Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún JónaSturludóttir fæddist á Fljótshólum í Gaulverjabæj- arhreppi í Flóa hinn 23. mars 1932. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 28. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sturla Jóns- son, bóndi á Fljótshólum, f. 26.6. 1888, d. 14.2. 1953, og k.h. Sigríður Ein- arsdóttir, f. 9.1. 1892, d. 7.5. 1966. Guðrún Jóna átti sjö systkini, þau eru: Einar, f. 10.6. 1917, d. 15.7. 2003; Jóhanna, f. 10.10. 1918, d. 11.3. 1994, Steinunn, f. 22.11. 1920, d. 11.8. 1987; Gestur, f. 14.7. 1922, d. 1.11. 1995; Jón, f. 28.7. 1925; Kristín f. 6.10. 1928, d. 2.10. 1999, og Þormóður, f. 27.12. 1935. Hinn 26. júní 1957 giftist Guðrún Jóna Hreini Eyjólfssyni vélstjóra f. 7. 10. 1932. Foreldrar Hreins voru Guðmundína Margrét Sigurð- María Guðrún Rúnarsdóttir, f. 10.1. 1981, maki Kjartan Ari Pétursson, f. 11.6. 1972, dóttir þeirra Ísabella Róbjörg, f. 22.2. 2006, b) Véný Guð- mundsdóttir, f. 1.11. 1984, maki Sigurpáll Hermannsson, f.12.2. 1984, sonur þeirra er Ísak Elí, f. 21.7. 2005 c) Una Guðmundsdóttir, f. 4.9. 1987 d) Steinþór Ólafur Steinþórsson, f. 3.1. 2000. 3) Gest- ur, f. 27.12. 1964, kona hans er Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, f. 8.10. 1969 og börn þeirra a) Guðrún Jóna, f. 27.11. 1997 og b) Hlynur, f. 23.8. 2003. Stjúpsonur Gests er Þórsteinn Sigurðsson, f. 15.1. 1988. 5) Hlynur, f. 19.7. 1968, kona hans er Erika Martins Carnero, f. 29.10. 1972. Guðrún ólst upp upp á Fljóts- hólum, en fluttist til Reykjavíkur rúmlega tvítug og starfaði við saumaskap í Feldinum fram að giftingu. Eftir giftingu sinnti hún heimili og börnum ásamt því að vinna hlutastarf hjá Sveini Egils- syni hf. þegar börnin voru orðin stálpuð. Guðrún var söngelsk og tók mikinn þátt í kórastarfi, söng meðal annars í Liljukórnum, Ár- nesingakórnum og Skagfirsku söngsveitinni um árabil. Útför Guðrúnar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ardóttir f. 18.6. 1900, d. 17.7. 1963 og Eyjólf- ur Finnbogason f. 8.7. 1902, d. 4.11. 1979. Börn Guðrúnar og Hreins eru: 1) Jó- hanna, f. 16.9. 1956, gift Benóní Torfa Egg- ertssyni, f. 7.1. 1959. Börn þeirra eru: a) Alfa Rós Pétursdóttir, f. 13.3. 1978, b) Stef- anía, f. 11.1. 1985, c) Hreinn, f. 28.11. 1986 og d) Ragnheiður, f. 28.1. 1994. 2) Steinþór, f. 10.1. 1961, kona hans er Elín Skarphéðinsdóttir, f. 23.3. 1952. Börn þeirra eru: a) Dagný Dögg, f. 7.1. 1982, maki Börkur Halldór Blöndal, f. 28.9. 1981, sonur þeirra er Steinþór Freyr, f. 9.5. 2005 b) Axel Hreinn, f. 1.11. 1983. Stjúp- börn Steinþórs eru Lára Björg Sig- urbjarnardóttir, f. 6.5. 1973 og Kári Sigurbjörnsson, f.16.4. 1975. Sonur Láru er Hlynur Daði Birgisson og dóttir Kára er Júlía Sól. 3) Guðrún, f. 27.12. 1964, börn hennar eru: a) Allir hafa heyrt sögur um feitlagnar ömmur í rósóttum kjólum sem baka kökur fyrir barnabörnin. Þetta er amman sem þú sérð í bíómyndunum og sögubókunum. Okkur systkinun- um hefur alltaf þótt þessi lýsing á hinni týpísku ömmu hálf afkáraleg þar sem „steríótýpuamman“ sem þú sérð út um allt á svo engan veginn við hana Guðrúnu Jónu Sturludóttur, ömmu okkar. Amma var í fyrsta lagi ekki feitlag- in, heldur lítil og nett. Hvernig gat hún líka verið annað, hoppandi um fjöll og firnindi sí og æ, takandi sopa úr hverri einustu lækjarsprænu sem varð á vegi hennar. Amma okkar var líka tískudrós af flottustu gerð og það var algjört hnossgæti fyrir litlar prinsessur að fá að grafa í fataskáp- unum hennar og máta fötin, hattana og þá sérstaklega hælaskóna. Við þor- um samt ekki að fullyrða um að það hafi ekki leynst einn og einn rósóttur kjóll þar á milli hárauðu flíkanna en við leyfum okkur að efast um það. Hjá ömmu var ekki mikið um kök- ur heldur fengum við þess í stað hjá henni