Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Í mars á þessu ári var farið að kenna grænlenskum sauðfjárbændum að nota íslenska kynbóta- og ættbókarkerfið Fjár- vís sem íslenskir bændur hafa not- að í rúman áratug. Þetta á sér nokkurn aðdraganda því þýða þurfti forritið yfir á græn- lensku og lauk því í nú í sumar. Það er Merete Rabölle, bóndi á Hrauni á Skaga, sem kennir Grænlending- unum. Hún fór fyrst til Grænlands í mars og er nú fyrir stuttu komin heim úr annarri ferðinni. Kennslan fer fram með námskeiðum og hafa verið fjórir til sex bændur á hverju námskeiði. Þau hafa verið haldin í tilraunastöð landbúnaðarins í Upernarviasuk sem er skammt frá Narsarsuaq, en stöðin er jafnframt bændaskóli. Einnig í Qanisartuut sem er í svokölluðu Vatnahverfi. Fóðuröflun erfið og dýr Fréttaritari hitti Merete á dög- unum og spurði hana út í búskap- inn á Grænlandi. „Í fyrri ferðinni komu nokkrir áhugasamir bændur á námskeið hjá mér og fóru flestir að nota Fjárvís. Nú var ég aftur með námskeið og aðstoðaði einnig þá sem byrjuðu í vor með lokafrá- gang á uppgjörinu. Það er ekkert óeðlilegt að upp komi ýmiss vanda- mál þegar menn eru að taka í notk- un nýtt kerfi sem þeir hafa ekki unnið með áður. Mér finnst bænd- urnir þarna áhugasamir. Þeir eru sannfærðir um að geta aukið kyn- bótastarf með þessu og jafnframt aukið afurðir búanna sem allir eru jú að leitast við að gera. Græn- lenskir sauðfjárbændur hafa ekki miklar tekjur miðað við aðra í landinu og hafa takmarkaða mögu- leika á að auka þær með vinnu ut- an bús eins og margir gera hér á landi.“ Merete segir að sauðfjárbú á Grænlandi séu misstór en nokkur stór á okkar mælikvarða, með fimm hundruð til hátt í átta hundr- uð fjár á fóðrum. En sauðfjár- bændur eru ekki margir því aðeins eru á milli 21 og 22 þúsund vetr- arfóðraðar kindur í landinu. Hún segir að erfið fóðuröflun standi grænlenskum sauðfjár- bændum einkum fyrir þrifum. Tún eru yfirleitt lítil og menn nota mik- inn áburð, algengt að menn beri 750 kíló á hektara og uppskeran er liðlega 30 rúllur af hektara á því búi sem hún þekkir best til. Þá þarf að gefa fóðurbæti. Þannig verður tilkostnaður bændanna talsvert meiri en hér á landi. Hún segir að frjósemi fjárins sé líka heldur minni en hér. Þá sé fjár- stofninn ekki nógu góður. Féð sé yfirleitt frekar gróft og háfætt. Grænlendingar fóru fyrir nokkr- um árum að ómskoða lambhrúta til að finna þá bestu til ásetnings. Á einu af stærri fjárbúum í landinu var mesti bakvöðvinn sem mældist í haust 26 millimetra þykkur, nokkuð sem þætti vart viðunandi á ásetningshrút hér. Mereta segir Grænlendinga gera sér alveg grein fyrir að á þessu sviði þurfi þeir að bæta sig og segist sannfærð um að það muni þeim takast á næstu árum. Eigum margt sameiginlegt – Verður framhald á að þú leið- beinir bændum þarna? „Það hefur ekkert verið ákveðið enn. Ég fór fyrri ferðina á vegum Bændasamtaka Íslands en fyrir þá síðari greiddu grænlensku bænda- samtökin mér laun. Það má vel vera að Grænlendingarnir bjargi sér alveg sjálfir hér eftir. Það eru þarna nokkrir sem eru komnir nokkuð vel inn í Fjávís-kerfið. Bæði tölvusérfræðingur og ráðu- nautur bændasamtakanna og for- stöðumaður bændaskólans. Það var ánægjulegt að geta lagt eitthvað af mörkum fyrir Græn- lendinga á þessu sviði. Að sumu leyti finnst mér þeir eiga talsvert sameiginlegt með Íslendingum þannig að báðir ættu að geta haft hag af samvinnu,“ sagði Merete. Ánægjulegt að geta aðstoðað grænlenska fjárbændur Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Í hesthúsinu Merete Rabölle, bóndi á Hrauni á Skaga, hefur kennt grænlenskum fjárbændum notkun kynbótaforritsins Fjárvíss. Í HNOTSKURN »Merete Rabölle hefur veriðað kenna grænlenskum fjárbændum að nota íslenska kynbóta- og ættbókarforritið Fjárvís. »Hún hefur orðið margs vís-ari um grænlenskan sauð- fjárbúskap og aðstæður bænda í ferðum sínum þangað. »Mikil þörf er á að kynbætagrænlenska féð sem er yf- irleitt gróft og háfætt. Sauðárkrókur | Héraðsskjalasafn Skag- firðinga fékk nýlega afhent skjöl Spari- sjóðs Sauðárkróks til vörslu. Jóel Krist- jánsson útibússtjóri Kaupþings afhenti Unnari Yngvarssyni héraðsskjalaverði skjölin, en sparisjóðurinn var undanfari Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Elstu skjölin eru frá þeim tíma er sparisjóðurinn var stofnaður, 1886. Yngstu skjölin eru frá 1963. Um er að ræða fundargerðarbækur, viðskipta- mannabækur, höfuðbækur með inneign, skuldum og eignum, sjóðbækur gjald- kera og fleira. Gögnin eru talin mikilsverð heimild um starfsemi sparisjóðsins og umsvif íbúa í Skagafirði á fyrri helmingi 20. aldar, einkum með tilliti til vélvæðingar í landbúnaði og þróunar í sjávarútvegi og