Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Maður er alltaf að leita að því semgetur gert börnin manns að heil-um einstaklingum og þetta erstórt skref í þá átt,“ segir Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, móðir Sólveigar Margrétar Diðriksdóttur, sem á síðastliðnu ári hefur tekið mikinn þroskakipp eftir að hafa leitað til Svíþjóðar í Tomatis-heyrnarþjálf- unarmeðferð. Af tilviljun komust Ingileif og maðurinn hennar Diðrik Sæmundsson að til- urð þessarar meðferðar og er hún undrandi yf- ir að þeim skuli ekki hafa verið bent á þessa leið hér á landi. „Mér finnst alveg hræðilegt að það sem er viðurkennt af frönsku vísindaakademíunni árið 1957 skuli hafa læðst svona um. Fyrir nokkr- um árum fengu Pólverjar réttindi frá móð- urstöðinni í París til að byggja upp miðstöð og í dag eru þar 700 útibú tengd skólakerfinu sem geta tekið um 30 þúsund nemendur í meðferð árlega. Aðferðin er einnig mikið notuð í sænska heilbrigðiskerfinu. Þetta er náttúrlega ekki kraftaverkameðal en ég sé rosalegan mun á stelpunni minni eftir þetta, hún er bara önn- ur manneskja,“ segir Ingileif. Sjálf er hún grunnskólakennari á Selfossi og hefur oft fengist við sérkennslu, segist stundum hafa verið að stappa í gömlu aðferðunum án þess að sjá alltaf mikla breytingu á einstaklingnum. Saga Sólveigar Að sögn Ingileifar var Sólveig dæmigert „eyrnabarn“. Þegar kirtlarnir voru teknir við fjögurra ára aldur fengu foreldrar hennar að vita að þykkt slím í miðeyra hefði e.t.v. valdið varanlegum heyrnarskemmdum sem gæti skýrt hve seint hún næði talhljóðunum þrátt fyrir talkennslu frá þriggja ára aldri og góðan greindarþroska. Sólveig tók góðum framförum í tali eftir kirtlatökuna en þó heyrðist enn á mæli hennar að eitthvað var að. Við mælingu á Heyrnar- og talmeinastöðinni kom ekki annað í ljós en að stúlkan hefði góða heyrn. Þegar skólagangan hófst sóttist lesturinn erfiðlega ekki síst vegna þess að mjög erfitt virtist vera að greina á milli d, t og p og h, f og þ. Í öðrum bekk varð hún daprari og bitrari og áhuginn á skólanáminu minnkaði og að sögn Ingileifar höfðu þau Diðrik orðið verulega áhyggjur af ástandi mála. Þýsk stúlka sem vann um tíma við bústörf hjá fjölskyldunni benti þeim svo á Tomatis-aðferðina og Ingileif leitaði með Sólveigu til miðstöðvarinnar í Stokkhólmi í nóvember 2005. Við greiningu kom í ljós að stúlkan var með dempaða heyrn á tíðnibili málhljóða og vinstra eyra ráðandi sem útskýrði enn frekar lélega úrvinnslu málhljóða. Sett var upp hlustunar- áætlun sem miðaði að því að laga heyrnina þannig að Sólveig heyrði öll málhljóð. Lögð var áhersla á að virkja kuðung innra eyrans en hann hafði ekki fengið nægjanlega örvun í bernsku vegna eyrnabólgu. Hún hefur á rúmu ári tekið verulegum framförum í lestri og heyr- ir nú öll málhljóð, hún hefur styrkst sem ein- staklingur og tekur nú miklu meiri þátt í öllu sem fram fer í kringum hana. Vegna sífellt fleiri barna greindra með athyglisbrest og of- virkni bendir Ingileif á að úrræða sé þörf hér á landi og þar kæmi Tomatis-aðferðin sann- arlega að gagni, líka í tilvikum krakka sem séu of dauf og nái ekki að einbeita sér, líkt og ástatt var um Sólveigu. „Við vissum ekki að vinstra eyrað á henni væri ráðandi sem veldur því að þessi tíðni í málhljóðunum tapast. En þessir erfiðleikar við hljóðúrvinnslu hafa líka áhrif á persónuleikann og persónuþroskann þannig að hana vantar sjálfsöryggi og þetta dregur úr félagsfærni. Þegar við Sólveig kom- um fyrst út sá ég líka öll ofvirku börnin í með- ferð sem voru að slíta í sundur snúrurnar og annað. Ég var látin lesa inn á disk og þeir síðan breyttu röddinni í eins konar óm sem stelpan mín hlustaði á og gerði hana öruggari með sig. Aðferðin hreinlega kemur bylgjum heilans í fasa. Þetta var merkilegt!