Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 47 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa opin 9-16.30, postulíns- málning kl. 9, gönguhópur kl. 12, há- degismatur kl. 12, postulínsmálning kl. 13 og kaffi kl. 15. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handav., smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsu- gæsla kl. 10-11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Jólaljósaferð um Reykjanesið með Hannesi rútubíl- stjóra verður farin kl. 15.30 frá Bólstaðarhlíð. Kaffiveitingar á Garðs- skaga. Verð 2.900 kr. Skráning í s. 535 2760. Hárgreiðsla, böðun, handavinna, glerlist, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerðir, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-12, leiðb. Halldóra, leikfimi kl. 10, leiðb. Guðný. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK, Gullsmára 9, er opin kl. 10-11.30, s. 554 1226. Í Gjábakka er opið kl. 15-16, s. 554 3438. Félagsvist í Gjábakka kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna kl. 10, félagsvist kl. 13. Viðtals- tími FEBK kl .15-16. Bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Skráning í skötuveisluna í Gjá- bakka á Þorláksmessu kl. 12, s. 554 3400. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9.05, ganga kl. 10, hádegis- verður kl. 11.40, postulínsmálun og kvennabridds kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Jónshúsi kl. 10-16, heitur matur frá Skútunni kl. 12-13 virka daga, panta þarf með sólarhringsfyrirvara. Máltíðin kostar 710 kr. Matseðil er að finna á heimsíðu Skútunnar. Pönt- unarsímar: Hulda, s. 512 1501/ 617 1501 og Jónína, s. 512 1502/ 617 1502. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30. Dansæfing fellur niður, spilasalur er opinn frá hádegi. Uppl. í s. 575 7720 og www.gerdu- berg.is. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bókband kl. 13.15, létt leikfimi kl. 14, framhaldssagan og kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, ganga kl. 11, hádegis- matur kl. 12, bridds kl. 13, kaffi kl. 15. Hárgreiðslustofan Blær opin alla daga, sími 894 6856. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jólasokkar, tau- málun o.fl. Samverustund kl. 10.30 lestur, spjall, kaffi og smákökur. Jóla- bingó kl. 13.30, 8 umferðir, aðalvinn- ingur matarkarfa. Kaffiveitingar. Böð- un fyrir hádegi og hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Leikskólinn Jörvi kemur í heimsókn 20. des. kl. 14 til sönghóps Hjördísar Geirs. Dansað í kringum jólatréð og jólasveinninn kemur í heimsókn. Á föstud. kl. 12 syngur kór Bústaðakirkju. Uppl. í s. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni verður við kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin kl. 13, kaffiveit- ingar kl. 14.30, bingó kl. 15. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, vinnustofa í handmennt opin á sama tíma, Halldóra leiðb. við kl. 9-12. Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-12, aðstoð v. böðun, kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður kl. 12.15, versl- unarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30-15.45, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og handavinnustofan opin, morgunstund kl. 10, verslunarferð í Bónus kl. 12.15, upplestur kl. 12.30, bókband og dans kl. 14. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Jólaleg samveru- stund í Litlakoti, starf eldri borgara kl. 13-16. Jólalög og jólagleði, heitt súkkulaði og meðlæti. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili. Dómkirkjan | Bænastundir alla mið- vikudaga kl. 12.10-12.30. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520 9700 eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is. Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10- 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520 9700 eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkj- an.is. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð. TTT fyrir 10-12 ára í Rimaskóla og Korpuskóla kl. 17-18. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga. Morgun- verður í safnaðarsal. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Samkoma kl. 20. „Guð réttir út hendur sínar.“ Hugleiðing: Guð- laugur Gunnarsson. Jól og jólaund- irbúningur: Kristín Bjarnadóttir. Kaffi. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn í umsjá sr. Hildar Eirar Bolladóttur kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin leggur upp frá kirkjudyrum kl. 10.30. Kirkju- prakkarastarfið hefst að nýju eftir áramót. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beð- ið er fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda. Vídalínskirkja, Garðasókn | Jóla- stundin okkar kl. 13-16, pútt, lomber, vist, bridds og spjall. Kaffiveitingar kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja, upp- lýsingasími: 895 0169. dagbók Í dag er miðvikudagur 19. desember, 353. