Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ BÓKIN The Chalet Girl eftir Kate Lace til- heyrir Little Black Dress-bókunum, en það er bókaklúbbur í Bret- landi sem gefur út róm- antískar bækur ætlaðar konum í yngri kantinum. The Chalet Girl er ást- ar- og örlagasaga ungrar konu, eins og flestar bækurnar sem koma út hjá Little Black Dress. Þar segir frá hinni ungu Millie Braythorpe sem fær sér vinnu á skíða- gistiheimili í Frakklandi til að forða sér frá fjölskyldunni og slæmum minningum. Þar ber að garði gest nokkurn, hinn mynd- arlega Luke, og laðast þau strax hvort að öðru. Sú hrifning leiðir þó til allskonar vandræða og Millie leggur aftur á flótta. Luke hefur þó uppi á henni og eftir að alls kyns misskilningur er leiðréttur ná þau saman. Millie á þá eftir að sættast við fjöl- skylduna sem er ekki jafnauðvelt. Bókin byrjar ágætlega, virðist ætla að fara í áttina að skemmtilegum breskum konubókum í kaldhæðna stílnum, í anda höfunda eins og Sophie Kinsella og Marian Keyes, en síðan lætur höfundurinn drama- tíkina taka yfir og undir lokin er bókin orð- in svo útþynnt af ástarsöguklisjum að hún er varla lesandi lengur. Kom því ekki á óvart þegar í ljós kom að Kate Lace heitir í raun Catherine Jones, og hefur skrifar und- ir því nafni rauðar ástarsögur um nokkurt skeið. The Chalet Girl er ekki nægilega heil- steypt bók og raunveruleikann vantar. Lík- lega eiga fæstar ungar konur eftir að geta samsamað sig lífi aðalsögupersónunnar, sem er ókostur er kemur að slíkum bók- menntum. Bókin var samt ágætis afþreying í flugi til og frá Bandaríkjunum og krafðist sem betur fer ekki meiri lestrartíma en flugferðirnar tóku. Fín í flugið The Chalet Girl eftir Kate Lace. Little Black Dress gefur út. 312 síður. Ingveldur Geirsdóttir ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. T is for Trespass – Sue Grafton 2. The Darkest Evening of the Ye- ar – Dean Koontz 3. For One More Day – Mitch Al- bom 4. Double Cross – James Patterson 5. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 6. World Without End – Ken Fol- lett 7. Stone Cold – David Baldacci 8. The Choice – Nicholas Sparks 9. Playing for Pizza – John Gris- ham 10. Home to Holly Springs – Jan Karon New York Times 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Kite Runner – Khaled Hos- seini 3. The Uncommon Reader – Alan Bennett 4. On Chesil Beach – Ian McEwan 5. Sepulchre – Kate Mosse 6. Cranford – Elizabeth Gaskell 7. The Ghost – Robert Harris 8. A Spot of Bother – Mark Had- don 9. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 10. Atonement – Ian McEwan Waterstone’s 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. Wintersmith – Terry Pratchett 3. Divine Evil – Nora Roberts 4. Shopaholic & Baby – Sophie Kinsella 5. Cross – James Patterson 6. Borat: Touristic Guidings to Glorious N – Borat Sagdiyev 7. Anybody Out There? – Marian Keyes 8. Ultimate Hitch Hiker’s Guide – Douglas Adams 9. 501 Must–See Destinations – Bounty Books 10. The Moomin Book 2 – Tove Jansson Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FÁAR bækur hafa vakið annað eins umtal á síðustu árum og barnabókin The Invention of Hugo Cabret, sem margir hafa tjáð sig um á netinu. Bókin sú, ríf- lega 530 síður, er líka nánast lista- verk sem nær að sameina mynda- sögu og ævintýri í texta. Ýmsir hafa glímt við að steypa þessum tveimur hefðum saman, myndasögu og sögu sem sögð er með orðum, en engum tekist eins vel upp og Brian Selznick í barna- sögunni The Invention of Hugo Cabret. Í henni eru myndir og texti í jafnvægi – hver mynd hefur hlutverki að gegna, þokar sögunni áfram, og textinn kemur til sög- unnar þegar ekki er nóg að hafa myndir. Gott dæmi um þetta er myndaröð sem hefst á fyrstu