Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eiríkur Guð-mundsson fædd- ist 24. nóvember 1927. Hann lést 8. desember síðastlið- inn. Eiríkur var son- ur hjónanna Guð- mundar Friðbjörns Eiríkssonar, f. 1. nóvember 1903, d. 28. mars 1971 og Jennýar Kamillu Júlíusdóttur, f. 30. október 1906, d. 5. október 1976, í Garðhúsum í Garði. Eiríkur var elstur 6 systkina. Hin eru Guðrún, f. 24. maí 1930, Júlíus Helgi, f. 6. júlí 1932, d. 27. mars 2005, Agnes Ásta, f. 26. október 1933, d. 30. nóvember 1982, Knút- ur, f. 31. desember 1935 og Vil- helm, f. 15. júlí 1937. Eiríkur kvæntist hinn 26. sept- ember 1959 Aðalheiði Jónsdóttur frá Mjóafirði, f. 10. nóvember 1932. Hún er dóttir hjónanna Jóns Krist- jánssonar, f. 3. maí 1902, d. 16. maí 1984 og Jónínu Bjargar Björgvins- Björt, f. 1997, Inga Jódís, f. 2002 og ónefnd dóttir, f. 2007. Sonur Að- alheiðar er Jón Björgvin Hauksson, f. 12. september 1956, kvæntur Ullu Kronqvist. Börn þeirra eru Anna María, f. 1984, Jón Anders, f. 1987 og Kristján Per, f. 1991. Eiríkur stundaði sjómennsku framan af. Síðar nam hann vél- smíðar og starfaði lengi í Drátt- arbraut Keflavíkur, m.a. sem verk- stjóri. 1973 hóf hann saltfiskverkun, ásamt bræðrum sínum Júlíusi Helga og Vilhelm, Hólmstein hf., en fyrirtækið stofn- uðu þeir ásamt föður sínum árið 1958. Á sínum yngri árum lék Ei- ríkur knattspyrnu með Víði og starfaði mikið innan félagsins, m.a. við byggingu nýs knattspyrnuvall- ar. Áhugi á fótbolta fylgdi honum alla tíð. Eiríkur vann einnig að fé- lagsmálum. Hann var um skeið for- maður sóknarnefndar Útskála- kirkju og starfaði innan Landssambands íslenskra útvegs- manna og Fiskifélags Íslands. Ei- ríkur bjó alla tíð í Garði. Eiríkur verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Útskála- kirkjugarði. dóttur, f. 29. desember 1902, d. 11. nóvember 1983. Börn Eiríks og Aðalheiðar eru: 1) Guðmundur Frið- björn, f. 25. júní 1959, kvæntur Brynju Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru Eiríkur, 1985, Eyrún, 1987, og Lára, 1993, 2) Gísli Rúnar, f. 21. nóv- ember 1960, kvæntur Jóhönnu Óladóttur. Börn þeirra eru Gunn- þórunn, f. 1989, Daní- el, f. 1994, og Fannar, f. 1999. 3) Kjartan Mar, f. 10. september 1962. Börn hans eru Ívar, f. 1989 og Lilja, f. 1991. 4) Helga, f. 5. maí 1964. Börn hennar eru Heiða, f. 1993, Berglind, f. 1997 og Gunnar Már, f. 2004. 5) Katrín María, f. 25. mars 1966, gift Björgvini Arnari Björgvinssyni. Börn þeirra eru Eiríkur Arnar, f. 1984, Aðalheiður Arna, f. 1989, og Tinna María, f. 1998. 6) Svanhildur, f. 4. maí 1968, gift Kristjáni Jó- hannssyni. Börn þeirra eru Salka Kveðja frá eiginkonu Vaknaðu! sungu vængir dagsins inn í vökudraum minn, sjáðu! heimur þinn sem liðin veröld lét í hendur þér og líf þitt, sál þín skóp, er brot af mér, því ég er allt; í andartaki því sem er að líða fæðist þú á ný í nýjum heimi, gríptu mína gjöf með glöðum huga, ég á stutta töf; já vaktu! því að allt er aðeins nú og allt er hér, í mér; og ég er þú! (Snorri Hjartarson) Aðalheiður Jónsdóttir. Þegar ég hugsa til baka held ég að pabbi hafi nær einungis haft kosti. Það eina sem mér dettur í hug að gæti reynst honum fjötur hinum megin er að hann átti það til að bölva svolítið, en það voru dauðir hlutir og bilaðir sem fengu að heyra það hjá honum. Pabbi var alltaf til staðar, en núna þegar hann er allur er allt breytt. Ég hugsa með mér að ég hefði kannski getað hjálpað honum meira, en pabbi þáði ekki hjálp nema það væri full- reynt með að hann gæti gert það sjálfur og það var fátt sem vafðist fyr- ir honum nema kannski nútímatól eins og tölvur. Ef einhver reyndist honum vel vildi hann launa það. Eitt stendur mér nær en öðrum, það er nafnið mitt, Gísli. Ég spurði einu sinni pabba hvers vegna nafn mitt væri Gísli. Svarið var að þegar hann fór til sjós barnungur hefði þar verið maður sem hét Gísli og hefði reynst ungu drengjunum vel og gengið þeim í föð- urstað, því þeir voru hræddir og óör- uggir í vondum veðrum og bátarnir litlir. Pabbi sagðist hafa heitið því að ef hann skyldi einhvern tímann eign- ast tvo syni þá skyldi sá yngri verða skírður í höfuðið á þessum manni sem reynst hafði honum svo