Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● LITLAR breytingar urðu á úrvals- vísitölunni í gær en hún hækkaði um 0,08% og var skráð 6.778,56 stig við lokun viðskipta. Velta á hluta- bréfamarkaði nam 6.779 milljónum króna og 5.000 milljónum á skulda- bréfamarkaði. Hlutabréf Eimskipafélags Íslands hækkuðu mest í gær eða um 2,46%. Bréf Exista hækkuðu um 1,675 og bréf Mósaíks um 1,33%. Hlutabréf Marels lækkuðu mest eða um 1,29% og bréf Bakkavarar um 0,95% Hlutabréf hækka ● LÝSING og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýrs á eignum Teymis, en Sýr er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þór- arins Ragnarssonar. Heildar- kaupverð nemur 2,3 milljörðum króna. Fasteignirnar sem um ræðir eru Ármúli 2, sem hýsir starfsemi Skýrr, Síðumúli 23 og 25, þar sem starfsemi Securitas fer fram, Grens- ásvegur 8 og 10, þar sem EJS hefur verið til margra ára, og Lyngháls 9, sem er húsnæði Kögunar. Að auki var undirritaður samningur um fjár- mögnun á Köllunarklettsvegi 2 sem er í langtímaleigu til ýmissa aðila. Sýr var eitt af fimm fasteignafélögum sem gerðu tilboð í lokuðu forvali. Lýsing fjármagnar kaup Sýrs af Teymi Sýr og Lýsing rita undir samninginn. ● GREINING Glitnis spáir því að úr- valsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Ís- lands muni hækka um 21% á þessu ári. Þær hækkanir sem hafi verið frá áramótum, um 5%, muni halda áfram og horfur á hlutabréfamarkaði því í heildina litið jákvæðar. Í Morg- unkorni Glitnis segir að frekari vöxtur fjármálageirans á alþjóðamörk- uðum, sem og frekari útrásarverk- efni annarra félaga, muni verða ráð- andi þáttur í þróun hlutabréfa- markaðarins á þessu ári líkt og undanfarin ár. Líklegt sé að fjár- festahópurinn verði alþjóðlegri. Glitnir spáir 21% hækkun hlutabréfa SAMSKIP hafa tekið upp samstarf við hafnaryfirvöld í Zeebrugge í Belgíu um uppbyggingu gámamið- stöðvar þar. Hefjast siglingar á vegum Samskipa á milli Zeebrugge og hafna á Írlandi strax í þessum mánuði. Haft er eftir Ásbirni Gísla- syni, forstjóra Samskipa, í tilkynn- ingu, að Rotterdam verði áfram þungamiðjan í Evrópuflutningum félagsins. Mjög brýnt hafi hins veg- ar verið að hefja markvissa upp- byggingu annarrar gámamiðstöðv- ar á meginlandinu vegna aukning- ar í gámaflutningastarfseminni í Evrópu. Samskip auka við sig í Evrópu Höfn Við val Samskipa á Zeebrugge í Belgíu skipti gott landrými fyrir hafnar- og gámastarfsemi sköpum í ákvörðun félagsins. Kaupþing banki – hvað sem síðar kann að verða – því eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hafa ekki orðið mjög miklar breytingar á gjaldeyrissstöðu Landsbanka og Glitnis frá því bankarnir birtu níu mánaða uppgjör sín. Því er ljóst að Kaupþing hefur á síðustu þremur mánuðum ársins aukið verulega þann hluta eigin fjár síns sem er í erlendri mynt. Kaupþing fékk undanþágu frá Seðlabanka Íslands til þess að fara yfir 30% mörkin svokölluð (þ.e. hlut- fall erlendrar myntar af eigin fé) í tengslum við alþjóðlegt hlutafjárút- boð sitt í nóvember. Útboðið skilaði