Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 49 Krossgáta Lárétt | 1 skrölt, 4 hríð, 7 mjúkum, 8 stirðleiki, 9 hagnað, 11 ýlfra, 13 fall, 14 langar til, 15 maður, 17 mergð, 20 töf, 22 hæn- ur, 23 Asíuland, 24 lofar, 25 aflaga. Lóðrétt | 1 borguðu, 2 kvendýr, 3 fá af sér, 4 fjöl, 5 skrökvar, 6 lítil- fjörlegan, 10 hroki, 12 kraftur, 13 skar, 15 málmur, 16 skrifum, 18 tjónið, 19 ljúka, 20 ósoðinn, 21 kosning. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 munntóbak, 8 náleg, 9 álfar, 10 lin, 11 renni, 13 særir, 15 skens, 18 störf, 21 kæn, 22 fögru, 23 aflar, 24 handfangs. Lóðrétt: 2 uglan, 3 nagli, 4 óláns, 5 arfur, 6 snær, 7 hrár, 12 nón, 14 ætt, 15 sófi, 16 eigra, 17 skuld, 18 snaga, 19 öfl- ug, 20 forn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er ekki hægt að skemmta sér of vel. Stuð dagsins verður frábært um- ræðuefni á öllum þeim samkomum sem þér ber að mæta á í náinni framtíð. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú byrjar alltaf á því að vera al- mennilegur, því það virkar oftast vel fyrir þig – en ekki alltaf. Vei þeim sem hvetur þig til að bregðast við samkvæmt eðli þínu – vænisýki. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Að vinna mörg verk í einu er uppáhaldsíþróttin þín núna. Þér finnst þú svo framkvæmdasamur þegar þú gerir milljón hluti í einu. Í kvöld bregstu furðu- lega við ættingja. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur verið ansi góður í að vera þú sjálfur. Þótt þú spillir þér smá eyði- leggur það ekki fyrir þér. Í raun er þér best að láta eftir þörfum þínum núna. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gerist óheppinn í ástamálum. Ekki stimpla þig misheppnaðan – heppnin snýr aftur eftir þrjá daga. Í kvöld skemmtirðu þér við ódýra afþreyingu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú spyrð þig hver vann verkið. Nokkrir koma til greina, en ekki draga neinar ályktar fyrr en þú hefur rannsakað málið. Svarið er ekki augljóst. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú verður var við nýtt líf sem kviknar innra með þér. Þú þróar með þér töfra og ýmsa iðju sem víkkar vitundina. Brátt skilurðu sannleikann. Gaman! (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Lífið er eiginlega eins og þrí- víddarmynd núna. Horfðu djúpt á flatan hluta, skiptu um stellingu og kipraðu aug- un. Þú öðlast nýja sýn á lífið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur áhrif á fólk og lætur því líða á vissan hátt. Reyndu að skilja hvernig þessi áhrif og tilfinningarnar eru. Spurðu beinna spurninga og fáðu svör. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fljótasta leiðin að markmiði þínu er að láta aðra vita að þeim er í hag að vekja áhuga þinn. Náin kynni við valda- mikla manneskju endurræsa vélina þína. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Lífið einfaldlega flæðir áfram þegar þú vinnur einn. En málið er ekki að allt sé auðvelt. Að vinna með öðrum skap- ar gefandi áskoranir – sem þú vissir ekki að þú þarfnaðist. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú gerir það sem þú vilt. Leyfðu öðrum að gera slíkt hið sama. Ástvinir dragast að þér því þeim finnst þeir frjálsir með þér. Í kvöld verður hugur þinn eins og galdrasproti. Passaðu þig! stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 0-0 9. 0-0 Rc6 10. Be3 Bg4 11. f3 Bd7 12. Hb1 Hc8 13. Bd3 Dc7 14. De1 Hfd8 15. Df2 Be8 16. Hfd1 Da5 17. Hxb7 Da4 18. Hc1 cxd4 19. cxd4 Dxa2 20. d5 Re5 21. Bb1 Hxc1+ 22. Bxc1 Dc4 23. Be3 a5 24. h3 a4 25. Bc5 Ha8 26. Ba3 Bb5 27. Rc1 Staðan kom upp á heimsbikar- mótinu í skák sem er nýlokið í Khanty–Mansiysk í Rússlandi. Ísraelski stórmeistarinn Boris Avrukh (2.641) hafði svart gegn brasilískum kollega sínum Gilberto Milos (2.592). 27. … Rg4! 28. Bd3 Dc3 og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt þar sem svartur hótar Bg7-d4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Sniðganga. Norður ♠85 ♥ÁD7652 ♦G54 ♣Á8 Vestur Austur ♠ÁD97 ♠G102 ♥10 ♥G843 ♦9632 ♦108 ♣KDG4 ♣10964 Suður ♠K643 ♥K9 ♦ÁKD7 ♣752 Suður spilar 4♥. Suður opnar á 1G og verður síðan sagnhafi í 4♥ eftir yfirfærslu norðurs. Hvernig á að spila með ♣K út? Tólf slagir gætu verið til staðar í góðri legu – ef trompið er 3-2 og spaðaás rétt- ur. Í tvímenningi væri því best að spila beint af augum: drepa á ♣Á, taka þrjá efstu í trompi og fara svo í tígulinn. En þá gerast þau ósköp að austur trompar þriðja tígulinn og spilar ♠G í gegnum kónginn. Þannig fær vörnin fjóra slagi. Þetta er afleit lega, en í sveitakeppni er ómaksins vert að taka hana með í reikningsdæmið og reyna að sniðganga austur. Til að byrja með dúkkar sagn- hafi ♣K til að rjúfa þar samband. Segj- um að vestur haldi áfram með lauf. Þá er hjarta spilað úr borði og nían látin heima. Vestur fær slaginn, en getur ekki sótt að spaðanum frekar en fyrri daginn. Sagnhafi nær því að aftrompa austur áður en hann hendir spaða niður í fjórða tígulinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Landsvirkjun hefur stofnað nýtt dótturfyrirtæki sem ám.a. að annast útrás fyrirtækisins auk nýrra verk- efna heima fyrir. Hvað heitir það? 2 Hver hlaut verðlaun Félags bóksala fyrir bestu skáld-söguna? 