vel. Fyrsta minning sem ég á um pabba var þegar mamma var á sjúkrahúsinu að eiga Kjartan bróður og hann var heima með mig og Gumma. Pabbi var að reyna að klæða mig í ullarföt sem klæjaði undan. Þetta voru nú senni- lega ekki einu vandræðin sem hann lenti í út af mér. Eitt var alveg skýrt hjá pabba, það mátti alls ekki „brúka munn“ við full- orðið fólk. Ef við gerðum það fengjum við „gúmmorinn“ eins og hann kallaði það. Ég fékk einu sinni „gúmmorinn“ og hélt mig á mottunni eftir það. Fyrsti bíllinn sem ég man eftir var Ford, gamall bíll sem pabbi gat haldið gangandi en erfitt var að fá varahluti í. Einu sinni brutum við Gummi fram- rúðuna í bílnum og vorum áhyggju- fullir, líklega fengjum við „gúmmor- inn“, en pabbi sagði aldrei neitt, keyrði bara með brotna rúðu þangað til ný fékkst. Þannig maður var pabbi, var ekki að æsa sig yfir einhverju sem hægt var að laga. Uppgjöf var einfaldlega ekki til í hans orðaforða. Hann og bræður hans Júlli og Villi voru saman með út- gerð og saltfiskverkun í rúm 30 ár og starfaði pabbi við þetta þangað til að hann var að verða 78 ára gamall. Stærsti hluti af starfsævi pabba snerist í kringum báta og skip og síð- asta verkefni hans var tengt því. Hann hafði keypt sér ósamsett tré- líkan af frönsku skútunni „Le Pour- quoi Pas“ sem þýðir, hvers vegna ekki á íslensku og lýsir vel hversu óverkkv- íðinn maður hann var. Þetta dundaði hann sér við tímunum saman skjálf- hentur og farinn að sjá illa. Hann var búinn að laga ýmsa hluti sem honum fannst ekki vera nógu eðlilegir en náði svo ekki að klára hana. Ástæðan fyrir því að þessi skúta var honum hugleik- in var sú að hann mundi eftir fárviðr- inu sem gekk yfir þegar þessi skúta fórst. Faðir hans hafði á þessum tíma verið að byggja Garðhúsin og þau bjuggu uppi á loftinu á Útskálum. Veðurhamurinn hafi verið þvílíkur að þakið á Útskálum hafði nánast farið af. Pabbi, far þú í friði, Gísli. Elsku pabbi, þú hefðir haft gaman af því að horfa með mér á leikinn sl. sunnudag, Liverpool-Manchester United, enda mikill áhugamaður um enska boltann. Við horfðum á ófáa leikina saman. Einnig naustu þess að fara á völlinn hvort sem það var til að sjá okkur systurnar spila, barnabörn- in eða Víði í Garði. Þeir nutu góðs af verklagni þinni þegar þú útbjóst fyrir þá lyftu sem lyfti myndatökumannin- um upp á þak vallarhússins. Það sem mér er minnisstæðast úr æsku eru allar útilegurnar sem þú og mamma fóruð með krakkaskarann í. Það voru farnar ófáar ferðir í Húsafell og á Þingvelli. Þú varst mikill nátt- úruunnandi og fannst gaman að ferðast. Þú varst ótrúlega laginn við að laga hluti. Við nutum heldur betur góðs af því. Ef eitthvað brotnaði eða bilaði af leikföngum barnanna minna þá vissu þau hvert ætti að fara með þau, auð- vitað til afa. Hann gat lagað allt. Við vorum helst til of tilætlunarsöm að láta þig um að laga hlutina, sérstak- lega í seinni tíð því þú varst orðinn lú- inn og ekki maður til að standa í stór- ræðum. En það vantaði ekki viljann hjá þér. Þú gerðir það með glöðu geði að hafa meðferðis skrúfjárn, hamar og önnur tól sem þurfti til að laga það sem hafði bilað eða farið úrskeiðis, þegar þú komst til okkar. Nú síðast þegar Heiða hafði neglt bakhliðina öf- ugt á náttborðið, sem hún var að setja saman. Pabbi, þín verður sárt saknað. Börnin mín elskuðu að fara að heim- sækja ömmu og afa, núna verður það bara amma sem við heimsækjum. Hvernig á Gunnar Már litli, auga- steinninn þinn, að skilja þetta? Þegar ég var að segja honum frá því að þú væri farinn til englanna á himnum, þá sagðist hann vilja fara þangað líka, til þín. Við systkinin munum styðja mömmu í sorginni. Við munum sjá til þess að hana vanti ekkert og að hún komist leiðar sinnar. Elsku pabbi, takk fyrir öll árin sem þú varst með okkur. Börnin mín munu njóta þess alla ævi að hafa feng- ið að kynnast þér. Þín ástkæra dóttir, Helga. Ég var ákaflega stolt af föður mín- um. Við vorum ekki alltaf sammála og hann lét í ljós óánægju sína ef honum fannst ég hafa veðjað á rangan hest. Það breytti hins vegar ekki væntum- þykju minni í hans garð. Hann var hreinn og beinn og sá enga ástæðu til að fegra hlutina. Það þýðir samt ekki að