“ segir Ingileif með áhersluþunga. „Sólveig kom ekki vel út úr fimm ára skoðuninni en er núna búin að taka það allt út. Fyrir utan að núna heyrir hún öll málhljóðin.“ Ingileifu er kunnugt um einn Íslending sem leitað hefur á náðir Tomatis fyrir utan dóttur sína. „Í raun og veru kostar búnaður fyrir eitt útibú bara um tvær milljónir og svo þarf tvo sérkennara sem tækju 7–8 manneskjur í einu í meðferð. Þetta myndi snarborga sig þegar fram í sækir,“ segir Ingileif og horfir björtum augum fram á veginn. Þroskakippur hjá átta ára stúlku Í heyrnarþjálfun Sólveig með hlustunartæki frá Tomatis-miðstöðinni í Stokkhólmi í mars- mánuði á síðastliðnu ári. Önnur manneskja Ingileif og Sólveig á haustmánuðum. „Maður er alltaf að leita að því sem getur gert börnin manns að heilum einstaklingum og þetta er stórt skref í þá átt,“ segir Ingi- leif um Tomatis-aðferðina, enda segir hún Sólveigu sem nýja manneskju eftir meðferðina. Tomatis-heyrnarþjálfunaraðferðin varfundin upp um 1950 af franska lækn- inum Alfred Tomatis en aðferðin er leið til að efla hljóðkerfisvitund, einbeitingu og drifkraft með hjálp hlustunarmeðferðar. Hún var fyrst notuð til að hjálpa óperu- söngvurum sem höfðu misst kraft og rödd en faðir Tomatis var óperusöngvari. Tomatis-aðferðin barst síðan um róm- anska málsvæðið og inn á það þýska en ekki fyrr en árið 1995 til Skandinavíu og fáum árum síðar var sett á fót Norræna Tomatis- miðstöðin í Svíþjóð. Aðferðin virðist enn ókunn flestum hér á landi. Dr. Tomatis komst að því að talmál okkar byggist á þeim hljóðum sem heilinn nemur og ennfremur að kuðungur í innra eyra er það líffæri þaðan sem einbeitingu allrar heilastarfsemi er stjórnað. Síðari rann- sóknir hafa staðfest þetta og einnig fundið út að mjög mörg umbunarsvæði heilans eru nálægt kuðungnum. Ef hann er vankaður fer mikið af umbuninni fyrir ofan garð og neðan hjá einstaklingnum og er hann leið- réttur upp í rétta virkni hjá Tomatis. Gegn- um langvarandi hlustun var hægt að end- urvekja tapaða hæfni til að heyra hljóð af ákveðnum tíðnibilum. Meðferðin hjálpar jafnt heyrnardaufum og daufgerðum sem ofvirkum með athyglisbrest, og gagnast jafnvel í sambandi við kulnun í starfi. Sér- fræðingar á fjölda Tomatis-miðstöðva víða um heim hafa náð góðum árangri við að auka starfsgetu og vellíðan einstaklinga. Tal-, mál- og hreyfiþroski, hegðunarfrávik og taugalífeðlisfræðileg endurhæfing vegna höfuðáverka og blóðtappa og ýmsir streitu- sjúkdómar eru dæmi þar sem meðferðin kemur að gagni og ýmsir listamenn hafa þar að auki bætt með henni rödd og framkomu, s.s. Maria Callas, Placido Domingo og Gér- ard Depardieu. Aðalþættir meðferðarinnar eru greining, hlustunarundirbúningur og -ferli. Hver meðferð felur í sér þrjú hlustunarskeið þar sem hlustað er í alls 20 klst. í gegnum svo- nefnt rafeyra, sem er ein stærsta uppfinning dr. Tomatis, á sérvalda tónlist þar sem tíðni- toppar hafa verið styrktir og er unnið bæði með innra eyra og miðeyra. Aðallega er um að ræða sígilda tónlist