3 Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur fengið nýjan bak-hjarl til næstu fimm ára. Hver er bakhjarlinn? 4 Hermann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttirurðu efst í kjöri KSÍ á knattspyrnufólki ársins. Þau eiga sömu heimabyggð. Hver er hún? Svör við spurningum gærdagsins: 1. 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Guðmundssonar ritstjóra og þess minnst um helgina. Hvaða blaði stýrði hann? Svar: Þjóðólfi. 2. Ljóðabókin Ástarljóð af landi verður þýdd á frönsku af Régis Boyer. Eftir hvern eru ljóð- in? Svar: Steinunni Sigurða- rdóttur. 3. Ráðinn hefur verið nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hver er þjálfarinn? Svar: Vanda Sigurgeirsdóttir. 4. Eiður Smári skoraði þriðja mark Barcelona í 3:0-sigri á Valencia sl. laugar- dag. Hver skoraði hin tvö mörk- in? Svar: Samuel Eto’o. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig MAGNÚS Þorfinns- son bóndi að Hæðar- garði í Kirkjubæjar- hreppi er sjötugur í dag, 19. desember. Magnús fæddist í Hæðargarði í Land- broti, sonur þeirra sæmdarhjóna Þorfinns bónda þar og konu hans Júlíönu. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum að Hæðargarði en þegar Þorfinnur faðir hans lést færðist meiri ábyrgð á herðar hans. Mannkostir Magnúsar komu skýrt fram þegar hann rak hér bú- skap ásamt móður sinni sem varð með hverju misserinu úr heimi hall- ari. Svo einlæg umhyggja, óbilandi þolinmæði og ástúð var í látleysi sínu svo hrífandi að við skildum að Magn- úsi var eitthvað léð sem ekki var í vörslu okkar hinna. Eins og próf. Jón Helgason segir í einu kvæða sinna. Magnús hefur nú látið af öllu bú- skaparbasli enda hafa aðrar fram- Magnús Þorfinnsson kvæmdir jafnan staðið hjarta hans nær en að snúast í kringum baulurassa. Vegagerð hefur ávallt átt hug hans allan og hefur hann jafnan verið stór- huga í þeim málaflokki. Það eru yfir þrjátíu ár síðan Magnús viðraði þær hugmyndir sínar að færa þjóðveginn nær ströndinni. Brúa Ölfusárósa, Þjórsá og Markarfljót neðar og byggja brú yfir Kúða- fljót. Þetta hefur nú allt verið fram- kvæmt og ekki er útséð um að fleiri hugmyndir Magnúsa verði að veru- leika í fjarlægri framtíð. Skipulags- mál hafa jafnan verið Magnúsi hug- leikin og hefur hann nú látið skipuleggja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara sem sumarhúsabyggð held- ur hefur hluti jarðarinnar verið af- markaður sem byggingarsvæði fyrir hugsanlega stækkun byggingarsvæð- isins á Klaustri. Er þetta ekki eitt- hvað svipað því sem svokallaðir at- hafnamenn eru að gera hér á höfuðborgarsvæðinu? Nú situr Magnús eins og jarl á landareign sinni en fjöldi leiguliða býr í skjóli hans og komi maður tali sínu við hann í góðu tómi kemur maður sjaldnast að tómum kofanum. Hvort sem um er að ræða vandamál lands- ins eða framfaramál héraðsins hafa þau mál öll verið gaumgæfð að Hæð- argarði. Ásamt því að fylgjast grannt með Formúlunni ferðast hann marg- ar bæjarleiðir á traktor til að líta eftir hinum ýmsu framkvæmdum í hér- aðinu. Það sem heillar landseta Magnúsar til búsetu á staðnum er tvímælalaust fegurð héraðsins. Fegurð er hugtak sem erfitt er að skilgreina en vitrir menn segja að hún felist meðal ann- ars í fjölbreytninni. Í jurtagarði eru það kynlegu kvistirnir sem leggja til það sem rýfur hversdagslega uppröð- un og fær okkur til að staðnæmast, undrast og hrífast. Þannig er því líka farið með mannlífið Við leiguliðar Magnúsar að Garðs- horni óskum honum á þessum tíma- mótum alls góðs og biðjum honum blessunar í framtíðinni. Páll Árnason. FRÉTTIRAFMÆLI MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Hall- dóri Runólfssyni yfirdýralækni vegna fréttar í gær um eyðni í mink- um: „Ég tel að þarna sé um misskiln- ing hjá héraðsdýralækninum að ræða. Sjúkdómurinn sem ég tel að hann eigi við er Plasmacytosis og er af flokki parvoveira, sem er alls ekki það sama og eyðniveiran. Parvoveir- an er DNA-veira en eyðniveiran er hins vegar RNA-veira af flokki Retroveira, sem er allt annar veiru- flokkur. Samkvæmt sérfræðingum í veiru- fræði á Keldum þá er ekki vitað til þess að eyðniveiran eða skyldar veirur hafi greinst í minkum hér á landi. Það er hins vegar alveg nauðsyn- legt að vara minkabændur við og þeir þurfa að gæta þess stranglega að fá ekki inn í búin til sín villimink- inn, sem getur verið smitaður af þessari parvoveiru – eða Plasmacy- tosis.“ Athugasemd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.