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Þó líklega tengi flestir Grasa-garð Reykjavíkur við sól ogsumar er ekki síður áhuga-vert að heimsækja garðinn um hávetur. Eva G. Þorvaldsdóttir er forstöðu- maður Grasagarðsins og segir frá því sem garðurinn býður gestum sínum nú þegar vetur konungur ræður ríkjum: „Búið er að skreyta lystihúsið með skrautvafningum sem unnir eru úr lif- andi greinum eðalþins, og sett hefur verið upp ljósum prýtt jólatré utan- dyra,“ segir Eva. „Leikskólar borgar- innar hafa komið og heimsótt okkur, og þykir yngstu gestunum ómótstæðilegt að dansa kringum jólatréð. Þá höfum við einnig, að kaþólskum sið, stillt upp litlu fjárhúsi, þar sem sjá má Jesúbarn- ið í jötu, Jósef, Maríu, og vitringana, og vekur mikinn áhuga barnanna.“ Að sögn Evu er ekki síður gaman fyr- ir fullorðna að heimsækja Grasagarðinn um vetur: „Garðurinn er fallegur á vet- urna. Þegar laufskrúðið er ekki á trján- um má t.d. sjá betur fuglalífið í garð- inum, en hér búa m.a. hrafnar, snjó- tittlingar og auðnuitittlingar, og svartþrestir hafa einnig sést í garðin- um,“ segir Eva. „Þá veitir veturinn skemmtilegt tækifæri til að sjá hvernig trén eru uppbyggð því þegar þau eru í vetrarskrúða sést vel hvernig greina- byggingin er og karakterinn í trjánum.“ Eva segir notalegt að rölta um garð- inn í vetrarkuldanum: „Hingað er gott að koma til íhugunar og í gömlu húsi við aðalinngang Grasagarðsins, Lauga- tungu, eru borð og stólar þar sem kjörið er að snæða nesti eða súpa heitt kaffi eða kakó af brúsa. Kyrrð er í garðinum og snjósælt, og varla að verði vart við rok í skjólinu af gróðrinum.“ Og eins og Eva bendir á eru sumar jurtirnar í blóma um hávetur: „Síðast- liðin þrjú ár hefur blómstrað hjá okkur í janúarbyrjun jólarós, sem er sígræn jurt með hvítum blómum, mjög falleg og í miklu uppáhaldi hjá öðrum Norður- landaþjóðum,“ segir Eva. Grasagarður Reykjavíkur er opinn alla daga ársins, en garðskálinn og lystihúsið eru opin frá kl. 10 til 17 á vet- urna. Sumartími hefst 1. apríl, og er þá opið 10 til 22. Aðgangur að garðinum er ókeypis. Útivist | Grasagarður Reykjavíkur er í vetrarskrúða og þar er margt að sjá Kyrrð og skjól í jólaamstrinu  Eva. G. Þor- valdsdóttir fæddist í Reykjavík 1954. Hún lauk stúdents- prófi frá Versl- unarskóla Íslands 1975, BS-prófi í líf- fræði frá Háskóla Íslands 1981 og meistaraprófi frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Nor- egi 1990. Eva starfaði við kennslu hjá Garðyrkjuskóla ríkisins og við fram- haldsskóla, en hefur frá árinu 2000 verið forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Björn Gunnlaugsson verkefnisstjóri og eiga þau tvær dætur. Tónlist Dómkirkjan | Eftir lokun verslana gefst fólki tækifæri til að hlýða á kyrrláta jólatónlist við kertaljós. Á efnisskrá eru mótettur eftir Praetorius og Brahms og jóla- sálmar í fallegum útsetningum. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Fríkirkjan í Reykjavík | Söng- kvartettinn Kolka heldur jóla- tónleika kl. 20.30. Á efnisskránni Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Félagsfælnihópur Geðhjálpar kemur saman kl 19.30-21. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895 1050. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við KFC (Kentucky Fried Chicken) í Reykjanesbæ í dag kl. 10-17. Bækur Háskólatorg | Rithöfundarnir Ingólfur Gíslason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson lesa upp kl. 16. Á morgun, 20. des. kl. 16, lesa Gísli Hvanndal, Aron Pálmi, Sig- urður Pálsson og Arnar Eggert Thoroddsen. Háskólatorgið er staðsett á milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss HÍ. Aðgangur öllum leyfður. eru jólalög og jólasálmar sem verða flutt án undirleiks, ásamt einsöngsperlum þar sem söng- konurnar annast undirleik hjá hvor annarri. Miðasala við inn- ganginn, verð 1.500/1.000 kr. Hafnarfjarðarkirkja | Mozart við kertaljós kl. 21. Camerarctica hef- ur leikið tónlist eftir Mozart á kertaljósatónleikum í Hafnar- fjarðarkirkju í fimmtán ár og þyk- ir mörgum þeir ómissandi fyrir jólin. FRÉTTIR NÝLEGA afhenti Artica, um- boðsaðili Estée Lauder, Krabbameinsfélaginu og Sam- hjálp kvenna ágóða af söfnun í tengslum við átak í október gegn brjóstakrabbameini undir merkjum Bleiku slaufunnar. Í mörgum löndum hefur október- mánuður ár hvert verið helgaður árvekni um brjóstakrabbamein. Íslendingar tóku nú í áttunda sinn þátt í þessu átaki. Á þrjátíu útsölustöðum Estée Lauder snyrtivara og á nokkrum öðrum stöðum var dreift bleikum slauf- um, tákni átaksins, og tekið við frjálsum framlögum í sérmerkta söfnunarbauka. Ágóðanum, 2,4 milljónum króna, verður að þessu sinni varið til kaupa á tækjum fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Í frétt frá Krabbameinsfélag- inu segir að félagið meti mikils þennan stuðning við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Bleika slaufan Sigurður Björnsson, formaður KÍ, og Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, tóku við ávísun frá Evu Garðarsdóttur Kristmanns og Guðlaugi Kristmanns hjá Artica. Estée Lauder afhenti 2,4 millj- ónir vegna Bleiku slaufunnar Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.