Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR MJÖG vel tókst til með útflutning á fersku lambakjöti til Whole Foods Market-verslunarkeðjunnar (WFM) í Bandaríkjunum í haust, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands (SS). Sú breyting varð í haust að SS og Sláturhús KVH ehf. á Hvamms- tanga komu inn í markaðsátak Áforms í Bandaríkjunum og tóku við sem birgjar lambakjöts fyrir WFM af Norðlenska. Meirihluti kjötsins kom frá SS og voru samtals send ígildi um 45 tonna frá SS. Steinþór sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á að hagræða í vinnsluferli kjötsins og tryggja gæði þess. Var m.a. byggt á þeirri reynslu sem SS hefur fengið af útflutningi á fersku lambakjöti til Danmerkur til margra ára. Nær allt kjötið var í formi hlut- aðs og sérskorins lambaskrokks sem hentar kjötborðum WFM. Héðan fóru fjórar sendingar frá SS og voru þær allar samþykktar af bandarísk- um yfirvöldum án athugasemda. Steinþór sagði að á liðnum árum hafi verið byggt upp mjög verðmætt viðskiptasamband við Whole Foods- verslunarkeðjuna fyrir ýmsar ís- lenskar vörur fyrir tilstuðlan mark- aðsstarfs Áforms. „Whole Foods- keðjan er leiðandi í sölu á hágæða matvörum með mikla áherslu á sjálf- bæra framleiðslu, gæði og hrein- leika. Fulltrúar Whole Foods hafa margsinnis komið til Íslands til að skoða aðstæður við sauðfjárbúskap og mjólkurframleiðslu og láta einnig gera sjálfstæða úttekt á þeim slát- urhúsum og kjötvinnslum sem vinna fyrir þá. Íslenskt lambakjöt hefur verið í forgangi í sölu hjá þeim und- anfarin haust,“ sagði Steinþór. Hann sagði að mikil ánægja hefði verið hjá WFM með gæði og frágang varanna. Vegna þess að nýir birgjar komu til sögunnar á liðnu hausti var byrj- að með minna magni en ella. Stein- þór reiknaði með að næsta haust verði hægt að auka verulega við magnið. „Þrátt fyrir veikingu dollars var peningaleg afkoma af þessu viðun- andi og hún væri góð ef íslenska krónan væri nálægt jafnvægis- gengi,“ sagði Steinþór. Hann sagði einnig að óvissa um afleiðingar af niðurfellingu útflutningsskyldu muni líklega hafa áhrif á þennan út- flutning. Steinþór taldi mjög mikil- vægt fyrir ímynd þeirrar hágæða- vöru sem íslenskt lambakjöt er að markaðsstarfinu verði haldið áfram. Nýir birgjar lambakjöts Lambið Ánægja ríkir hjá WFM með gæði og frágang vörunnar. Vel tókst til við sölu til Whole Foods SLÁTURFÉLAG Suðurlands (SS) hefur lokað sölu- og markaðs- skrifstofu sinni fyrir íslenskt lambakjöt í Danmörku. Starfsemin var rekin undir nafni Guldfoss A/S í Herning og vörumerkinu Icelamb. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði að dregið hafi úr starfseminni í Danmörku undanfarið vegna þess að salan stóðst ekki væntingar í magni. Einnig skiluðu aðrir mark- aðir meiri arðsemi. Síðastliðin tvö ár var aðeins eitt stöðugildi í þess- um rekstri og sagði Steinþór að í ljósi þess að útflutningsskylda lambakjöts fellur niður í lok næsta árs og að veruleg óvissa ríki um framhald útflutnings hafi verið ákveðið að loka skrifstofunni í lok nóvember síðastliðins. Íslenskt lambakjöt verður þó áfram selt til valinna viðskiptavina í Danmörku, líkt og Irma- verslunarkeðjunnar, en þeirri sölu verður stjórnað héðan frá Íslandi. Loka skrif- stofu SS í Danmörku LÖGREGLAN á Húsavík og sjúkra- flutningamenn voru kölluð út vegna umferðaróhapps við bæinn Einarsstaði í Reykjadal í gærmorg- un þar sem steypudælubíll hafði olt- ið. Bílstjórinn lemstraðist og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Óhappið varð á Hringveginum og hafði bílstjórinn misst bílinn út í vegkant með þeim afleiðingum að hann fór heila veltu. Steypudælu- bíll valt Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Svört sparipils Mjódd, sími 557 5900 Nýjir toppar frá WEARHOUSE Verið velkomnar m bl 9 50 50 4 Opið til kl. 22 Munið gjafabréfin Náttföt, náttsloppar og náttkjólar Flott úrval Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Nýjar vörur BOCAGE-skór M b l 9 51 00 7 Hverafold 1-3 (hjá Nóatúni) sími 562 6062 Fallegar nýjar vörur Opnunartími miðvikud. - föstud. 11.30-21.00 Laugardag og Þorláksmessu 11.30-22.00 Aðfangadag 10-12 Glæsilegur fatnaður í stærðum 38 til 60 Vertu þú sjálf - vertu bella donna Opnunartímar til jóla: miðvikud. - laugard. 11.00 - 20.00 þorláksmessa 12.00 - 20.00, aðfangadagur 10.00 - 12.00 www.belladonna.is Skeifan 11d • 108 Reykjavík • 517 6460 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.