Kaupþingi um 56 milljörðum í er- lendri mynt en ætla má að bankinn hafi þar fyrir utan selt umtalsvert af krónum fyrir evrur (eða aðra mynt) á undanförnum vikum og mánuðum. Hver gjaldeyrisjöfnuður Kaupþings banka var um síðustu áramót verður ekki upplýst fyrr en við birtingu árs- uppgjör bankans í lok þessa mánað- ar. Hefur losað um krónur fyrir evrur Kaupþing banki fékk undanþágu frá Seðlabanka Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Í NÓVEMBER og desember meira en tvöfaldaðist nettógjaldeyrisstaða viðskiptabankanna þriggja og fór úr að vera jákvæð um tæpan 91 milljarð í lok október í 188,5 milljarða í lok desember. Í desember einum hækk- aði gjaldeyrisstaða nettó því um 81,4 milljarða króna en það er langmesta hækkun í einum mánuði frá því Seðlabankinn tók að birta þessar töl- ur. Tekið skal fram að tölurnar taka aðeins til Glitnis, Landsbanka og Kaupþings banka en ekki annarra eins og t.d. Straums-Burðaráss sem ákvað að gera upp í og vera með eig- ið fé í evrum í lok síðasta árs. Nú liggur fyrir að Kaupþing fékk und- anþágu hjá Seðlabanka Íslands til að vera með jákvæðan jöfnuð umfram 30% af eigin fé í tengslum við alþjóð- legt hlutafjárútboð sitt í nóvember. Í því aflaði Kaupþing banki um 56 milljarða íslenskra króna sem bank- inn fékk greitt í erlendum myntum og var þeim ekki skipt í krónum sam- kvæmt upplýsingum frá bankanum. Kaupþing með stefnu á evru? Í Vegvísi Landsbankans segir að erfitt sé að sjá annan tilgang í jafn- mikilli uppbyggingu gjaldeyrisforða bankanna en að „þeir séu, einn eða fleiri, í alvöru að undirbúa að yfir- gefa krónuna sem uppgjörsmynt“. Þótt ekki sé neinn banki nefndur á nafn í Vegvísi er ljóst að vart getur annar banki átt hlut að máli en NEYTANDASTOFA hefur bannað Högum hf., dótturfélagi Baugs Gro- up, að nota firmanafnið Hagar. Þetta kemur fram í ákvörðun Neyt- endastofu sem birt hefur verið á heimasíðu hennar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að málinu verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar stofunnar. „Við erum bjartsýn um að málið fái farsælan endi þar,“ seg- ir Finnur í samtali við Morgunblað- ið. Einkahlutafélagið Hagi ehf. kærði notkun Haga hf. á nafninu til Samkeppnisstofnunar í maí 2004. Hagi ehf. var stofnað og skráð í fyr- irtækjaskrá árið 1993. Það er líka þekkt sem Hilti en nafnið Hagi kemur fram á nótum og nafnspjöld- um fyrirtækisins. Taldi fyrirtækið að með áralangri notkun hefði það áunnið sér einkarétt á vörumerkinu Hagi ehf. Hagar hf. hétu Baugur Ísland þar til í október árið 2003. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að lög- maður fyrirtækisins hafi haft sam- band við forsvarsmenn Haga ehf. með það í huga að kaupa af þeim firmanafnið. Ekki hafi samist um kaup á nafninu. Hagar hf. hafi engu að síður haldið áfram notkun á um- ræddu nafni. Ruglingur átti sér stað Neytendastofa, sem tók við kæru Haga ehf. af Samkeppnisstofnun, kemst að þeirri niðurstöðu að oft sé örðugt eða ótækt að gera greinar- mun á því hvort Hagi eða Hagar á í hlut, þar sem