síðu og spannar 21 opnu þar sem sjón- arhorninu er beitt á meist- aralegan hátt og nærmyndum ekki síður (Þessa myndaröð má sjá á vefsetri bókarinnar, thein- ventionofhugocabret.com). Sagan segir frá drengnum Hugo Cabart sem býr í starfs- mannaaðstöðu á brautarstöð í París. Frá því að faðir hans fórst í eldsvoða hefur hann búið hjá drykkfelldum frænda sínum, en þar er komið í sögunni að frænd- inn er horfinn, hefur ekki skilað sér heim í talsverðan tíma, og Hugo litli verður því að bjarga sér upp á eigin spýtur, lifa á smá- þjófnaði og snapi. Klukkurnar á lestarstöðinni voru í umsjá frænd- ans og Hugo heldur þeim gang- andi til að koma í veg fyrir að upp komist að hann sé einn, enda kýs hann frekar öryggið á stöðinni en að vera hugsanlega settur í fóstur. Fleira kemur þó til – Hugo hef- ur nefnilega í hyggju að end- urbyggja upptrekkt vélmenni sem faðir hans var að sýsla við áður en hann fórst. Illa fer þegar hann stelur varahlutum í vémennið frá gömlum manni sem rekur búð- arholu á stöðinni, en sá gamli er ekki allur þar sem hann er séður. Ekki bara saga af mun- aðarlausum pilti Selznick er ekki bara að segja sögu af munaðarlausum pilti, heldur er hann að segja sögu af brautryðjendum í kvikmyndalist sem veittu töfrum inn í kvikmynd- ir, sem beittu sjónhverfingum til að skapa ævintýraheim á hvíta tjaldinu, brautryðjendum í brell- um eins og Georges Méliès, en honum bregður einmitt fyrir í myndinni. Méliès var upphafs- maður margra af helstu tækni- brellum árdaga kvikmyndalist- arinnar og þekktur frumherji í gerð ævintýramynda, hryllings- mynda og vísindaskáldsagna. Hans frægasta mynd var Ferðin til tunglsins (Le voyage dans la Lune, 1902), en í þeirri mynd er hið fræga skot er eldflaug stingst í auga karlsins í tunglinu. Méliès varð gjaldþrota og starfaði við það síðustu æviárin að selja leik- föng á lestarstöðinni í Montp- arnasse, en stærstur hluti filmu- safns hans var bræddur í skóhæla fyrir franska hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Forvitnilegar bækur: Saga í myndum og orðum Töfrar fyrri tíma Afreksmaður Brian Selznick tekst það sem svo mörgum hefur mistek- ist í bókinni The Invention of Hugo Cabret. Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Run fat boy run kl. 5:50 - 8 - 10:10 Saw IV kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Butterfly on a Wheel kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára Dan in real life kl. 5:45 La vie en Rose kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 Alvin and the Chipmunks m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 -10 Alvin and the Chipmunks m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 -10 LÚXUS Bee Movie m/ísl. tali kl. 4 - 6 Duggholufólkið kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in real life kl. 10 MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN OG DULARFULLAR VERUR OFL! JÓLAMYNDIN 2007 NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI eee - V.J.V., TOPP5.IS SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI eeee - Ó.H.T., RÁS 2 Þetta er frumleg, úthugsuð, vönduð og spennandi barna- og fjölskyldumynd, besta íslenska myndin af sínu tagi. eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni” eeee - B.S., FBL „...ein besta fjölskyldu- afþreyingin sem í boði er á aðventunni” SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerard Butler (úr 300) og Mariu Bello í heljar- greipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI eee - H.J. MBL - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 6 Duggholufólkið kl. 6 Run fatboy run kl. 8 - 10 Saw IV kl. 8 - 10 B.i. 16 ára eee GÓÐ SKEMMTUN FYRIR YNGSTU BÖRNIN - S.V. MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.