Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.12.2007, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG ORKUMÁL Geir H. Haarde, forsætisráð-herra, segir í samtali viðMorgunblaðið í gær, að það sé nákvæmlega ekkert við það að at- huga, að Landsvirkjun hafi stofnað nýtt dótturfyrirtæki til þess að vinna að útrásarverkefnum. Þar með er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gerir engar athugasemdir við ríkisrekstur í útrásarverkefnum. Í ljósi þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að víðtækri einkavæðingu ríkisrekinna fyrirtækja á síðasta einum og hálfum áratug kemur það vissulega á óvart, að flokkurinn sé hlynntur ríkisrekstri á nýjum sviðum eins og í orkuútrás en alla vega fer nú ekki á milli mála hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er. Jafnframt má skilja formann Sjálf- stæðisflokksins svo, að flokkurinn sé ekki í grundvallaratriðum andvígur því að Orkuveita Reykjavíkur starfi að útrásarverkefnum, þótt fyrirtækið sé í opinberri eigu, heldur hafi gagn- rýni flokksins snúizt um það að rang- lega hafi verið að þeim verkefnum staðið. Það reyndist ótrúlega erfitt fyrir ritstjórn Morgunblaðsins að fá for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til þess að tjá sig um viðhorf formanns Sjálfstæðisflokks- ins eins og þau komu fram m.a. í sjón- varpsfréttum í fyrrakvöld. Í hádeg- isfréttum sjónvarps Morgunblaðsins í gær, sagði Gísli Marteinn Baldurs- son, einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, að ummæli forsætis- ráðherra gæfu tilefni til að fjalla um einkavæðingu Landsvirkjunar. Það er út af fyrir sig rétt hjá Gísla Marteini. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn vera sjálfum sér samkvæmur, þegar til lengri tíma er litið gengur það ekki upp að styðja einkarekstur og einka- væða ríkisfyrirtæki en styðja ríkis- rekstur á nýjum sviðum eins og í orkuútrás. En þá vaknar sú spurning, sem tímabært er að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins svari, hvernig þeir hugsi sér að einkavæða Landsvirkjun og þá væntanlega önnur orkufyrir- tæki. Þykir þeim eðlilegt að bjóða t.d. Landsvirkjun til sölu og bjóða hæst- bjóðanda? Þykir þeim eðlilegt að bjóða önnur orkufyrirtæki til sölu með sama hætti og bjóða hæstbjóð- anda? Eru talsmenn Sjálfstæðisflokksins þeirrar skoðunar, að það sé t.d. ekk- ert við það að athuga ef einn maður eða félag á vegum fárra einstaklinga kaupi orkufyrirtækin? Eða er Sjálfstæðisflokkurinn þeirrar skoðunar að það kunni að vera nauðsynlegt að takmarka eign- araðild slíkra aðila að orkufyrirtækj- unum, þannig að eignarhald þeirra verði á hendi fleiri aðila? Um leið og einkavæðing Lands- virkjunar kemst á dagskrá verða Sjálfstæðisflokkur og reyndar allir flokkar að svara þessum spurningum. TIL HNÍFS OG SKEIÐAR Verð á ýmsum matvælum, sem eruuppistaðan í fæðu mannsins, hef- ur hækkað verulega. Matvæli eru þegar farin að hækka hér á landi og eins og segir á forsíðu Morgunblaðs- ins í dag má búast við mun meiri hækkunum á næstunni. Matarverðs- vísitala Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna sýnir að matvæli hafa hækkað um 40% á árinu, en hækkuðu 9% í fyrra og þótti mönnum þá nóg um. Samkvæmt gögnum FAO hafa birgðir heimsins af hveiti minnkað um ellefu af hundraði á þessu ári og ekki verið minni frá árinu 1980. Það samsvarar 12 vikum af neyslu heims- ins, en á árunum 2000 til 2005 voru birgðirnar að meðaltali til 18 vikna. Ástandið má meðal annars rekja til loftslagsbreytinga, sem leitt hafa til uppskerubrests. Einnig hefur verð á olíu hækkað, sem þýðir að dýrara er að flytja matvæli