iðnaði, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Kaupþingi. Skjalasafnið annast flokkun, skrán- ingu og pökkun skjalanna eftir afhend- ingu þeirra og ber ábyrgð á varðveislu. Skjöl Sparisjóðs Sauðárkróks í vörslu safnsins FJÖGUR sveitarfélög á Suðurnesjum hafa gert samning við Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja (HSS) um samstarf á sviði forvarna í fjölskyldumálum. Verkefnið byggist á teymisvinnu og gengur út á að veita ráðgjöf, meðferð og eftirfylgd börnum innan tíu ára aldurs og fjölskyldum sem eiga við geð- og/ eða sálfélagslegan vanda að stríða. Sveitarfélagið Garður, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar standa að samningnum sem byggður er á hliðstæðum samningi sem Reykjanesbær og Heilbrigðisstofnunin hafa unnið eftir og hefur skilað góðum árangri, að sögn Drífu Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra HSS. Sveitarfélögin fjögur kosta hálft stöðu- gildi sérfræðings sem sinnir eingöngu mál- um í þessum sveitarfélögum. Hann starfar í teymi HSS sem skipað er sálfræðingi, iðju- þjálfa og félagsráðgjafa. Drífa segir mikilvægt að grípa strax inn í óheppilegt mynstur við uppeldi eða hegðun barna, jafnvel strax eftir að barn fæðist ef fram koma vísbendingar um að eitthvað sé að og styðja foreldrana þannig við uppeldis- hlutverkið. Það fyrirbyggi líka vandamál í framtíðinni. Samvinna Bæjarstjórarnir Oddný Harð- ardóttir, Róbert Ragnarsson og Ólafur Örn Ólafsson standa að baki Drífu Sigfús- dóttur og Sigurði Val Ásbjarnarsyni. Samstarf um forvarnir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „MARKMIÐIÐ er að vekja Suð- urnesjamenn til vitundar um mik- ilvægi breytts lífsstíls,“ segir Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður Hjartaheilla á Suð- urnesjum. Hjartaheill standa fyrir miklu forvarnarátaki, „Heilsuefl- ingu á Suðurnesjum“, þar sem öll- um Suðurnesjamönnum, 40 ára og eldri, er boðin blóðmæling. Þeir sem koma í mælingu fá jafnframt tilboð um hreyfingu og fræðslu um breyttan lífsstíl. Átakið hófst í gær með því að bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga og fleiri aðstand- endur átaksins voru mældir. Hjálmar segir að vísbendingar séu um að Suðurnesjamönnum sé hættara við að fá hjartaáföll en flestir aðrir landsmenn. Spurður af hverju segir Hjálmar að það sé ekki vitað en nefnir að þar sé meira um vaktavinnu en annars staðar á landinu og Suðurnesja- menn taki þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu af miklu kappi þótt laun séu ekki há að jafnaði. Hjálmar segir að aðalmarkmið for- varnarátaksins sé að vinna að breyttum lífsstíl. Farið á vinnustaði Reynt verður að ná til sem flestra íbúa sem orðnir eru fertug- ir en þeir munu vera um sex þús- und. Fyrirtækið InPro vinnur verkið fyrir Hjartaheill og sam- starfaðila. Hjúkrunarfræðingar á þess vegum munu heimsækja fyr- irtæki til að bjóða starfsfólki blóð- mælingar og þá getur fólk komið í starfsstöð fyrirtækisins í Reykja- nesbæ. Fólkið fær niðurstöður blóðmælinganna og ýmsar aðrar upplýsingar um áhættuþætti og þegar þörf er talin á verður fólki vísað áfram til nánari skoðunar hjá lækni. Jafnframt verður þátttak- endum afhentur svokallaður hreyf- iseðill þar sem því er boðinn end- urgjaldslaus tími hjá einkaþjálfara í líkamsræktarstöð og afsláttur af þjónustu. Einnig þátttaka í göngu- hópum og fræðslu hjá Íþrótta- akademíunni í Reykjanesbæ. „Það má segja að samfélagið allt sé samstarfsaðili okkar,“ segir Hjálmar um átakið sem hann hef- ur fyrir satt að sé viðamesta for- varnarverkefni í heilbrigðismálum sem ráðist hefur verið í hér á landi. Sveitarfélög, verkalýðsfélög, lík- amsræktarstöðvar, Fjölbrauta- skólinn og Íþróttaakademían standa að verkefninu með Hjarta- heillum ásamt fleiri aðilum. Gert er ráð fyrir því að vinnu- veitendur, sjúkrasjóðir verkalýðs- félaganna og einstaklingarnir sjálfir skipti kostnaðinum við skoð- unina á milli sín. Kom samkvæmt því um ellefu hundruð krónur í hlut hvers og eins, að sögn Hjálm- ars. Mikilvægt að breyta lífsstílnum Hjartaheill á Suðurnesjum standa fyrir umfangsmiklu forvarnarverkefni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mæling Starfsmenn InPro taka stöðuna hjá Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Hjálmari Árnasyni, formanni Hjartaheilla á Suðurnesjum. Til öryggis var tilkynnt fyrirfram að niðurstöðurnar yrðu ekki gefnar upp. Í HNOTSKURN »Í Heilsueflingu á Suð-urnesjum er ætlunin að ná til sem flestra íbúa svæð- isins, 40 ára og eldri. »Gerðar eru mælingar áblóðþrýstingi, blóðfitu og líkamsþyngdarstuðull reikn- aður út. »Markmiðið er að bjargamannslífum og hvetja fólk til að lifa heilsusamlegra lífi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.