hafragraut í morgunmat og dýrindis grjónagraut í hádegismat, þvílíkur draumur. Öll vorum við frændsystkinin sammála um að hún amma bjó til allra besta grjónagraut í heimi og hver sá sem efaðist um það átti ekki von á góðu. Við vorum lítill kolbrjálaður her tilbúinn að verja heiður grjónagrautsins til síðasta manns. Amma söng og að okkar mati söng hún best, mest og flottast. Hún hvatti okkur stöðugt til að syngja með og þrátt fyrir að söngurinn væri kannski ekki upp á tíu þá hrósaði hún okkur alltaf líkt og við værum stórsöngvar- ar. Það hefur reyndar verið þess valdandi að sum okkar telja sig kannski vera ívið betri söngvara en þeir eru í raun en gott sjálfstraust hefur nú aldrei skaðað neinn. Amma kenndi okkur að elska sveitalífið. Í sveitinni hennar ömmu fengum við tækifæri til að reka belj- urnar yfir Keldu, kútveltast í æsi- spennandi heyslögum, smakka ný- uppteknar gulrætur, gefa hestum að borða og sofa í koju í Ömmukofa sem afi byggði mesta rigningarsumar 20. aldarinnar. Það voru ófáar æsku- minningarnar sem urðu til í sveitinni hennar ömmu, frábær og skemmtileg ævintýri sem enginn okkar hefði vilj- að vera án. Amma var margt. Hún var hæfi- leikarík, skemmtileg, falleg, ákveðin, hjartahlý og umfram allt baráttujaxl. Það er ekki hægt að hugsa sér betri fyrirmynd en hana ömmu. Alfa Rós Pétursdóttir, Stefanía Benónísdóttir, Hreinn Benónísson og Ragnheiður Benónísdóttir. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma, við eigum öll yndis- lega minningu um fallega og góða ömmu í hjörtum okkar. Takk fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Kveðja Véný, Una og Steinþór Óli. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr spámanninum). Elsku vinkona, við þökkum þér fyr- ir allar gleðistundirnar sem höfum átt saman gegnum árin fimmtíu. Alltaf var stutt í spaugið og glettnina sem við eigum oft eftir að minnast. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sín- um. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Guð blessi minningu þína. Við biðj- um algóðan guð að styrkja þig, elsku Hreinn, og fjölskyldu þína á þessum erfiðu stundum. Saumaklúbburinn. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn A. Harðarson) Á nýársdag horfðum við á sólina rísa og boða komu nýs árs, gamla árið var liðið í aldanna skaut með minn- ingum liðins tíma og nýtt tekið við. Hringrás lífsins í allri sinni dýrð. Um áramót lítum við oft til baka og rifjum upp minningar frá árinu sem er að líða, eins er farið þegar ástvinir falla frá, þá lítum við til baka yfir farinn veg, vorn æviveg. Við systurnar vorum svo lánsamar að eiga sérstaklega skemmtileg og góð föðursystkini, sem skipuðu stóran sess í uppeldi okkar og eigum við þeim mikið að þakka. Guðrún Jóna Sturludóttir, eða Gunna eins og hún var kölluð, var ein af þeim og sú sem við sóttum mest til. Við systurnar dvöldum frá unga aldri oft í sveitinni hjá föðurömmu og föðurbróður okkar að Fljótshólum og þar var Gunna líka langdvölum á sumrin. Gunna giftist ung, Hreini Eyjólfssyni vélstjóra, og vann hann lengst af á farskipum. Varð þeim fimm barna auðið. Gunna var sem sagt sjómannskona og því löngum ein heima með börnin og sótt- um við mjög í að vera hjá henni, ýmist til að gæta barnanna eða bara til að spjalla. Síðar á lífsleiðinni höfum við oft dáðst að þolinmæði hennar að hafa okkur frá unga aldri hangandi yfir sér í tíma og ótíma. En alltaf þótti okkur jafn gaman að passa börnin fyrir Gunnu og Hrein, hvort sem það var í kjallaraíbúðinni í Karfavoginum þegar elsta barnið, Jóhanna, var að stíga sín fyrstu skref eða í Njörvasundinu þar sem Steinþór bræddi hjörtu okkar barnapíanna með brosinu sínu. Síðar meir fæddust tvíburarnir Gestur og Guðrún og þá var Gunna oft hálf svefnlaus þá dagana þegar