og leiðir því til hækkunar. Eftirspurn eftir vörum á borð við hveiti og korn hefur aukist af ýmsum ástæðum, meðal annars til framleiðslu lífræns eldsneytis og í fóður handa dýrum, sem fleiri hafa efni á að leggja sér til munns en áður vegna aukinnar velmegunar í heim- inum. Helsta áhyggjuefnið er hins vegar að fátækustu íbúar jarðarinnar hafi ekki lengur til hnífs og skeiðar. Á þessu ári hefur mikið verið fjallað um loftslagsbreytingar og að- gerðir til að stemma stigu við þeim. Það ástand, sem lýst er hér að ofan, sýnir að engin er orsök án afleiðing- ar. Etanól unnið úr afurðum á borð við maís kann að draga úr útblæstri. En þegar bandarískir bændur selja stóran hluta maísuppskerunnar í etanólframleiðslu hefur það áhrif á heimsmarkaðsverðið. Það skiptir ef til vill ekki miklu máli í Reykjavík, en í fátækrahverfum Ríó geta afleiðing- arnar verið afdrifaríkar. Baráttan gegn loftslagsbreyting- um hefur einnig á sér aðra hlið, sem komið getur íbúum þróunarríkja í koll. Nú er mikil umræða um um- hverfisáhrifin af flutningi matvæla milli heimsálfa og skorað á fólk að kaupa eftir föngum mat, sem fram- leiddur er í næsta nágrenni, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Það getur hins vegar leitt til þess að tekjulind fátækra ríkja, sem flytja út matvæli, þorni upp. Þetta samspil er ein hlið hnattvæð- ingarinnar. Ákvörðun, sem tekin er á einum stað, hefur áhrif hinum megin á hnettinum. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á matvælaframleiðslu og sömuleiðis aðgerðir til að stemma stigu við henni. Hins vegar er óhjá- kvæmilegt að bregðast við loftslags- breytingum eigi að reyna að koma í veg fyrir að skilyrði til búskapar versni enn og eins þarf að finna leiðir til að koma í veg fyrir að hungurs- neyð bresti á vegna hækkandi mat- arverðs og minnkandi birgða. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Við myndum vilja sjá sam-bærilegt ákvæði og finnamá í siðareglum lækna ísiðareglum allra þeirra starfsstétta sem vinna með börn, hvort heldur er leik-, grunn- eða framhalsskólakennarar, leiðbein- endur, gangaverðir eða íþrótta- þjálfarar,“ segir Sæunn Guðmunds- dóttir, starfskona hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norð- urlandi. Vísar hún þar til 10. gr. siðareglna lækna, en þar er kveðið á um að ótilhlýðilegt sé „að læknir stofni til kynferðislegs sambands við sjúkling sem hann hefur til meðferðar“. Sambærilegt orðalag er ekki að finna í núgildandi siða- reglum kennara. „Auðvitað finnst manni að það eigi ekki að þurfa að kveða á um þetta, en það er hins vegar ljóst að það hafa það ekki allir í sér að vita hvað er rétt og rangt siðferðilega. Það virðist því vera óhjákvæmilegt í þjóðfélaginu að leggja þarf bann við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Og þá er bara best að það sé gert sem víðast, þar á meðal í siðareglum, því allar reglur hafa áhrif,“ segir Sæunn. Bendir hún á að samband, hvort heldur er kenn- ara og nemanda eða læknis og sjúklings, verði að byggjast á gagn- kvæmu trausti og að í þessum sam- böndum sé nær undantekningar- laust um að ræða samband þar sem aðilar eru ekki jafningjar. Nýverið féll dómur í Héraðsdóm- ur Norðurlands vestra þar sem kennari var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir kynferðislegt samband við nem- anda sinn, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að kennarinn hefði brotið gegn 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en þar kemur fram að hver sá sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis skuli sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára. Stúlkan