bæði orðin séu eins í þolfalli og eignarfalli. Firmanafnið Hagi vísi hvorki til vöru eða þjón- ustu sem sé í boði, né veki hugmynd um sérstakan atvinnurekstur. Því verði að telja að Hagi ehf. hafi við skráningu í fyrirtækjaskrá öðlast lögverndaðan rétt á heitinu. Þar að auki hafi verið sýnt fram á að rugl- lingur hafi átt sér stað milli aðila. Ákvörðun Neytendastofu er sú að Hagar hf. hafi með notkun firma- nafnsins Hagar hf. brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með órétt- mætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Því bannar Neytendastofa Högum hf. að nota firmanafnið Hagar hf. og skal það taka gildi fjórum vikum eftir birt- ingu ákvörðunarinnar. Hagar hf. mega ekki heita Hagar hf. Morgunblaðið/Brynjar Gauti KAUPÞING banki gaf í gær út skuldabréf að andvirði 200 milljónir sviss- neskra franka, jafngildi um 15 milljarða ís- lenskra króna. Bréfin eru gefin út til þriggja ára á kjörum sem samsvara 28 punktum yfir milli- bankavöxtum (LIBRO) en umsjón með útgáfunni var í höndum bank- anna UBS og Credit Suisse. Guðni Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup- þings, segir kjör bréfanna end- urspegla breytingu á viðhorfum evrópska markaðarins til bankans. „Þegar Kaupþing lauk endur- fjármögnun fyrir árið 2007 í sept- ember sl. voru bréf bankans í Bandaríkjunum til þriggja ára verðlögð 70 punkta yfir Libor- vöxtum. Sú útgáfa fór hins vegar fram í Bandaríkjunum og mark- aðurinn þar ekki alveg sambæri- legur þeim evrópska, en kjörin eru vísbending um að verðlagning á áhættu bankans hafi lækkað undanfarna mánuði,“ segir Guðni. Hann segir jafnframt að Kaup- þing hafi tekið þá ákvörðun að gefa ekki út skuldabréf í Evrópu á árinu 2006. „Útgáfan sýnir að mínu viti að sú ákvörðun var rétt. Útgáfan kann jafnframt að gefa tóninn hvað varðar kjör á frekari útgáfu Kaupþings í Evrópu á kom- andi misserum,“ segir Guðni Að- alsteinsson. Guðni Aðalsteinsson %&'()$*)+&),$,*-$,'(,."-,/+.,*0*,,&4  4'##* 5-6  -   0!# +=$ 3(*"8 0!# +! = 0!# += > (* " >? +*( 3(*"8 0!# $ ( 3(*"8 0!# ? 3(*"8 0!# 3(  0!# !# @8!A& B  1"8C&  0!#   B  0!# 7(  0!# 7*= ?0* 0!# ,(""(:"((6 ?.6(!## 0!# D"( 0!# 7  8 5 1  @E 0!# ?& 3(*"8 0!# 9=  ( 3(*"8 * & 0!# 9=  = 3(*"8 0!# )F0 (. 0!# G7H + I % 0!# I(%&&&  0!# '"  0!# 9 8   434 ,6"(!A& ,""(  $!# :/;    3(  0!# 8. 0!# ,  4                                                         (: $8 & I* / * & 1"8 , # #  ## # # : # # ##  # #  ## # # # ##  # #  # #   # #  ## # # #  # #  ## : : : ##  : : : : :                    :   : :   :               : :    :  '8 / (4" +I # J +0"&"( ?.   $8          : : :  : : : : : ,/ $#$ ( ) K ,L>     2 2 ?I,@ M+H       2 2 N+N G7H ,*0#     2 2 G7H 10 ! )      2 2 9N@H M*O P*        2 2 11 1 1 1 1 11 1 1 1 1 1 2"03)*" '*&,11   ,     B   )"$,# &&#*&$, ,,-$ <   1  < <  : = > ! Miklar vangaveltur Margir telja að Kaupþing hafi tekið stefnuna á evruna og telja líklegt að það verði gert opinbert á næstu vikum eða mánuðum. Kaupþing gefur út skuldabréf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.