tvíburarnir grétu á víxl og aðeins annað foreldrið til staðar. Þegar Hlynur, yngsta barn- ið fæddist vorum við vaxnar upp úr barnapíustörfum. En þrátt fyrir ann- ríkið var Gunna alltaf jafn hress og glöð og henni var einkar lagið að laða það besta fram í okkur með glaðværri og hlýrri framkomu. Maður hafði allt- af á tilfinningunni að maður væri hjartanlega velkominn. Við systurnar litum mjög upp til Gunnu og Hreins. Hreinn var sérstakur smekkmaður og kom iðulega með eitthvað fallegt heim úr langferðum sínum og alltaf var það jafn fallegt, hvort sem það var eitthvað fyrir heimilið eða föt á Gunnu eða börnin. Ekki má gleyma öllu því er- lenda sælgæti sem við systurnar gæddum okkur á þegar við vorum að passa. Við munum ætíð minnast þess þegar Gunna kom eitt sinn sem oftar úr utanlandsferð í sveitina og færði okkur nýtísku slæður sem við bárum lengi síðan. Í sveitinni hjá ömmu á sumrin var alltaf tilhlökkunarefni þeg- ar von var á þeim systrum, Gunnu og Stínu. Við tók þá barnapössun og bú- leikur hjá okkur krökkunum og á með- an tóku þær systur sig oft til og mál- uðu herbergin og smituðu okkur krakkana með drifkrafti sínum. Gunna hafði yndi af útiveru og göngu- ferðum og var mjög söngelsk og söng mörg ár í kórum. Hún kunni ógrynni af sönglögum og textum enda mikið sungið á æskuheimili hennar. Settist Sturla afi þá gjarnan við orgelið og heimilisfólk og gestir tóku lagið og Sigríður amma hafði einnig alist upp við mikið sönglíf á Hæli í Gnúpverja- hreppi. Á ættarmótum hér áður fyrr var Gunna alltaf hrókur alls fagnaðar og því fannst okkur hræðilegt að horfa upp á hvernig sjúkdómur getur smám saman dregið allan mátt úr lífsgla- ðasta fólkinu. Gunna frænka þurfti að axla þá þungu byrði að fá parkinsons- veikina og við þá veiki mátti hún og fjölskylda hennar glíma árum saman. Hreinn sýndi Gunnu mikinn kærleik og ástúð og endalausa þolinmæði í veikindum hennar og mun það seint fullþakkað. Anna Sigríður og Dúfa. Það er sumar. Sól skín í heiði. Hekla og Eyjafjallajökull skarta sínu feg- ursta, áin rennur letilega fram í sjó. Kýrnar eru á leiðinni út á austurslétt- urnar eftir morgunmjaltirnar. Leti- legt baul og hó kúasmalans blandast við fuglasönginn. Lóan, stelkurinn og krían. Í fjarska suðar dráttarvélin. Það er verið að slá. Guðrún situr fyrir utan „kofann“ og drekkur í sig um- hverfið þegar mig ber að. Hún lítur á mig með glampa í augum og sitt fal- lega, hlýja og bjarta bros og spyr: „Er þetta ekki yndislegt?“. Ég lít í kring- um mig og sé ekkert nema hversdags- leikann og skil ekki hvað konan er eig- inlega að tala um. Ekki frekar en að ég skildi hvað Guðrún átti við þegar hún sat ljómandi við eldhúsborðið heima og sagði frá fjallgöngum og göngu- skíðaferðum. Þetta var nú í mínum huga óþarfa erfiði og þvælingur. Fréttir úr höfuðborginni og göngu- ferðir upp og niður Laugaveginn hefðu vakið meiri áhuga þá. En núna mörgum árum, gönguferðum og skíða- ferðum seinna skil ég hvað hún átti við. Núna gæti ég sest undir húsvegg- inn við hlið Guðrúnar og verið við- ræðuhæf – um lífið, náttúruna og til- veruna. Eða, við bara setið hljóðar og notið morgunsins – sumt þarf ekki að ræða, bara skynja og skilja. Í mínum huga var Guðrún náttúrubarn, trygg og trú sínum uppruna. Ég vil þakka henni og hennar fjölskyldu fyrir vin- áttuna og samveruna öll sólríku sumr- in sem standa upp úr í hafsjó æsku- minninganna. Það var ómetanlegt fyrir okkur heima á bæ að hafa ykkur. Því miður á ég ekki heimangengt til að vera viðstödd jarðarför Guðrúnar en sendi fjölskyldunni samúðarkveðj- ur. Í huga mínum kveðjumst við Guð- rún heima, á hlaðinu okkar með norð- urfjöllin böðuð í kvöldsólinni. Sigríður Þormóðsdóttir frá Fljótshólum. Þegar maður er barn finnst manni sem núið sé eilíft og að hvert ár og