eins og tónlist Moz- arts, gregoríanskan söng og móðurröddina. Nemandinn púslar, spilar eða hvílir sig á meðan hann hlustar og er líka beðinn um að tala, syngja eða lesa í hljóðnema og hlusta á eigin rödd í rafeyranu. Tomatis- heyrnarþjálf- unaraðferð TENGLAR ..................................................... www.tomatis-group.com Jón Ingvar Jónsson orti um framtíðina áfundi í Kvæðamannafélagsins Iðunnar: Mér finnst það hálf dapurt að fara að lýsa hér framtíð er svo er í heild: veðrið mun hlýna og virkjanir rísa og West Ham fer niður um deild. Hörður Björgvinsson velti nýju ári fyrir sér: Lítt ég í fjarlæga framtíð rýni, og fjandskap íslenskra veðra. En víst er það gott að veðrið hlýni, og West Ham má fara í neðra. Bjarni Stefán Konráðsson gefur sitt álit: Sama er mér hver sökkva mun í gjallið, sama er mér þótt líti ei á heildina, sama er mér hvers bíður beisklegt fallið bara ef United vinnur deildina. Framtíðin og West Ham pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ RÖNTGENMYND hjá tannlækni getur leitt í ljós hvort mann- eskjan sé með beinþynningu eða í hættu á að fá beinþynningu. Í Svenska Dagbladet er greint frá þessum niðurstöðum frá Bret- landi, en þær eru hluti samstarfs- að aðferð til greiningarinnar sem hugmyndin er að allir tannlæknar geti tileinkað sér. Beinþynning er algengust meðal kvenna yfir miðjum aldri og eykur mjög líkur á beinbrotum. Forsvarsmaður beinþynningarmóttöku við Sahl- grenska sjúkrahúsið í Gautaborg segir í samtali við SvD að aðferð- in sé áhugaverð, en ekki sé þörf á að rannsaka alla sem heimsækja tannlækna, fyrst og fremst ætti að reyna að ná til þeirra sem eru á millli 60–65 ára. greind tímanlega. Með sérstakri tækni er hægt að greina þéttleika beinanna á slíkri röntgenmynd. Vísindamannahópurinn hefur þró- rannsóknar sem hefur auk þess farið fram í Svíþjóð, Belgíu, Grikklandi og Hollandi. Vís- indamennirnir leggja til að tekin sé aukaröntgenmynd af neðri kjálka í tannlæknaheimsókn til að auka líkur á að beinþynning sé Röntgengreining á beinþynningu Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson LIFANDI fæði er það kallað þegar fólk neytir eingöngu lífrænt ræktaðs hráefnis. Sagt er að með þessum einfalda lífsstíl geti fólk neytt næringar af mestu hugsanlegu gæðum hvar sem er og að neysla lifandi fæðis sé áhrifaríkari en neysla hráfæðis. Um er að ræða ferska ávexti sem ekki eru eldaðir á neinn hátt, græn- meti, hnetur og fræ. Á Ann Wigmore-stofnuninni í Puerto Rico liggja rætur lifandi fæðis en þar þróaði dr. Ann Wigmore kenningar sínar um tengsl sjúkdóma við næringarskort og uppsöfnun eiturefna í lík- amanum. Lífsstíll lifandi fæðis hefur náð vin- sældum á undanförnum árum. Ferðaskrifstofan Prima Heimsklúbburinn býður upp á ferð á stofnunina 20. maí. Þar verður setið tveggja vikna námskeið og nem- endur munu læra allt um hvað lífrænt lifandi fæði er, hvernig á að matbúa það og af hverju það þykir heilsusamlegt. Á námskeiðinu verður einnig rætt um fæðusamsetningu, tengsl hugs- ana og tilfinninga við líðan og mikilvægi hreyf- ingar til að halda andlegu og líkamlegu jafn- vægi. Námskeiðið stendur frá 20. maí til 2. júní og er lokað námskeið fyrir íslenskan hóp. Haldin verður kynning á ferðinni í versluninni Manni lifandi í Borgartúni í kvöld 10. janúar kl. 19.30. Heilsuferð til Puerto Rico

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.