Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 39

Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 39 KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Now with english subtitles in Regnboginn Sýnd kl. 6, 8 og 10:30 B.I. 12 ára Sýnd kl. 10:10 GEGGJUÐ TÓNLIST! 2 TILNEF NINGAR TIL GOLDEN GLOBE VERÐLA UNA 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími - 551 9000 - Verslaðu miða á netinu Litle Miss Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 7 ára Köld slóð kl. 5.50, 8 og 10.15 B.i. 12 ára Artúr & Mínimóarnir ísl. tal kl. 6 Tenacious D kl. 8 og 10.10 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 8 B.i. 14 ára Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 5.50 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6 ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 GEGGJUÐ GRÍNMYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS -bara lúxus Sími 553 2075 Mynd eftir Luc Besson eee V.J.V. TOPP5.IS eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eeee Þ.Þ. Fbl. M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið www.laugarasbio.is eee H.J. - MBL. eee H.J. - MBL. Áskirkja | Samverustund í safn- aðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag. Hreyfing og bæn. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar eru í Holtakoti frá kl. 10–12, allir for- eldrar ungra barna á Álftanesi vel- komnir. Opið hús eldri borgara er í Litla koti frá kl. 13–16, spilað, teflt og spjallað. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16. TTT 10–12 ára kl. 17. Æskulýðs- félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í safn- aðarheimili frá kl. 13–16.30. Foreldramorgnar kl. 10 á fimmtudög- um eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra og henta einkum þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Boðið er upp á hress- ingu á mjög vægu verði í vinalegu og eflandi umhverfi kirkjunnar. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, kynntir sérstaklega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 17–18 TTT fyrir börn 10–12 ára í Korpuskóla kl. 17–18. Hjallakirkja | Tólf-spora námskeið er á miðvikudögum kl. 20 í Hjallakirkju. Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju á miðvikudögum kl. 10–12. KFUM og KFUK | Fundur verður í AD KFUM á Holtavegi 28 fimmtudaginn 11. jan. kl. 20. „Með kveðju frá Ke- nýju.“ Snorri Waage og Kristín Skúla- dóttir sýna myndir og segja frá ferð sinni til Kenýju yfir jól og áramót. Hugleiðing: Benedikt Jasonarson. Kaffi. Allir karlmenn velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 miðvikudaginn 10. jan- úar kl. 20. „Fyrir hans blóð.“ Ræðu- maður er Karl Jónas Gíslason. Fréttir af SAT-7: Bjarni Gíslason. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 12.10 Bæna- gjörð, orgelleikur, sálmasöngur, ritn- ingarlestur. Fyrirbænaefnum má koma til presta eða kirkjuvarðar. Létt máltíð kl. 12.30 (300 kr.). Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Allt fólk velkomið að slást í för. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur). Kl. 16.30 TTT (5.–6. bekkur). Kl. 19.30 Fyrsti ferming- artími á nýju ári. Kl. 20.30 Unglinga- kvöld. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið er fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda. Altarisganga. Mýrinni. Opið hús í Holtsbúð kl. 13. Spilað brids e.h. í Garðabergi. Athug- ið: auglýstir Vínartónleikar frestast fram á sunnudaginn 14. jan. kl. 20. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, undirbúningur fyrir íþróttahátíð o.fl. Frá hádegi spilasalur opinn. Á morgun kl. 13.30 opnar Olga S. Bjarnad. myndlistarsýningu á Hrafnistu í Hafnarfirði, m.a. syngur Gerðubergskórinn. Sími 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, glerskurður, hjúkrunarfræðingur. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. – Banki. Kl. 12 matur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Kl. 9 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, silki- og gler- málun. Jóga kl. 9–12, Sóley Erla. Sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Í kvöld kl. 20 kem- ur Halldór Guðmundsson og spjallar um bók sína Skáldalíf en þar er sögð saga þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar. Það er bók- menntahópur Hæðargarðs sem stendur fyrir heimsókninni. Nýtt; skrautskrift og skartgripagerð! Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun fimmtudag kl. 10 er keila í Keiluhöll- inni í Öskjuhlíð. Á morgun verður listasmiðja Korpúlfa á Korpúlfs- stöðum opnuð klukkan 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10. Leikfimi kl. 11. Verslunarferð í Bón- us kl. 12. Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslu- stofan Lönguhlíð 3, sími: 552 2488. Fótaaðgerðarstofan sími: 552 7522. Dagblöð í setustofunni. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9– 16.30 vinnustofa, kl. 10.30 ganga, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið Hátúni 12. Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 10.15–11.45 spænska (byrjendur). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30 kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8–12, hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arstofur opnar frá kl. 9, handmennt alm. kl. 10–16.30, morgunstund kl. 10– 11, verslunarferð kl. 12.30, kóræfing kl. 13, dans kl. 14. Allir velkomnir í fé- lagsmiðstöðina. Opið fyrir alla aldurs- hópa, uppl. í síma 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 Opinn salur. Kl. 13.15 Leikfimi. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Kaffi og spjall, safi handa börnunum. YFIRSKRIFT hinna fjölsóttu tón- leika Kammersveitarinnar Ísafoldar á sunnudag var „Öðruvísi Vín- artónleikar“ og vísaði til hefðbund- inna valsatónleika SÍ um áramótin með öfugu formerki. Enda fór hér ekkert faðmlægt hopp og hí í anda Strauss-feðga þótt tónhöfundinn mætti vissulega kenna við Vín- arborg, heldur alvarleg síðrómantík þess hljómkviðumeistara sem teygði klassíska arfleifð Brahms allt fram að atónölu skeiði Schönbergs. Reyndar voru bæði verk kvölds- ins með dapurlegum undirtóni; öllu mest þó hið seinna, og varð því hlustunin í skraufþurri heyrð Gamla bíós í þyngra lagi. Kvikmyndahúsið er ekki allt of gott sönghús fyrir, hvað þá hljómleikahús, og varð ég ekki var við annað en að sumir áheyrendur væru teknir að dotta undir lokin þrátt fyrir prýðilega og allt upp í glimrandi túlkun hljóm- sveitar og einsöngvara. Fullskipuð hljómsveit (kæmist hún þá fyrir) hefði e.t.v. getað skilað þolanlegum hljómi við þessi skilyrði, en fyrir að- eins 15 manna kammersveit með einskipað í hverri rödd býðst trú- lega óvíða verri akústík á höf- uðborgarsvæðinu. Það væri því synd að segja að Ísafold fengi að sýna listir sínar við kjöraðstæður. Einna verst fór svampdýnuóm- vistin með tréblásarahljóminn þar sem einkum hátíðniblístrur eins og óbóið fengu óverðskuldað á sig ámáttlegan holtaþokublæ. Þetta var mikil synd, því hljómsveitin lék víð- ast hvar mjög samtaka undir mark- vissri stjórn Daníels Bjarnasonar í oft undravert góðu jafnvægi miðað við kammersveitarútsetningu á sex- falt stærri hljómsveit. Kunni afspurnarlesandi að vilja vita hvað olli slíkum „skröpuðum“ frágangi frumverkanna má helzt vísa til sögulegra forsendna, með því að Mahler-verkin voru, að manni skilst, flutt á tónleikum „Fé- lags um einkaflutning tónverka“ er Schönberg og nemendur hans Berg og Webern starfræktu í Vín 1918– 21 við væntanlega þröngan fjárhag. Því miður var hvorugt verkið útsett af þeim, heldur sá annar nemandi Schönbergs, Erwin Stein, um sin- fóníuna 1921 og Rainer Riehn um Kindertotenlieder svo seint sem 1984, þó lagt ku hafa sig eftir að- ferðum nefndra tónleikafélags- forkólfa. Burtséð frá þeim hlustendum sem sérstakan áhuga kynnu að hafa á að lifa sig inn í óneitanlega sögu- frægan nýsköpunarvettvang „Ve- rein für musikalische Privatauffü- hrungen“ í Vínarborg um 1920 (gagnrýnendur fengu ekki aðgang!) var því kannski bitastæðast að fylgjast með söngnum. Aðalkostur niðursneiddu útsetninganna var vit- anlega að fámenn undirleikssveitin reyndi minna á söngvarana en ella. Í 4. sinfóníunni var aðeins sungið í lokaþættinum þar sem Hulda Björk Garðarsdóttir fór einkar ljúft og af- slappað með Das himmlisches Le- ben úr Des Knaben Wunderhorn. Ágúst Ólafsson sýndi djúpa innlifun í tragísk viðfangsefni Kindertoten- lieder en hefði að ósekju – líkt og nýlega í Grafarvogskirkju – stund- um mátt hleypa ögn meiri birtu og glansi í annars fallega barýtonrödd sína. Döpur meistaraverk í daufu húsi TÓNLIST Íslenzka óperan Mahler: Sinfónía nr. 4* (1899–1900). Kindertotenlieder** (1901–04). Kamm- ersveitin Ísafold. Einsöngvarar: Hulda Björg Garðarsdóttir sópran*; Ágúst Ólafsson barýton**. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Sunnudaginn 7. janúar kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís Öðruvísi Kammersveitin Ísafold og Íslenska óperan stóðu fyrir öðruvísi vínartónleikum um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.