hélt því fram að samband hennar og mannsins, sem jafnframt var knatt- spyrnuþjálfari hennar, hafi hafist árið 2002 þegar hún var 12 ára og varað til ársins 2006. Maðurinn neitaði því að kynferðislegt sam- band hefði hafist fyrr en árið 2005 þegar stúlkan var 14 ára. Að mati Sæunnar brast umrædd- ur kennari ekki aðeins trausti við- komandi nemanda og fjölskyldu hennar. „Hann er að bregðast trausti allra barna, allra foreldra sem fela skólum umsjón barna sinna og allra kennara í landinu, því með framferði sínu skapar hann tortryggni í garð allra kennara, sem er mjög bagalegt. Hann er á launum hjá almenningi til að gæta barnsins og standa vörð um allt ör- yggi þess.“ Sjálfsögð regla sem ekki ætti að þurfa að tiltaka sérstaklega Að sögn Eiríks Jónssonar, for- manns Kennarasambands Íslands (KÍ), voru núverandi siðareglur kennara settar á þingi KÍ árið 2002. „Mér vitanlega var þetta [að setja inn í siðareglur ákvæði sem bann- aði kennara að stofna til kynferð- islegs sambands við nemanda sinn] ekki rætt þegar siðareglurnar voru samþykktar á sínum tíma,“ segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ný- legan dóm ekki hafa verið ræddan sérstaklega innan stjórnar KÍ né heldur hafi það verið rætt hvort ástæða sé til þess að breyta siða- reglum kennara í framhaldinu af honum. „Persónulega finnst mér þetta [að kennari stofni ekki til kynferð- issambands við nemanda sinn] vera innskrifað í þær reglur sem kenn- arar eiga að fara eftir, burtséð frá því hvort það standi í siðareglum eða ekki. Ég er þess fullviss að kennarar eru almennt sammála þessari skoðun,“ segir Eiríkur og tekur fram að sér vitanlega sé þetta ekki að finna sem sérákvæði í siðareglum kennara í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Að sögn Eiríks eru siðareglur kennara settar og samþykktar á Samband kenna enda ekki jafnin Siðareglur Starfskona Aflsins telur, í ljósi nýlegs héraðsdóms, að stétta sem vinna með börn ákvæði sem leggi bann við kynferðissa Sæunn Guðmundsdóttir Eiríku Jónsso Í HNOTSKURN »Í siðareglum sálfræsegir m.a.: „Sálfræ gerir sér grein fyrir a ingatengsl og kynhvöt bæði beint og óbeint h samskiptin við skjólstæ Sálfræðingurinn forða einkahagsmunir og ky trufli samskipti við skj inn. Kynferðislegt sam sálfræðings og skjólst sér ekki stað.“ » Í siðareglum læknm.a.: „Ótilhlýðileg læknir stofni til kynfe sambands við sjúkling hefur til meðferðar.“ » Í siðareglum prestm.a.: „Sálgæsla by virðingu og trúnaðart er því sérstakleg viðkv vandmeðfarin. Prestu undir neinum kringum misnota aðstöðu sína s sorgari eða ógna velfe stæðings, t.d. með kyn áreitni, né vanvirða til hans og tiltrú.“ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SÉRSTÆÐIR jólatónleikar voru haldnir í boði verktakafyrirtækisins Arnarfells í 15 m hárri hellishvelf- ingu 160 m undir yfirborði jarðar austan Snæfells í gær. Fyrirtækið bauð þangað starfs- fólki sínu við Kárahnjúkavirkjun og frá Akureyri, auk ýmissa samstarfs- og eftirlitsaðila við virkjunarfram- kvæmdina, vel á þriðja hundrað manns. Stemningin var einstök, bergið lýst upp af kertalogi og fjöl- þjóðlegt andrúmsloft þar sem Portú- galar og Pólverjar lögðu, ásamt Ís- lendingunum, vel til hrífandi dagskrár. Má auk söngs Kristjáns Jó- hannssonar og undirleiks Rafnsdóttur nefna léttsvei Brynjólfssonar ýtustjóra, Strengur jólanna fag Arnarfell sló upp tónleikum til að gleðja fólkið sitt Morgunblaðið/Steinunn Ásm Sungið um ástina Portúgalskir starfsmenn Arnarfells taka lagi Viggó Brynjólfssyni ýtustjóra á nikku og syni hans Fannari á gít

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.