnaldur Rögnvaldur Hannesson Í HNOTSKURN »Rússar veiða um það bil100.000 umfram kvóta á ári, samkvæmt áætlunum norskra yfirvalda »Tap Norðmanna vegnaumframveiði Rússa felst í minna aflaverðmæti og aukn- um kostnaði »Að svara ekki með ofveiðieyðileggur möguleikana á samvinnu til framtíðar „HITASTIG hefur sannanlega verið að hækka. Þar er um að ræða nátt- úrulegar sveiflur sem við þekkjum vel til. Líklega auka gróðurhúsa- áhrifin á þessi hlýsjávareinkenni,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Fram kemur í nýrri skýrslu, sem framkvæmdastjórn ESB hefur látið gera, að hlýnun myndi koma sér verr fyrir Suður-Evrópu en Norður- Evrópu, þrátt fyrir að áhrif yrðu alls staðar mikil. „Breytingar á hita og sjógerð hafa mikil áhrif á lífríkið eins og við þekkjum frá síðustu öld og nú upp- lifum við miklar sveiflur í göngu loðnunnar og annars uppsjávarfisks. Hversu mikið þetta tengist gróður- húsaáhrifunum vitum við í raun ekki. Við þekkjum það af sögulegum gögnum frá síðustu öld að hlýnun hefur veruleg áhrif á framleiðnina á Íslandsmiðum og samsetningu dýra- lífs og fiskistofna. Við sjáum þess merki nú en rekjum það ekki endi- lega til þessara títtnefndu gróður- húsaáhrifa, heldur að við séum að fara inn í náttúrulegt hlýskeið eins og á fyrri hluta síðustu aldar,“ segir Jóhann Sigurjónsson. Náttúrulegt hlýskeið „ÞAÐ er óttaleg vitleysa í mönnum ef þeir halda að það sé nóg að lengja siglingaleiðina fyrir Reykjanesið um 30 mílur til að tryggja öryggi. Það þyrfti að fara með hana miklu lengra út ef svo ætti að vera. Reyndar eru hætturnar þarna alls staðar, hvort sem farið er djúpt eða grunnt,“ segir Gísli Jóhannesson skipstjóri. Gísli reri í 25 til 30 vetrarvertíðir á þessum slóðum og er því öllum hnút- um kunnugur. Hann nefnir þetta vegna umræðna um strand flutn- ingaskipsins Wilson Muuga og um- ræðna um að breyta þurfi siglinga- leiðinni fyrir Reykjanesið. „Málið er miklu einfaldara. Það þarf bara að fara þetta á réttu falli miðað við vind- stöðu. Ef þú ert í suðvestanroki á móti vindi og með strauminn með þér, þá er voðinn vís. Það eru alls konar drangar og sker þarna fyrir utan. Það eru svo miklir straumhnútar sem myndast þarna bæði fyrir utan Garðskaga og langt út á Leir og í kringum Eldeyj- arskerin, að það verður að fara með gát,“ segir Gísli. Gísli Jóhannesson Verður að fara með gát NÝR 15 tonna bátur, Kristinn SH 712, hefur bætzt í flota Ólafsvík- inga. Báturinn er af gerðinni Cleo- patra 38, smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði. Er báturinn hærri en sambæri- legir bátar sem Trefjar smíða, er hann til dæmis dýpri og hærri en venjulegir bátar af þessari gerð. Er það gert til þess að auka lest- arrýmið og tekur Kristinn 26 450 lítra kör í lest. Báturinn er allur hinn glæsilegasti og er frágangur til fyrirmyndar að sögn þeirra feðga Bárðar Guðmundssonar og Þorsteins Bárðarsonar, eigenda Breiðavíkur, sem gerir Kristin út. Reyndist báturinn vel í prufusigl- ingunni og var ganghraði um 22 sjómílur. Þeir feðgar eru mjög ánægðir með bátinn. Vélin er af gerðinni Caterpillar og er hún 1.050 hestöfl, ljósavél er af gerðinni Koler og er hún 21 kw. Siglingatæki eru af Simrad-gerð og sá Mareind í Grundarfirði um ísetn- ingu tækjanna, einnig er báturinn búinn krapískerfi frá Kælingu. Línukerfi er frá Beiti. Að sögn Bárðar er báturinn einn- ig útbúinn bógskrúfum að aftan og framan og er þetta fyrsti smábát- urinn sem er með þennan búnað. Við prufun reyndust bógskrúf- urnar mjög vel. „Við erum einnig með AIS-kerfi sem auðveldar okk- ur af leggja línuna.“ Brú er vel búin tækjum og góð aðstaða fyrir áhöfnina en það verða 4 í áhöfn. Báturinn verður gerður út á línu og segir Þorsteinn að þeir verði með landbeitta línu. Morgunblaðið/Alfons Nýr bátur á Ólafsvík AÐEINS varð vart við loðnu fyrir Norðurlandi um helgina en síðustu daga hef- ur veður hamlað frekari leit rann- sóknaskipanna tveggja. Þrjú veiðiskip eru nú á leið á miðin fyrir Austurlandi til leitar þar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að ekki sé hægt að segja hvort um mikið magn hafi verið að ræða. Þetta verði nú skoðað á næstu dög- um og vonandi sé veðrið farið að ganga niður. „Leitin verður því öflugri á næstu dögum þegar færi gefst vegna veðurs. Við verðum líklega á miðunum að mestu leyti þennan mánuð og vonandi skilar þessi mikla leit árangri sem fyrst. En það er ekki á vísan að róa þegar loðnan er annars vegar,“ segir Jó- hann. Nokkrir togarar hafa verið á veiðum fyrir Norðurlandi að und- anförnu. Töluvert hefur verið af loðnu í maga þorsksins á þeim slóð- um, til dæmis á Rifsbanka. Loðnu vart fyrir norðan Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Kæliklefi og frystiklefi til sölu Nýr kæliklefi og nýr frystiklefi til sölu. Uppsettir en ónotaðir. • Stærð frystiklefans er h: 3.05, L: 7,80, b: 4.60, m. tveimur hurðum. Frystikerfi getur fylgt með. • Stærð kæliklefa h: 2.48, L: 6.12 og br: 3.32 með þremur hurðum. Kælikerfið getur fylgt með. Upplýsingar í síma 894 2580. S í m i 5 5 1 7 2 7 0 , 5 5 1 7 2 8 2 o g 8 9 3 3 9 8 5 . Þ jónustus ími utan skr i fs to fut íma 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is Til útgerðarmanna í söluhugleiðingum Vegna mikillar eftirspurnar eftir veiðiheimildum vantar okkur veiðiheimildir í krókaaflamarkskerfinu og aflamarkskerfinu. Góð kauptilboð og fjársterkir kaupendur. • Einnig vantar hlutafélög með veiðiheimildum, með eða án skips. • Önnumst einnig sölu skipa og báta. Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.