jafnvel hver árstíð sé stór partur af líf- inu. En þegar fólkið sem litaði æskuna hverfur úr þessu lífi hvað af öðru finn- um við til aldursins og hversu stutt og stopult þetta allt er. Gunna föðursystir mín var ein af þeim sem lituðu uppvöxt minn. Hún kveður nú, hin sjötta af Fljótshóla- systkinunum, börnum Sigríðar og Sturlu. Það var mikil samheldni í systkinahópnum og stóðu þau mér alltaf nærri. Þegar Gunna var með 2 elstu börnin sín lítil og Hreinn, maður hennar var í siglingum, dvaldi hún oft um stórhá- tíðir og á sumrin austurí hjá ömmu. Það varð til þess að ég tengdist Gunnu og fjölskyldu hennar enn frekar og höfum við Jóhanna dóttir Gunnu ætíð verið mjög nánar, eða eins og við segj- um stundum frænkur, vinkonur og hér um bil eins og systur. Þegar börnin voru enn ung byggðu Gunna og Hreinn, og einnig Jóhanna og Stína systur Gunnu, sér sumarafd- rep í túnjaðrinum á æskuslóðunum á Fljótshólum, sem þau kölluðu Gerð- iskot. Þar var oft mikið fjör, ærsl og gaman. Þegar börnin fóru að stálpast fór Gunna að ferðast um landið en hún hafði gaman af allri útiveru og göngu- ferðum, einnig fór hún oft með Hreini í siglingar. Eitt sinn fórum við Gunna saman í göngu upp á fjallið hér ofan við Dalvíkina ásamt fleirum, stórum og smáum, í blíðskaparveðri með nesti og nýja skó og var Gunna þar í broddi fylkingar. Það var alltaf sérstök eftirvænting sem fylgdi jólagjöfunum frá Gunnu og fjölskyldu því ég gekk næstum því út frá því sem vísu að í pökkunum væri eitthvað útlenskt sem sjaldan eða aldrei hafði sést hér á landi, eitthvað sem Hreinn hafði keypt í útlandinu enda var það ekki á hverjum degi sem við krakkarnir sáum útlenskt sælgæti og þessháttar eða þá maður fengi spánnýja búðarsokka. Fyrir kom að Gunna gaf mömmu kökukassa með út- lensku kexi og utan á boxinu voru því- líkt flottar myndir af Big Ben og Buckingham-höll og frægum bygging- um í London. Þessi box voru þvílíkar gersemar að annað eins hafði aldrei sést á mínu æskuheimili. Síðar hýstu þessi box kleinur og kaffibrauð til margra ára. Þegar ég kom í fyrsta skipti til London og barði þessar byggingar augum kom kökukassinn með ævintýraljómanum ljóslifandi upp í huga minn. Gunna var söngelsk eins og svo margir af Fljótshólafólkinu. Systkinin voru öll söngelsk og sungu, og syngja, öll meira og minna í kirkjukórum og öðrum kórum. Þegar stórfjölskyldan kom saman við ýmis tækifæri svo sem í afmælis- og fermingarveislum var lagið gjarnan tekið. Þar var Gunna að sjálfsögðu með enda hafði hún fallega söngrödd og söng í mörgum kórum á lífsleiðinni. Hver man ekki eftir henni syngjandi með Engjarósunum hér á árum áður? Um leið og ég kveð Gunnu frænku mína og þakka henni sam- fylgdina og allan velgjörning, ásamt því að færa öllum aðstandendum hennar samúðarkveðjur okkar hér að norðan, kemur upp í huga minn fallegt lag og ljóð sem Einar bróðir hennar söng svo fallega eitt sinn. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga skínandi ljómi Drottins blasir við. Líður hún nú um áður ókunn svið. Englanna bros mun þreytta sálu hugga. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína merlar hún geislum dauðans varpa á. (Matthías Jochumsson.) Marín Jónsdóttir. Guðrún Jóna Sturludóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN ÞÓR HALLDÓRSSON frá Hleiðargarði, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. janúar kl. 13:30 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans láti Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Auður Eiríksdóttir, Rósa Jóhannsdóttir, Daniel J. Ruppman, Brynjólfur Jóhannsson, Þorgerður Kristinsdóttir, Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Gerardo Reynaga, Dóra Björk Jóhannsdóttir, Bergþór R. Friðriksson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.