hann hafi verið svartsýnn. Ef ég þurfti að kynna mig fyrir mér eldra fólki sagði ég að ég væri dóttir Eiríks í Garðhúsum. Undantekningarlaust kom glampi í augu þess sem spurði og ég fékk gæðastimpil. Ég á margar góðar minningar frá samverustundum okkar pabba. Pabbi var að vísu ekki mikið heimavið, enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá og fyr- irtæki sem ekki rak sig sjálft. Pabbi gaf sér þó alltaf tíma til þess að spila við okkur krakkana og þá var kringl- ótta borðið í eldhúsinu lagt undir. Ég notaði líka tækifærið og lá hjá honum þegar hann horfði á fréttirnar í sjón- varpinu. Fréttirnar þóttu mér ekkert áhugaverðar en hjartsláttur pabba þeim mun meira. Pabbi átti ráð við öllu. Ef einhverju þurfti að redda, eitthvað vantaði eða þurfti lagfæringar við gat maður gengið að því vísu að pabbi gæti bjargað því. Ef hann var ekki beinlín- is beðinn um aðstoð kom hann með útrétta hendi og allt samfélagið naut góðs af hjálpfýsinni. Ef hann sá að eitthvað þurfti að laga var hann rok- inn að sækja verkfæri sín og kom jafnskjótt til baka. Það var sama þó maður segði að það lægi ekkert á, hann geymdi aldrei til morguns það sem hann gat gert í dag. Það var gott til þess að vita að pabbi var sá haukur í horni sem hann var. Á mínum yngri árum kom ég nokkrum sinnum heim á klessukeyrð- um bílum, bílum sem hann átti sjálfur. Ég nálgaðist hann hnípin og skömm- ustuleg en aldrei heyrðist styggð- aryrði af vörum pabba. Hann fór bara með bílana út í fiskhús og gerði við þá. Sömu verklagni notaði hann til þess að búa til það sem hann ekki gat keypt eða vissi að yrði vandaðra ef hann smíðaði það sjálfur. Ég á eftir að sakna þess að heyra pabba ekki lengur koma blaðskellandi inn um dyrnar heima hjá mér, kall- andi „Er einhver heima?“. Ef ekki rétt til að kasta á okkur kveðju, þá með heimalagaða sultu eða eitthvað annað nytsamlegt sem hann vildi deila með börnum sínum og barna- börnum. Ég held að pabbi hafi verið býsna stoltur af sínum stóra hópi og hann var duglegur að halda mynda- vélinni á lofti til að festa augnablikin á filmu. Pabbi var kannski ekkert að hafa mörg orð um það að hann væri stoltur af manni, en klappið sem mað- ur fékk á bakið sagði til um það eða Eiríkur Guðmundsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, JÓN KR. GÍSLASON, Hvannavöllum 6, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 12. desember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 20. desember kl. 13:30. Jónína Helgadóttir, Jóhannes Gíslason, Ásgerður Lilja Hólm og systkinabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir, HÖGNI KRISTINSSON, Jörundarholti 33, Akranesi, sem lést á krabbameinsdeild LSH fimmtudaginn 13. desember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 21. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna. Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lilliendahl, Sindri Snær Alfreðsson, Aron Máni Alfreðsson, Kristinn Richter, Sigríður María Gísladóttir, Tinna Richter, Ari Richter. ✝ ÓLÖF METÚSALEMSDÓTTIR lést föstudaginn 14. desember á Hjúkrunar- heimilinu Sundabúð. Jarðarförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13:00. Aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN RAGNARSSON læknir, lést á heimili sínu, Laufásvegi 62, mánudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Hanna Gunnarsdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Heiða Jóhannsdóttir, Björn Þór Vilhjálmsson, Magnús Jóhannsson, María Björg Sigurðardóttir, Stefán Þorri Magnússon, Jóhann Ástráðsson, Anna María Magnúsdóttir, Eyja Ástráðsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐNI SIGURÐSSON frá Holtaseli á Mýrum, A-Skaftafellssýslu, til heimilis að Hamraborg 18, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 17. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sveinbjörg Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og vinkona, ÁSLAUG INGA ÞÓRISDÓTTIR, lést á heimili sínu þann 18. desember. Katrín Klara Þorleifsdóttir, Grétar Örn Jóhannsson, Elín Embla Grétarsdóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir, Bjarni Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.